Aðilar vinnumarkaðarins og stjórnendur lífeyrissjóðanna telja sig umboðslausa þegar kemur að lausnum á skuldavanda heimilanna.
Ekki vantaði þeim umboð við að koma heimilunum í þann vanda sem nú blasir við svo mikið er víst.
Sömu aðilar og segjast umboðslausir, gagnvart þeim sjóðsfélögum sem skulda fasteignalán, hafa ansi frjálslegt umboð til afskrifta og fjárfestinga í fyrirtækjum, burt séð frá því hversu áhættusamar eða gáfulegar þær kunna að vera.
Þeir hafa einnig ótakmarkað umboð til að skerða lífeyri fólks ef ákvarðanir um geymslustaði ævistarfsins, á víðavangi fjármálalífsins, reynast of auðfundnir af fingralöngum hvítflibbum.
Við vitum hverjir bera ábyrgð á hruninu en það vill gleymast hverjir bera ábyrgð á ástandinu.
Aðkoma lífeyrissjóðanna á lausn vandans er fyrst og fremst vegna verðtryggðra lána.
Hverjir eru kostir og gallar almennra skuldaleiðréttinga og hvað kosta þær sjóðsfélaga í raun og veru ef við hugsum út fyrir lýðskrum verkalýðskónganna sem pakksaddir ropa um að ekki megi nota allt sparifé launamanna í að afskrifa allar skuldir.
Í fyrsta lagi þarf ekki að nota allt sparifé launafólks og í öðru lagi er ekki verið að tala um að afskrifa allar skuldir eins og gert er með ófá fyrirtækin og skuldabréfalán lífeyrissjóðanna til tengdra aðila.Niðurstaða mín er sú að kostnaður sjóðsfélaga við almennar leiðréttingar er aðeins brot af því að gera það ekki.
Þó svo að forystusveit alþýðusambandsins telji ekkert athugavert við að skófla sparifé launafólks í misgáfulegar áhættu fjárfestingar og finni því allt til foráttu að sjóðsfélagar hafi eitthvað um málin að segja, svo sem lýðræði við kjör stjórna og gegnsæi svo eitthvað sé nefnt, þá taka þeir ekki mark á einföldum rökum og staðreyndum. Það er aðeins pláss fyrir eina skoðun innan ASÍ og eina rökrétta skýringin á algeru sinnuleysi á vandanum, eru gríðarleg völd þessara aðila.
Hvað kostar almenn skuldaleiðrétting lífeyrissjóðina?
Fyrst er rétt að taka fram að forsendubresturinn sem um ræðir er að miklu leiti til kominn vegna óráðsíu lífeyrissjóðanna í fjárfestingum þar sem ævisparnaður almúgans var notaður sem eldiviður á bálköst útrásarinnar.
Skerðingar á lífeyri og slæm staða sjóðsfélaga er fyrst og síðast vegna óráðsíu í fjárfestingum sjóðanna. Ekki vegna skuldavanda heimilanna.
Ef ég fer yfir beinan kostnað lífeyriskerfisins að skila til baka helming verðbóta frá ársbyrjun 2008, þá hafa lífeyrissjóðirnir eignafært yfir 126 milljarða í verðbætur á fasteignalánum almennings yfir sama tímabil. Það kostar því um 63 milljarða eða 3,3% af heildareignum að koma til móts við skulduga sjóðsfélaga, sem hafa tapað sínum mikilvægasta lífeyri á verðbólgubáli síðustu tveggja ára.
Forsendubresturinn er viðbótar skerðing á lífeyri þeirra sem skulda.
Þessi upphæð sem um ræðir ætti að vera innan tryggingafræðilegra vikmarka flestra deilda þó nokkrar færu yfir 15% vikmörkin, tímabundið. Það er því ólíklegt að sjóðirnir þurfi að skerða áunnin réttindi sjóðsfélaga sinna með þessari leið en með einfaldri lagabreytingu væri hægt að auka tryggingafræðilegt svigrúm sjóðanna,tímabundið.
Í því samhengi er rétt að taka fram að lífeyrissjóðirnir töpuðu yfir 40% af öllum eignum sínum á útrásar svindlinu. Lífeyrissjóðirnir hafa aðeins viðurkennd brot af því tapi og til að setja það í samhengi voru 20% af öllum eignum lífeyrissjóðanna,fyrir hrun, bundnar í hlutabréfum en þær eignir þurrkuðust út á einu bretti við fall bankanna. Eftir standa óuppgerðir gjaldmiðlasamningar, verðlaus og veðlaus skuldabréf útrásarfyrirtækjanna pökkuð inn í grátbroslega nauðasamninga með gjalddögum langt inn í framtíðina.
Hver er ávinningur sjóðsfélaga á almennum leiðréttingum?
Með stofnun Framtakssjóðs og fréttum af nýjustu áhættufjárfestingum lífeyrissjóðanna hafa þeir bundið framtíðar ávinningur og ávöxtunar kröfu sína í smásölurekstri og þjónustugeiranum. Væntingar sjóðanna um heimtur eru þar af leiðandi bundnar við aukna neyslu, hagvöxt og bjartsýni í þjóðfélaginu. Aukið svigrúm skuldugra heimila til neyslu er því beintengd afkomu sjóðanna á nýlegum fjárfestingum sínum.
Reyndar er skuldavandi heimilanna svo gríðarlegur að ólíklegt er að leiðréttingar á stökkbreyttum lánum fari í neitt annað en að koma af stað, hluta þeirrar neyslu sem fyrirtækin þurfa til að lifa. Það eitt að koma henni af stað verður til mikilla hagsbóta fyrir fyrirtækin og hagkerfið í heild. Kostnaður við skuldaleiðréttingar mun því skila sér hratt og að stórum hluta til baka.
Aukin bjartsýni og réttlætiskennd mun hafa mikil og jákvæð áhrif á hagkerfið og markaðinn sem hefði vafalítið jákvæð áhrif á almennan greiðsluvilja og heimtur af nauðasamningum sjóðanna í því samhengi. Það er því nær öruggt að þeir fjármunir sem lífeyrissjóðirnir leggja til almennra leiðréttinga muni skila sér til baka og vel það á tiltölulega skömmum tíma. Því er mjög ólíklegt að skerða þurfi lífeyri vegna skulda leiðréttinga.
Hvað kostar að gera ekki neitt?
Það er mikil og raunveruleg hætta á stórfelldum skerðingum lífeyrisréttinda, náist ekki samfélagsleg sátt um lausnir á skuldavanda heimilanna. Hvað kostar sjóðina að gera ekki neitt og hver verður staða þeirra ef upp úr síður í þjóðfélaginu, sem allt stefnir í? Verkföll,óstöðugleiki og viðvarandi kaupmáttar rýrnun munu hafa gríðarlega neikvæð áhrif á ávöxtun sjóðanna og heimtur þeirra á skuldabréfalánum til fyrirtækja og einstaklinga. Greiðslu vilji þeirra sem greiða af full og yfirveðsettum eignum er að fjara út með degi hverjum.
Með kaupum lífeyrissjóðanna í félögum eins og Vestia,Icelandair og áhuga þeirra á Högum, hafa sjóðirnir í auknum mæli lagt undir með stöðugleika, kaupmáttar aukningu, væntingum og bjartsýni. Það er því ekki að undra að manni finnist þeir skjóta sig í fótinn í umræðunni um lausnir á skuldavanda heimilanna. Hver króna í aukið svigrúm fyrir heimilin mun skila sér í aukinni neyslu sem er eina næringin fyrir mergsogin fyrirtækin sem stjórnendur lífeyrissjóðanna reiða sig á til að vinna upp tapið á útrásar ævintýrinu og borga framtíðar lífeyri okkar.
Hver er staða sjóðanna í þessu samhengi þegar þeir réttlæta áhættufjárfestingar með samfélagslegri ábyrgð á endurreisn atvinnulífsins. Hver er þá samfélagsleg ábyrgð þeirra gagnvart sjóðsfélögum og samfélaginu í heild. Sjóðirnir eru jú í grunninn samtryggingarkerfi.
Niðurstaðan er sú að kostnaður við almennar leiðréttingar fyrir skulduga sjóðsfélaga er aðeins brot af því að gera það ekki. Ávinningurinn er hinsvegar augljós.
Nokkrir mikilvægir punktar:
Sjóðsfélagar sem nutu hagstæðra óverðtryggðra húsnæðislána fá nú greiddan lífeyri með verðbótum þeirra sem nú reyna að koma þaki yfir höfuðið.
Almenn skerðing bitnar hlutfallslega jafnt á öllum sjóðsfélögum ekki bara aumingja gamla fólkinu eins og forseti ASÍ kallar það um leið og hann gerir lítið úr kröfum fólksins.
Skerðingar á lífeyri sjóðsfélaga er fyrst og síðast vegna óráðsíu í fjárfestingum sjóðanna. Ekki vegna skuldavanda heimilanna.
Ekki heyrist hóst né stuna um glóruleysið í fjárfestingum lífeyrissjóðanna og aðkomu þeirra að útrásarvitleysunni. Ekki hafa aðilar vinnumarkaðarins krafist þess að sjóðirnir fari í skaðabótamál á hendur þeim sem léku sjóðina okkar svo grátt en hátt hrópa þeir á þá sem spyrja spurninga.
Lífeyrissjóðirnir hafa eignafært í bækur sínar yfir 126 milljarða í verðbætur verðtryggðra fasteignalána frá ársbyrjun 2008. Þetta er fyrir utan viðskiptafléttu sjóðanna og SÍ með íbúðabréfin frá Lúx, á vildarkjörum til að laga ömurlega stöðu sjóðanna.
Það kostar sjóðina um 3,3% eða um 63 milljarða af eignum sínum að koma til móts við skulduga sjóðsfélaga sína og skila til baka að hluta, illa fengnum, verðbótum.
Lífeyrissjóðirnir bera höfuð ábyrgð á því þenslu ástandi sem skapaðist í kringum útrásar vitleysuna og bera því höfuð ábyrgð á þeim forsendubresti sem varð á fasteignalánum almennings.
Fasteignir sjóðsfélaga er okkar mikilvægasti lífeyrir. Það sjáum við best þegar við berum saman þá sjóðsfélaga sem hafa greitt í sjóðina í 40 ár eða meira sem ná fæstir upp í lágmarks viðmið og þurfa því viðbótar greiðslu frá ríkinu ,tryggingastofnun. Svo vel hefur þetta frábæra kerfi staðið sig.
Forsendubresturinn er viðbótar skerðing á lífeyri þeirra sem skulda.
Lífeyrissjóðir hafa aukið réttindi sjóðfélaga í áföngum frá árinu 1997 um nær 20% að raungildi en skert um 10%.Þannig eftir standa 9%.
Lýðskrumið nær nýjum hæðum þegar smákóngar verkalýðselítunnar mala um að Lífeyrir hafi hækkað að raunvirði meira en skerðingum nemur. Það vantar hinsvegar inn í kattar þvottinn að iðgjöldin voru hækkuð um 20% eða úr 10 í 12% yfir sama tímabil.
Nú fer að styttast í að verkalýðskóngarnir sjálfir fari á lífeyri og því ekki að undra að þeir vilji sem minnst af unga fólkinu vita.
Lífeyrisiðgjöld verkalýðs kónganna eru ekki til að kvarta yfir. Lífeyrisiðgjöld þeirra sem hæst hafa launin, slaga ein og sér upp í atvinnuleysisbætur umbjóðenda þeirra.
Að hjálpa bara þeim verst settu eru siðlaus og klæðskerasaumuð úrræði fyrir fjármálastofnanir og lífeyrissjóði til að hafa sem allra mest út úr þegar töpuðum kröfum.
Kveðja,
Ragnar Þór Ingólfsson
Höfundur er stjórnarmaður í VR, hefur aldrei tekið bílalán né myntkörfulán og er í skilum með allar sínar skuldbindingar.
Athugasemdir
Frábær grein. Það var skondið í Kastljósi gærkvöldsins þegar form. Rafiðnaðarsambandsins reyndi að spyrða saman launamenn og verkalýðshreyfinguna, eins og það væri einn og sami hluturinn. Hið rétta er að verkalýðshreyfingin er forystan á háum launum en launamenn eru á lágu taxtalaununum sem verkalýðsforystan býr til.
Margrét Sigurðardóttir, 3.12.2010 kl. 09:54
Þakka þér fyrir góða grein Ragnar. Tek undir með þér og Margréti hér að ofan, undarleg er háttsemi þeirra sem eru í forsvari fyrir launafólk,.
Það gæti varla gerst annarstaðar á vesturlöndun að annað eins rán færi fram á eignum launafólks, að verklýðsfélög beittu sér ekki fyrir kröftugum mótmælum.
Hér á landi er kerfið svo galið að verkalýðsforustan ver þjófnað af félagsmönnum, ekki bara með þögninni heldur með kjafti og klóm.
Í dag kemur það enn betur í ljós að ein stærsta meinsemdin í íslensku samfélagi er lífeyrissjóða kerfið.
Magnús Sigurðsson, 3.12.2010 kl. 10:42
Verðtrygging íbúðalána á Íslandi er nútíma þrælahald.
Siggi Helga (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 12:13
Sæl Margrét
Því miður nýtist rafmagnshagfræði Guðmundar Gunnars ekki við lausnir á skuldavanda heimilanna. Málflutningur hans og ASÍ mafíunnar snýst fyrst og fremst um að lífeyrir sé verðtryggður sem er rangt. Lífeyrir landsmanna og áunnin réttindi eru hinsvegar reiknuð miðað við vísitölutryggingu en á meðan sjóðirnir geta skert áunnin réttindi einhliða ef þeim tekst illa upp í fjárfestingum sínum, þá getur lífeyrir okkar aldrei verið verðtryggður.
Ragnar Þór Ingólfsson, 3.12.2010 kl. 13:22
Sæll Magnús og Takk, Það er ekkert hægt að orða þetta betur.
Hér á landi er kerfið svo galið að verkalýðsforustan ver þjófnað af félagsmönnum, ekki bara með þögninni heldur með kjafti og klóm.
Sæll Siggi
Hverju orði sannara. Lögvarið þrælahald er staðreynd á íslandi.
Þakka innlit og athugasemdir.
Ragnar Þór Ingólfsson, 3.12.2010 kl. 13:25
Ég hef aldrei tekið myntkörfulán né bílalán og er í skilum, Eigið féð er 0 og séreignar lífeyrissparnaðurinn er horfinn. Í sömu hít og stal sparmerkjum mínum og hirti megin hluta af sparifé forfeðra minna.
Aðalatriðið er að á Íslandi er almennt lífeyrisjóðskerfi sem enginn önnur þjóð hefur tekið upp.
Það mun vera rökstutt með því að sérfræðingarnir annarra þjóða séu ekki sambærilegir við reiknimeistaranna hér.
Ég get staðfest að þetta sjálfmat er rétt, enda nota ég sömu reiknis og matsaðferðir og sérfræðingar annarra ríkja.
Hér að mínu mati mætt alveg eins ráða simpansa í fjármálin til að bera ábyrgð á heildar hagsmunum Íslands.
Ég þekki tossa alstaðar á verkum hefur langa skóla vist hér á landi. Sérfræðingur eða master í því með réttu.
Ég mæli með að hér verði tekin upp grunnur svipaðar og í Þýskalandi. Til að koma betur út úr næstu kreppu eftir 20 ár, þegar sér fyrir endann á þessari sem er að byrja.
Verkið lofar meistaranna. Sérfræðingar hér eru marg búnir að sanna vanhæfi sitt.
Hér var gerð alþjóða úttekt á langtíma veðskuldarsjóðum 2004 og enginn var 1 flokks.
Alþjóðleg matsfyrirtæki meta lánshæfi veðskuldarsjóða alfarið með tilliti til greiðslu getu lántakanda greiðand bréfanna, ekki fermetra fjölda veðanna, þar sem verð fasteigna er einskins virði ef þær skila engum tekjum Það er innhaldið í þeim.
Alment gildir um einkunnir matsfyrirtækja að A merkir fullvissu um greiðslugetu, D merkir algjöra óvissu um greiðslugetu eða fullvissu um litla sem enga.
2004 markar líka fullvissu um hrun hér innan 48 mánaða. Í augum þeirra sem eru matshæfir.
Vandmál Íslands eru ekki náttúru auðlindir eða hefðbundið vinnuafl. Það er sannanlega algjört vanhæfi matsmanna og ráðgjafa um efnahagsmál hér.
Ég vil sjá að skip verði yfir strax í þýskan efnhagsgrunn að öllu leyti.
Grunnur USA og UK kosta aðgang að nýlendumörkuðum sem Íslendingar eiga ekki og myndu aldrei vegna lítils herstyrks geta haldið.
Ger ráð fyrir línulegum vextir verðbólgu 2,0% næstu 30 ár eins og þjóðverjar.
Frekar en 3,0% línulegum vexti verðbólgu næstu 30 ár eins og UK og USA.
Alls ekki 4,9% prósent línulegum vexti eins og eins og sérfræðinga samfélagið hér. Það er nánast það sama og gera ráð fyrir 3,0% veldisvísis vexti miða að við verðbólgu ári.
Fals forsenda kannski til að plata almenning hér, en alls ekki sérfræðinga alþjóða samfélagsins sem kunna grunn sinna fræða utan að.
Miða við þá sem eru til fyrirmyndar. Þeir sem geta sem skít aðra einangrast eða verða að vera sjálfbærir til að komast upp með það.
N.B. það er samkeppni um allar erlendar fjárfestingar þeir sem bjóðabest í lándrottna fjárfestanna fá kannski fjárfestingu í alþjóðlegum samdrætti.
Verðið er þá velferðakerfi í skiptum? Ég tel að bjóða þurfi heima fjármálageira líka, ef tryggja á fjárfestingu=skuldsetningu í augum ábyrgra lántaka. Eins dauði er annars brauð. Fjárfesting kallast skuldsetning hinum megið við borðið. Hjá þeim þjóðhollu. Erlendur lándrottinn er séreignabanki undir einhverjum þjóðarseðlabanka í dag [verkfæri hans]. Bankaleyndin þjónar þeim til gangi að blekkja almenning.
Dómsvarið þrælahald er staðreynd á ísland
Júlíus Björnsson, 3.12.2010 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.