8.5.2011 | 21:16
Rökþrota verka-lýðskrumari.
Tók þetta af heimasíðu Guðmundar Gunnarssonar eins af forsvarsmönnum verkalýðshreyfingarinnar og guðföður nýs kjarasamnings.
Guðmundur um Þór Saari sem leyfði sér að gagnrýna hina háu herra verkalýðshreyfingarinnar í Silfrinu í dag:
Þeir hafa ekki einu sinni haft fyrir því að kynna sér innihald kjarasamninganna og þau forsenduákvæði sem þar eru og halda því fram að þeir séu ekki verðtryggðir, sem er óitruleg fáfræði. Hver myndi gera 3ja ára samnuign ef hann væri ekki bundin við verðgólgu og genguið. Líklega bara liðsmönnum Hreyfingarinnar, ef litið er til tillagna þeirra.
Guðmundur heldur því fram að kjarasamningar séu verðtryggðir. Hann er líka einn af þeim sem telur lífeyri sjóðsfélaga almennu lífeyrissjóðanna verðtryggðan þrátt fyrir að sjóðirnir hafi heimild til að skerða lífeyri ótakmarkað, eftir því hvernig þeim gengur að ávaxta sig, en landsmenn þekkja þá sorgarsögu vel af eigin raun.
Er ekki lágmarks krafa launafólks að þeir sem þykjast fara með umboð okkar og hagsmuni þekki mikilvæg hugtök eins og verðtryggingu? Hvað er tryggt og hvað ekki? Hvað eru markmið og hvað eru viðmið?
Það er morgunljóst að rafmagnshagfræðingurinn Guðmundur Gunnarsson er ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni þegar kemur að því að skilgreina mikilvæg hagfræðileg hugtök.
Minnist ég þess þegar Þór benti GG í Kastljós þætti á þá staðreynd að lífeyrissjóðir hafa eignafært yfir 126 milljarða í verðbætur á fasteignalánum almennings frá ársbyrjun 2008. Guðmundur sagði þetta rakalausan þvætting þrátt fyrir að Þór hafi stuðst við opinberar tölur frá Seðlabanka íslands.
Það er aðeins pláss fyrir eina skoðun hjá verkalýðshreyfingunni. Allar aðrar skoðanir eru lýðskrum af verstu sort, þekkingaleysi og órökstuddar dylgjur.
Það er kanski eðlileg skýring eftir allt saman á algjörum uppskerubresti launafólks.
Ragnar Þór Ingólfsson
Stjórnarmaður í VR.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)