Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða 2 hluti.

Rekstrarkostnaður lífeyrissjóða er ekki undir 10 milljörðum á ári eða þrefalt hærri hið minnsta miðað við fyrri úttekt mína á kostnaði við rekstur sjóðanna. 

Fyrri pistillinn sem ég tók saman átti að vera rökstuðningur greinar sem ég ætla að birta í vikunni.

Þar tók ég saman sýnilegan rekstrarkostnað lífeyrissjóðanna þ.e. kostnaður sem er skilgreindur rekstrarkostnaður í ársreikningum sjóðanna. Í þessari samantekt minni er um að ræða sýnilegan rekstrarkostnað upp á rúmlega 3,3 milljarða á ári. Það sem vantar inn í þær tölur er falinn kostnaður sem hvergi kemur fram í bókum sjóðanna.

Erlend fjárfestingargjöld er falinn umsýslukostnaður verðbréfamiðlara og er hann dreginn frá erlendum eignum sjóðanna í formi lægri vaxta, innlausnargjalds eða í gegnum hefðbundna umsýsluþóknun vegna verðbréfaviðskipta. Samkvæmt heimildarmönnum mínum sem hafa unnið að fjarfestingum fyrir lífeyrissjóði erlendis er þessi kostnaður að lágmarki 1% á ári. Erlendar eigur lífeyrissjóðanna árið 2009 voru 500 milljarðar þannig að sjóðirnir eru að greiða lágmark 5 milljarða í umsýslukostnað vegna erlendra eigna sinna.

Einnig er vel falinn mikill rekstrarkostnaðar á innlendum verðbréfasjóðum sem skilar sér í bækur sjóðanna sem lægri ávöxtun.

Hvernig er rekstrarkostnaður framtakssjóðs skilgreindur í bókum sjóðanna?

Því er varlega áætlað að rekstrarkostnaður íslenska lífeyrissjóðakerfisins sé ekki undir 10 milljörðum á ári sem er töluvert langt rá því að vera það lægsta innan ríkja OECD nema þau beiti sambærilegum brellum til að fegra kostnað við kerfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Ragnar, flott samantekt.

Eitt atriði sem er sláandi er upphæð erlendra eigna sjóðanna.

500 milljarðar (um þriðjungur eigna þeirra).

Þessi upphæð hefur hækkað við gengishrunið um 220-250 milljarða og hefur bjargað því að sjóðirnir þurfi að horfa framan í enn meira tap og lækkun lífeyrisréttinda félaga þeirra.

Þegar krónan lækkar (sem hún hefur svo sem gert) þá þurfa þeir að horfa framan í alvöruna.

Sigurbjörn Svavarsson, 15.11.2010 kl. 22:41

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Allt dekkist myndin af lífeyrissjóðunum. Sennilega þarf líka að skoða hagsmunaárekstra á milli einkafyrirtækja stjórnenda þeirra, vina og vandamanna gagnvart fjárfestingum úr sjóðunum.

Sumarliði Einar Daðason, 15.11.2010 kl. 22:44

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

"Alltaf dekkist myndin af lífeyrissjóðunum" átti þetta að vera.

Sumarliði Einar Daðason, 15.11.2010 kl. 22:45

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Sigurbjörn, þakka innlitið. Alveg sammála.

Rekstrarkostnaður íslenska lífeyrissjóðakerfisins er þrefalt hærri en fyrri útekt mín gefur til kynna. Ástæða þess að ég set þetta fram nú er vegna fyrirsjáanlegra viðbragða mafíunnar sem stjórnar þessu gjörspillta kerfi.

Varðandi erlendu eignirnar þá hafa lífeyrissjóðirnir bókfært gengishagnaðinn en hafa ekki bókfært tapið á gjaldeyrissamningunum nema að litlum hluta. Gjaldeyrisveðmál sjóðanna komu í veg fyrir gengishagnað erlendra eigna. Það á bara eftir að bókfæra tapið.

Ragnar Þór Ingólfsson, 15.11.2010 kl. 22:48

5 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Sumarliði,þakka innlit og athugasemd.

Er að leggja lokahönd á grein um valdabokkirnar í kringum lífeyrissjóðina sem verður vafalítið áhugaverð lesning.Birti hana um miðja næstu viku.

Ragnar Þór Ingólfsson, 15.11.2010 kl. 22:50

6 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það verður spennandi að lesa og á vafalaust eftir að rugga bátnum verulega.

Sumarliði Einar Daðason, 15.11.2010 kl. 22:56

7 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Það er farið að skýrast af hverju lífeyrissjóðirnir hafa harðneitað að gefa upp skuldaréfalán til fyrirtækja.

Ragnar Þór Ingólfsson, 15.11.2010 kl. 23:13

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eru ekki komin tímamót í rekstri lífeyrissjóðanna? Er ekki einfaldast að breyta þeim í gegnumstreymisjóði og hætta þessum áflogum við ávöxtun?

Mér sýnist það aðeins gefa stjórnendum frítt spil til eigin ábata.

Árni Gunnarsson, 15.11.2010 kl. 23:59

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

10.000.000.000/ 2.500.000= 4.000 ágætt ellilífeyris árslaun. Sérstaklega ef lífeyrisþegi býr í eigin húsnæði.

Hvað er margir óstarfandi lífeyrisþegar á Íslandi þegar atvinnuleysi er undir 3,0%. Hvað  eru það mörg prósent af heildar vinnuafli?

Það er löngu í EU komin á almenn 35 til 40 stunda hámarks vinnutími á viku til að vinna á móti atvinnuleysi. Enginn ætti að greiða félagsgjöld af umfram vinnu og tíminn ætti alltaf að vera tvöfaldur grunntími.

Íslendingar eiga að hafa tíma til að eyða meðan aldur og heilsa leifir, fara hugs eins og íbúar OCED ríkjanna. 

Það á ekki að hampa fyrirtækjum sem geta ekki borgað laun sem standa undir eðlilegu sköttum.

Hér undanfarinn ár síðan 1982 hafa meðalaun nánast fylgt neyslu vísitölu enn þeim fjölga sem er undir meðatali í tekjum.  Til að auka rástöfunarkaupmátt til að halda niðri launaþrýstingi voru tekin erlend lán, sem síðan voru veitt liðinu til að m.a. gæti greitt sér eignarlífeyrissparnað.

Allur sparnaður vinnuaflsins erlendis er þeir fjármunir sem eftir eru þegar skattar , húsnæði og neysla hefur verið reiknuð. Þannig að hægt er að segja að margir launþegar hafi fengið óbeint erlend lán til að greiða í lífeyrissjóði.

60% vinnuaflsins alveg örugglega. Hér er gert út á sjóði sem eiga að borga höfundum sínum súper lífeyristekjur áður en þeir fara yfir um.

Í skýrslu 2005 bendir AGS lífeyrissjóðum hér að vera ekki með langtíma væntingar um mikinn raunhagvöxt erlendis. Hér sé neyslukaupmáttur vinnuaflsins allof lítill, 2005 N.B.   

Hvað það merki skilja þeir sem kunna að gera langtíma áætlanir og skilja alltaf hlutina í sem víðustu samhengi.

Júlíus Björnsson, 16.11.2010 kl. 04:18

10 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Árni

Sammála.

Það eru komin tímamót í rekstri sjóðanna þó fyrr hefði verið.

Ég gæti vel séð fyrir mér blandaða leið gegnumstreymis og sjóðsöfnunar. Eða lífeyriskerfi sem gefur iðjaldagreiðendum kost á hagstæðum lánakjörum til íbúðakaupa.

Ragnar Þór Ingólfsson, 16.11.2010 kl. 08:50

11 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Júlíus

Akkúrat, lífið er til að njóta þess alla ævi, ekki einungis hugsanlega en þó ólíklega eftir 67 ára aldur.

Ragnar Þór Ingólfsson, 16.11.2010 kl. 08:52

12 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góðir punktar hjá þér í færslu 16.11.2010 kl. 08:50.

Sumarliði Einar Daðason, 16.11.2010 kl. 10:58

13 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Já Ragnar, hef ég nú fylgst með lífeyrissjóðum í gegn um árin en þessar tölur eru svo rosalegar að það liggur við að það þurfi að setja neyðarlög til þess að stöðva þennan þjófnað á almannafé. Það virðist mjög lítið breitast í rekstri sjóðanna þrátt fyrir gríðarlegt tap sjóðsfélaga og verður að fara að skoða hvort það sé ekki að verða nauðsynlegt að stofnaður verði einn sjóður allra landsmanna sem ríkið stendur á bakvið. Það hlýtur að vera hægt að stofna sjóðinn með mjög afgerandi og skýrum lögum um ráðstöfun fjármuna og ávöxtum sjóðsins og hlutfall fjármuna sem má setja í áhættuflokk. Eru ekki þýsku sjóðirnir að ávaxta lágt en örugglega en alltaf skila þeir sýnum lífeyrisþegum sínum tekjum að fullu og standa sterkir? Þetta er mál sem allir landsmenn fyrir utan nokkrar afætur myndu styðja og því fyrr sem krafan um rótækar breitingar kemur fram því betra. Frábært að þú skulir vinna svona ákveðið í þessum málum og gangi þér vel áfram.

Tryggvi Þórarinsson, 16.11.2010 kl. 15:51

14 identicon

Ragnar þú ert virkilega duglegur að berjast

er stoltur af þér

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband