9.3.2010 | 09:50
Fólkið í forgang !
Ef okkar helstu verkalýðsleiðtogar væru á árangurstengdum launum, væru þeir ekki með milljón á mánuði. Þeir væru að öllum líkindum á lágmarks taxtalaunum viðkomandi starfsgreina.
Við semjum um launin okkar sjálf í gegnum eitthvað sem verkalýðsforystan kallar markaðslaunakerfi þar sem framboð og eftirspurn ræður því hvað fólk er með í laun. Eina öryggisnetið sem grípur launafólk eru skammarlegir taxtar sem eru í flestum tilfellum svipaðir og atvinnuleysisbætur.
Það er fólkið sjálft sem mótmælir og stendur fyrir kröfufundum. Það erum við sjálf sem þurfum að semja við lánastofnanir vegna stökkbreyttra höfuðstólshækkana húsnæðislána. Við tökum á okkur stórfellda kaupmáttarrýrnun eftir vonlausan stöðugleika og kjarasamning, síðan launaskerðingar vegna duglausrar verkalýðsforystu sem segir, því miður það er bara ekkert sem við getum gert.
Hér er gott dæmi um hvað verkalýðshreyfingin gæti gert til að styðja við bakið á umbjóðendum sínum.
Sjá bréf sem ég fékk frá góðum baráttu félaga:
Sæll Ragnar
Þann 28 mars í fyrra vorum við í englandi ég og hún veiga mín.
þessar myndir eru þaðan og sýna nokkuð vel hvað verkalýðshreyfingar þar eru að hugsa.
Þar var um helgina heljarinnar kröfuganga sem við litum á og löbbuðum náttúrulega með.
Þessi hér: http://www.putpeoplefirst.org.uk/
Put people first.
We won't pay for their crisis.
People before profit.
Og svo framvegis.
Myndirnar eru bara frá litlum hluta göngunnar sem var margra kílómetra löng og ekki vantaði þátttöku verkalýðshreyfinga þarna.
kv. Baldvin Björgvinsson
ps. Þú mátt nota myndirnar að vild ef þú vilt máli þínu til stuðnings.
Takk kærlega fyrir það Baldvin og baráttu þína fyrir réttlæti
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)