7.3.2011 | 09:42
Konungur Lýðskrumsins!
Í stað þess að svara málefnalegum og gagnrýnum spurningum kjósa verkalýðskóngarnir (milljónaklúbburinn) að tala sig í kringum hlutina með slíkum hætti að umbjóðendur þeirra sitja ringlaðir eftir. Þeir kjósa að fela sig á bakvið þögnina sem umlikur handónýta verkalýðsforystuna og fílabeinsturninn sem þeir búa í.
Guðmundur Gunnarsson formaður rafiðnaðarsambandsins og vara stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum Stöfum fer hamförum gegn þeim sem opna á sér munninn gagnvart lífeyrissjóðunum og leyfa sér að gagnrýna þá. Hann talar um heilindi og vönduð vinnubrögð hjá stjórnendum lífeyrissjóðanna þá sérstaklega hjá sínum lífeyrissjóði,Stöfum, þar sem hann er vara stjórnarmaður. Allir sem halda öðru fram eru lýðskrumarar af verstu sort.
Af því tilefni er ég með spurningu til Guðmundar sem hann hefur fengið í athugasemda færslur sínar en eyðir spurningunni jafnharðan út og ég set hana inn. Reyndar hefur Guðmundur og aðrir samkóngar hans fengið ráðleggingar PR-þræla sinna séð að spurningum frá mér verði alls ekki svarað með opinberum hætti, hverjar sem þær kunna að vera. Því hef ég ákveðið að spyrja hann aftur á heimasíðu minni og þannig með áberandi og opinberum hætti.
Af hverju eru starfsmenn N1 skyldaðir til að borga í lífeyrissjóðinn Stafi? Er það vegna þess að stærsti einstaki skuldari Stafa er N1?
Samkvæmt samtali mínu við stjórnarmann Stafa sem einnig er starfsmaður N1, þá fóru þessar stærstu lánveitingar sjóðsins ekki fyrir stjórn. Eru þetta faglegu vinnubrögðin með sparifé launafólks sem þú, Guðmundur Gunnarsson, ert alltaf að tala um? Getur þú sem varastjórnarmaður í Stöfum lífeyrissjóði svarað mér hvort samþykktir og vinnureglur sjóðsins voru brotnar og eru þetta vinnubrögðin sem tíðkast hjá lífeyrissjóðum almennt? Hver er skuldastaða N1 og hverjar eru tryggingar, ef einhverjar eru, í skuldabréfalánum sjóðsins til N1? N1 er skuldsett langt umfram verðmæti og samkvæmt mínum heimildum eru skuldabréfalán Stafa, aftast í kröfuröðinni.
Hverjar verða raunverulegar heimtur þessara lána?
Í ársskýrslu Stafaá bls.15 kemur fram að N1 er langstærsti skuldari sjóðsins, síðan er farið yfir afskriftir á skuldabréfum frá hruni sem sýnir að Stafir voru í nákvæmlega sömu fjárfestingavitleysunni og aðrir sjóðir.
Úr Samþyktum og vinnureglum Stafa lífeyrissjóðs.
5.5 Stjórn sjóðsins fer með yfirstjórn hans. Stjórnin skal fjalla um allar meiriháttar ákvarðanir varðandi stefnumótun og starfsemi sjóðsins. Hún skal annast um að nægjanlegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna sjóðsins. Stjórn sjóðsins ræður framkvæmdastjóra, ákveður laun hans og önnur starfskjör og setur honum starfsreglur. Stjórn sjóðsins ræður forstöðumann endurskoðunardeildar eða semur við sjálfstætt starfandi eftirlitsaðila til að annast skipulagningu innri endurskoðunar. Stjórn skal einnig móta innra eftirlit lífeyrissjóðsins og skjalfesta eftirlitsferla.
5.5.2 Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur sjóðsins í samræmi við mótaða stefnu og fyrirmæli sem stjórn hefur gefið. Framkvæmdastjóri ræður starfsmenn til sjóðsins. Framkvæmdastjórinn er ekki kjörgengur sem stjórnarmaður í lífeyrissjóðnum. Ákvarðanir sem eru óvenjulegar eða mikils háttar skal framkvæmdastjóri aðeins taka með sérstakri ákvörðun stjórnar eða samkvæmt áætlun sem samþykkt hefur verið af stjórninni. Sé ekki unnt að bera meiriháttar ákvarðanir undir stjórnarfund, skal haft samráð við formann stjórnar og aðra stjórnarmenn eftir föngum. Slíkar ákvarðanir skal síðan taka fyrir á næsta stjórnarfundi.
5.7 Stjórnarmaður lífeyrissjóðs eða framkvæmdastjóri má ekki taka þátt í meðferð máls ef hann hefur hagsmuna að gæta sem kynnu að fara í bága við hagsmuni sjóðsins. Sama gildir ef um er að ræða ákvarðanir sem tengjast fyrirtæki þar sem stjórnarmaður kann að eiga umtalsverðra hagsmuna að gæta sem eigandi, stjórnarmaður eða starfsmaður. Skylt er þeim, sem í hlut á, að upplýsa um aðstæður sem valda kunna vanhæfi samkvæmt framansögðu.
5.7.1 Stjórn sjóðsins og framkvæmdastjóri mega ekki gera neinar þær ráðstafanir sem bersýnilega eru til þess fallnar að afla ákveðnum sjóðfélögum, fyrirtækjum eða öðrum ótilhlýðilegra hagsmuna, umfram aðra eða á kostnað sjóðsins.
Í stað þess að stappa stálinu í launafólk og standa í lappirnar, tala verkalýðskóngarnir um ábyrgar kröfur og hversu lítið sé til skiptanna. Í stað þess að efla samstöðu ala þeir á meðvirkni,uppgjöf og hræðslu.
Þeir eru Konungar Lýðskrumsins?
Ragnar Þór Ingólfsson
Stjórnarmaður í VR
Athugasemdir
Ótrúlegt að maðurinn eyði þessum spurningum. Hefur hann engar skyldur sem formaður og varastjórnarmaður? Fyrir hvað þiggur hann laun?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 09:57
Sæl Elín
Ég veit ekki fyrir hvað.... en hann þiggur laun svo mikið er víst.
Ragnar Þór Ingólfsson, 7.3.2011 kl. 10:09
Það sjá það allir sem vilja að þessi skipulögðu glæpasamtök eru að reka Ponzi sem þeir kalla lífeyrissjóði . . . ef þeim væri alvara um að hugsa um hag fólksins þá væru þeir ekki að borga milljarða í rekstarkostnað . . . Ponzi, Ponzi, Ponzi.
Axel Pétur Axelsson, 7.3.2011 kl. 10:53
Ef maður pælir í umfangi lífeyrissjóða þá má benda á að þeir fá 12% af öllum launagreiðslum hjá almenningi - jafnvel hjá sumum opinberum starfsmönnum. Það eru engin "skattleysismörk" hjá þeim og því má segja að lífeyrissjóðsmafían búi betur að tekjum en sjálft ríkið.
En varðandi N1 - er ekki öllum starfsmönnum frjálst að greiða í þann lífeyrissjóð sem þeir kjósa? Eða ráða stéttarfélögin því alfarið?
Sumarliði Einar Daðason, 7.3.2011 kl. 11:37
Ég held að þú verðir að spyrja forsvarsmenn N1 af hverju þeir skylda starfsfólk sitt til að borga í Stafi, lífeyrissjóð.
Lífeyrissjóðir ráða ekki hverjir greiða í þá. Það eru greiðendur og í sumum tilfellum fyrirtæki sem velja lífeyrissjóði.
Ég hef upplifað það að fá ekki að greiða í þann lífeyrissjóð sem ég vildi og sagði því upp hjá viðkomandi fyrirtæki.
Ég hef líka lent í stappi við launagreiðanda sem fannst einfaldlega þægilegra að senda eina skilagrein til lífeyrissjóðs VR heldur en að þurfa að senda nokkrar.
Og ég veit til þess að launagreiðendur hafa skikkað launþega til að vera í verkalýðsfélagi þeim þóknanlegt, ekki því sem launþeginn vildi. Það var alveg skýrt að annaðhvort væri fólk í starfsmannafélagi Kópavogs eða fengi sér vinnu annars staðar.
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 11:40
Sæll Axel
Hreyfingin hefur gert sig seka um víðtækustu umboðssvik íslandsögunnar.
Hvar annars staðar í heiminum væri höfuðpaurinn , Ragnar Önundarson, í stærsta samkeppnissvikamáli sem komið hefur upp á íslandi, boðið stjórnarsæti í lífeyrissjóði verslunarmanna af VR. Þetta er verið að hafa okkur að fíflum miðað við það sem á að bjóða launafólki upp á í næstu kjarasamningum.
Ragnar Þór Ingólfsson, 7.3.2011 kl. 12:03
Sæll Sumarliði
Það er félagafrelsi á íslandi.... fyrir suma. Dæmin sem ég hef fyrir framan mig eru einstaklingar sem gert var ljóst þegar þeir sóttu um störf hjá þessum fyrirtækjum að þeir yrðu að greiða í ákveðin lífeyrissjóð. Að öðrum kosti fengju þeir ekki það starf sem sótt var um. Þeir sjóðir sem um ræðir hafa tryggt viðkomandi fyrirtækjum aðgang að lánsfé að virðist óháð tryggingum í skiptum fyrir iðgjaldagreiðendur.
Þetta er nú öll fagmenskan.
Ragnar Þór Ingólfsson, 7.3.2011 kl. 12:06
Þess vegna var ég ekki hrifinn þegar strax eftir síðustu þjóðarsátt 30% launskerðing og upptöku verðtryggingar: falinn leið til að 4 falda heildarraunvexti á starfævislánum. Öll lán Prime lán brenna upp í verðbólgu erlendis, fara 2/3 hluti heildarvaxta í að mæta verðrýnum vegna verðbólgu kalla að leggja í varasjóð [bindisskylda]: afskrifa, voru hafnar þríhliða viðræður [hugmynd regluverk EU], um að í stað þess að hækka laun beint skyldu lífeyrisjóðsgjald hækkað í staðinn. Samið var um hlutfallslega hærri hækkanir til eldri starfsmanna [mikill minni hluti] enda voru þeir flestir í trúnaðranna ráðum, oft í forréttinda störfum hjá vinnuveitenda.
Nú er komið á daginn að djúpar kauphallar hækkanir koma á 25 ára til 45 ára fresti sem regla, og greinilegt að um 1983 voru ungir menn þá farnir að undirbúa sig og sína.
Þríhliða viðræður lykil aðila í röðum atvinnurekanda, launþega samtaka og stjórnsýslu.
Aðilum sem eru búnir að eyðileggja lífeyrisjóði launfólks sem byrjaði með tvær hendur tómar fyrir 100 árum. Breyta non profitt bönkum í okur búllur sem næra sig á barnamat og sjúkrafæði aðallega í dag.
Svo er afskriftir í samræmi við Bónusa, þegar allir varasjóðir voru greiddir út í arð til fyrirfólksins.
Skoðið skattleysismörk í löndum þá sjáið þið að hér er stundað þjóðarmannsal í samburði. Það er miklu betra en en reyna að bera saman lágmarkframfærslu og lágmarkslaun. Þar sem þessar tölur segja allt um hvað kallast skíta laun.
Dollar rýnar um 90% á 30 árum, þess vegna eru 3,0% meðal nafnvextir á ári ekkert annað en vertrygging. Þess verður nafnvaxta krafan að vera 5 % til að skila 2,0% raunávöxtun. Engum í sögunni hefur tekist að tryggja hærri raunávöxtun samfellt í 30 ár almennt hingað til. Þótt hægt sé að reikna það út.
Svo tíðkast það ekki utan Íslands að þegar fólk kemur full mótað til starfa þá sé eðlilegt að sé í basli fyrstu árinn því það hækki allt í launum eftir að börnin eru farin að heiman. Starfaldur launa eru táknræn. 1 af 40 hækkar í launum vegna stöðuhækkunar. H.Í. er til skammar.
Júlíus Björnsson, 7.3.2011 kl. 12:13
Sæll Þorsteinn
Þegar ég lagði til að sjóðunum yrði fækkað í einn til tvo sjóði var mé rlíkt við argasta kómmúnista. mér var tjáð mikilvægi þess að hafa samkeppni svo sjóðsfélagar geti gert ríkari kröfu um góð vinnubrögð og ávöxtun.
Þetta væri kanski rétt ef að við hefðum raunverulegt val en svo er alls ekki. Ég hafði samband við stjórnarmann í Stöfum sem einnig er starfsmaður N1. Þar fékk ég staðfest að stærstu lánveitingar sjóðsins fóru ekki fyrir stjórnina þó svo að skýrt kveðið í samþykktum hans.
Þessi aðili sem ég ræddi við tók saman ástæður uppruna þessara sterku tengsla og svaraði mér skýrt og greinilega öllu sem ég spurði og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Svar hans náði þó ekki yfir spurningu mína en svörin vöktu hinsvegar upp fleiri spurningar. Spurningunni minni var hinsvegar ekki svarað af Guðmundi sjálfum sem hefur það sem helstu rök að líkja öllum skoðunum sem honum ekki þóknast sem lýðskrum.
Gleymi því seint þegar Þór Saari sat með honum í Kastljós þætti og Þór benti á þá staðreynd ( tölur úr seðlabanka íslands ) að lífeyrissjóðirnir hafa eignafært yfir 126 milljarða í verðbætur af fasteignalánum almennings frá hruni. Guðmundur sagði að þetta væri þvílíkt kjaftæði.... en gat svo sem ekki rökstutt það frekar en annað sem frá honum kemur.
Ragnar Þór Ingólfsson, 7.3.2011 kl. 12:22
Sæll Júlíus
Miðað við það sem ég hef séð að eigi að bjóða launafólki í næstu kjarasamningum er viðurkenning á þeim gríðarlegu raunskerðingum sem almenningur hefur orðið fyrir. Þetta verður gert með "raunhæfum og ábyrgum kröfum"
Ragnar Þór Ingólfsson, 7.3.2011 kl. 12:42
Stétt með stétt, eða stétt gegn stétt? Prime lánastarfsemi gengur út á max 2,0% almenna raunávöxtun. Náist það á 30 árum eru flestir mjög ánægðir hingað til. Einn aðili sem á eina N-Ameríku í dag á tvær eftir 30 ár miðað við 2,0% raunávöxtun og það þætti öllu mjög góð ávöxtun. Þolinmæði og öryggi er það sem skiptir máli og einfalt bókhald. Best er að velja sértaka persónuleika í vörslu slíkra sjóða, á hóflegum launum og reka strax og vanskil veðlán leiðir til þrots. Best er að lána félögum non profitt till að tryggja verðtryggingu umfram sjóðgjalda sjóðsgjalda [ef heildar gjöld framtíðarinnar nægja ekki fyrir beinflæði: útborgum iðgjaldanna].
Þetta er svo einfalt starf að einn lífeyrasjóður gæti verið í umsjón hvers launþegafélags. Svona Prime vertryggingarsjóðir voru hér og eru en í öllum ábyrgum lánstofnunum erlendis. 20 þúsund 30 ára til 45 ára Íbúðalán með max 5,0% nafnvöxtum eru ekki mikil vinna.
Vinna byrjar með okrinu sem skapar áhættuna sem eykur afskriftaþörfina í langtíma sjóðum. Við vitum hvernig þessi Íslenska tilraun endaði. Svo eins og subPrime einkaframtakið í USA.
Kommunistar eru Bessewisser sem þykkjast allt vita betur en raunverulegir eigendur.
80% af þjóðinni á fá að lifa áhyggjulausi lífi. Sjúklega græðisliðið getur haft sína sjóði út af fyrir sig.
Samtrygging getur oftast borgað sig fyrir almenna félag.
Júlíus Björnsson, 7.3.2011 kl. 13:04
Það er alltaf talað um að eigendur Arion banka og Íslandsbanka séu "erlendir kröfuhafar" og það er bara ætlast til að við almenningur gleypum þetta hrátt og aldrei er hægt að fá það staðfest hverjir þessir "erlendu kröfuhafar" eru, á að vera eitthvað erfitt að fá þetta uppgefið???? Ég var að heyra það að LÍFEYRISSJÓÐIRNIR væru að stærstum hluta þessir "erlendu kröfuhafar", ekki veit ég hvort eitthvað er til í þessu en kæmi mér ekki á óvart því LÍFEYRISSJÓÐIRNIR VIRÐAST VERA ORÐNIR HÁLFGERT RÍKI Í RÍKINU.
Jóhann Elíasson, 8.3.2011 kl. 06:42
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1148642/
Hér er dæmi um skattkerfi Dana. Hvað eru lágar tekjur og hliðstæðir húsnæðisvextir. Hvað er háartekjur og hliðstæðir húsnæðisvextir.
Svo er stórfurðulegt að Ísland sé með allt annað skattakerfi, lánaformakerfi, vísitölumælingar en aðrar Vesturlanda þjóðir. Aðal einkennið er fela svindl á vestræna mælikvarða á launþegum, með fáránlega flókum stærðfræðiframsetningum til að rugla alla í ríminu. Ég var ekki orðin 6 ára þegar mér mikið eldri skyldmenni voru að ræða hámarks raunvaxta kröfu á langtíma húsnæðis lánum það er það er fyrri hluta nafnvaxta prósentunnar. Í þessum lána flokki er ekki gert ráð fyrir áhættu vegna vanskila eða greiðsluþrots lántaka. En hinsvegar gert ráð fyrir verðrýrnun [bólgu] á lánstíma. Það gerir enginn sem lánar öruggt að gera ráð fyrir meira en 100% verðbólgu á 30 árum. Í USA er hún sannarlega um 90% þá nægir í veðlánsjóði og meta meðalverðbólgu um 3% Nafnvextir eru þá 2,0% + 3,0% = 5,0%. Þar sem þessi 2,0% er væntanlegir raun vextir miðað við ráðgerða verðbólgu 3,0% á ári. Að gera ráð fyrir meiri verðbólgu í UK gerðu Þjóðverjar í seinni heimstyrjöld.
Gera hærri almenna raunvaxtavænting en 2% á ári að jafnaði í 30 ár í samburði við önnur ríki N.B. er álíka brjálað. Því orka og hráefni eru takmörkuð, 2,0% raunávöxt jafn gildir tvöföldun þess sem ávaxtað var á 30 árum. Það þýðir ef þú raunávaxta allar fasteignir í USA þá er karfan á framtíðina að fermetra fjöldi fasteigna í USA hafi tvöfaldast á 30 árum. þess vegna eru eignarmikil ættarveldi fyllilega sátt við að halda sínu gegnum allar keppur og sæta sig við enga raunvexti á móti verðtryggingu. þess vegna má segja sem svo að 8 kynslóða gamlir fjölskyldu bankar stækki ekki og hafi 80% veltu á langtíma ofurlágraunvöxtum en 20% veltunnar í vogum vinnur vogum tapar sem kostar miklu meiri afskriftir skammtíma sveiflu jöfnunarsjóði en skilar öllum miklu arði, því stærri sem Primelánsöfnin eru.
Hér má aldrei horfa á eitt lán heldur öll lán í sjóð í einu því öll eru á mismunandi þroskastigi en í jafnvægi um jafn mikið kemur inn af vertryggingu [verðbótum] á ári og brennur upp af verðmæti eldri lánanna. Þarna gengur allt út á að lána hvorki og mikið eða of lítið úr sérhverjum þroskuð sjóði. Passa siga á að hækka lánsupphæð líka í takt við verðbólgu. Því Láns höfuðstóll er bara helmingur af skuldarhöfuðstól til greiðslu. Prime lána veðsöfn eru þroskuð og í jafnvægi og eru með greiðsluhæfi [lánshæfi] hæsta hugsanlegt til skemmri tíma og lengri tíma litið. Hinsvegar er ekki verið að taka endurfjármögnunarlán út þessi söfn, heldur frekar þau skammtíma áhættu. Öll söfnin saman skapa ágætt lánshæfi.
Hér munu sérfræðinga í skemmri tíma áhættu lána viðskiptum á sínum tíma talið Ísland í kraft EES, geta verið einn samkeppni áhættur fjárfestingar banka geng öllum öðrum áhættu fjárfestingar bönkum heims og þetta myndi líka skap hér fullt af störfum. Þetta er mjög eðlilegt þar sem grunnmenntun hér úr Háskóla Ísland er trivium. Quadrivium mótum hér fór að leggjast af eftir fyrri heimstyrjöld. Þessi mótum er enn við lýði í Þroskuðum ríkjum og byrjar heima og fer síðan fram í síu og hraðbrautarkerfum og rándýrum einkaskólum oft heimavistarskólum til að engin tími fari til spillis. Frakkar tryggja að 10% greindustu og úthaldsmestu útskrifist úr þeirra síu til að stjórna Frakklandi í lykilstöðum stofnanna. 10% hluti mankyns er yfirgreindur genalega tengt. Rússar kommarnir sjálfir passa upp þetta líka með vali næstum við fæðingu hér áður fyrr. Við 10 ára aldur þurfa Þýskir foreldrar ef afkvæmin eru hæf að setja þau á hraðbraut. Með öllu því álagi sem því fylgir en þau útskrifast fyrst. Eru svo ráðin til lykil starfa af andlegum jafningjum. Þjóðar heilinn ræður úrslitum en ekki limirnir þegar hernaðartæknin er á því stigi sem hún er í dag.
Júlíus Björnsson, 8.3.2011 kl. 08:54
Nei þetta er allt krónunni að kenna...í ESB strax.
Gummi raflost.
Vilhjálmur Árnason (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 13:24
Það sem Jóhann bendir réttilega á hér að ofan, sem margir aðrir hafa líka gert, er að það er ríki innan ríkisins sem kallast lífeyrissjóðskerfið. Í henni er ósnertanleg klíka sem hefur svo mikil lögvernduð fjárráð að í öðrum löndum væri hún kölluð þjóðarógn. Þess ber að geta að lífeyrissjóðirnir fá sitt reiknað áður en ríkissjóður fær sitt reiknað. Þannig mætir ríkissjóður afgangi og lífeyrissjóðirnir fá þessar tekjur skattfrjálsar. Þessar tekjur lífeyrissjóða skilar sér sjaldan í hækkun bóta. Ath. hér er ég bara að tala um skylduinnheimtu lífeyrissjóðs upp á 12% (ekki aukaframlög né séreignarsparnað).
Sumarliði Einar Daðason, 8.3.2011 kl. 15:35
Sæll Jóhann, Ríki í Ríki er rétta orðið og hef ég einmitt notað þá samlíkingu. Eignarhald bankanna virðist á reiki eins og flest það sem varið er bankaleynd þagnarskyldu og trúnaði. Ekkert hefur breyst eftir hrun. Þeir sem áttu að gæta hagsmuna okkar í kjölfar og eftir hrun, hafa algerlega brugðist.
Ragnar Þór Ingólfsson, 8.3.2011 kl. 16:39
Sæl Vilhjálmur
Það er hárrétt, eina lausnin sem þeim dettur í huga Er Evra og ESB.
Ragnar Þór Ingólfsson, 8.3.2011 kl. 16:40
Sæll Sumarliði, Sammála. Framtíðar skattekjur ríkissjóðs rýrna frekar en að skila ávöxtun. Kerfið er hrunið nú þegar en verður ekki viðurkennt fyrr en "varhundum verkalýðsins" verður komið frá.
Ragnar Þór Ingólfsson, 8.3.2011 kl. 16:42
20% hækkun á lægstu taxta skilar svipum skíta laun og í Danmörku, og þá skila 10% iðgjöld sama og 12% núna.
184.000 kr. með grunnskatti 10% skila 202.400 kr. Heildarlaunum.
184.000 Kr. með persónu afslætti eru um 234.000 kr.
368.000 kr. með grunnskatti 10% og 9% þrepaskatti skila 412.000 kr
368.000 kr með persónuafslætti eru um 418.000 kr.
Persónuafsláttur veldur kostnaði í bókhaldi, torveldar launa samanburð, notaður til að blekkja þorra laun fólks og láta honum finnast hann hafi hærri laun. Hækkar líka svokölluð meðaltalslaun. Sem 10% þeir ofur tekjuhæstu hækka upp úr öllu valdi.
Aðrir kostir við hreint þrepa skattakerfi er að lækkar launveltu fyrirtækja, minnkar því fjármagnskostnað þeirra.
Hversvegna er Ísland eina landið með persónuafslátt?
Vegna þess að launþegasamtök hafa ekki hæft lið í kjarasamningum.
552.000 gætu verið heildar tekjuskatti 30% eða um 717.600 kr í heildina.
736.000 gætu verið með 40% => 1.030.000 kr. í heildina
920.000 :50% => 1.380.000 í heildina.
Útlendingar segja að laun vaxi ávöxtunarkröfu bært. Kommúnistar og fastistar segja samhengið annað.
Vaxtabætur gætu líka vaxið í þrepum fyrir 2 fyrstu launa flokkanna lág laun og miðlaun. Önnur laun þurfa ekki vaxta bætur. Heldur eðlilega keppni um bestu raunvexti og mesta greiðsluhæfis þess sem lánar.
Júlíus Björnsson, 8.3.2011 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.