Skrýtið hvernig hlutirnir þróast.

Það er skrýtið hvernig hlutirnir þróast þegar fréttaflutningur fer að snúast um allt annað en fréttina. Einnig er áhugavert að sjá hvernig hlutirnir geta undið upp á sig.

Málið sem ég vísa til er umræðan um siðfræðinginn Stefán Einar Stefánsson og hvernig umræðan fór að snúast um mig og hann. Fréttin og gagnrýni mín snérist fyrst og fremst um það hvernig meirihluti stjórnar VR og Stefán hafa stillt málum þannig upp að 15 manna stjórn félagsins sé óstarfhæf vegna 3 einstaklinga sem ekki hafa vikið frá baráttumálum sínum frá kosningunum 2009.

Ég spyr á móti hvort störf ríkisstjórnarinnar sé stjórnarandstöðunni að kenna?

Meirihlutinn ræður og þögnin frá félaginu og aðgerðarleysið verður aldrei heimfært á aðra en þá sem öllu ráða. Að halda öðru fram er í sjálfu sér ákveðin veruleika firra.

Kjarni málsins er sá að þessi virki meirihluti hefur verið með völdin í félaginu á heilanum síðan við komum ný inn í stjórn í mikilli óþökk þeirra sem stýrt hafa félaginu eins og einkahlutafélag síðustu áratugi. Skandallinn er sá, hvernig upp um hópinn kemst. Stefáni Einari er svo frjálst að gera það sem honum sýnist og verður hann dæmdur af verkum sínum og aðkomu að málinu af félagsmönnum. Það er hans lýðræðislegi réttur. Ég má svo hafa mína skoðun á manninum.

Þegar maður heyrir svo útúrsnúninga Stefáns um meintar kröfur okkar, við séum krabbameinið sem skera þurfi burt svo stjórnin og félagið verði starfhæft, hvernig við hyggjumst valda upplausn í lífeyrissjóðnum osfrv. sýnist mér Stefán vera mun betur inn í málefnum stjórnarinnar en hann hefur áður viðurkennt. Svo vel að hann hlýtur að hafa fylgst með gangi mála í skugga einhvers.

Helstu kröfur okkar eru ekkert leyndarmál en það eru sömu kröfur og tryggðu okkur afgerandi umboð til stjórnarsetu á sínum tíma.

Helstu kröfur:

Að félagsmenn VR njóti þeirra grundvallar mannréttinda að hafa beinan kosningarétt í félaginu.

Að Gjaldmiðlasamningar og lánveitingar lífeyrissjóðsins til tengdra aðila, sem rannsóknarnefnd Alþingis gerði alvarlegar athugasemdir við, verði rannsakaðar af hlutlausum aðilum. Þess má geta og sjá í fundargerðum sjóðsins að ég hef lagt fram tillögu á síðustu tveimur ársfundum lífeyrissjóðs Verslunarmanna, um að óháð rannsókn fari fram á fjárfestingum og rekstri sjóðsins. En allri skoðun hefur verið hafnað af stjórn VR og stjórn LV.

Við höfum barist fyrir lýðræðisumbótum við stjórnarkjör í lífeyrissjóðum og studdum tillögu Vilhjálms Birgissonar á ársfundi ASÍ þar sem hann lagði til að sjóðsfélagar kjósi stjórnir lífeyrissjóða.

Við viljum að Höfuðpaurinn í stærsta samkeppnislagabrotamáli íslandssögunnar, Ragnari Önundarson fari úr stjórn lífeyrissjóðsins .En hann situr í stjórn LV í umboði meirihlutans. Málið er kennt við stóra kreditkortasvindlið.

Við lögðum til að Stjórn VR ályktaði gegn verðtryggingunni og hún afnumin eða verðtrygging launa tekin upp.

Við höfum barist fyrir bættri stöðu heimilanna í landinu með því að lýsa yfir stuðningi við baráttu hagsmunasamtaka heimilanna, hafnað skattastefnu ríkisstjórnarinnar,hafnað aðgerðarleysi og meðvirkni Alþýðusambandsins og lýst yfir vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson.

Við komum á launaþaki á æðstu stjórnendur lífeyrissjóðsins.

Við viljum að félagið biðji Bjarka Steingrímsson fyrrverandi varaformann VR afsökunar á því vantrausti sem honum var sýnt eftir ræðu sem hann hélt á austurvelli. En það hefur svo komið á daginn að allt sem hann sagði var satt og rétt. Ræðuna er hægt að sjá á heimasíðu Bjarka launafólk.blog.is. Bjarki gagnrýndi harðlega stuðning verkalýðshreyfingarinnar við Icesave samninginn.

Guðrún Jóhanna var svo áberandi í baráttunni sem talsmaður bílamótmælanna. Við höfum einnig gagnrýnt aðgerðarleysi verkalýðsforystunnar í baráttunni gegn ólögmætum gengistryggðum lánum.

Meirihluti stjórnar hefur snúið þessum kröfum upp í það að ég krefjist varaformanns sæti í lífeyrissjóði verslunarmanna og Bjarki krefjist þess að fá stöðu varaformanns aftur.

Við vorum tilbúin að sættast við meirihlutann eins og staðfestist í tölvupósti sem við sendum á stjórnina þann 8 des. með því einu að félagsmenn VR fái beinan kosningarétt. Þetta voru öll skilyrðin sem við settum fram, þrátt fyrir ömurlega framkomu þessa hóps í okkar garð. Framkomu sem verður rakin í annari færslu.

Málið snýst ekki um okkur eða Stefán Einar Stefánsson siðfræðing. Málið snýst um félagsmenn VR og hvernig unnið er á bakvið tjöldin í félaginu. Svo ég noti orð Marinós G. Njálssonar, Hvort er mikilvægara, völdin eða samviskan?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband