Thule Invest !

Er það rétt að lífeyrissjóðirnir greiði  Dr. Gísla Hjálmtýssyni 400 milljónir á ári fyrir að eignastýra og fjárfesta í sprotafyrirtækjum í gegnum Thule Invest?

Heyrst hefur að sjóðirnir reyni eftir fremsta megni að komast út úr þessum pakka sem heimildarmaður minn segir, næsta stór skandal lífeyrissjóðanna.

Hversu miklir "Þolendur" voru lífeyrissjóðirnir?

Hvaða lífeyrissjóðir eiga þarna í hlut?

14. desember 2007,

Í tilkynningu vegna nýja merkisins ítrekar Gísli Hjálmtýsson, framkvæmdastjóri Thule Investments, að ekki sé um nafnbreytingu að ræða enda hafi rekstur sjóðanna og starfsmannahald ávallt verið í nafni Thule Investments.

Í tilkynningu vegna nýja merkisins ítrekar Gísli Hjálmtýsson, framkvæmdastjóri Thule Investments, að ekki sé um nafnbreytingu að ræða enda hafi rekstur sjóðanna og starfsmannahald ávallt verið í nafni Thule Investments.
document.getElementById('mynd_texti').style.width = (document.getElementById('frettamynd').width - 4) + 'px';

Thule Investments, sem annast rekstur og umsýslu fjárfestingasjóðanna Brú Venture Capital, Brú II og Brú Framtak, hefur tekið upp nýtt merki og útlit. Samhliða því hefur félagið flutt aðsetur sitt úr Borgartúni 30 í Hús verslunarinnar, Kringlunni 7.

Í tilkynningu vegna nýja merkisins ítrekar Gísli Hjálmtýsson, framkvæmdastjóri Thule Investments, að ekki sé um nafnbreytingu að ræða enda hafi rekstur sjóðanna og starfsmannahald ávallt verið í nafni Thule Investments. “Með þessu erum við í rauninni að skerpa ímynd okkar. Tímasetningin tengist því að nú höfum við að mestu lokið því verkefni sem við tókum að okkur fyrir þremur árum, að reka sjóðinn Brú Venture Capital, safn óskráðra félaga í eigu Straums, Alþjóðafjárfestingasamlags EFA, Lífeyrissjóðsins Stapa og Saxhóls. Í því fólst að koma eignum sjóðsins í verð.“ 

Meginverkefnið framundan er rekstur fjárfestingasjóðsins Brú II, en hluthafar í honum eru Straumur, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Stapi lífeyrissjóður, Stafir lífeyrissjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Saxhóll hf., Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Tryggingamiðstöðin.

“Okkar fyrirmyndir eru sambærileg fyrirtæki erlendis og kjarnastarfsemi félagsins mun framvegis snúast um fjárfestingar og umsýslu fjárfestingasjóða. Markmiðið er að vera stærsta íslenska félagið á sviði fjárfestinga í óskráðum og ört vaxandi fyrirtækjum,” segir Gísli Hjálmtýsson í tilkynningunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athygli verð færsla. Hvet þig Ragnar til opna betur á málið. Heldur þú að Lífeyrissjóður Verslunarmanna sé partur af þessari fléttu?

Bjarki Steingrímsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 10:58

2 Smámynd: Halldór Halldórsson

Athyglisverð færsla, Bjarki.  Talist þið Ragnar bara við á bloggsíðum?

Halldór Halldórsson, 23.3.2010 kl. 23:01

3 identicon

Hvet þig til að stinga á graftarkýlið ef þú getur og sjáum hvaða viðbjóður skýst út. Ætli það verði ekki á sömu bókina lært eins og með annað hjá þessum lífeyrissjóðum.

Þakka þér fyrir baráttuna og fyrir það að vekja athygli á spillingunni og óþverranum sem grasserar í stéttarfélögunum og lífeyrissjóðunum.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 23.3.2010 kl. 23:13

4 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit og athugasemdir.

Bjarki, Er að vinna í málinu, það kemur í ljós fljótlega.

Halldór, Þætti vænt um að við héldum okkur við efni þeirra pistla sem ég er að skrifa. Las annars athyglisverða grein eftir þig í mogganum. Mér finnst skrýtið að þú skulir ekki taka undir gagnrýni mína á ógegnsæi sjóðsins í fjárfestingum í skuldabréfaútgáfum fyrirtækja. Maður í þinni stöðu ætti að vita vel að afsakanir sjóðsins fyrir að birta þær ekki eru fáránlegar.

Egger,

Takk fyrir það og innlitið sömuleiðis. Ég mun halda mínu striki í baráttunni fyrir gegnsæi og hagræðingu í kerfinu og því að sjóðsfélagar kjósi stjórnir sjóðanna í beinni kosningu.  

Ragnar Þór Ingólfsson, 24.3.2010 kl. 10:09

5 Smámynd: Halldór Halldórsson

Ragnar.  Það var eiginlega ekki hægt annað en að nýta tækifærið, þó ómálefnalegt væri.  Þetta leit bara út eins og ég hefði beðið vini og vandamenn til að fara á netið og hrósa mér duggunarlítið fyrir eitthvert kverúlantið.

Varðandi lífeyrissjóðina vil ég að breytingar og umbætur þar á bæ gerist hægt og yfirvegað. Ég er sannfærður um að þannig er best gætt til framtíðar ávöxtunar þess fjár sem ég ætla að eyða að lokinni starfsævi.  Fjárfestingarstefna Lífeyrissjóðs Verslunarmanna virðist ekki hafa verið mikið önnur en sambærilegra lífeyrissjóða og það liggur hreinlega í hlutarins eðli að þar er ekki allt uppi á borðum fyrir hvern og einn strigakjaft að skoða og skrumskæla.

Mér þótti hins vegar afar forvitnilegt að þú skyldir ekki mæta á nýlegum hugarflugsfundi ASÍ um umbætur í lífeyrismálum, sem þú varst skráður á en mættir svo ekki.  Það sem þar fór fram og afurðirnar eftir fundinn verða góðir leiðarsteinar til umbóta á þessu kerfi.  Ég sannfærðist þarna um að þú og þínir líkar hafa ekki áhuga á umbótum, heldur upplausn og kaós; í einhverri misskilinni einurð um að upp úr því rísi framtíðarlandið Útópía!

Halldór Halldórsson, 24.3.2010 kl. 15:20

6 identicon

Athygli verð athugasemd, Halldór.  Sammála mörgu en rek þó upp stór augu er að endinum kemur. Hvernig er hægt að sannfærast um

" að þú og þínir líkar hafa ekki áhuga á umbótum, heldur upplausn og kaós; í einhverri misskilinni einurð um að upp úr því rísi framtíðarlandið Útópía! "

Þótt Ragnar hafi ekki mætt á miðstýrðan fund ASÍ um framtíðarsýn þess á lífeyrissjóðina? Ragnar, varðir tíma þínum eflaust vel í þess stað.

Bjarki Steingrímsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 19:54

7 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Halldór og velkomin á bloggið mitt.

Varðandi fundinn góða var ég vissulega skráður á hann. Því miður þurfti ég að afbóka mig á síðustu stundu því ég fékk ekki frí í vinnunni enda fundurinn haldin á fimmtudegi og föstudegi. Var afar svekktur yfir því að geta ekki mætt.

Það sem ég er að berjast fyrir og þú virðist á engan hátt skilja er aukið gegnsæi í fjárfestingum sjóðsins. Þegar sjóðurinn kaupir í skráðri skuldabréfaútgáfu Bakkavarar í lokuðu útboði, útgáfa sem ég hef allar upplýsingar um aðrar en þær hvað lífeyrissjóðurinn minn fjárfesti mikið af mínum eigin lífeyri í þessari sömu útgáfu. Ég hef fengið þessar upplýsingar frá öðrum lífeyrissjóðum en ekki mínum því þeir telja þetta til viðkvæmra viðskiptasamninga sem eiga ekkert erindi til þeirra sem eiga peningana sem verið er að gambla með. Hvað með forsendur 93 milljarða afleiðusamninga sem sjóðurinn neitar að gefa upplýsingar um?

Þetta eru allt hlutir sem geta haft mjög mikil áhrif á lífeyri þinn Halldór því eins og sakir standa er verið að nota iðgjöldin þín til að greiða út lífeyri annara og fyrir því erum við sjóðsfélagar varðir með lögum. Ég hef ákveðið að nýta mér þann lögvarða rétt og sækja hann á sjóðinn. Þú ættir að slást í för með mér og taka þátt í þeirri vinnu, tæki þér fagnandi. 

Ég hef lesið bloggið þitt og verið sammála mörgu sem þú hefur skrifað um en nú er ég farin að efast um rök þín. Bar til þín nokkrar væntingar vegna stöðu þinnar.

Ragnar Þór Ingólfsson, 24.3.2010 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband