Svar Stefaníu Magnúsdóttur.

Stefanía Magnúsdóttir svarar mér vegna síðustu bloggfærslu minnar. Hún bað mig um að birta sína hlið málsins sem ég að sjálfsögðu geri. 
 
Sæll Ragnar og takk fyrir umfjöllun þína um mig.  Það er hins vegar betra að hafa hlutina rétta og þú vilt örugglega heyra hina hliðina á málinu - eða hvað ?
 
Bréfið hér að neðan sendi ég til kjörstjórnar í gær þar sem ég segi frá því að ég hef engan aðgang að VR@VR -- hef heldur ekki aðgang að sjúkrasjóðskerfinu, varasjóðskerfinu eða þessum kerfum yfirhöfuð enda ekki í mínum verkahring að sjá um þau.
 
Mín afstaða er sú að ég megi nýta minn frítíma til að mæla með þeim sem ég tel félaginu okkar fyrir bestu og svara spurningum sem beint er til mín..  Þess vegna finnst mér að þú eigir að birta mína útgáfu af málinu.  Svar mitt var við pósti sem var sendur til mín. Það væri líka óeðlilegt að mæla ekki með lista sem ég stóð að ásamt fleirum.  Ég svara sem stjórnarmaður í mínum frítíma.
 
Með bestu kveðjum
Stefanía
 

P.s. Ég tek bjarka á þetta og sendi þennan póst á nokkra í bcc

 
Frá: Stefanía Magnúsdóttir
Sent: 26. mars 2010 16:40
Viðtakandi:xxxxxxxxxxxxxxxxx
Efni: Kosningar í VR 2010

Til kjörstjórnar VR
 
Mér finnst engin ástæða til að sitja þegjandi undir þ.eim ásökunum sem á mig eru bornar.  Víst er ég starfsmaður VR en ég er líka stjórnarmaður og á minn frítíma sem ég hef reyndar eytt ötullega að undanförnu í kosningarnar sem nú standa yfir í félaginu sem mér er mjög annt um.
 
Ég fékk sent bréf frá netfanginu VR@VR.  sem ég hef engan aðgang að í minni vinnu. Ég hef enga hugmynd um það hver sendi mér bréfið en það var svona komið til mín:
 
________________________________________
Frá: VR@VR
Sent: 24. mars 2010 15:19
Viðtakandi: Stefanía Magnúsdóttir
Efni: FS: Kosningar í VR 2010

Hæ,  hvernig mælir þú með að þessu sé svarað ?

Með kveðju,
Þjónustuver VR

Kringlunni 7
103 Reykjavík
Sími: 510 1700
Fax: 510 1717

Á heimasíðu VR, www.vr.is, getur þú fengið upplýsingar um stöðu þína í sjóðum VR og yfirlit yfir greiðslu félagsgjalda og þá þjónustu sem þú hefur sótt til félagsins. Það eina sem þú þarft að gera er að sækja um lykilorð sem veitir þér aðgang að Þínum síðum.

________________________________________
Frá:xxxxxxxx
Sent: 24. mars 2010 14:20
Viðtakandi: VR@VR
Efni: Re: Kosningar í VR 2010

Daginn gott fólk!

Hvern er mælt með að maður kjósi?

kv. xxxx
 
On 24 Mar 2010 14:04:08 +0000, vr@vr.is wrote:
> ÁGÆTI VR FÉLAGI,
>
>  nú standa yfir kosningar í VR til stjórnar og trúnaðarráðs
> félagsins. Aðgangur að rafrænum atkvæðaseðli er frá  á vef VR, .
> Við minnum á kosningavef VR, ,  þar sem frambjóðendur kynna sig og
> áherslur sínar.
>
>  Við hvetjum þig til að nýta kosningarétt þinn.
>
>  Með kveðju,
>  VR
 
 
Þessu svara ég svona:
 
Frá: Stefanía Magnúsdóttir
Sent: 24. mars 2010 19:46
Viðtakandi: VR@VR
Efni: SV: Kosningar í VR 2010

Ég skal svara honum :-)

Með kveðju
Stefanía

Tölvupóstur þessi og öll viðhengi hans eru eingöngu ætluð þeim sem hann er stílaður á og geta innihaldið upplýsingar sem falla undir ákvæði um þagnarskyldu og trúnað og/eða upplýsingar er varða höfundarétt. Öll notkun eða áframsending upplýsinga úr tölvupóstinum er með öllu óheimil aðilum sem ekki eru upprunalegir (og ætlaðir) viðtakendur póstsins skv. 47. gr. laga nr. 81/2003 og getur varðað bótaábyrgð og refsingu skv. 74. gr. sömu laga. Þeir, sem ranglega berst þessi póstur, skulu eyða honum án tafar og tilkynna sendanda.
 
 
Og nú var ég að svara -----  ég sem stjórnarmaður í mínum frítíma:
 
SV: Kosningar í VR 2010
 
Stefanía Magnúsdóttir
Sent:24. mars 2010 20:02
Viðtakandi:
 
xxxxxxx

Sæll xxxxx,

 

Það er kosið á milli tveggja lista A-lista, sameinaðs VR, lista trúnaðarráðs og trúnaðarmanna og L-lista, lista opins lýðræðis í VR.

 

Á A-lista er fólk sem bauð sig fram til trúnaðarstarfa þegar VR auglýsti eftir fólki til starfa. Á þeim lista eru 42 konur og 40 karlar og fjórir til stjórnar VR (2 konur og 2 karlar).

 

Á L-lista eru 25 konur og 57 karlar sem fjórir stjórnarmenn í VR söfnuðu á listann og fjórir til stjórnar VR (1 karl og 3 konur).

 

Auk listanna eru 5 einstaklingar í kjöri - það þarf að kjósa 3 þeirra. 

 

Það hallar á konur í stjórn en það er þitt að velja. Fyrst þú spyrð, þá mæli ég með A-lista og konunum þremur.

 

Gangi þér vel að kjósa :-)

 

Með kveðju

 

Stefanía Magnúsdóttir

fráfarandi stjórnarmaður í VR

 


Tölvupóstur þessi og öll viðhengi hans eru eingöngu ætluð þeim sem hann er stílaður á og geta innihaldið upplýsingar sem falla undir ákvæði um þagnarskyldu og trúnað og/eða upplýsingar er varða höfundarétt. Öll notkun eða áframsending upplýsinga úr tölvupóstinum er með öllu óheimil aðilum sem ekki eru upprunalegir (og ætlaðir) viðtakendur póstsins skv. 47. gr. laga nr. 81/2003 og getur varðað bótaábyrgð og refsingu skv. 74. gr. sömu laga. Þeir, sem ranglega berst þessi póstur, skulu eyða honum án tafar og tilkynna sendanda.

 

Svona var nú það.  Þessi voðalega setning sem ég litaði gula segi ég við alla sem ég næ til - í mínum frítíma.  Auk þess stendur undir að þessi póstur sé aðeins til þess sem hann er stílaður á o.s.frv. og spurning um lögfræðiaðstoð.

 

Með ósk um góða helgi

Stefanía 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Mikil áhersla er lögð á frítíma notkun. Þegar valið er að taka fyrirspurn til félgasins og svar henni í frítímanum með meðmælum...er þá ekki farið að blanda hlutum svolítið saman ? Þetta var ekki póstur sendur á einkanetfang, heldur á félagið sjálft. Svar við erindinu hættir að vera einkamál í frítíma...

Haraldur Baldursson, 31.3.2010 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband