21.6.2010 | 09:51
Kerfisvillan er Trúnaðarmál,bundin þagnarskyldu og varin með bankaleynd.
Nú eru liðin tæp tvö ár frá hruninu. Þá á ég ekki aðeins við hrun bankanna eða fjármálakerfisins heldur stjórnkerfinu í heild sinni. Þetta kerfishrun sem hrundi eins og spilaborg fyrir framan nefið á almenningi var áfellisdómur yfir þeirri kerfisvillu sem stjórnvöld hafa viðhaldið áratugum saman.
Eftir höfðinu dansa limirnir.
Eitt af því sem hrundi var stjórnsýslan og ber hún ein ábyrgð á kerfishruninu. Ef þú skilur eftir fulla skál af sælgæti á stofuborðinu heima hjá þér, getur þú skammað barnið sem át allt nammið eða litið í eigin barm og hugsað um ábyrgðaleysið að skilja eftir svo auðbúna mannlega freistingu.
Hávær krafa almennings um réttláta úrlausn á skuldavanda heimilanna, beint lýðræði í gegnum persónukjör og stjórnlagaþing, virðist þyrnir í augum stjórnmálaflokkanna.
Hvað hefur raunverulega breyst frá hruninu?
Ein af stóru kerfisvillunum er að of fáir einstaklingar hafa allt of mikil völd, völd sem varin eru ógegnsæi og leyndarhyggju.
Helsti óvinur mafíunnar er gegnsæi.
Í dag fara stærstu bitarnir úr föllnu bönkunum í forval, segjum 20 áhugasamir aðilar sem varðir eru bankaleynd. Svo eru 10 valdir úr þeim hópi til að gera tilboð og eru þeir aðilar einnig varðir bankaleynd og þagnarskyldu. Síðan er einum selt og kaupverðið er trúnaðarmál.
Litlu bitarnir fara svo til þeirra sem vinveittir eru þeim sem stjórna.
Þekkt nöfn úr fyrra viðskiptalífi heyra brátt sögunni til. Ný nöfn og nýjar blokkir taka við á nákvæmlega sömu forsendum og hinir föllnu gerðu.
Það hefur ekkert breyst í okkar samfélagi og virðast stjórnvöld, sem alla ábyrgð bera á því ömurlega ástandi sem við stöndum frami fyrir, ekkert ætla að gera því til leiðréttingar.
Ef fyrri ríkisstjórn kom heimilunum hálfa leið í gröfina þá er sú sem nú stjórnar svo sannanlega að klára verkið og stappa vandlega yfir.
Skelfilegt hlutskipti öryrkja og lífeyrisþega er efni í heila grein.
Er eðlilegt að fólk þurfi að standa með grátstaf í kverkum og brotna sjálfsmynd, eignlaust í biðröð eftir ölmussu á meðan þröngur hópur einstaklinga liggur á 2.200 milljörðum inni í bankakerfinu eftir þær efnahagslegu hamfarir sem á þjóðina dundu.
Hver var öll snilldin á bakvið gróðann? Hér er ennþá stundaður kerfisbundinn og lögvarinn þjófnaður í gegnum verðtryggingar og bankaleynd.
Í skjóli bankaleyndar,ógegnsæi,þagnarskyldu og trúnað hafa útvaldir grætt á kostnað almennings. Upplýsingar sem ekki eru aðgengilegar almenningi voru lykillinn að gróðanum.
Það er áhættulaust að stunda veðmál ef þú veist úrslitin fyrirfram.
Almenningur tekur húsnæðislán sem varin eru með verðtryggingu þar sem verðbætur reiknast á tilviljanakenndum markaðsatburðum óskyldum þeim verðmætum sem tekin voru að láni.
Forsendum verðbóta er stýrt haf þeim sem stjórna stöðugleikanum og hafa hag af verðbótum. Verðtryggingin er ógegnsæ og felur í sér kerfisbundna eignaupptöku og okurvexti.
Sem dæmi um okurvexti má benda á að verðtryggt húsnæðislán á 5% vöxtum miðað við 3,5% verðbólgu jafngildir rúmlega 14% vöxtum í 40 ár.
Það er því skiljanlegt að fjármagnseigendur hafi beinan hag af óstöðugleikanum.
Hvernig getur höfuðstóll láns, sem greitt hefur verið samviskusamlega af í 10 ár, ekkert annað en hækkað? Eignatilfærslan vegna verðbóta fer til þeirra sem bera ábyrgð á stöðunni. Sem dæmi hafa lífeyrissjóðirnir, sem dældu almannafé í botnlaust fjármálasukk skrúðkrimmana, stórlagað eignastöðu sína með því að eignafæra í bækur sínar yfir 120 milljarða frá ársbyrjun 2008, vegna verðbóta á húsnæðislánum almennings.
Stóra spurningin er þessi. Hafa valdhafar þessa lands gert eitthvað til að koma til móts við fólkið eða sýnt minnstu viðleitni til að leiðrétta kerfisvilluna.
Svarið er NEI.
Svo virðist sem valdhafar þessa lands reyni nú eftir fremsta megni að byggja upp sama kerfi og hrundi fyrir framan nefið á okkur. Kerfi sem að gengur ekki upp, kerfi sem er dæmt til að hrynja aftur,aftur og aftur.
Kerfið er komið upp að vegg, ver sig með öllum tiltækum ráðum og reynir að lifa af á kostnað almennings. Það reynir að telja okkur trú um að eina leiðin úr vandanum sé að taka því sem að okkur er rétt og að sama kerfisvillan sé eina og rétta leiðin út.
Hér eru aðrar þrjár leiðir sem hægt er að fara.
Leið 1.Raunverulegar breytingar á stjórnkerfinu í þágu almannahagsmuna með afnámi bankaleyndar og þagnarskyldu, afnámi verðtryggingar tafarlaust og vaxtaþak. Lögbundið gegnsæi, persónukjör og stjórnlagaþing.
Leið 2.Sniðganga kerfið og kerfisvilluna þar sem fólkið byggir upp nýtt samfélag við hlið þess sem hrundi, nýjan banka, nýjan lífeyrissjóð, nýjar samfélagslegar áherslur og forgangsröðun.
Leið 3.Bylting.
Athugasemdir
Laukrétt allt saman hjá þér.
Einar Guðjónsson, 21.6.2010 kl. 10:08
Það er deginum ljósara að verðbólga helst ekki lág þegar það er lánveitendum beinlínis í óhag.
Með því að afnema verðtryggingu verður það keppikefli banka og lánastofnana að halda verðbólgu niðri sem mun viðahalda stöðugleika á landinu.
Það má með þessum orðum segja að verðtrygging sé beinlínis undirrót óstöðugleika.
Steinn Sig (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 10:30
Ég held að bylting er það eina sem æðstu ráðamenn skilja. Ekkert hefur verið gert til að hjálpa heimilum í landinu og nú berast fréttir af sjálfsvígum sem rekja má beint til stökkbreyttra lána. Hvenær er mælirinn fullur?
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 21.6.2010 kl. 10:32
Þakka innlit Einar,
Sæll Steinn
Sammála, Verðtryggingin er undirrót óstöðugleikans.
Guðrún,
Bylting er líklega óumflýjanleg, hvort sem hún verði í formi leiðar 2 eða 3.
Ragnar Þór Ingólfsson, 21.6.2010 kl. 10:51
Svo er annar vegur fær.
Fólkið endurheimti flokka sína. Nú er stutt í Landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem var á sínum tíma andvígur Verðtryggingunni þar til að gróðapungar innan hans fundu matarlyktina af henni, síðan hafa menn þar á bæ frekar varið hana en hitt, menn á borð við Blöndal og fl.
Öll kerfin sem settu þjóðina á hliðina voru sett af öðrum en Sjálfstæðisflokkinum en eiga það sammerkt, að gróðapungar í stjórnaraðstöðu innan flokksins hafa haft af því mikinn gróða, að viðhalda þessum kerfum en þau eru í tímaröð:
1. Ólafslög um verðtryggingu með áorðnum breytingum.
2. Kvótalögin með áorðnum breytingum.
3. EES samningarnir settir sem skilyrði stjórnarsamvinnu íhalds og krata. Jón hinn baldni fékk þessi ömurlegu lög í gegn.
Öll þessi lög hafa eitt sammerkt sem ég hef verrið afar þolinmóður á hverjum einasta Landsfundi að benda á. Mannlegir breiskleikar eru í takt við Höfuðsyndirnar Sjö þar sem Græðgin er hvað skæðust og drambsemin (vitundin að geta SJÁLFUR haft áhrif á hag annarra og sópað saman fé átakalaust á annarra kostnað)
Nú er loksins komið að því, að þjóðin má sjá sína sæng upp reidda, líkt og hjú á skildögum.
Áður var verðbólgunni slakað upp í 130% til að greiða af lánum vegna Skuttogaravæðingarinnar (því ekki datt nokkrum í hug, að útgerðin greiddi þetta) Þá varð tími ,,misgengis" og Ögmundur gekk fyrir Sigtúnshópnum þegar her fjölskyldan af annarri fór í þrot vegna verðtryggðra lánasamninga við Húsnæðisstofnum og bankana.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 21.6.2010 kl. 11:10
Góð samantekt.
Reynum svo 1 og 2 samhliða.
Jón Þór Ólafsson, 21.6.2010 kl. 11:30
Fín færsla Ragnar Þór.
Leið 2 er sennilega auðveldari en flesta grunar.
Magnús Sigurðsson, 21.6.2010 kl. 11:56
Þakka innlit.
Sæll Bjarni
Að "Fólkið endurheimti flokka sína" þar er ég sammála um leið.
En ef við skoðum endurnýjun í sjálfstæðisflokknum fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar þar sem börn og tengdabörn fyrrverandi leiðtoga flokksins voru áberandi en nýju ferskhugsandi fólki ýtt til hliðar eins og hverju öðru rusli, hef ég ekki sömu trúna á þeirri leið til réttlætis.
Við sem að höfum haft sjálfstæðishugsjónina að leiðarljósi og séð hvernig flokknum heur tekist að brengla hana yfir í kommúníst efnishyggju skrímsli eigum erfitt með að koma til baka.
Kanski ætti ég að bjóða mig fram á móti Bjarna
Jón Þór
Við förum leið 1 og 2, vonandi þarf ekki leið 3 til að ná því markmiði,
Sæll Magnús Leið 2 er óskaleiðin.
Ragnar Þór Ingólfsson, 21.6.2010 kl. 12:12
Margir spyrja í dag: Hvers vegna keyptu lífeyrissjóðirnir ekki HS orku?
Og svo mætti líka spyrja hvers vegna lífeyrissjóðirnir stofna ekki sparisjóði eða banka?
Árni Gunnarsson, 21.6.2010 kl. 13:15
Sæll Árni
Lífeyrissjóðirnir og verkalýðshreyfingin er partur af þeirri kerfisvillu sem nauðsynlegt er að leiðrétta.
Af hverju tóku þeir, sem fá greitt fyrir að sinna hagsmunagæslu fyrir okkar hönd, ekki þátt í að berjast fyrir hagsmunum skjólstæðinga sinna varðandi myntkörfulánin og öðrum skerðingum og eignaupptöku,fjármagnseigendur arðræna almenning frá morgni til kvölds í skjóli valdhafa.
Lífeyrissjóðirnir eru reknir í þágu mismunandi viðskiptablokka en hafa aldrei verið notaðir í þágu okkar sem eigum sjóðina.
Ragnar Þór Ingólfsson, 21.6.2010 kl. 14:05
Bylting! Hitt er allt búið að reyna mörgum sinnum og klíkan er og verður alltaf klíka! Ekki taka nein "völd" við einfaldlega tökum að okkur að sjá um okkar mál sjálf!
Eyjólfur Jónsson, 21.6.2010 kl. 22:43
Verðtrygging miðað við neisluverðlag frá upphafi hefðbundinnar löglegar bankastarssemi [og sjóða] í lýðræðislegum borgríkjum verið þannig: Þegar vextir að nafninu til er ákvarðaðir þá er byrjað á grunnvaxtakröfunni t.d. 1,79% [20% á 30 árum] síðan koma afskriftavextir [að hluta vegna neysluverðlags] segjum 3,2% verðbólga á ári. Verðtryggð nafnvextirnir að nafnium til eru þá 1,79% + 3,2% = 4,99%.
Ísland er eina landið í heiminum sem kann ekki búa til hefðbundnar vaxtaverðtrygginga formúlur.
Ég skora á almenning að apa ekki þetta bull eftir ráðmönnum vanþroska fjármálgeirans hér: tala um verðtryggingu segjum heldur eftir á greiddir verðtryggingar leiðréttingavextir. Nauðsynlegur grunnur til að halda upp 6 sinnum hærri almennri raunvaxtakröfu á 1. veðbanda heimilislánum á Íslandi.
Talið valda efnahagslegum óstöðugleika og ekki í raun framkvæmanlegt. Húsnæðiskostnað getur hækkað 6 sinnum hraðar á Íslandi en í öðrum ríkjum heims.
Þessi falda raunvaxtakrafa leiddi svo til falskra Negam lánsforma sem tryggja með því að lána lántaka í um 3 ár smá hluta af jafngreiðslum að raunvaxta krafan hækkar ennþá meira og síðasta [fasta] greiðslu upphæð miklu hærri en vöxtur neysluverðbólgunnar samhliða.
Þetta er allt saman kolólölegt erlendis þótt hér sé þetta merki um mannauð og því hljóti þetta að snilld og fullkomalega löglegt.
Afleiðingar eru regluleg hrun eða og óðaverðbólga. Þeir sem lesa það sem ég skrifa og halda þessu áfram er frá með deginum í dag landráðamenn því nú eiga þeirra að vita hvað gerir Ríki efnahagslega stöðug. Virðing við heimili launþega að öllu leyti.
80% lána almennings þroskaðra efnahagsríka eru 80% með föstum verðtryggingarvöxtum til 30 ára. Þetta ætti að vera nóg sönnum fyrir þá sem ekki skilja formúlur. Þetta er einn verðtrygging sem gengur upp, eignastuldur og falskar lygaforsendur einkennkenna allar glæpafjölskyldur. Íslenskar líka.
Júlíus Björnsson, 22.6.2010 kl. 19:59
Þetta er eina verðtrygging sem gengur upp nema komi til heimstyrjalda sem engin tryggir.
Júlíus Björnsson, 22.6.2010 kl. 20:00
Nýbyggingarlán geta talist Negam þar sem fjárfestir þarf leggja út í kostnað fyrstu 3 árin og fær svo "kannski fullt af penginum" þegar kaupendur með öruggu lánin á lágu grunnvöxtun kaup sér heimilisfrið með föstum lágvaxta greiðslu allan lánstímann.
Engin þroskuð þjóð byggir kaupahallarbrask geira með því að breyta undirstöðinni: þrautavaraveðsjóð, sjálfbærum og verðtryggðum með stöðugt innflæði í öfurvaxta brasklán eða Negam lán.
Hægt er að reikna afleiðingar fyrirfram þegar verðtrygging er sett föst fram í tímann.
Sem sannar að þetta munu ekki hafa verið landráðamenn heldur afar skammsýnir segjum tossar í samanburði við yfirgreinda í örðum ríkjum. Lið sem gerir sitt besta á öllum tímum og er alltaf að læra af mistökum.
Júlíus Björnsson, 22.6.2010 kl. 20:12
Verkið lofar meistarann. Líka sérfræðimeistara.
Júlíus Björnsson, 22.6.2010 kl. 20:21
Netfang hjá þér?
Ævar Rafn Kjartansson, 23.6.2010 kl. 00:33
Þakka innlit Eyjólfur
Sæll Júlíus
Góðar og vel rökstuddar ábendingar um verðtryggingar.
Er ekki föst lágvaxtastefna án frekari verðtryggingar, tengd fólksfjölgun og verðmætasköpun, lykillinn að stöðugleika?
Sæll Ævar
Þakka innlit,
Netfangið mitt er ragnar@orninn.is
Ragnar Þór Ingólfsson, 23.6.2010 kl. 08:45
Sæll Ragnar
Heill og sæl
Gott að sjá að þú ert á vaktinni ennþá. En það er með ólíkindum að verkalýðsfélög skuli ekki standa ekki með félagsmönnum og berjast gegn verðtryggingunni. Og á svo kannski að fara að semja við bankana um það sem þeir rændu af fólki. Nei takk.
Kveðja Þorl.
Þorlákur (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 11:20
Sæll Þorlákur
Takk fyrir það.
Verkalýðsmafían er ekki líkleg til að verja hagsmuni skjólstæðinga sinna frekar en fyrri daginn, sem þurfa að sætta sig við 40 ára skuldafangelsi með kerfisbundnum eignaupptökum í skjóli verðtryggingarinnar til að sjóðirnir hafi meira úr að spila í spilavítum hvítflibbana.
Hvar á að taka peningana til að leiðrétta stökkbreyttan höfuðstólinn. Þangað sem hann var færður. Sjóðstjórarnir eru gapandi yfir slíku sem myndi hugsanlega skerða lífeyrisréttindi og það sem versta er varpa skýrara ljósi á hvað þeir töpuðu miklu á peningamokstrinum í svikamyllur skrúðkrimmana.
Kv.
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 23.6.2010 kl. 12:59
Um lögleg [langtíma jafngreiðslu lán[sform]. Allar greiðslu er jafnháar allan lánstíman. Reiknist hlutfallsleg neysluvísitölu breyting eftir á í vaxta formi þá er talað um breytilega vexti á föst gjöld=greiðslur.
Dæmi samið er um gjaldaupphæð 100.000 þar sem umsamin veðlosun[afborgun] er á gjaldadaga nr. 150 30% og Grunnvextir 70% þá reiknar löglegur banki sem almenningur treystir í skjóli meðmæla ríkisstjórna línulega neysluvísutölu frá útgáfudegi. Segjum að hlutfallið frá útgáfu degi sé 20% þá hækkar gjaldagagreiðsla nr. 150 um 20.000.
Afborgun þessa gjalddaga eða veðlosun er 30.000 + 6.000 = 36.000
Grunnvextir þessa gjaldadaga eða greiðslu er 70.000 + 14.000 = 84.000
Lögleg heildar greiðsla er 36.000 + 84.000 = 120.000
Eins og löggiltur samningur gerði ráð fyrir í upphafi.
Svo reikninga geta lántakar margir sjálfi gert aftur síðar en hefðin er að Bankinn láti rétta staðfestingar útreikninga fylgja.
Þar sem leiðrétting miðað við neysluvístölu reiknast eftir á gildir að grunnvextir jafngilda raunvöxtum.
Á Spáni á sínum tíma voru aðilar upp á sitt einsdæmi að breyta umsömdum upphafs skiptingu eða vaxta hlutföllum til að breyta þessu yfir í Negam lánsform sem er fals og Negam lánsform takmarkast, skýrt með lögum í UK op USA t.d., við 5 ár: eru skammtíma í eðli sínu því enginn af almenningi getur lofað að greiða hærri raunávöxtum eftir lengri tíma. Spánverjar voru ekki lengi þegar uppgötvaðist um athæfið að setja skýrir lög um þessi mál.
Þegar sjóður er einsleitur 1. veðréttar sjóður heimilislán almennings og reiknar umsamdar neysluvísutölu breytingar eftir á, gildir að löggilta umsamda grunnvaxta krafan er raunvaxta markmið.
Þetta markmið er að hámarki um 3 % hjá lífeyrissjóðum þótt uppgjör megi sýna 2,5%.
Þar sem örugg langtímalán er einfaldast að reikna og meta út [ef menn kunna] þá er ljóst að ekki þarf að bíða eftir uppgjörum til að sanna ólögleg markmið.
Sannað er að Erlendar lánastofnanir svara ekki þeim Íslensku, það gerist þegar þær meta spyrjanda vanhæfan. Hvað hafa margir verið reknir hér fyrir að hafa ekki fengið svör? Hvað hafa margir hér verið reknir fyrir að spyrja erlenda aðilann um hvað það merki sem hann skrifaði eða sagði. Kemur óorði á hæfa lánstofnum þegar slíkt sannast á starmenn tölunum nú ekki um stjóranna sem eiga vita alla almenna hluti á alþjóðamælikvarða.
Veðbréf er löggiltur samningur ef formið er löglegt og þá þarf enga fræðinga eða dómar til að túlka hvort umsamið formi geti breyst til að raunvextir breytist. Formið stendur allan tíman og heildarraunvaxtakrafan, þótt hún sé 6 sinnum hærri hér minnst samanborið almennt við allan heiminn.
Sem sannar lyginina UM AÐ HÁMARKSÁHÆTTU DREIFING sé nauðsynlega til 1. veðréttar lánstarfsemi og lántaki megi ekki greiða upp veðhlutann af því að heildarálagning lánsins sé svo lá. N.B. 6 sinnum hærri en sú almenna hæsta utan Íslands.
Þetta er spurning um grunnmenntun í hugareikningi og fjárlæsi sem setur Fjármálgeirann hér í ruslflokk. Menn endurreisa ekki hlutfallslega stærsta kostnað samfélag ef þeir vilja skila hagnaði í framtíðinni samanborði við þroskuð lönd. Valið stendur um velferðakerfi og öruggar lífeyrisgreiðslur sjálfbærra sjóða eða hlutfallslega mesta vaxtaskattakostnaðar í heimi.
Fjármálgeirinn hér er ólöglegur almennt vegna vanhæfis á alþjóða mælikvarða.
Langtíma lán eru ekki áhættu skammtíma lán.
Í Lúxemburg hugsa starfsmenn fjármálgeirans á yfirstéttar orðaforða þriggja megin tungumála.
Hér er enginn snobb menntun í 50 ár [of aga og tímafrek?], sem skýrir sitt, öllu orð í þroskuð yfirstéttar textum er með miklar merkingar sem allir sem geta hugsað svipað skilja.
Hér eins og annarsstaðar ber lánstöfnum af útskýra fyrir almennum lántaka að raunvaxtakarfan hækki umfram verðbólgu ef verðbólga vex vaxtavaxtað sjálfkrafa í ljósi lánsformsins eða síðri tíma uppreiknings á veðhlutanum.
Júlíus Björnsson, 23.6.2010 kl. 19:35
Heill og sæll Ragnar Þór; æfinlega !
Ykkur öllum að segja; er Leið 3, hin eina færa - eins og komið er málum, hér á Fróni, gott fólk.
Með beztu kveðjum; sem jafnan og áður /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 22:47
Góð grein hjá þér í Morgunblaðinu í dag!
Sumarliði Einar Daðason, 30.6.2010 kl. 08:55
Kerfisbreytinga er þörf, svo mikið er víst. En í stað þess að innleiða ríkismiðstýrt samfélag með allskyns bönnum við ákveðnum tegundum samninga og verðlagshafta á peningum eins og hér er gælt við, þá legg ég til aðskilnað ríkis og hagkerfis þar sem ríkið getur með engu móti ábyrgt fjárfestingar einstaklinga og fyrirtækja. Og getur með engu móti fiktað við og eyðilagt peningana okkar með peningaprentun.
Því miður er pólitísk samstaða á Alþingi að halda núverandi kerfi Seðlabanka, einokunar á peningaútgáfu, ríkistryggingakerfi á innistæðum, fjarstýringu bankakerfisins í gegnum reglugerðir og opinberar eftirlitsstofnanir og fleira gott. Eini munurinn er andlitin á þeim sem sitja nálægt hlýjunni, og svo á að bæta í reglugerðaflóðið óskiljanlega.
Geir Ágústsson, 30.6.2010 kl. 09:31
Þakka innlit Júlíus nú sem fyrr og öll frábæru skrifin á bloggið hjá mér.
Óskar
Vonandi förum við ekki út í kuldan við að gára vatnið.
Sumarliði, takk fyrir það.
Þakka innlit Geir
Góður punktur, hér hefur peningamálum verið stýrt með rassgatinu í áratugi og engin breyting þar á.
Kveðja
Ragnar
Ragnar Þór Ingólfsson, 30.6.2010 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.