Frekari vangaveltur um þetta merkilega mál..

Leyfi mér að birta vangaveltur Guðjóns Heiðars Valgarðssonar sem ég vil gera að mínum. Engu við þetta að bæta. Áfram Þjóðin.
 
Guðjón Heiðar Valgarðsson January 6 at 9:37am 
Þar sem búið er að rugla nógu mikið í þjóðinni um þetta Icesave mál að ég ákvað að skrifa örlítið meira um þetta mál eins og ég sé það.

Það eina sem ákveðið var í gær var að þjóðin ætti sjálf að kjósa um þetta umdeilda og mikilvæga mál.

Flóknara var það ekki. Ég sé ekki hvernig hneykslun á því geti flokkast undir nokkuð annað en fasisma.

Sjálfstæði okkar og auðlindir voru og eru í húfi vegna þessara laga.

Meðal fyrirvarana sem voru Bretum og Hollendingum ekki ásættanlegir var þessi setning:

"að hvergi sé haggað við óskoruðum yfirráðum Íslands yfir náttúruauðlindum landsins og rétti handhafa íslensks ríkisvalds til að kveða á um nýtingu og skipan eignarhalds á þeim."

Hún var því tekin út og voru lögin samþykkt á þingi þrátt fyrir það að þessi einfaldi og sjálfsagði fyrirvari fengi ekki að standa.

Ég vona að allir átti sig á því að þarna voru samþykkt á þingi lög sem hefðu teflt í tvísýnu rétti okkar sem þjóð til að ráða okkar eigin auðlindum. Það átti að semja við þjóðir sem voru ekki tilbúnar að viðurkenna þennan rétt heldur vildu vald til að geta tekið íslensk fyrirtæki og auðlindir upp í skuld sem ómögulegt væri að borga!

Sem betur fer kom forseti okkar mörgum á óvart (amk mér) og neitaði að skrifa undir þessi skjöl.

Mörg okkar hafa hingað til litið á forsetann sem "klappstýru útrásarvíkinga", sem er auðvitað skiljanlegt byggt á því hrósi sem forsetinn jós yfir þá meðan útrásin stóð sem hæst.

Eftir gærdaginn er þó ekki annað hægt en að endurskoða þá afstöðu og taka skýringar hans á því framferði sem gilda afsökun. Miðað við fjölmiðlaumræðu þess tíma er ekkert ómögulegt að hans skilningur á þeirra starfsemi væri ekki meiri en margra annarra Íslendinga, að þessir bankamenn hlytu að vera snillingar að hafa náð slíkum "árangri" á alþjóðavettvangi.

Það verður allavega að teljast alveg ljóst að þessir sömu útrásarvíkingar lögðu mikið kapp á að þessi lög yrðu samþykkt sem fyrst.

Í þessu tilviki hefur hann amk. sýnt hvar hann stendur þegar til kastanna kemur.

Ólafur tók afstöðu með þjóðinni, hann neitaði að afsala sjálfstæði okkar og kaus að leyfa henni sjálfri að kjósa um hvernig framtíð okkar verður.

Nú verðum við að taka afstöðu með honum. Það sem er liðið er liðið, ef við ætlum að eiga möguleika á að sameinast og gera nýtt og byltingarkennt samfélag verðum við að sýna að það er ekki of seint fyrir neinn að breyta rétt.

Að hver sá sem sýnir vilja til þess verði tekinn opnum örmum. Það sem við þurfum núna er sannleikur, heiðarleiki og hugrekki.

Við þurfum fólk sem þorir að "svíkja lit", yfirgefa mafíuna og ganga til liðs við okkur. Við verðum að sýna því fólki að slíkt sé virkilega það sem við þurfum á að halda.

Ef við sýnum hinsvegar að það sé alveg sama hvað fólk segi eða geri núna, þau verði alltaf í ónáð vegna þessara atburða erum við ekki beinlínis að hvetja aðra til að fylgja því fordæmi.

Þess vegna hvet ég fólk til að ganga í þennan hóp:

http://www.facebook.com/group.php?gid=238566711737

"Við þökkum Ólafi Ragnari Grímssyni hugrekkið í dag, lifi lýðræðið!"

Það er ekki hægt að segja að kosningar um Icesave hafi verið í vor því meirihluti þeirra sem kaus vinstri græn gerði það í góðri trú um að þau myndu hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, þau lofuðu aldrei að semja um Icesave, ganga í ESB eða styðja AGS.

Nú tekur við erfið barátta sem við verðum öll að reyna að finna einhvern tíma til að taka þátt í. Heimsveldissinnar munu gera allt til að sýna okkur hversu mikið við þurfum á þeim að halda. Margir óttast eflaust að okkar heittelskuðu hægri flokkar nái aftur völdum, og það er ekki kynæsandi tilhugsun.

Nú þegar hafa tveir fjölmiðlar erlendis ýjað að því að hervaldi gæti verið beitt gegn Íslandi vegna þessa máls.

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst virikilega langt gengið þegar fólk í öðrum löndum segir að réttast væri að senda her í landið mitt.

En það er svona sem þetta virkar.

Raunsæið hlýtur þó að segja okkur að slíkt tal er til lítils annars ætlað en að gera okkur hrædd. Slíkt myndi aldrei eiga sér stað, því þó þeir séu snar vita þeir vel hversu mikilli andstöðu slíkar aðgerðir myndu mæta.

En ef það væri ekki fyrir það, hugsa ég að þeir myndu ekki hika við það.

Þar fyrir utan er ýmislegt sem þeir geta gert, og munu gera sem þeir munu mögulega geta réttlætt fyrir löndum sínum.

Munum samt að þrátt fyrir allan hræðsluáróðurinn þá hafa þeir ekkert til að hræða okkur raunverulega með.

Vatnið hættir ekki að renna, byggingarnar hrynja ekki, orkan hverfur ekki og jarðvegurinn hættir ekki að framleiða mat. Það eru aðrar þjóðir sem myndu stunda viðskipti við okkur. Það sem skiptir öllu máli er af við gefum ekki auðlindir okkar frá okkur.

Munum líka að í þessari krísu eru tækifæri. Möguleiki fyrir Ísland að gjörbreyta samfélagi okkar og hafna þeim gömlu og úreltu gildum sem réðu ferðinni hér ekki alls fyrir löngu.

Það sem við þufum helst er að umbylta fjármálakerfinu, bæta kosningakerfið (góðar hugmyndir eru til um þetta) og finna út leiðir til að sporna við þeirri sóun sem á sér stað á hverjum degi. Við þurfum að leggja áherslu á innlenda ræktun á matvælum og miða að því að geta verið eins sjálfbær og mögulegt er, og þar með sjálfstæð.

Því meira sem Bretar berja á okkur því skýrara verður óréttlætið. En þá verðum við líka að láta í okkur heyra.

Áhrifin sem við sem hópur getum haft er gríðarlegur, sérstaklega ef við horfum á margföldunaráhrifin af hverjum þeim sem við náum að sannfæra.

Árið 2010 verður spennandi, ef við leggjum öll brot af tíma okkar í að berjast þá verður þetta auðvelt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

"Ég sé ekki hvernig hneykslun á því geti flokkast undir nokkuð annað en fasisma. " þegar maður heldur slíku fram eyðileggur maður fyrir frekari umræðu.

Fasismi er stórt hugtak í stjórnmálsögunni og að fleipa með það gerir að frekari hugtakanotkun og fullyrðingar verði taldar af sama meiði dulins ofstækis.

Það er ekki í mínum huga þjóðarsátt um hlutverk forseta Íslands í stjórnskipuninni sem er dapurlegt og það getur hann nýtt sér. Dæmi um að stjórnskipun Íslands er óskír og að menn hafi viljað hafa hana þannig, sem gefur sepótum tækifæri til að grípa völdin þegar síst skyldi.

Að öðru leyti sýnist mér ríkisstjórnin taka þessu af æðruleysi þótt greinilega sé unnið gegn stefnu hennar og ákvörðunum sem þingið hefur samþykkt með nægum meirihluta. Mér finnst satt að segja að stórnin þurfi stuðning þjóðarinnar. Hún undirbýr þjóðaratkvæðagreiðslu.

Auðvitað má orðlengja órétlætið og þörfina fyrir að berjast gegn því í öllum myndum. Hins vegar finnst mér að kalla gagnrýni á inngrip forsetans "fasisma" dauð og ómerk ummæli og ber ekki vott um skýra pólitíska hugsun og eðlilega umræðusiði. Bloggið á að vera vettvangur umræðu en ekki skítkasts út í þá sem hafa andstæðar skoðanir. Mikilvirkustu bloggararnir beita þó mest síðarnefndri aðferð.

Umræðan er síðast og síst það sem skiftir máli en ekki orðhengilsháttur um breytilegar skoðanir frá tíma til tíma. (Mér t.d. er alveg sama þó Ögmundur skipti um skoðun þó hann telji það sjálfur sér til lasts.)

Gísli Ingvarsson, 6.1.2010 kl. 10:32

2 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Legg ekki dóm á einstaka orðalag en innihaldið segir það sem segja þarf.

Hér er verið að endurreisa kerfisvillu.

Hvort sem það verður gert af evrópusinnuðum vinstri eða miðjumönnum eða kerfi öfga efnishyggjunnar gildir einu. Sama kerfisvillan.

Þeir sem mata okkur á því að aukið lýðræði,lánshæfi og lægri vextir fáist með aukinni skuldsetningu gjaldþrota þjóðar eða enn einu stofnanavæddu yfirvaldinu, eru að mínu mati að tala gegn heilbrigðri skynsemi.

Allt snýst þetta um að við getum lifað sátt í því landi sem við byggjum og getum fengið það sem okkur vantar fyrir það sem við framleiðum og eyða ekki meira en við öflum.

Hagfræðin er einföld en með öllu óskiljanleg í þeim klæðum sem okkur er sýnd sem töfralausn vandans.

Eins og lausnir á óvinnandi skuldavanda okkar felist í lánalínum,lánshæfismati og aukinni skuldsetningu.

Ég gæti látið stór orð falla í garð þeirra sem svo predika en geri það ekki.

Ragnar Þór Ingólfsson, 6.1.2010 kl. 10:52

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll frændi. Ætla ekki að fara í málfræðipælingar. Heldur þú virkileg að það verði einhver breyting til batnaðar við það að kollsteypa okkur á nýjan leik. Þjóðin átti í nægum vanda fyrir og búið er að samþykkja og staðfesta lög um það að við greiðum þessa ICESAVE skuld. Við erum í endurreysnarferli með aðstoð IMF sem gengur vel miðað við aðstæður hér heima og svo er það alveg ljóst að hag okkar sem þjóðar er betur borgið innan ESB en utan. Svo mörg voru þau orð og þetta er hin raunverulega staða. Lýðræðisæfingar forsetans breyta ansi litlu þar um, en þau auka útgjöld okkar enn meira. Var ekki nóg samt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.1.2010 kl. 11:26

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

En eru þeir fasistar? Stór orð sem þannig eru notuð (vitlaust) er ekki bara lýti heldur skaðleg í allri umræðu. Það er ekkert að því að telja að samningurinn sé best kominn í þjóðaratkvæði en það er ekki það sama og andstaða við slíka málsmeðferð sé fasismi. Það er freistandi að nota orðið nasisti yfir menn einsog Hjörleif Guttormsson en það er löngu búið að klína á hann að hann sé kommúnisti einsog Ólafur Ragnar og Svavar. Jafnvel kommúnisti hérna væri ekki góð notkun á orðinu í umræðunni.

Samkvæmt þessu væri hægt að blogga svona: "Kommúnistinn ÓRG forseti Íslands hefur hafnað undirritun samnings sem kommúnisitinn og fasisitinn Svavar Gesston gerði fyrir ríkisstjórn Íslands sem er skipuð eftirtöldum fasistum.....þjóðin sem er samsett af nasistum mun því fá tækifæri til að skera úr um þetta mál." Auðvitað er ég að djóka með þetta en mér finnst ekki rétt að nota stór orð þó manni sé mikið niðri fyrir.

Einsog ég sagði áðan þá missir amk ég áhugann á því sem á eftir kemur. Þess vegna ber þér og mér að líta á einstaka orð og orðfæri því það skiptir máli fyrir innihaldið sem á eftir fer.

Málið snýst um það hvort tiltekið mál eigi að fara í þjóðaratkvæði. Þess vegna er allt viðbótartal um að það þýði breytingar á stjórnarskrá, kosningalöggjöf, sjálfbæra nýtingu náttúrauðlinda, breytingar á fjármálkerfi séu í deiglunni afar lítið efnislegt gildi um akkúrat það mál sem um ræðir. Aftur mörg og fögur orð án þess gefa manni meira en viljayfirlýsingu bloggarans um hvernig hann vildi sjá heiminn og ekkert að því. Bara þjóðaratkvæðagreiðslan er mjög afmarkað tiltekið mál og verður ekki sett í annað samhengi en það er í.

Ef þetta á að vera upphaf byltingar með ÓRG eða DO sem leiðtoga er hinsvegar ekki óhugsandi að fasismi geti náð fótfestu fyrr en varir.

Gísli Ingvarsson, 6.1.2010 kl. 11:32

5 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæl Frænka

Okkur borgið af bjargvættum IMF og ESB.

Ég hef persónulega ekki myndað mér skoðun á því hvort ég telji okkur betur borgið innan ESB eða ekki.

Ein lykilástæða þess er sú að engin samningur liggur á borðinu til að meta kosti þess og galla, miðað við þær auðlindir sem við eigum og þurfum hugsanlega að afsala okkur að milku eða litlu leiti.

Ég sé heldur ekki hvernig skuldastaða okkar batni með því að vera innan ESB.

Helsti munurinn er kanski sá að peningaprentvélin sem prentar peningaseðlana ( eða öllu heldur fjármagnsframleiðslurétturinn ) sem rýrir verðgildi þeirra peninga sem fyrir eru í umferð færist frá seðlabankanum til IMF (Brussel).

Þið sem gólið hvað hæst í gospelkór evrópusinna teljið fólki trú um að vextir verði lægri,lánakjör betri og verðbólga lítil með upptöku Evru.

Það er með hreint ólíkundum að þið teljið að skuldastaða okkar hafi ekkert með það að gera.

Það eina sem breytir því hvaða kjör eru í boði hverju sinni er greiðsluhæfni þess sem lánið tekur.

Ef kjör okkar verða betri innan ESB miðað við sömu skuldastöðu Íslands, hvað þurfum við þá að gefa eftir af sjálfstæði okkar eða auðlindum til að fá betri kjör Hólmfríður.Ekki batnar skuldastaðan svo mikið er víst.

Krónan er hvorki betri né verri en hver annar gjaldmiðill – hún er hugtak en ekki hlutur sem endurspeglast að langstærstum hluta í innistæðum í bankakerfinu sem verða til úr engu líkt og færslur í bókhaldskerfi.

Krónur verða til við “kaup” banka á skuldaviðurkenningum lántakenda sem fá andvirði þeirra yfirfært á bankareikinga sína með tölvufærslu.

Krónan er einkum frábrugðin matadorpeningum í því einu að hún er lögboðinn gjaldmiðill í viðskiptum innanlands og til kaupa á gjaldeyri.

Lausnin felst í því að stjórna hér peningamálum með því hugarfari að eyða ekki meir en að þjóðarbúið aflar í gjaldeyri fyrir það sem við framleiðum. En ekki að stjórna peningamálum með rassgatinu í þágu útvaldra eins og gert hefur verið síðustu áratugi.

Þeir sem öllu stjórna hér á landi vilja ólmir halda í kerfisvilluna hvað sem það kostar. Heil þjóð er lögð undir í fjárhættuspili fjórflokksins og auðvaldsins.

Ragnar Þór Ingólfsson, 6.1.2010 kl. 12:18

6 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sæll Gísli

Góð samlíking og athugasemdir, er hjartanlega sammála þessum rökum þínum.

Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 6.1.2010 kl. 12:21

7 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Ólafur gerði eina rétta í stöðunni (our last defense...!) og þeir sem eru óánægðir með ákvörðun Ólafs ættu að lesa gagnrýni þá sem Michael Hudson hagfræðingur setur fram á www.svipan.is og Sweder van Wijnbergen prófessor í hagfræði við Háskólann í Amsterdam setur fram á www.mbl.is og www.eyjan.is - þeirra gagnrýni er SAMHJÓMA gagnrýni okkar færustu hagfræðinga.  Hvernig væri að hlusta á þessa aðila & hætta að hlusta á "blekkingar & lygar SA, ASÍ, Seðlabankans & þessar aumu ríkisstjórnar".  Vonandi ber ríkisstjórnin gæfa til að fara að hlusta á þjóðina & standa á bak við þá HAGSMUNI sem þjóðin vil - þjóðin hafnar samningum sem leggja á okkur & barna börn okkar "drápsklyfjar" af hverju getur þessi auma ríkisstjórn ekki skilið þau rök????????

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 6.1.2010 kl. 13:39

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

´Vel mælt Ragnar

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.1.2010 kl. 14:36

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góður pistill.  Þó svo orðið "fasismi" komi við sögu breytir það því ekki að megin innihaldi pistilsins er ekki hægt annað en vera hjartanlega sammála. 

Magnús Sigurðsson, 6.1.2010 kl. 17:30

10 identicon

Heill og sæll; Ragnar Þór, æfinlega - líka sem og, þið önnur, hér á síðu !

Þetta er; kjarni málsins, sýnist mér, þrátt fyrir ávirðingar ÓRG; sumar hverjar, varla fyrirgefanlegar, að sinni að minnsta kosti.

Afbragðs grein; Guðjóns Heiðars - og þakka þér fyrir; elju alla, sem einurð ósvikula.

Með beztu kveðjum /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 22:48

11 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit og athugasemdir og gleðilegt ár kæru bloggvinir.

Heill og Sæll Óskar úr Árnesþingi eða segir maður þingum.

Ekki hef ég nú verið sérstakur aðdáandi Ólafs í gegnum tíðina en hann skrifaði nokkrar áhugaverðar ritgerðir á árunum 1970-1980 sem margar hverjar ef ekki allar, gefa glögga mynd af því valdatafli sem við horfum uppá í dag sem því miður á ekkert skylt með almanna hag.

ÓGR fékk stóran plús í kladdann hjá mér með þessari ákvörðun sinni um synjun staðfestingar á IceSave lögunum og tók lýðræðið fram yfir flokkadrætti. Það eitt og sér er alveg stórmerkilegur hlutur í pólitískri sögu landsins.

Annars vil ég þakka ykkur Jakob,Jón,Magnús og Óskar alveg sérstaklega fyrir ykkar framlag á athugasemdakerfi bloggsíðu minnar á þessu ári sem og öðrum sem nennt hafa að rúlla í gegnum rausið í mer .

Lifi byltingin. 

Ragnar Þór Ingólfsson, 7.1.2010 kl. 08:59

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Seðlabankar kerfis Seðlabanka EU og EU Seðlabankin selja [skammta miðað við stöðuga þjóðartekjur frá innlimum] á innragengi Meðlima Ríkinu sínu evrur. Lettingjar og bruðlarar sem draga niður þjóðartekjur draga niður evru skammtinn.  Pólverja stórgræða  á aukagjaldeyrinum frá Íslandi.

Svo er lykil Seðlabankar sem mega gefa út evrur held þeir séu 6.

IMF tryggir minnst 40% minni evru kaupgetu. Föst gjaldeyrishöft almennt talið.

Júlíus Björnsson, 9.1.2010 kl. 03:43

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Smá kynning á Frumskjali 4 stjórnarskrádraga EU

KAFLI I

EVRÓPSKT KERFI SEÐLABANKA

 

 

Fyrsta grein

Evrópska kerfi seðlabanka

 

Samkvæmt grein 282, málsgrein 1, Samnings um starfsemi Evrópsku Sameiningarinnar, mynda Evrópski Seðlabankinn (ESB) og þjóðaseðlabankarnir Evrópskt Kerfi Seðlabanka (EKSB). ESB og þjóðaseðlabankarnir Meðlima-Ríkjanna hvers gjaldmiðill er evra mynda Evrukerfið.

 

EKSB og ESB uppfylla sínar skyldur og fara með þeirra athafnir í samræmi við ákvæði Samninganna og þessar lagaskorðanir.

 

Júlíus Björnsson, 9.1.2010 kl. 04:23

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Viðskiptabiðinneignir mun kallast á talaðri Íslensku þrautavarasjóðir.

Grein 30

Yfirfærsla viðskiptabiðinneigna til ESB

 

30.1.    Án þess að vega að grein 28, leggja þjóðaseðlabankarnir ESB til viðskiptabiðinneignir aðrar en gjaldmiðla Meðlima-Ríkjanna, í evrum, í vilyrðum fjárfestingar biðsjóða hjá AGS [10]og SDR[11], upp að heildarupphæð sem jafngildir 50 milljörðum evra. Ráð stjórnarherra ákveður hlutföllin sem ESB kallar til eftir uppbyggingu þeirra sömu og heildarupphæðirnar tilkvaddar seinna. ESB er algerlega heimilt að vera handhafi og stýra inneignum í bið [til vara] sem honum hafa verið yfirfærðar og að nota þær í þágu markmiðanna sem eru fastbundnir í þessum lagaskorðunum.

 

30.2.    Framlag sérhvers þjóðaseðlabanka er fastbundið í hlutfalli við hans hlut í áskriftar höfuðstól  ESB.

 

30.3.    Sérhver þjóðaseðlabankanna fær frá ESB fjárkröfu sem jafngildir hans framlagi. Ráð stjórnarherra ákvarðar formlega framsetningu og þóknun þessara fjárkrafa.

 

30.4.    Biðeignir til viðbótar geta verið kvaddir til af ESB, í samræmi við grein 30.2, umfram markið sem var fastsett með greinar 30.1, innan takmarka og eftir aðstæðunum sem Ráðið hefur fastbundið í samræmi við réttarfarið sem gert er ráð fyrir með grein 41.

 

30.5.    ESB getur verið handhafi og stýrt vilyrðum fjárfestingar biðsjóða hjá AGS og SDR, og fallist á að þessar eignir séu settar í sameiginlegan sjóð.

 

30.6.    Ráð stjórnarherra tekur öll önnur nauðsynleg úrræði í beitingu þessarar greinar.

Júlíus Björnsson, 9.1.2010 kl. 04:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband