4.2.2011 | 09:48
Hvað er lífeyrir?
"Á meðan venjulegu fólki er refsað fyrir aðhald og skynsemi eru skuldasóðar verðlaunaðir með afskriftum. Skilgreina þarf fasteignir sem lífeyri." Greinin birtist í morgunblaðinu 4.febrúar 2011.
Lífeyrir er sá aur sem við fáum greiddan eftir að vinnuskyldu lýkur með því að safna í sjóði 12% af launum alls vinnandi fólks, óskattlögðum til ávöxtunar áratugi fram í tímann. Einnig fáum við lítilræði ef áföll dynja yfir á lífsleiðinni. Svo bjartsýn er þessi hugmynd, að heimtur okkar úr kerfinu skulu verðtryggðar með því að ávaxta inngreiðslur á raunvöxtum sem eru hærri en hagvöxtur þjóðar. Sá galli er á annars ágætri hugmynd að einhvers staðar þarf að fjármagna það sem upp á vantar. Sá munur fæst eingöngu með aukinni skuldsetningu þjóðarbúsins eða skerðingum lífeyrisréttinda.
Lífeyrissjóðirnir standa flestir með neikvæðum hætti þannig að ávöxtunarkrafa þeirra er í raun hærri en lög gera ráð fyrir til að vinna upp skekkjuna. Við þetta bætist svo mikil óvissa um raunverulegt verðmæti eigna í bland við óuppgerðar gjaldeyrisafleiður og stjarnfræðilegar væntingar á nauðasamningum við hrunverja.
Á meðan lífeyrissjóðir lánuðu útrásarfyrirtækjum út á kampavín og kavíar var sjóðfélögum lánað út á fasteignaveð með 65% hámarks veðhlutfall og sjálfskuldarábyrgð. Sjóðsfélagar horfa á eigið fé sitt tekið eignarnámi af lífeyrissjóðum sem aftur fjárfesta iðgjöld okkar og verðbætur í sama svartholinu og kom þjóðarbúinu og samfélaginu á hliðina.
Geta skuldarviðurkenningar, merktar einhverri snilldar group hugmyndinni, staðið undir framtíðarlífeyri okkar þar sem einu haldbæru veðin eru pappírinn og blekið sem tölurnar eru skrifaðar á?
Það sem raunverulega lagaði eignastöðu lífeyrissjóðanna eftir hrun eru rúmlega 126 milljarða verðbætur á fasteignalánum almennings. Þessi gríðarlega eignatilfærsla á okkar mikilvægasta lífeyri er vegna verðtryggingar fjárskuldbindinga og óráðsíu sjóðanna í fjárfestingum. Hér þurfum við að staldra aðeins við.
Á meðan venjulegu fólki er refsað fyrir aðhald og skynsemi eru skuldasóðar verðlaunaðir með afskriftum. Með því að frysta og endurfrysta afborganir og afskrifa, hafa einstaklingar jafnvel notið góðs af innistæðulausum skuldsetningum sínum, án endurgjalds, svo árum skiptir. Stjórnvöldum hefur tekist að viðhalda innistæðulausri neyslubólu í stað þess að leysa vandann strax. Skilaboð stjórnvalda eru skýr, að nægjusemi, aðhald og skynsemi borgar sig ekki og greidd skuld er tapað fé.
Með innistæðutryggingum, án takmarkana, tóku stjórnvöld afstöðu með þröngum hópi fjármagnseigenda á kostnað almennings. Virtist engu skipta þó stór hluti tryggðra innistæðna hafi skilið eftir sig sömu skuldir og venjulegt fólk á að þræla fyrir næstu áratugina.
Við vitum öll hvað þarf að gera en það bara gerist ekkert. Rétt eins og uppgjörið við fortíðina sem allir bíða eftir predika sömu bullandi meðvirku jakkafata-munnræpurnar yfir lýðnum og biðja um bjartsýni eftir að hafa stýrt öllu í strand. Sömu sérhagsmunaáherslurnar.
Ekki má eiga við kvótakerfið, annars verða engar fjárfestingar í yfirveðsettum og stjarnfræðilega skuldsettum sjávarútvegi. Ekki má eiga við verðtryggingu, ekki má leiðrétta skuldir heimilanna, ekki má skattleggja séreignasparnað o.s.frv.
Hvítflibbinn fór eftir lögum og við verðum að vera bjartsýn, það er jú 2% barbabrellu-hagvöxtur.
Skilgreina þarf eignahlut almennings í fasteignum sem lífeyri.
Með því að skilgreina fasteignir okkar sem lífeyri gefst lífeyrissjóðum kostur á að lækka vexti til húsnæðislána með því að tengja áunnin lífeyrisréttindi eignamyndun í fasteign. Ef lánið rýrnar eykst eignarhlutur (lífeyrir) en áunnin réttindi skerðast á móti og öfugt. Þetta gerir lífeyrissjóðum skylt að taka tillit til gríðarlegra hagsmuna sem almennir sjóðsfélagar eiga með eiginfjármyndun í fasteignum og hefði sjóðunum verið lagalega skylt að taka afstöðu með almennum skuldaleiðréttingum hefði þessi skilgreining verið til staðar. Í þessu samhengi þurfa lífeyrissjóðir ekki að berjast gegn afnámi verðtryggingar af sömu hörku og þeir hafa gert.
Aðrir kostir eins og að lífeyrissjóðir bindi frekar skuldbindingar sínar í eigin eignamyndun sjóðfélaga sinna hafa minni þensluáhrif á innlenda fjármálamarkaði og sjóðfélagar þurfa síður að eiga allt undir misgáfulegum ákvörðunum misviturra forstjóra. Lífeyrir er óaðfararhæfur og væri því ómögulegt að hirða þennan mikilvæga eignahlut okkar ef ófyrirsjáanleg áföll dynja yfir.
Heimtur sjóðsfélaga, sem hafa greitt í kerfið í 40 ár eða meira, eru sláandi litlar þrátt fyrir Ólafslögin 1979 hafi lífeyrissjóðir í stórauknum mæli fjárfest með verðtryggðum hætti. Nær allt launafólk sem greitt hefur í kerfið í 40 ár eða meira þarf viðbótargreiðslur frá ríkinu í gegnum Tryggingastofnun til að ná upp í lágmarksviðmið. Ríkið greiðir yfir 41.000 einstaklingum rúmlega 53,5 milljarða á ári í lífeyri eða helmingi meira en lífeyrissjóðirnir greiða út þrátt fyrir 60 ára tilvist. Nokkrir voru stofnaðir upp úr 1950, kerfinu komið á í núverandi mynd árið 1969 og lögbundið 1997. Þessar tölur eru fyrir utan opinbera kerfið.
Þeir lífeyrisþegar sem standa best í dag fóru skuldlausir á lífeyri og höfðu þak yfir höfuðið sem árangur ævistarfsins í stað innihaldslausra loforða.
Höfundur er sölustjóri og stjórnarmaður í VR.
Athugasemdir
Þegar íbúðlánsjóður kom með sína nýju skilgreiningu á jöfnugreiðslunni að hann gætti hækkað aðrar greiðslur en gjaldfalnar sér til eignar þá kallast það að uppfæra eignfé sjóðsinsgagnvart endurfjámögun. Raunvaxtakraf fölsku verðtryggðu jafngreiðslu lána eina og sér og tölur um greiðsluerfiðleika, yfirdrátt, dráttarvexti og yfirtökujafgreigreiðslu lán fra um 1994 skilgreina fasteignveðbréfamarkaðinn hér sem alfarið subprime.
Lögræðingar og viðskiptfræðingar og aðrir sérfræðingar sem skilja ekki hvað þetta merkir, eru í öðrum ríkjum vart marktækir um markaðsmál og fjárfestingar almennt.
Hér eru fjármálin þjóðarinnar búinn að vera í höndunum á illa menntuðum reynslulausum amatörum undanfarin 30 ár. Hlutfall suprime lána á móti prime lánum segir allt um fjármála fávitanna á Íslandi í samburði við ríki búa ekki við ráðstjórn slíkra vanvita.
Prime lánamarkaður byggir allfarið á langvarandi greiðsluléttum lánum sem miða við verðtryggingu eina sér [enga raunvexti ef þá óverulega]. Þetta eru veðsöfn [fasteignir húsnæði vinnuaflsins] allra annarra lána skammatíma og áhættu ávaxta. Lykill að því að vera samkeppni fær og tryggja sér lág raunvaxta kjör hjá öðrum.
Prime lán eru á Íslandi hliðstæð Geirfuglinum. Subprime Húsbréf er ekki sama og prime Húsbréf.
Útlendingar skilja ekki fræðinga hér og hafa ekki ímyndunarafl eða tíma til setja sig í málin. Þeir skoða hinsvegar tölfræðina og bókhaldið sem staðfestir fábjánaháttinn hér.
Júlíus Björnsson, 4.2.2011 kl. 16:56
Heill og sæll; Ragnar Þór - Júlíus / sem aðrir gestir, hér á síðu Ragnars !
Eins; og ég hefi tekið fram - fyrir margt löngu, á minni síðu, standa mál nú þannig, að iðgjalda greiðendur til Lífeyrissjóðanna, eiga að fá heim send ar, allar þær greiðslur, sem af hendi hafa innt, til sjóðanna, þó svo, um öngva sérstaka vexti væri að ræða, þar;; ofaná.
Stappar brjálsemi næst; að halda úti skrauthýsum - sem rándýrum stjórum og skrisfstofufólki á fóðrum, í neyðar ástandi, samtíma okkar.
Með beztu kvðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 02:23
Ragnar! Vil bara senda þér kveðju og þakka fyrir þessa færslu og þeim sem skrifa ath.semdir.
Helga Kristjánsdóttir, 5.2.2011 kl. 14:38
Launþegi með meðal starfsæfi 45 ár sem leggur 240.000 kr inn í Prime veðlánsjóð [raunvaxtakraf max. 2,0 % verðtryggt]. Hefur tryggt sér 2.800.000 milljónir í árstekjur frá 75 ár til 81 árs.
Þetta er lífeyrir erlendis. Sem lánar jafngreiðslu lán með 5,26% nafnvöxtum þar verðtryggingu má dreifa mest á byrjun veðlánalána sjóðsins. Krefst 20 % útborgunnar og eign sé alltaf sem ný. Tryggir verðbólgu 3,0% að meðaltali eða 145% á lánstímanum. Greiðslu léttast á móti ef ráðgerð verðbólga verður ekki meiri. Eigendur slíkar bréfa geta reitt sig á þau verði öruggara með hverju ári þroskans heilskuld eignir + tekjur er að komast niður í 80% af veðmati.
SubPrime veðlánsjóðir vita allir að ekki er hægt að treysta í meir en 5 ár.
Þetta sannar fávitanna hér í langtíma lánamálum sem þykjast vita betur en aðilar á alþjóða Prime mörkuðum frá upphafi.
Enginn sem þekkir muninn á Prime og subPrime. Ver núverandi subPrime veðlánagrunn á Íslandi.
Eiginfjárfölsunar og eignar tilfærslu frá vinnuaflinu til auðlegðarskatta kónga.
Ábyrgð er engin til að borga fyrir svona sjóð því úrborgun og greiðslumat og rýnandi greiðslu tryggja viðhald og greiðslugetu allan lánstímann.
Einn einstaklingur með tölvu í dag getur haldið um 10.000 lána sjóðs. Fyrir 3.500.000 í árstekjur. 500 kr. kostnaðar gjald á mánuði.
Þessir sjóðir láni út það sem kemur inn á ári og eftir 30 ár vex rúmtak veltu ekki meira umfram verðbólgu, Borgin eða félagatalið er mettað. Þallast stöðuleiki í EU og USA.
Hér þarf að endurvekja forn mannréttindi vinnuaflsins á Íslandi.
Burt með fávitanna og afæturnar!
Júlíus Björnsson, 5.2.2011 kl. 16:03
Ragnar, með þessari grein hittir þú naglann á höfuðið. Lauslega reiknað hjá mér þá ætti 12% skyldugreiðsla í lífeyrissjóði að dekka vel útborganir til lífeyrisþega á hverju ári. 12% í gegnumstreymissjóð er í raun mun meira en þörf er á.
Með þessu uppsöfnunardæmi þá festist gífurlegt ónotað fjármagn (alltof stórt fyrir okkar litla hagkerfi) sem er bruðlað með - það tapast í glötuðum fjárfestingum, féhirðarnir eyða því sjálfir eða þá að verðbólgan étur það upp. Auk þess skekkir það samkeppnisstöðu atvinnulífsins og eyðileggur aðrar fjárfestingar og sparnað á markaðinum.
Að mínu mati er núverandi lífeyrissjóðkerfi eitt stærsta og langlífasta píramídasvindl í heimi (miðað við höfðatölu).
Sumarliði Einar Daðason, 5.2.2011 kl. 20:41
Frábært !
Erla Magna Alexandersdóttir, 5.2.2011 kl. 21:24
Sæll Ragnar, ég er sammála góðri grein.
Magnús Sigurðsson, 5.2.2011 kl. 23:08
Prime langtíma lán á Alþjóðamörkuðum hafa max 1,99% -2,5% raunvexti + venjulegu ársverðbólga yfir 30 ára tímabil og greiðslu byrði léttist á lánstíma, þar þau rýna upp í verðbólgu.
Kaupandi bréfanna veit, að því meira sem liðið er á bréfið því öruggara er að verði greitt upp.
Lán sem ekki tyggja slíkt öryggi eru kölluð subPrime. Kosta seljanda afföll. Því meiri afföll því meiri subbuskapur.
Launþega veðlán sem vaxa að raunvirði á lánstíma tryggja að öllu líkindum að þau verði ekki greidd upp. Sannanlega ekki Prime. Geta þess vegna ekki talist verðtryggð miðað við greiðslu.
Hér á Íslandi skilja menn ekki langtímalán jafngreiðslulán Alþjóðsamfélagsins. Þar sem þeir gleyma því að lánið er samningur um fasta heildar skuld í jafnargreiðslur.
Algengast dæmið eru jafngreiðslu annuitet Prime lánin í söfnum sem mynda þrautavarasjóð eða jöfnunarsjóð vegna skammtíma verðbólgusveiflna á 30 árum.
Eins dæmi er láns upphæð 10.000.000 þá er hægt að reikna miðað við lánstíma hverar greiðslu að 2,0% raunvextir eru samtals 38,75% miðað við láns upphæð 30 ára lánstíma. Eining ef verðbólga er í mestalagi 2% ári eða 60% max í 30 ár [Holland, Þýskaland vel undir ef eitthvað er] þá er föst verðtrygging um 31,0% miðað við Lánsupphæð og raunvexti.
Heildar prósentan miðað við 30 ár er því: 69,75%. . Heildar umsamin skuld 16.975.000 kr/pund/evrur.
Ársgjald 1/12 [annuítet] : 565.833- Mánaðargjald 1/360 : 47.152-
Þar af 27.778 kr í lánsafborgun. Verðtrygging: 8.611. Rauntekjur: 10.763
Þetta veldur því að húsnæðiskostnaður vinnuaflsins í Þýskalandi eru um 10% lægri en í UK og USA sem eykur samkeppnimöguleika ef kaupmáttur til neyslu er sá sami.
Hinsvegar er sami kostnaður hér um 70% dýrari á Íslandi en í UK og USA ef verðbólga sama hér og í UK eða USA.
Hér er þetta leiðrétt að hluta með persónu aflætti á tekjuskatta, húsleigu bótum og vaxtaniðurgreiðslum [óverðtryggðum].
Ævintýrið sem byrjaði um 1983 % með í samburði auka neysluvístölu álagi á greiðslur og breyttist hér í vegna veðskorts á fjármálmarkaði hér í viðbótareignfærslu [skuld hjá lántaka] á umsamda heildargreiðslu á hverjum gjalddaga er blanda af Alþjóðlegu fjármála ólæsi og hreinu glæpa eðli.
Í dæminu hér samsvarar þetta um 4,5% nafnvöxtum ef dreifa á fastri verðtryggingu og föstum vöxtum þannig að lánið [veðlosunin] greiðist hægt niður fyrst. Þessi vaxtadreifinga formúla er gjarnan kennd við Stærðfræði bókhalds og rekstrafræðinginn Irvin Fisher. Hann sannaði að ef þessi formúla væri notuð þá myndi hún skila sömu greiðslu á hverjum gjalddaga þannig að heildarskuld væri alltaf margfeldi einingar fasta greiðslu og tölu ógreiddra gjalddaga.
Þessi prófun erlendis er viðurkennd til að sanna að ekki sé verið svindla jafngreiðlu forminu.
Fyrir utan að athyglinni er vísvitandi beint frá umsaminni heildarskuld yfir lánstímann, virðist hér engin veðlánsjóðstjóri skilja að verðatyggingar vaxtahlutinn er í nokkurskonar beingreiðsla innan sjóðsins á starfsæfi hans.
Meðalverðtryggar vextir greiðslu eru um 10.674 kr. En meðal lánsafborgun með raunvöxtum: 36.478 kr.
Verðbætur á fyrstu á fyrstu raungreiðslu er því 0,17 % x 36.478 = 61 kr.
Afgangur því 47.152- 36.478 -61 = 10.613 kr.
Verðbætur á síðustu raungreiðslu 30 ár gamals láns í sama sjóði 60,0% x [ 36.478/1,60] = 13.680 kr.
[47.152 - 36.478]/1,6 -13680 kr. = -7,008. kr.
Hér sést að endar ná vel saman. Nýi lántakinn borgar svona mikla verðtrygginu til pabba og afa fyrir að tryggja sér Prime jafngreiðslulán.
Næsta kynslóð þakkar fyrir sig, koll af kolli. Siðferði í lagi?
Hér vantar hæfa markaðsfræðinga í Alþjóða Prime jafngreiðslu lánum.
Jafnvægið og bókhald verður að vera upp á 10 ekki bara stærðfræði og ensku kunnátta.
Þeir sem ekki þekkja mun á Prime loan og Subprime loan eiga ekki að reka langtíma jafngreiðslusjóði.
Íslendingar í Alþjóðafjármálviðskiptum verða að hafa sín formsatriði "compatible" með viðurkenndum erlendum.
Hér þarf lögfræðin líka að vera compatible.
Ísland getur ekki farið í samkeppni með 70% til 100 % hærri vinnuaflskostnað en önnur ríki í EU til dæmis. Íslendingar éta heldur ekki sitt húsnæði.
Hrunið hér byrjaði með því að verðtryggja Prime loan. Íslensku séreignarbankarnir voru í raun áhættufjárfestingar bankar fyrir Prime banka í EU sem ekki mega lán nema gegn öruggum veðum. Prime bankar lenda í því þegar mikið fjármagn er í boði á markaði og vextir eru háir að lenda í óeðlilegri samkeppni við skammtíma subprime aðila, þess vegna taka þeir þá frekar í sína þjónustu til að byrja með.
Venjulega til að gera bréf örugg með tilliti til greiðslu [sem er mælikvarði á lánshæfismat] er betra að hafa nafnvexti sem lægsta, en hækka upphafsskuld með því að taka afföll [á raunvirði] henni til hækkunar. Þannig var lánað hér í gamla daga þegar þak var á vaxtaokri.
Hér voru engin veð m.t.t. greiðslugetu 2004. Þökk áhættu markaðsvæðingunni.
Hér eru útlendingar að kaupa heimil Íslenskra fjölskyldna á bruna útsölu Ríkjíórna bankanna og sjóða.
110% veðseting er alfarið bönnuð erlendis einmitt vegna greiðslugetunnar miðað við 1,99% raunvexti á 30 árum.
Ég læt mig varða um hag annarra Íslendinga, þótt ég hafi gert ráð fyrir nýrri þjóðarsátt þá veit ég vel að slíkt er ekki talið eðlilegt.
Brussell er ekki mamma Meðlima Ríkja EU.
Júlíus Björnsson, 6.2.2011 kl. 05:08
Þakka öllum innlit og athugasemdir.
Ragnar Þór Ingólfsson, 7.2.2011 kl. 08:37
Sumarliði
Þú segir:
Auk þess skekkir það samkeppnisstöðu atvinnulífsins og eyðileggur aðrar fjárfestingar og sparnað á markaðinum.
Þetta er algjört lykilatriði. Venjulegt fólk sem hefur sparað með því að kaup sér verðbréf eru fremst í goggunnarröðinni þegar kemur að afskriftum, og aftast þegar kemur að raunverulegum hagsmunum og arðsemi.
Ragnar Þór Ingólfsson, 7.2.2011 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.