21.1.2010 | 12:07
Hvað er að gerast í VR ?
Þau eru brosleg svörin sem félagsmenn okkar fá þegar þeir spyrja um aðgerðaleysi VR og verkalýðsforystunnar á gríðarlegum skuldavanda heimilanna og kaupmætti sem er í frjálsu falli. þessar hamfarir sem herja á launa og fjölskyldufólk virðast engu skipta en stjórnin hefur meiri áhyggjur af því að semja við Bakkavararbræður og koma í veg fyrir að lánabók sjóðsins til fyrirtækja verði aðgengileg sjóðsfélögum. ASÍ sér svo um restina sem er Evrópusambandið sem eina lausnin á vandanum.
Svörin fyrir vítavert sinnuleysi meirihlutans eru yfirleitt þau að lítill minnihluti hóps haldi þeim sem öllu ráða "meirihlutanum" í gíslingu og ekkert verði úr verki. þetta gerir títt nefndan minnihluta að valda mesta minnihluta lýðveldissögunnar.
Staðreyndin er hinsvegar sú að meirihluti stjórnar VR og A-Listinn undir forystu Kristinns,hanga í pilsfaldi ASÍ og hafa ekki bein í nefinu til að standa í hárinu á þeim sem stjórnað hafa verkalýðshreyfingunni og lífeyrissjóðunum á áratugi. Þetta er þröngur hópur fólks sem öllu ræður. Þessi hópur hefur mismikin áhuga á skjólstæðingum sínum.
Forseti og varaforseti ASÍ koma úr VR.
Gylfi Arnbjörns VR - Ingibjörg R. Guðmunds - VR/LÍV eiga sæti í miðstjórn ASÍ. þau Stefanía Magnúsdóttir fyrrum varaformaður VR og Kristinn Örn Jóhannesson Formaður VR eiga bæði sæti í miðstjórn ASÍ.
Það sem meirihluti stjórnar VR þolir ekki er að við sem erum í minnihluta og hlutum yfirburðarkosningu félagsmanna í fyrra erum að mótmæla aðgerðarleysi verkalýðsforystunnar sem við sjálf tilheyrum og síðan ömurlegu úrræðaleysi stjórnvalda á skuldavanda heimilanna.
Ég hef ítrekað reynt að fá Kristinn Örn formann VR til að taka ákveðin mál á dagskrá stjórnarinnar en án árangurs. Hann var fljótur að pakka niður stóru orðunum og hoppa upp í Evrópulest ASÍ á business class.
Þetta eru baráttumálin okkar í minnihlutanum, baráttumál sem A-listi og núverandi meirihluti stjórnar undir forystu Kristinns, þola ekki að ræða og hafa alfarið hafnað:
Áskorun minnihlutans á meirihluta stjórnar VR.
Við skorum á meirihluta stjórnar VR að beita sér fyrir:
1.Afnámi verðtryggingar tafarlaust og þak verði sett á vexti.
2.Raunverulegum úrræðum vegna myntkörfulána og stökkbreyttum höfuðstól húsnæðislána og hafni því úrræðaleysi sem í boði er.
3.Að mótmæla harðlega glórulausum neyslusköttum sem engu skiluðu nema hækkun á neysluvísitölu, húsnæðislána og aukinni kaupmáttar rýrnun.
4.Stuðningi við Hagsmunasamtök Heimilanna.
5.Áframhaldandi frest á nauðungarsölu.
6.Lagasetningu um að veð takmarkist við þá eign sem lánað var út á.
7. Lagabreyting leiði til þess að við gjaldþrot fyrnist eftirstöðvar skulda innan 5 ára og verða ekki endurvakin.
8. Að VR lýsi yfir vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson og forystu ASÍ og hafni stöðugleikasáttmála þeim er samþykktur var í vor enda allar forsendur hans löngu brostnar.
9.Að þessi áskorun verði birt á heimasíðu VR.
10.Að VR verði aftur sjálfstætt og leiðandi afl í kjara og hagsmuna baráttu launafólks.
Bjarki Steingrímsson fyrrverandi varaformaður VR fékk á sig vantraust og var vikið úr sæti varaformanns fyrir að krefjast þess í ræðu á Austurvelli, að verkalýðsforystan hysjaði upp um sig brækurnar og beytti sér fyrir þessum brýnu hagsmunamálum launþega. Sérstaklega í ljósi þeirra ömurlegu samninga sem sama forysta kvittaði undir f.h. launafólks ásamt gerð stöðugleikasáttmála sem tryggði betur hagsmuni auðvaldsins en launþega nokkurn tíma.
Þegar varaþingmaður framsóknarflokksins Ásta Rut Jónasdóttir tók svo við sæti hans, en hún hafði áður stutt okkur í baráttunni gegn spillingunni, sýndi hún og sannaði að nefndar og frama snuðið sem víðfrægt er, og notað er af valdhöfum til að þagga niður í fólki, reyndist of mikil freisting.
Nú er valdið í höndum félagsmanna. Viljum við sama meðvirka ástandið og sinnuleysið? Viljum við breytingar?
Ég styð L-Lista lýðræðis því ég vil gegnsæi í fjárfestingum lífeyrissjóðsins og opið lýðræði í félaginu. Ég vil félag með beittar tennur en ekki tannlaust.
Ég styð Hall Eiríksson í framboði í einstaklingskosningu.
Þetta er einstakt tækifæri sem félagsmenn VR hafa og mega ekki láta fram hjá sér fara.
Ragnar Þór Ingólfsson.
Athugasemdir
Mikði er gott, að menn, sem koma úr hópi þeirra sem eru ekki á ofurlaunum og þekkja til raunverulegra kjara venjulegra brauðstritara séu aftu komnir á fullt innan VR.
Þetta stóra félag má ekki la´ta undir höfuð leggjast, að hemra á því, að miðað sé við kjör þeirra sem eru ,,á gólfinu" því Þar brennur eldurinn heitastur.
Ég mun fylgjast með og hvetja ykkur til dáða, því þar er grunnur Sjálfstæðisstefnunnar að verja hag heimila sem er hornsteinn þjóðfélagsins og fyrirtækja landsmanna.
Miðbæjaíhaldið
Bjarni Kjartansson, 21.1.2010 kl. 14:06
Það er ótrúlegt hvað verkalýðsforustann hugsar ekkert um hag umbjóðanda sinna nema til að geta stolið se3m mestu af þeim.
Ég vona að þú og aðrir með þína skoðun á hlutunum komist fleiri til valda í verkalýðsforystunni svo að það verði hugsað um hag hins vinandi mann en ekki sérhagsmuni atvinnublóðsugna.Hannes, 21.1.2010 kl. 19:28
Verkalýðsforystan er helsta MEINSEMD verkallýðsbaráttu hér á landi.
Jóhann Elíasson, 21.1.2010 kl. 19:45
Er ekki klíkusamfélagið við völd á Íslandi? Ríkisstjórnir eru orðnar vinnudýr hagsmunasamtaka og hagsmunasamtök eru látin skilja hvers krafist er af þeim.
Árni Gunnarsson, 21.1.2010 kl. 23:07
Ég mun fylgjast með og hvetja ykkur til dáða, því þar er grunnur Sjálfstæðisstefnunnar að verja hag heimila sem er hornsteinn þjóðfélagsins og fyrirtækja landsmanna.
Okkar Sjálfstæðisstefnu allavega.
Skora á Sjálfstæðismenn hafa grunngildin í heiðri að sanna sig.
Júlíus Björnsson, 22.1.2010 kl. 15:57
Hverjir kaup flesta bíla? Hópur almenns launafólks.
Júlíus Björnsson, 22.1.2010 kl. 16:00
Heill og sæll Ragnar Þór; æfinlega - og, þið aðrir drengir !
Afleitt er; reynist Kristinn Örn beggja handa járn reynast, í baráttunni.
Fari sem horfi; þarf að koma Kristni úr umferð (ekkert persónulegt), og farga hans stjórnarháttum þar með, og láta reyna á mannkosti Bjarka Steingrímssonar, til hvers; bezta fólk kynni að fá hneigðir góðar (stjórnunarlega; að sjálfsögðu) og reisa hann, til þeirra embætta, sem honum ber fyllilega, miðað við áður sýnda einurð, og veglyndi allt.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 20:37
Ragnar,
Ég er sammála þér í allavega tveimur málum, að afnema verðtryggingu og að VR lýsi vantraust á Gylfa Arnbjörnsson sem forystumann ASÍ, því þar eru tvö málefni sem þarf að takast á við áður en haldið er lengra í uppbyggingunni, ef einungis þetta tvennt dugir þ.e.a.s. !
Stöðugleikasáttmálinn var einn stór brandari á sínum tíma og því er kominn tími að gerðir séu nýjir samingar, því eins og alþjóð veit eru þessir samnigar starx orðnir úreltir og gera ekkert gagn nema að lengja hengingarólina fyrir launþega og atvinnurekendur....
Viskan (IP-tala skráð) 26.1.2010 kl. 17:47
Áfram Ragnar...við erum margir félagsmenn VR sem fylgjumst með ykkur Bjarka og höldum í vonina um siðbót. Hvað gerðist eiginlega með Kristinn formann?
Valgerður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 00:11
Sæll Ragnar, ég ætla að vona að þér verði ekki vikið úr stjórn VR þar sem þú tókst til máls á Austurvelli. Nýtt Ísland og HH hafa haldið góða og friðsamlega kröfufundi í allan vetur og verður svo áfram eða þangað til stjórnvöld og fjármagnsstofnanir veiti réttmætar leiðréttingar vegna stokksbreyst höfuðstóls.
Alveg eins og að Gylfi Magnússon núverandi ráðherra, hélt þrumandi ræðu hjá Röddum fólksins á Austurvelli fyrir búsáhaldabyltingunaog þá hefur hann ekki enn verið stimplaður sérstakur talsmaður radda fólksins (Hörður Torfa.
Með góðri kveðju frá Vínarborg sV.Ragnar
Sveinbjörn Ragnar Árnason (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.