Er jörðin flöt hjá stjórnendum lífeyrissjóða ?

Nú er búið að semja við Bakkavararbræður um áframhaldandi yfirráð yfir Bakkavör.

Skuldabréfaútgáfurnar sem lífeyrissjóðunum er mikið í mun að semja um, minna óneitanlega á "I OWE YOU" post it miðana sem þeir Harry og Lloyd í myndinni Dumb & Dumber gerðu í skiptum fyrir peningana í töskunni góðu. Post it miðarnir eru skuldabréfaútgáfurnar og peningarnir eru eignir sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna.

Þeir Harry og Lloyd fengu lánað úr töskunni til að kaupa "bara það allra nauðsynlegasta" eins og hótelsvítur,rándýra sportbíla ofl. Ekki ósvipað Bakkabræður sem keyptu lúxuseignir í hverju heimshorni, ferðuðust um á einkaþotum, lúxussnekkjum og dýrustu gerðum sportbíla ásamt því að fara hamförum í öðrum fjárfestingum. Ekki voru launin til að kvarta yfir.

Í dag hafa lífeyrissjóðirnir samið við bræðurna í þeirri veiku von að eitthvað fáist upp í vonlausar fjárfestingar sjóðanna í félögum þeim tengdum. Þetta er eins og að rétta spilafíkli, sem tapað hefur einbýlishúsinu þínu, innbúið til að vinna tapið til baka.

Bullandi meðvirkni eða yfirklór vegna vonlausra lánveitinga?

Bakkavararbræður hafa ekki staðið skil, samkvæmt skráningarlýsingum, á einni einustu skuldabréfaútgáfu sem þeir hafa gefið út fyrir félög þeim tengdum. Þær eru annað hvort í vanskilum,endurfjármögnuð eða breytt í hlutafé.

Hver er ábyrgð stjórna lífeyrissjóðanna sem lánuðu ævisparnað okkar á slíkum forsendum, með bréfakaupum án veða sem eru álíka verðlaus og "post it" miðar með skuldarviðurkenningu viðkomandi félags.

Félög þeirra bræðra hafa verið margsektuð af kauphöll íslands fyrir gróf brot á lögbundinni upplýsingaskildu, Exista, Bakkavör.

Og enn voru þeir sektaðir sektir hér og Hér.

Svo hafa þeir kerfisbundið hlunnfarið almenna hluthafa með því að selja sjálfum sér verðmætustu bitana á vildarkjörum og verið kærðir fyrir. Og hagað sér eins og Hýenur þegar kemur að almennum hluthöfum.

Ekki nægir rannsókn Serious Fraud Office (SFO) og Serious Organised Crime Agency (Soca) í Bretlandi á viðskiptagjörningum þeirra bræðra til að stöðva nauðasamningana sem lífeyrissjóður verslunarmanna og stjórnarmeirihluti VR vilja ólmir gera við þessa skrúðkrimma og það sem allra fyrst. 

Hvað fær meirihluta stjórnar VR og stjórnarmenn okkar í lífeyrissjóðnum til að trúa því að þessir menn komi til með að standa við gerða nauðasamninga? Hvaða hagsmunir og sjónarmið liggja raunverulega að baki og hvað hafa þeir bræður gert til að verðskulda slíkt traust ?

Hvað í ósköpunum fær þingamann til að tala um ábyrgð lífeyrissjóða sem leggur um leið blessun sína á nauðasamninga við menn sem hafa tapað stórum hluta af ævisparnaði almennings og skilið eftir sig óvinnandi skuldaslóð eftir glórulaus útlán,fjárfestingar og lúxuslíferni sem íslenskur almenningur þarf nú að standa skil á.Hvað með ábyrgð stjórnenda sjóðanna ?

Sama fólkið semur um skuldina og lánaði peningana okkar.

Eiga Bakkavararbræður eftir að standa skil á skuldabréfi sem þeir gáfu út fyrir Skipti (síminn)? Bréfið heitir Simi 06 1 og er 15 milljarða kúlulán sem var búið að selja áður en það var gefið út í lokuðu útboði. Gjalddaginn er einn og er í apríl 2014. Sjá viðhengi.

Í viðhenginu má einnig sjá að óefnislegar eignir (viðskiptavild) félagsins er 58,5 milljarður.

Hverjar eru líkurnar á því að Skipti (Síminn) fari í nauðasamninga árið 2014 ?

Skuldabréfaútgáfurnar sem sjóðirnir fjárfestu í eru opinber gögn.

Engar tryggingar voru á bakvið þessar skuldabréfaútgáfur ef útgefandi stendur ekki í skilum eða fer í þrot.

Við vitum hvað útrásarfyrirtækin skulda en megum alls ekki vita hversu mikið stjórnendur sjóðanna lánuðu þeim af OKKAR eigin peningum.

Hvað er verið að fela?

Forsendur nauðasamningana eru varlega áætlaðar, hlægilegar.

Hvernig á Bakkavör að geta greitt kröfuhöfum 65 milljarða plús vexti líklega umþb. 100 milljarða á 4 1/2 ári ?

Er jörðin ennþá flöt hjá stjórnendum lífeyrissjóðanna.

Þessir menn hafa sýnt einbeittan ásetning í að hlunnfara kröfuhafa og almenna hluthafa m.a. með því að selja sjálfum sér Bakkavör úr Existu á vildarkjörum sem hvergi þekktust á þeim tíma. Ásamt því að margbrjóta leikreglur kauphallar Íslands.

Ég hef skoðað skuldabréfaútgáfurnar sem um ræðir mjög vel og óhætt að segja að engin veð né nokkrir fyrirvarar voru til staðar sem tryggðu heimtur lífeyrissjóðanna betur en almennra hluthafa.

Það er kanski ekkert skrítið að lífeyrissjóðirnir vilji loka þessu máli sem allra fyrst svo að sjóðsfélagar komist ekki að hinu sanna og dreifa tapinu yfir langan tíma.

Nú á almenningur að borga fyrir fylleríið. Það er ekki bara siðlaust að semja við þessa menn. Það er siðlaust að þeir skuli hafa samningsstöðu yfir höfuð.

Að þingmaðurinn Kristján Þór Júlíusson skuli verja þessa menn og líferyissjóðina sem neita að gefa upp hversu mikið þeim var lánað af okkar eigin peningum jafngildir falleinkun í mínum bókum.

Stjórnarmeirihluti VR hefur alfarið hafnað þeirri tillögu minni að skoða gjaldeyrissamninga og lánveitingar sjóðsins til félaga tengdum Bakkavararbræðrum. Formaður VR Kristinn Örn Jóhannesson telur þessi mál ekki koma okkur við.

Stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna hefur einnig hafnað allri skoðun en Stjórnin er nú að ganga frá nauðasamningum við sömu menn og komu landinu okkar á hliðina.

Stjórnarmenn fyrir hönd félagsmanna VR eru: Ragnar Önundarson sem var annar höfuðpaurinn í einu stærsta og alvarlegasta samkeppnislagasvindli Íslandssögunnar sem kennt er við kreditkortasvindlið.

Ásta Rut Jónasdóttir varaþingmaður framsóknarflokksins, Varaformaður VR og stjórnarmaður í Flug-kef ohf.Sem barðist fyrir auknu gegnsæi fjárfestingum sjóðanna og gegn spillingunni í lífeyrissjóðunum, missti málið eftir að henni var boðin stjórnearsetu speninn

Stefanía Magnúsdóttir Stjórnarmaður í VR og Miðstjórn ASÍ og Benedikt Vilhjálmsson stjórnarmaður í VR.

Þau bera við þagnarskyldu og bankaleynd aðspurð um hversu mikið af lífeyri félagsmanna okkar var mokað í félög tengdum Bakkavararbræðrum. Stjórnarmeirihluti VR hefur einnig hafnað allri skoðun á málinu.

Það er svolítið skrítið í ljósi þess að sjóðurinn mátti aðeins fjárfesta í skráðum skuldasbréfum í kauphöll íslands en heildar skuldir þessara félaga er ekkert leyndarmál og eru aðgengilegar á netinu. Sjá viðhengi. En þar er hluti af skráningarlýsingum skuldabréfanna sem sjóðurinn fjárfesti í. Einu leyndarmálin eru hversu mikið þeim var lánað af peningum sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna.

Hvernig ætlast stjórnvöld til þess að almenningur taki á sig skuldaklafa þessara manna þegar þeim er rétt upp í hendurnar sömu félögin og þeir byrjuðu með eins og ekkert hafi í skorist.

Tengslin.

Meðal stærstu skuldara Kaupþings voru félög tengd tveimur fyrrverandi stjórnarformönnum Lífeyrissjóðs Verslunarmanna. 

Getur verið að félög þeim tengdum hafi fengið ótakmarkaðan aðgang að fjármagni í staðin fyrir að lána stærstu eigendum Kaupþings,Existu,Bakkavarar og Skipta sem voru langstærstu skuldrara lífeyrissjóðs Verslunarmanna

Stærstu skuldarar LV eru sem hér segir.

1.Skipti (síminn)

2.Bakkavör 

3.Landsvirkjun

4.Exista ( búið er að afskrifa töluvert af skuldum Existu sem líklega útskýrir 4 sætið.)

Lífeyrissjóður Verslunarmanna gerir langstærstu kröfuna í Kaupþing af öllum lífeyrissjóðunum.

Krafan nemur kr. 13.537.201.848,- eða tæpir 13,6 milljarðar. Sem er helmingi hærri upphæð en kröfur næstu sjóða á eftir.

Tengslin:

Gunnar Páll Pálsson

Fyrrverandi:Formaður VR,Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.,Stjórnarmaður í Kaupþingi,Lánanefnd Kaupþings.

Eiginkona Gunnars Pals

Ásta Pálsdóttir

Er Lykilstarfsmaður hjá Kaupþingi og er skráð á innherjalista hjá FME sem slíkur.

Fjölskylda hennar á og rekur Atafl, gömlu keflavíkurverktaka. Atafl samsteypan sem fékk 50 milljónir Evra eða yfir 9 milljarða lán í gegnum Íslandsverktaka og tengd félög fra Kaupþingi samkvæmt lánabók.

Ásta Pálsdóttir er systir Bjarna Páls stjórnarformanns Atafls sem er þá mágur Gunnars Páls sem sat í lánanefnd bankans, stjórn og var stórnarformaður LV og formaður VR.

Þorgeir Eyjólfsson

Fyrrv.forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.

Framkv.stjóri eða Managing Director, Nasdaq OMX Nordic Exchange group.

Eiginkona Þorgeirs er Sigríður Kristín Lýðsdóttir starfsmaður hjá Kaupþingi.

Sonur Þorgeirs Lýður Þorgeirsson er sérfræðingur á fyrirtækjasviði Kaupþings.

Dóttir Þorgeirs Guðrún Þorgeirsdóttir er framkv.stjóri áhættustýringar hjá Existu og vara stjórnarmaður hjá Lýsingu.Hún rukkar nú gömlu bankana f.h. Existu yfir 200 milljarða fyrir stöðutöku gegn íslensku krónunni og rukkar svo viðskiptavini lýsingar,en stjórnin ráðlagði viðskiptavinum sínum að taka stöðu með krónunni í formi myntkörfulána sem örugga fjármörgnun.

Fékk einhver þeirra niðurfellingu á ábyrgðum eða afskriftir vegna hlutabréfakaupa eða annara fjárfestinga?

Guðmundur B. Ólafsson Lögmaður VR starfaði frá 1989-2002 hjá VR en er í fullri vinnu sem verktaki fyrir félagið.

Eiginkona Guðmundar er Nanna E. Harðardóttir, forstöðumaður í Kaupþing banka.

Þau voru á lista morgunblaðsins yfir þá aðila sem fengu niðurfellingu á ábyrgðum vegna hlutabréfakaupa.

Víglundur Þorsteinsson

Fyrrv.stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og eigandi BM-Vallár.

Fékk 62,2 mlljónir Evra eða um 11.2 milljarða í lán frá Kaupþingi samkv. Lánabók.

BM-Vallá hefur ekki skilað inn ársreikningum til ríkisskattstjóra síðan 1995 og er komið í greiðslustöðvun.

Sjá ársreikningaskrá.

Það hlýtur að vera ein af forsendum lánshæfi fyrirtækja að skila inn ársreikningum ásamt því að þurfa að standa skil á slíkum gögnum samkv.lögum.

Er BM-Vallá í lánabókum Lífeyrissjóðs Verslunarmanna? 

Helga Árnadóttir Forstöðumaður Rekstrar- og fjármálasviðs VR er tengdadóttir Víglundar Þorsteinssonar. Hún er varamaður í stjórn lífeyrissjóðs Verslunarmanna.

Fyrirtæki sem tengjast tveimur fyrrverandi stjórnarformönnum Lífeyrissjóðs Verslunarmanna fengu tug milljarða fyrirgreiðslur frá kaupþingi,stærstu fjárfestingu lífeyrissjóðsins. Hver voru veðin?

Er þetta skýringin á því að lífeyrissjóður verslunarmanna vill með öllum tiltækum ráðum ganga til nauðasamninga við Bakkavararbræður um stjórn Existu og Bakkavarar.

Hvað er að finna í bókum félaganna og sjóðsins sem ekki þolir dagsljósið?

Með nauðasamningum verður bókunum lokað !

Fengu stjórnendur sjóðsins einhver hlunnindi fyrir að kaupa kúlu skuldabréf án veða af félögum tengdum Bakkavararbræðrum? Voru þetta skilyrðin fyrir lánveitingum til félaga þeim tengdum?

Stjórnendur Existu vildu 1 milljarð á ári fyrir umsýslu á brunarústum Existu. Í dag má ætla að það fáist aðeins um 1-7% upp í kröfur. Ekki hafa afskriftir LV verið í samræmi við þær heimtur svo mikið er víst.

Er skrýtið að eitt af skilyrðum nauðasamninga Bakkavarar var að bræðurnir færu úr stjórn Existu?

Hvaðan koma peningarnir? Ætluðu Bakkabræður að blóðmjólka fyrirtækin sem eftir eru í samstæðunni og setja rekstrarkostnað Existu og Bakkavarar að sjálfsögðu í forgang. Neytendur borga svo brúsan í formi hækkana á vöru og þjónustu viðkomandi fyrirtækja innan samsteypunnar. Síðan lengja þeir endalaust í skuldafréfaútgáfum sínum sem lífeyrissjóðirnir eiga, sem geta svo í framhaldi dreift tapinu smá saman yfir langan tíma? Það er útilokað að þetta reikningsdæmi gangi upp hjá þessum mönnum.

Hvað veldur því að Lífeyrissjóður Verslunarmanna hugleiði slíka samninga þegar klárlega liggur fyrir að mest fáist upp í kröfurnar með því að skera burt blóðsugurnar.

Hvernig í ósköpunum geta stjórnendur LV og meirihluti stjórnar VR samþykkt að gengið verði til nauðasamninga við ábyrgðamenn hrunsins.

Á hvaða forsendum,við hverja og á hvaða gengi gerði Lífeyrissjóður Verslunarmanna gjaldeyrissamninga upp á 93 milljarða? Af hverju er stjórnarmönnum VR og sjóðsfélögum neitað um þessar upplýsingar sem geta haft veruleg skerðingaráhrif á lífeyrisréttindi okkar.

Til að stærstu eigendur Kaupþings,Exista og kjalar sem gera kröfur í gamla kaupþing upp á 300 milljarða, fyrir það eitt að taka stöðu gegn krónunni, þurfti einhvern til að veðja á móti.

Ef Exista tók stöðu gegn krónunni sem skilar þeim vel á annan hundruð milljörðum en á sama tíma létu viðskiptavini sína,Kaupþings og Lýsingar, taka stöðu með krónunni með því að fjármagna húsnæði og bílasamninga í erlendri mynt sem örugga fjármögnun.

Í mínum bókum er þetta ekkert annað en stöðutaka gegn íslensku krónunni,almenningi og heimilum landsins.

Lífeyrissjóður verslunarmanna þvertekur fyrir að birta yfirlit yfir gjaldeyrissamninga og forsendur þeirra þrátt fyrir mikla óvissu um uppgjör þeirra sem getur haft veruleg áhrif á lífeyrisréttindi sjóðsfélaga.

Sjóðurinn hefur harðneitað að gefa upp hverjir voru útgefendur fyrirtækjaskuldabréfa sem sjóðurinn keypti fyrir á annan tug milljarða.

Sjóðurinn bar fyrst fyrir sig Bankaleynd en svo þagnarskyldu. FME sendi mér álit þess efnis að bankaleynd ætti alls ekki við og óskiljanlegt væri að upplýsingar sem þessar væru ekki aðgengilegar sjóðsfélögum.

Er ekki skrýtið í því samhengi að ég fékk þessar upplýsingar uppgefnar hjá Almenna lífeyrissjóðnum þó ég borgi ekki í hann? Hvað er verið að fela? 

Var það hrein tilviljun að krafa sjóðsfélaga um breytingar og gegnsæi voru hafðar að engu þegar nýr framkv.stjóri sjóðsins var ráðin til starfa. En það var Guðmundur Þórhallson fyrrum framkvæmdastjóri eignastýringar sjóðsins sem bar meðábyrgð á fjárfestingum hans með Þorgeiri Eyjólfssyni sem þáði 34 milljónir í laun ásamt fríðindum fyrir árið 2008.

Var ráðningasamningur Guðmundar sem er leynilegur til 7 ára tilviljun? En í 7 ár þarf sjóðurinn að halda í bókhaldsgögn, eftir þann tíma má kveikja á pappírstætaranum. Með nauðasamningum Bakkavarar og Existu lokast bækur þessa félaga.

"Heimildir Morgunblaðsins herma að kröfuhafarnir treysti ekki núverandi stjórnendum Exista til að upplýsa um raunverulega stöðu félagsins. Kröfuhafarnir sem um ræðir eru skilanefndir gömlu bankanna þriggja auk Nýja Kaupþings. Saman hafa þessir aðilar myndað óformlegt kröfuhafaráð innlendra kröfuhafa Exista ásamt þremur lífeyrissjóðum; Gildi, Lífeyrissjóði verslunarmanna og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins.

Lífeyrissjóðirnir þrír skrifuðu ekki undir bréfið og vilja frekar halda núverandi stjórnendum Exista við stýrið. Heimildir Morgunblaðsins herma auk þess að sjóðirnir vilji breyta skuldum Exista við þá í skuldabréf með langan líftíma. Þá þurfa þeir ekki að afskrifa alla kröfu sína á hendur félaginu í einu."

Á góðri íslensku á að dreifa tapinu yfir eins langan tíma og hægt er til þess eins að fegra stöðuna tímabundið.

Þar sem innstreymi iðgjalda er margfalt hærra en útgreiðslur lífeyris þurfa sjóðirnir ekki að selja eignir til að standa við lífeyris skuldbindingar sínar vegna mikillar söfnunar sem á sér stað næstu 10-15 árin.

Ef þetta reynist rétt þá eru sjóðsfélagar sem greiða í Lífeyrissjóð Verslunarmanna að greiða lífeyri þeirra sem taka út í stað þess að safna réttindum sjálfir.

Sjóðsfélagar eru varðir fyrir þessu með lögum og ættu því að leita réttar síns eins og ég ætla að gera.

Það er útilokað að almenningur taki á sig þær drápsklifjar sem sukklíferni útrásarvíkinga hefur skilið eftir, á meðan stjórnvöld leggja blessun sína yfir gerða nauðasamninga.  

Ragnar Þór Ingólfsson

Stjórnarmaður VR

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 5. mars 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband