Bakkavör í nauðarsamninga ?

Bakkavör group skuldar lánardrottnum um 62,5 milljarða króna. Íslenskir lífeyris­sjóðir eru þar fremstir í flokki.

Þeir ætla að greiða þetta á 4 1/2 ári sem gera 1,16 Milljarð á mánuði plús vextir. Hefur félagið einhvern tíma skilað viðlíka hagnaði sem ekki var á falsrökum reistur? Forsendur nauðarsamningana eru hlægilegar svo ekki sé meira sagt. Þessir menn hafa ítrekað verið áminntir og sektaðir af kauphöll íslands fyrir mivísandi upplýsingagjöf og hafa sýnt íslensku þjóðinni og kröfuhöfum Existu, fádæma hroka með því að selja sjálfum sér sama félag á vildarkjörum sem hvergi þekkjast.

Er þeim umhugað um kröfuhafa eða sjálfa sig ? Nauðasamningar gera það að verkum að Íslenskir lífeyrissjóðir geta bókað vonlausar kröfur sínar sem eign næstu árin.Stjórnendur sjóðanna halda andlitinu tímabundið á kostnað sjóðsfélaga og ekki fæst uppgefið í hvað þessi gegndarlausa skuldsetning 62.500 milljónir raunverulega fóru í.


mbl.is Bakkarvör óskar eftir heimild til nauðasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Vek athygli á því að þessir 64 milljarðar eru aðeins brot af skuldu Bakkavarar. Skuldir félagsins námu 1.630 millj. punda í árslok 2008 eða 330 milljarðar (gengi 203)

Bakkabræður voru snillingar í að laða til sín þekkt nöfn í stjórnir fyrirtækja sinna og halda glærufundi fyrir fjárfesta, þar sem litríkar myndir og miklar fyrirætlanir léku stærra hlutverk en rauntölur eða greining úr rekstri. Ótrúlegt er líka að sjá hversu fúslega lífeyrissjóðir keyptu nýtt hlutfé í öllum fyrirtækjum Bakkabræðra og keyptu jafnframt skuldabréf fyrir milljarðatugi í sömu fyrirtækjum. Eftir sölu til slíkra fagfjárfesta þá var auðvelt að selja hluti til almennings.

Á árunum 2002-2008, keypti Bakkavor Group önnur fyrirtæki fyrir 1.410 milljónir £ eða um 286, 2 milljarða ISK. (gengi 203,0). Yfirverð þessara kaup nam 145 milljarðar (714 milljónir £). Þessi kaup voru fjármögnuð með bankalánum og útgáfu skuldabréfa að upphæð um 233 milljarða (1.150 milljóna £). Stór hluti þessarar skulda eru við íslenska fjármálastofnanir og lífeyrissjóði.

Viðskiptavild (yfirverð) var í ársbyrjun 2008 um helmingur eigna félagsins. Öll þessi ár var ekki ein króna afskrifuð af þessum ímynduðum huglægu verðmætum (yfirverði sem fyrirtækin voru keypt á) . Ef afskriftir hefðu numið 10% árlega af þessu yfirverði, hefðu þær numið samtals 228 milljónum £ á þessu tímabili og þá hefði tap félagsins á tímabilinu numið 43 milljónum £ og eigið fé uppurið í lok ársins 2006.

Kjarni málsins er sá, að ef ekki er skylt að afskrifa slíkar eignar sem keypar eru á yfirverði þegar markaður er í hámarki, verða þær aldrei afskrifaðar. En það gefur mjög ranga mynd af bæði afkomu fyrirtækisins og falsar eigið fé þess og fullyrða má að fyrirtækinu hefði aldrei tekist að stækka eins og það gerði með taprekstri ef eðlilegar afskriftir hefður verið af yfirverði eins og öðrum efnislegum eignum.

Segja má að á haustdögum 2008 hafi verið komið að þeim tímapúnti sem fyrirséður var, að í samdrætti á neytendamarkaði myndi þessi litli hagnaður ekki bera skuldabyrði félagsins og um leið mun markaðsverð fyrirtækisins falla og afskrifa verður stóran hluta af viðskiptavild og skuldir fyrirtækisins verða hærri en eignir. Eina von Bakkavarar er að lánadrottnar telji betri leið að reka fyrirtækið en að selja það. Ef illa fer þá munu íslenskir lífeyrissjóðir tapa miklum fjármunum í hlutafé og skuldabréfalánum.

 

Sigurbjörn Svavarsson, 18.1.2010 kl. 11:07

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Þeir ætla að greiða þetta á 4 1/2 ári sem gera 1,16 Milljarð á mánuði plús vextir."   Það þar fábjána til að trúa á svona greiðslugetu hjá gjaldþrota kompaníi.

Þetta lýsir því vel hversu ósvífnir stjórnendur margra lífeyrissjóðanna eru.  Launafólk ætti að vera fyrir löngu búið að setja fram þá kröfu að 12% skylduframlag þeirra af launum til lífeyrissjóða verði afnumið, í það minnsta þangað til að sjóðirnir hafa gert hreint fyrir sínum dyrum og losað sig við hrunaliðið.

Magnús Sigurðsson, 18.1.2010 kl. 12:39

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Isss þeir eru ekki lengi að redda þessu: Bakkavör Group I, Bakkavör Group II, Bakkavör Group III, Bakkavör Group IIII, Bakkavör Group X, Bakkavör Group XI, Bakkavör Group XII, Bakkavör Group XIII og svo frambegis eru stofnuð og láta þau kaupa í sjálfum sér með lántöku frá sjálfum sér. Dæmi: Bakkavör Group I og Bakkavör Group II stofnað, Bakkavör Group II lánar Bakkavör Group I 1.600 milljónir sem Bakkavör Group I notar í að borga af Bakkavör og svo lýsir Bakkavör Group I sig svo gjaldþrota og Bakkavör Group II fer í mál við Bakkavör Group I ... svona gengur þetta í 4 1/2 ár þangað til að Bakkavör skuldlaust ... barbabrella

Sævar Einarsson, 18.1.2010 kl. 13:17

4 Smámynd: Bjarki Steingrímsson

Raggi,  það veist þú nú manna best að lendarhjúpurinn sem umvefur lífeyrissjóðinn okkar er engin tilviljun.

Ragnar Önundarson og félagar í stjórn sjóðsins, verja gjörðir Gunnars, Þorgeirs og Guðmundar fimlega, sem von er, þetta stenst enga skoðun? Verst er að sjá hversu slöpp stjórnin er annars. Því umgengnin er skelfileg með peninga okkar sjóðfélaga og eina lausnin fyrir þvæluna er verðtryggingin sem lagar stöðuna á hverjum degi. 

Það mikilvæga núna er að ekki takist að geirnegla stjórn sjóðsins til næstu 3 ára, eins og ég tel að reynt verði fyrir nýársfund VR.

Bjarki Steingrímsson, 18.1.2010 kl. 16:54

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rétt eins og Sævarinn sé ég þetta lið fyrir mér myndrænt. Svörtu taflmennina á skákborðinu og blóðlangar að sópa þeim út af. Þetta á líka við um stjórnmálamennina,fá allt nýtt.                         

Helga Kristjánsdóttir, 18.1.2010 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband