10.11.2010 | 10:18
Lífið er til að njóta þess alla ævi.
Forystumenn verkalýðsins temja sér lýðskrum sem svar við gagnrýni fjöldans á störf þeirra fyrir alþýðuna. Raunsæi og raunhæfar kröfur heyrast mikið í því sambandi þegar valdhafar tala niður til lýðsins. Mikið er rætt um að hjálpa bara þeim allra verst stöddu því annað sé óraunhæft, þeir sem geta borgað skulu borga.
Að hjálpa bara þeim verst stöddu eru í raun engin úrræði eða lausn því þeir verst stöddu eru nú þegar komnir í þrot. Ef þeir skrifa ekki undir afarkosti bankanna um afsal á fjárreiðum og eilíft skuldafangelsi blasir gjaldþrot við með enn meiri afskriftum fyrir banka og fjármálastofnanir.
Að hjálpa bara þeim verst settu eru klæðskerasaumuð úrræði fyrir fjármálastofnanir til að hafa sem allra mest út úr þegar töpuðum kröfum.
ASÍ segir að ekki sé hægt að þurrka upp skuldir fólks með sparifé launamanna. Að halda því fram að óreiðufólk vilji nota allar eignir lífeyrissjóðanna til að afskrifa allar skuldir er lýðskrum af versta tagi. Hvernig getur krafa fólksins um leiðréttingu á verðbótum vegna forsendubrests talist til afskrifta allra skulda með öllu sparifé launamanna? Krafan er að farin verði millivegur og illa fengnum verðbótum skilað að hluta.
ASÍ telur galið að fara í flata niðurfellingar skulda því þá myndi afslátturinn af íslenskum húsnæðislánum frá Lúxemborg, sem lífeyrissjóðirnir fengu á vildarkjörum frá SÍ, ganga til baka. Það eru ekki bara bankarnir sem hagnast á vildarviðskiptum með húsnæðislán almennings.
Nú fer að styttast í að hálaunaðir foringjarnir fari á lífeyri og ekki að undra að þeir vilji sem minnst vita af unga fólkinu í þessum efnum.
Lífeyrissjóðirnir hafa eignafært yfir 126 milljarða í verðbætur á fasteignalánum almennings frá ársbyrjun 2008.
Lífeyrissjóðirnir hafa fært rök fyrir því að fella eigi niður glórulausa gjaldmiðlasamninga,sem þeir gerðu í von um skjótfengin gróða, vegna þess að forsendur fyrir þeim hafi brostið. Á meðan lífeyrissjóðirnir leita réttar síns vegna forsendubrests, neita þeir að viðurkenna forsendubrest á stökkbreyttum fasteignalánum almennings.
Illa fengnar verðbætur sem lífeyrissjóðir hafa nú þegar eignafært í bækur sínar skekkir stöðu og mismunar sjóðsfélögum gríðarlega. Sjóðsfélagar sem nutu hagstæðra óverðtryggðra húsnæðislána fá nú greiddan lífeyri með verðbótum þeirra sem nú reyna að koma þaki yfir höfuðið. Almenn skerðing bitnar á öllum sjóðsfélögum ekki bara aumingja gamla fólkinu eins og forseti ASÍ kallar það þegar hann gerir lítið úr kröfum fólksins.
Lífeyrissjóðirnir bera ábyrgð á ástandinu með því að nota almannafé sem eldivið á bálköst útrásarinnar, Verkalýðshreyfingin ber ábyrgð á lífeyrissjóðunum og verkalýðsforingjarnir bera ábyrgð á verkalýðshreyfingunni. Er skrýtið hversu aðilar vinnumarkaðarins berjast á móti opinberri rannsókn á kerfinu og vilja nota brostnar forsendur fasteignalána til að breiða yfir sukkið og skítinn.
Forsendubresturinn er viðbótar skerðing á lífeyri þeirra sem skulda.
Ekki á minni vakt segir forseti ASÍ sem gerir nú kröfu á jöfnun lífeyrisréttinda á við opinbera kerfið, sem þýðir skerðingu á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna því það er með öllu óraunhæft að skrúfa upp almenna kerfið til jafns við það opinbera. Þeir hafna alfarið aðkomu lífeyrissjóða á skuldavanda heimilanna, hafna skattlagningu séreignasparnaðar sem kæmi í veg fyrir gríðarlegar álögur á ungt fjölskyldufólk sem nú þegar hefur tekið á sig mesta skellinn.
Lífeyrisþegar sem greitt hafa í kerfið í 40 ár eða meira eru nú komnir á lífeyri. Í flestum tilfellum þarf ríkið í gegnum tryggingastofnun að borga mismuninn sem vantar upp á lágmarks framfærslu lífeyrisþega. Það sem heldur lífeyrisþegum gangandi í dag er eignamyndun utan kerfisins yfir sama tímabil og greitt var í lögbundna kerfið.Við sjáum hversu vel hefur tekist til síðustu áratugi og hver uppskera lífeyrisþega er í dag. Telur þar mest áratuga óráðsía í fjárfestingum sjóðanna í bland við handónýta peningastjórn.
Við höfum dæmin fyrir framan okkur um hversu mikilvægt er að eignast þak yfir höfuðið og hversu hörmulega gengur að geyma peninga með bréfabraski í kerfisbundnum áföllum fjármálamarkaða.
Ég er skyldaður til að greiða í lífeyrissjóð en fæ engu ráðið um hverjir stjórna þeim.Ég er skyldaður til að spara en fæ engu ráðið um hvernig sparifénu er ráðstafað. Ég á allt undir með misgáfulegum fjárfestingum,misgáfaðra forstjóra, hvernig hag mínum verður borgið á efri árum.
Er eðlilegt að sumir fái meira út úr lögbundnu kerfi en aðrir vegna ákvarðana sem við höfum ekkert með að gera? Er eðlilegt að lögbundin iðgjöld sem eru ekkert annað en skattur, mismuni fólki á þann hátt að kerfið hygli þeim efnameiri. Væri eðlilegt að skattkerfið bjóði hátekjufólki betri heilbrigðisþjónustu en lágtekjufólki?
Hvað þurfa norðmenn marga olíusjóði?Hvernig væri að sameina sjóðina í einn og jafna öll lífeyrisréttindi.
Lífið er til að njóta þess alla ævi. Að ætla sér að gera kynslóðir að skuldaþrælum með því að lofa gulli og grænum skógum eftir 67 ára aldur minnir óneitanlega á ofsatrúaða öfgamenn.
Fyrsta grein af fjórum um uppgjör mitt við kerfið sem stjórnarmaður í VR síðastliðin tvö ár.
Athugasemdir
"Ekki á minni vakt" er akkúrat málið! Er ekki komin tími á vaktaskipti? Þessu þarf að breyta og ef það gerist ekki nú þá verður ekki búandi á þessu landi. Ruglið heldur áfram og besta dæmið er salan á Vestia.
kv,
GJÓLA
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 10.11.2010 kl. 10:52
Mjög góð grein hjá þér og að mínu mati allt rétt. Hlakka til að lesa þær næstu.
Sumarliði Einar Daðason, 10.11.2010 kl. 11:07
Mér skilst að í Þýskaland geti fastlaunþegar sem hafa sparðað minnst 2.400.000 í mest 15 ár fengi lá til íbúðar kaupa þar sem 80% af verðinu greiðast af ríkinu 2/3 og séreignarbanka 1/3 . Ef sér eiganar banki lánar meir þá er það með vaxta álagi. Þar eru heilar verðbætur og vaxtagreiðslur allt að 6.000.000 til 30 ára. Hér er byrjunar raunvextir um minnst 8.500.000 óháð verðbólgu og vaxa að raunvriði umfram verðbólgu allan lánstíman og fara upp í minns 11.000.000 ef verðbólga er um 3,0% á lánstíma.
Af heildar árslaunum fasta launmanns manns er tekinn 18% í lífeyrsjóðsbrask. Væri ekki næri að skylda menn til að leggja 8% af launum inn á eigin húsnæðissparnaðar reikning sem væri laus til útborgunar eftir 15 ár ef sá sem á reiknining er að greiða af fyrstu í búð, ef sá sem er að spara er í greiðslu erfið leikum eða annars þegar sparandi veðrur 65 til 75 ára.
Lengja aldur til töku lífeyris miðað að við hærri meðalaldur gera fólksfjölgunar spá að okkur fjölgi ekki mikið í framtíðninni. Þeir sem skuldlausa í búð þegar taka lífeyris hefst þurfa ekki sömu upphæða á mánuði og þegar þeir voru að borga af veðskuldarupphæðinni.
Ég vil ekki afhenda liði sem kann ekkert með fjármuni að fara minn sparnað eða vinnutekjur. Ég vil ekki styrkja lálauna rekstur.
Júlíus Björnsson, 10.11.2010 kl. 14:42
Þakka innlit og athugasemdir Guðrún og Sumarliði.
Júlíus
Það ventar ekki úrræðin til að breyta kerfinu til hins betra fyrir launafólk og hagkerfið í heild, hinsvegar vill kerfið ekki breyta sér og er orðið eins og skrýmsli sem hefur yfirgefið húsbónda sinn.
Ragnar Þór Ingólfsson, 11.11.2010 kl. 12:56
Allt hárrétt hjá þér Ragnar, stend með þér. Hvað var verið að gera á ASÍ fundinum sögðu menn bara jamm þegar forsetinn talaði. Ótrúlegt að hann skuli sitja ennþá. Það þarf að bretta upp ermar fyrr en seinna og hreinsa til. Kveðja Þorl.
Þorlákur (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 13:16
Hér gilda skammtíma sjónarmið og sértækt, næst bær við forréttindi. Það margar borgar sig að innkalla öll IRR veðskuldar lánsform sem er lengri en 5 ár og halda upp miklum launaþrýsting af hálfu vinnuafls á hendur vsk atvinnulífinu. Þetta mætti líka kalla að langtíma fjárfesting í vinnuaflinu til byggja upp eftirspurn á Íslenskum ekki-fákeppni mörkuðum. Skipta út fyrir YTM veðskuldar lánsform sem miða við starfsæfi 30 til 45 ár. Lækka sparnaðarkröfu í lífeyrissjóði um 18% af árslaunum niður í 10% og setja frekar á skyldusparnað í nafni launþega með raunávöxtunarkröfu um 1%. Upphæð sem má taka út vegna kaup fyrstu íbúðar eða vegna greiðsuerfiðleika eða tekjumissis eða tekjulækkunar.
Í stað minnst 110% raunvaxta kröfu á IRR lánform til 30 ára [21.000.000/10.000.000] og ótakmörkuðum verðbótavöxtum, komi þá 20% til 30% væntanlega raunvaxtakröfu á YTM jafngreiðslulánsform með föstum verðbótum [afskriftum] 60% til 70% .
Þetta lækkar meðal laun kostað um 30% til 50 % strax, eða hækkar ráðstöfunartekjur.
Ef allar þjóðir Byggja á YMT grunn hvað varðar grunnlaunakostnað vinnuaflsins verða Íslendingar að gera það líka.
Ef Alþjóðsamfélagið væntir fólksfækkunar í spám sínum verða Íslendingar að gera það líka eða uppskera minna á hvern þegn í framhaldi.
Stelsýki élítunnar hér verður að stoppa, fyrst vöru það að varasjóðir ábyrga hluta vinnuaflsins og sparimerki verðandi vinnuafls. Það endaði með því að festir settu umfram rástöfuntekjur sína beint í íbúakaup. Þá vor góð ráð dýr . Setja hér í lög að verðtrygging [arvextir=verðbætur=afskriftir] skyld tengjast meðalverði á heildaneyslu þjóðarinnar og segja erlendum að væri neytendaverðvísir CPI. Í framhaldi var svo tekið upp IRR í búðlánsform eða negative amortization þar sem greiðslur hækka að raun virði allan lánstímann miðað við verðbólgu: Hækkun um 1% á ári ef Seðlabanki ráðgerir verðbólgu svipaðri í UK eða Danmörku. Í skjóli ofurverðtryggingar og launafsláttar á öllu rekstraform, að fastri krónutölu það kallast persónuafsláttur hér. Fyrirtækja niðurgreiðslur erlendis, og niðurgreiðslu föst krónutala sem átti að leiðrétta raunvaxtaauka til að byrja með af 10.000.000, var hægt að veðsetja launagrunn atvinnulífsins eða selja heimilin á uppboði erlendra samkeppi banka: erlendra fjárfesta.
Þetta gera vanþroskaðir einstaklingar í Alþjóða samburði, vinnuaflið hér sem erlendis hefur annað gera yfirleitt en efast um hæfi stjórnsýslunnar og var greinilega gert út á það. Þeir hagnast mest á svindlinu sem stálu mestu.
IRR
YTM:
Júlíus Björnsson, 11.11.2010 kl. 15:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.