Endurbirti hér grein um málið sem ég skrifaði í 27.September 2009 og varpar ljósi á afstöðu formanns VR til málsins á þeim tíma.
Eftir að við gerðum athugasemdir og kærðum til FME, skipun Brynju Halldórsdóttir í Stjórn Lífeyrissjóð Verslunarmanna, eftir að hún sat í stjórn gamla Kaupþings og bar þannig ábyrgð á einu stærsta gjaldþroti heimssögunnar, hefur hún í kjölfarið sagt sig úr stjórn LV..
Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.
Kristinn Örn formaður VR lagði mikla áherslu á að Ragnar Önundarson yrði skipaður stjórnarformaður LV. Við vorum nokkur í stjórninni sem töldum þessa skipan vera glórulausa enda vissum við ekkert um manninn né áherslur hans og afstöðu til bankaleyndar svo fatt eitt sé nefnt, í ljósi þess að krafa félagsmanna var gegnsæi í fjarfestingum sjóðsins.
Hver er Ragnar Önundarson?
Ragnar Önundarson var áður framkvæmdastjóri Kreditkort hf, sem varð svo Borgun hf. Hann, ásamt Halldóri Guðbjarnasyni, voru höfuðpaurarnir í stærsta viðurkennda samkeppnislagabroti Íslandssögunnar og gæti verið vafasamt að maður með þennan afbrotaferil sé ráðinn eða skipaður sem formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Auðvitað er batnandi mönnum best að lifa, en það er rétt rúmlega ár síðan hann var látinn víkja sem framkvæmdastjóri frá Borgun vegna samkeppnislagabrotana.
Þar sem samkeppnislagabrotin voru viðurkennd lögbrot, setur það spurningarmerki við hæfi stjórnarformannsins. Sáttin sem náðist við Samkeppniseftirlitið fólst í því að kortafélögin greiddu 735 mkr. sekt, m.a. gegn því að Samkeppniseftirlitið sendi málin ekki áfram til ríkissaksóknara, að öðrum kosti hefði ríkissaksóknari líklega ákært stjórnendur og ábyrgðarmenn, sem hefðu yfir höfði sér hugsanlega fangelsisvist. Með því að viðurkenna brotin og greiða háar sektir, sem voru greiddar úr sjóðum fyrirtækjanna og eigenda þeirra (viðskiptabankanna), fengu einstaklingarnir aflausn synda sinna og geta nú komið sér fyrir á ný í ábyrgðarstöðum.
Geta stjórnendur fyrirtækja notað almannafé til að kaupa sig frá persónulegum ákærum og dómum og fengið óflekkað mannorð í kaupbæti?
Það sem vekur upp spurningar, er að Kristinn Örn formaður VR treysti þessum manni 100% til að fara með eftirlaunasjóð okkar og gerir enn. Kristinn vissi af þessu máli þegar hann skipaði Ragnar Önundarson sem stjórnarformann LV en lét stjórn VR ekki vita af vafasömum bakgrunni hans.
Ragnar Önundarson hefur neitað sjóðsfélögum um sjálfsagðar upplýsingar um fjárfestingar sjóðsins og telur okkur vera að biðja sig um að fremja lögbrot, þrátt fyrir álit FME sem styður þessa upplýsingagjöf og telur hana þjóna hagsmunum sjóðsfélaga fyrst og fremst.
Það er greinilega ekki sama hver biður Ragnar Önundarson um að brjóta lög!
Upplýsingar um sáttina sem gerð var eftir samkeppnislagabrot Ragnars eru hér:
Önnur grein um sama mál eftir að formaður VR og Ragnar Önundarson svöruðu grein minni. Þeir vændu mig meðal annars um að vera vanheill á geði. Greinin birtist 27 október 2009.
Það voru ódýr svör hjá Ragnari Önundarsyni að hann hafi ekki verið aðili málsins. En það sem hann gerir er athyglisvert, hann segir að samkeppnislagabrotin hafi verið á vegum og ábyrgð eigenda og stjórnarmanna. Ef við skoðum það aðeins nánar, þá er hann með þessu að ásaka og beina ábyrgðinni á þessum viðurkenndu samkeppnislagabrotum að fyrrum stjórnarmönnum Borgunar hf. (áður Kreditkort hf.), sem voru m.a. þessir:
Birna Einarsdóttir (núverandi bankastjóri Íslandsbanka), sat fyrir Glitnir árið 2007 og tók þ.a.l. þátt í samkomulaginu við Samkeppniseftirlitið
Finnur Sveinbjörnsson (núverandi bankastjóri Nýja Kaupþings), sat fyrir Landsbanka Íslands á árinu 2008
Haukur Oddsson (núverandi forstjóri Borgunar), var stjórnarformaður árið 2006, sat fyrir Glitnir.
Spurning hvort það væri tilefni fyrir Blaðamenn að skoða þessi svör aðeins nánar, hvort þessir aðilar eru á sama máli varðandi hver stóð á bakvið og beri ábyrgð á þessum viðkurkenndu samkeppnislagabrotum. Það eitt að Ragnar Önundarson er að beina ábyrgðinni frá sér,og að þessum aðilum þarfnast nánari skoðun. Ef Ragnar Önundarson hefur rétt fyrir sér, þá eru þessir aðilar vanhæfir í sínum núverandi störfum og það er í sjálfu sér stórmál. Mér finnst þó líklegra að þessir aðilar verjist þessum ásökunum og beini ábyrgðinni aftur að Ragnari
, þar sem Ragnar Önundarson var gerandinn í þessu máli og hugsanlega án vitundar stjórnarmanna.
Málið endaði með sátt, eins og Ragnar Önundarson segir í grein sinni í Mogganum 29 sept., en hann nefndi ekki að sáttin fól í sér að félögin viðurkenndu samkeppnislagabrot, sem skv. Samkeppniseftirlitinu voru langvarandi og víðtæk ólögmæt samráð, eða mjög alvarleg brot á 10. og 11. gr. samkeppnislaga sem voru til þess fallin að valda verulegri röskun á samkeppni, brotin voru framin af ásetningi og höfðu það m.a. að markmiði að koma keppinauti út af markaði, brotin náðu yfir langt tímabil.
Eins og forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir var þetta mál fast á eftir olíufélagamálum í alvarleika. Þá fól sáttin í sér að málið yrði ekki sent áfram til ríkissaksóknara, en þar hefði Ragnar Önundarson orðið formlegur málsaðili og fengið sinn andmælarétt (og væntanlega fengið sinn dóm fyrir). Þetta er kannski það alvarlegasta í þessu máli, að kortafélögin og eigendur þeirra borguðu fyrir að málið yrði ekki sent áfram til ríkissaksóknara, en það er ótrúlegt að það sé hægt að semja um slíkt.
Það mætti því segja að kortafélögin hafi greitt fyrir það að Ragnar Önundarson héldi sínu frelsi og yrði ekki persónulega refsað. Það að Ragnar Önundarson teljist fyrir vikið ekki vera málsaðili, þrátt fyrir að hafa verið annar höfuðpaurinn og gerandinn í þessum lögbrotum, staðfestir það að fyrirtæki geti brotið af sér án þess að framkvæmdastjóri beri neina ábyrgð af því. Þetta eru mjög hættuleg skilaboð og ég efast um að menn sætti sig við að hafa mann, ekki bara með slíkan bakgrunn, heldur sérstaklega með slíkt mat sem stjórnarformann lífeyrissjóðs Verslunarmanna.
Ragnar Þór Ingólfsson
Stjórnarmaður í VR.
Athugasemdir
Ótrúlega er erfitt að koma einhverjum skikk á þessa samfélag. Þeir sem sátu við kjötkatlana fyrir hrun eru margir komnir aftur á stjá og ætla ekkert að gefa eftir.
Siðblinda hrjáir marga þeirra. Er til einhver lækning við siðblindu? Hvað með að laxera duglega?
Jón Ragnar Björnsson, 14.3.2011 kl. 11:00
Takk fyrir að taka þetta upp Ragnar Þór. Það er með ólíkindum hvernig grein Ragnars var afgreidd í Morgunblaðinu. Í vefútgáfunni var hvergi minnst á Reiknistofu bankanna. Sama er að segja um RÚV. Reiknistofa bankanna er greinilega bannorð. Ragnar er að benda á Reiknistofu bankanna (Seðlabanka, Landsbanka, Kaupþing, Glitni, Samband íslenskra sparisjóða, Visa Ísland og Kreditkort) en Samkeppnisstofnun gerði ekkert til að brjóta upp sameiginlegt eignarhald fjármálastofnanna á Reiknistofunni. Hún gerði ekkert til að hindra samráð og tryggja eðlilega samkeppni og sinnti þ.a.l. ekki hlutverki sínu. Samráð kortafyrirtækja er alvarlegt en meinið er miklu stærra og alvarlegra.
"Í samkeppnislögum er fjallað um sameiginlegt eignarhald keppinauta á fyrirtækum. Enn hefur þessu ákvæði lítt eða ekki verið beitt hér á landi [...]. Eignarhald RB er enn sameiginlegt og í höndum keppinauta [...]. Á það bara að vara áfram eins og það sé ekkert vandamál?"
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 11:06
Jú, það er ótrúlegt að hægt sé að semja um slíkt. En líklega er það mögulegt þegar menn standa frammi fyrir því að fórna minni hagsmunum fyrir meiri.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=272864&pageId=3933920&lang=is&q=Leynd%20yfir%20fundum%20fj%E1rm%E1lafyrirt%E6kja
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 11:29
Jóhanna hótaði rannsókn. Ragnar kemur inn á sama punkt. Af hverju var Reiknistofa bankanna ekki rannsökuð? Greininn fjallar um þetta. Hann spyr hvort samið hafi verið um að halda Reiknistofunni utan við rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Algjörlega út úr korti að sleppa aðalatriðinu í vefútgáfu Morgunblaðsins og hjá RÚV. Er ekki áskrifandi að Morgunblaðinu og er þ.a.l. ekki með blaðið en greinin var á bls. 30 í laugardagsblaðinu.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 11:40
Sæll Jón, Þakka innlit.
Það hefur ekkert breyst í þessu þjóðfélagi nema skíturinn sem virðist dúkka upp á hverjum degi. Ráðamenn eru með eina lausn sem er að skipta út þeim sem flett er ofan af og setja setja inn nýja varðhunda til að gæta hagsmuna auðvaldsins. Kerfisvillan er og verður alltaf sú sama.
Ragnar Þór Ingólfsson, 14.3.2011 kl. 12:04
Sæl Elín
Þakka góð innlegg.
Er það ekki merkilegt hvernig menn eins RÖ koma allt í einu fram, eftir að hafa verið útskúfaðir úr elítunni, og blístra nú eins og kanarífuglar um hversu kerfið sem þeir hafa alið eigin vegsemd af hefur nú snúið við þeim baki.
Hann minnist ekkert á það hvernig það var tryggt í starflokasamningum kreditkorta og ísándsbanka að RÖ þyrfti ekki að vinna handtak það sem eftir var ævinnar. Milljónahundruðir hafa heyrst í því samhengi og spurning hvort honum beri ekki siðferðisleg skylda að skila þeim peningum til baka.
Annað sem sló mig var eftirfarandi athugasemdafærsla sem birtist á DV.is þann 11.mars.
"Vera Gudrun Johannsdottir11. mars
sjúgum blóð úr fingurgómum skóflupakksins látum þau vinna og svitna þannig man ég ummæli Ragnars þegar við unnum í sama fyrirtæki"
Ekki dettur honum í hug, eftir að hafa kostað almenning í landinu milljarða, að biðjast afsökunar.
Ragnar Þór Ingólfsson, 14.3.2011 kl. 12:09
Það var endurreist á sama grunni með lánum frá AGS.
Júlíus Björnsson, 14.3.2011 kl. 12:24
Hann er svekktur á sama hátt og Sverrir Hermannsson var svekktur og Árni Johnsen. Mér þykir það ekki svo merkilegt. Ef þú metur innlegg mín svo að ég sé að bera blak af Ragnari Önundarsyni þá er það einfaldlega ekki rétt hjá þér. Mér þykir þetta samráðsmál vera mun stærra og alvarlegra en Ragnar Öndundarson og ég myndi svo sannarlega ekki gefa neitt fyrir afsökun frá honum.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 12:28
Þakka innlit Júlíus, ég myndi orða þetta öðruvísi, Það var endurreist á sama sandi með lánum frá AGS.
Ragnar Þór Ingólfsson, 14.3.2011 kl. 12:35
Sæl Elín
Ég er alls ekki að meta inlegg þín svo að þáttur RÖ hafi verið minni vegna þess sem hann bendir réttilega á varðandi alvarlega hluti á borð við aðkomu bankanna, eignarhald osfrv.
Það sem ég er að segja er hvað þarf til að menn stígi fram. Maðurinn hefur þrætt fyrir aðkomu sína að málinu opinberlega og svo kemst upp um hann á endanum. Að samráðið hafi náð þetta langt er öllum ljóst sem lesið hafa dóm samkeppniseftirlitsins og kynnt sér málið í þaula og rengi ég ekki nafna minn í þeim efnum.
Framkoma hans í málinu er hinsvegar með öllu óafsakanleg meðan hann hefur kerfisbundið verið að hylma yfir fjármálaelítunni þangað til að upp um hann komst og ÞÁ fyrst stígur hann fram með því oforsi sem hann gerir eftir að hafa þegið háar starflokagreiðslur (mútur) fyrir að vera stilltur fram að þessu.
Er sammála þér og RÖ um þátt bankanna og eftirlitsaðila í þessu máli sem og öðrum sem komið hafa upp eftir hrun, sem er hreint út sagt ömurleg í ljósi þess hve margir sitja í embættum sínum, borguðum af sauðsvörtum almúganum á meðan hagsmunagæslumenn okkar maka krókinn.
Ragnar Þór Ingólfsson, 14.3.2011 kl. 12:45
Gott að heyra það Ragnar Þór. Hvers vegna stígur maðurinn fram spyrð þú. Síðan segirðu: "Að samráðið hafi náð þetta langt er öllum ljóst ...". Mín kenning er sú að hann stígi fram vegna þess að hann er svekktur og hann veit sem er - enda öllum hnútum kunnugur - að samráðið nær miklu lengra. Ég er því ekki sammála þér um þátt bankanna og eftirlitsaðilanna. Mér þykir hann ekki ömurlegur. Mér þykir hann glæpsamlegur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 13:03
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1149839/
Hér er gróft mat sem sýnir að Ísland er orðið mjög stétt skipt samfélag. Hér er það 3. þrep sem er þjóðinn sem berst innbyrðis meðan útlendingar hirða allt hér sem bitastætt.
Þessar breytingar hafa gerst með þeygjandi samþykki allra á Alþingi síðustu 30 ár.
Ég vil hækka [ekki lækka tekjur] skatta á lögur á 0 þrepið og 1 þrepið til að dreifa skattbyrðinni á fleiri. Til dæmis af smá vsk fyrirtækjum fyrir á launþeganna.
Persónuafsláttur [bara á Íslandi] er um 102 milljarða skatta afsláttur og lífeyriskattar er ekki minni upphæð á ári. Ég vil að hver samtími hugsi um sig og skil betra búi á hverju ári.
Lífið er ekki bara krónusala [lán] og gjaldeyriskaup [erlend lán]: Það þurfa fleiri að lifa.
Frestun á skatti er lækkun á tekjum bókhaldslega. Minni tekjur skila minni vsk tekju aukningu. Fjámagsvextir skila ekki vsk, þeir éta hann upp.
Á sandur það er orðið; sjá líka strandi.
Júlíus Björnsson, 14.3.2011 kl. 13:54
Sæl Elín
Rétt er það, Hann er glæpsamlegu.
Ragnar Þór Ingólfsson, 14.3.2011 kl. 15:27
Þessir sömu hvítflibba afbrotamenn dúkka upp aftur- aðeins í nyjum- og jafnvel betri embættum.
Engin lög ná yfir þá og þeir fara milli fyrirtækja sem þeir taka ofurlaun fyrir að ræna.
Það er eitt með lífeyrisjóðina sem eg vildi að þú tækir á- eigendur þeirra- sumir svelta og gera engar kröfur meðan svona menn fara með þeirra fjármuni sem sína og skamta ser laun eins og bankastjórar.
Er ekki hægt að ná samstöðu til að koma þessum afbrotamönnum út úr allri stjórnun ?
Erla Magna Alexandersdóttir, 14.3.2011 kl. 22:40
Sjáðu orðið á götunni í dag Ragnar Þór. Þeir eru að reyna að veifa Davíðsdulunni einu sinni enn og segja Ragnar Önundarson í prívatstríði. Þeir gleyma alveg að geta þess að framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar sem varð fyrir barðinu á Ragnari Önundarsyni tekur undir gagnrýni hans á Samkeppniseftirlitið.
http://www.ruv.is/frett/skorar-a-samkeppniseftirlitid
Gleymdi að geta þess í gær að forstjóri Reiknistofunnar - sem neitaði að afhenda gögnin - á bróður sem var leppur Björgólfs. Hann á Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn með húð og hári.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 08:37
Sæl Erla
Vandamálið er miklu stærra en einn eða tveir smákóngar sem hrökklast í burtu eftir að hafa rænt almúgan og komið þýfinu til elítunnar.
Þó að RÖ fari frá, kemur annar í staðin, á nákvæmlega sömu forsendum.
Ef að hér væri alvöru gegnsæi þá hefði spillingin færri skugga að skríða í og færri skjól til að grassera. Ekkert hefur breyst og enn er verið að víla og díla í skjóli bankaleyndar og þagnarskyldu sem varin er algjörum trúnaði.
Versti óvinur mafíunnar er gegnsæi.
Ragnar Þór Ingólfsson, 15.3.2011 kl. 08:49
Elín
Þakka góðar ábendingar og innlegg. Mér finnst þetta mál alls ekki snúast um RÖ sem persónu heldur hversu samtrygging þeirra sem stjórna er mikil.
Við getum eflaust gagnrýnt samkeppniseftirlitið og fleiri stofnanir en hvað með FME.
Að ofansögðu hlýtur maður að hugsa um hvernig pólitískt skipaðir eftirlitsaðilar eiga að rannsaka með hlutleysi pólitískt skipaða fjármálaelítu.
Við verðum hinsvegar að virða þá sem velta steinum og hræra í ormagrifjunum. Það er þó eitthvað verið að gera. Ég vona svo sannarlega að þetta útspil RÖ komi til með að fletta ofan af einhverju stærra. Mér finnst hann hinsvegar allt of langt leiddur í soranum til að geta flokkað hann sem einhvern whistle blower bjargvætt sem kemur nú fram að segir að svínið sem allir vita að er svín sé svín.
Ragnar Þór Ingólfsson, 15.3.2011 kl. 08:58
Ragnar Þór. Ef það er einhver whistle blower í þessu máli þá er það Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á DV. Hann skrifaði fréttina um leynilega fundi fjármálafyrirtækja í Seðlabankanum og tregðu forstjóra Reiknistofunnar við að afhendar fundargerðir.
Jóhann Ingi Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar, er annar. Hann lagði inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins vegna samstarfs bankanna á kortamarkaði.
Ragnar Önundarson segir að um sé að ræða hringamyndun bankanna með sameiginleg markaðsyfirráð að markmiði.
Whistle blower eða svín. Mér gæti ekki verið meira sama. Gef lítið fyrir titla satt að segja.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 10:16
Innlitskvitt,
Helga Kristjánsdóttir, 15.3.2011 kl. 13:29
Sæl Elín
Sammála.
Ragnar Þór Ingólfsson, 15.3.2011 kl. 15:59
Sæl Helga
Takk fyrir ævinlega innlit þín og kvittanir. Met það mikils.
Ragnar Þór Ingólfsson, 15.3.2011 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.