22.12.2010 | 10:32
Vinnubrögð VR stjórnar 1.hluti.
Meirihlutinn undir forystu þeirra sem berjast um völdin í VR, höfnuðu tilraun minni og Rannveigar Sigurðardóttur, sem var í innsta koppi VR skugga, um að fá meirihlutann til að sættast og koma einhverju góðu frá félaginu sem ein heild. Þetta er aðeins ein af mörgum tilraunum til sátta og rekur frekari stoðum undir það að meirihluti stjórnar vill vísvitandi þagga niður í sátta og barátturöddum innan félagsins á meðan þau vinna hörðum höndum að lokatakmarki sínu.
Tillagan snérist um grundvallar mannréttindi, að hinn almenni félagsmaður fengi beinan kosningarétt í félaginu og afnám uppstillinga og lista fyrirkomulags við stjórnarkjör, meirihlutinn gat ekki sætt sig við að félagsmenn gæti kosið sér forystu í beinni og opinni kosningu. Fyrirkomulagið nú er að stjórnin skipar trúnaðarráð og trúnaðarráð skipar svo stjórn félagsins sem er lykilatriði meirihlutans í að viðhalda völdum innan félagsins.
Hér má svo sjá tilraun okkar Rannveigar til að ná sáttum í félaginu þann 8 des. síðastliðinn.
Tillagan snérist um grundvallar mannréttindi, að hinn almenni félagsmaður fengi beinan kosningarétt í félaginu og afnám uppstillinga og lista fyrirkomulags við stjórnarkjör, meirihlutinn gat ekki sætt sig við að félagsmenn gæti kosið sér forystu í beinni og opinni kosningu. Fyrirkomulagið nú er að stjórnin skipar trúnaðarráð og trúnaðarráð skipar svo stjórn félagsins sem er lykilatriði meirihlutans í að viðhalda völdum innan félagsins.
Hér má svo sjá tilraun okkar Rannveigar til að ná sáttum í félaginu þann 8 des. síðastliðinn.
Eftir að mér bárust tölvupóstar sem staðfestu að meirihlutinn hafði verið að plotta á bakvið tjöldin, svo mánuðum skipti, um völd í félaginu án þess að sýna sáttatilraunum nokkurn áhuga var mér nóg boðið og ákvað að stíga fram.
Mun einnig birta fjölda góðra mála sem við höfum lagt fram en stjórnin alfarið hafnað að skoða eða taka afstöðu til.
Vil að lokum árétta að á skrifstofu VR vinnur frábært starfsfólk sem þarf að lýða fyrir ömurlega stöðu stjórnarinnar sem er öllum stjórnarmönnum VR til háborinnar skammar.
Kveðja.
Ragnar Þór Ingólfsson
Stjórnarmaður í VR
________________________________________
Frá: Ragnar
Sent: 8. desember 2010 09:06
Viðtakandi:XXXXX
Efni: SV: 20. gr. laga VR ásamt greinagerð.
Sæl Öllsömul.
Ég vil nota tækifærið og þakka Rannveigu fyrir þessa óeigingjörnu og góðu vinnu.
Þessi tillaga er gríðarlega sterk fyrir félagið útávið ef við getum komið okkur saman um hana og farið sem ein heild til auka aðalfundarins, verður það til mikilla heilla fyrir félagið og okkur öll.
Það er gríðarlega hart sótt að launafólki og við verðum að standa í lappirnar næstu misserin. Ríkisstjórnin hefur sagt sitt síðasta varðandi skuldavanda heimilanna á meðan fólkið okkar horfir á hluthafafund Existu veita stjórnendum syndaaflausn og friðhelgi með veglegum kaupaukum. Óréttlætið í samfélaginu virðist engan endi ætla að taka og félagsmenn okkar verða nær daglega vitni að einhverju sem rýrir traust þeirra á slagorði félagsins.
Með því að sameinast um tillögu Rannveigar sláum við vopnin úr höndum þeirra sem sækja að félaginu og um leið sýnum við félagsmönnum okkar þá virðingu sem þeir eiga skilið, og vonarneista um að orkan fari nú í að stilla saman strengi stjórnar fyrir komandi átök þar sem eitt stærsta ágreiningsmál frá hallarbyltingunni sé nú til lyktar leitt og sami hópur fer nú fram sem ein heild sem málsvari félagsins.
Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað við getum gert sameinuð útávið miðað við þá orku sem hefur farið í innbyrðis deilur.
Ég rak augun í eitt atriði, Fimm manna uppstillinganefnd, skipuð formanni og fjórum kosnum af trúnaðarráði og tveimur til vara, annast undirbúning kjörfundar.
Þarna er aftur vísað í kjörfund.
Með vinsemd og virðingu.
Ragnar Þór
________________________________________
Frá: Rannveig Sigurðardóttir [rannveig@XXX.is]
Sent: 7. desember 2010 15:12
Viðtakandi: XXX
Sæl Öllsömul.
Ég vil nota tækifærið og þakka Rannveigu fyrir þessa óeigingjörnu og góðu vinnu.
Þessi tillaga er gríðarlega sterk fyrir félagið útávið ef við getum komið okkur saman um hana og farið sem ein heild til auka aðalfundarins, verður það til mikilla heilla fyrir félagið og okkur öll.
Það er gríðarlega hart sótt að launafólki og við verðum að standa í lappirnar næstu misserin. Ríkisstjórnin hefur sagt sitt síðasta varðandi skuldavanda heimilanna á meðan fólkið okkar horfir á hluthafafund Existu veita stjórnendum syndaaflausn og friðhelgi með veglegum kaupaukum. Óréttlætið í samfélaginu virðist engan endi ætla að taka og félagsmenn okkar verða nær daglega vitni að einhverju sem rýrir traust þeirra á slagorði félagsins.
Með því að sameinast um tillögu Rannveigar sláum við vopnin úr höndum þeirra sem sækja að félaginu og um leið sýnum við félagsmönnum okkar þá virðingu sem þeir eiga skilið, og vonarneista um að orkan fari nú í að stilla saman strengi stjórnar fyrir komandi átök þar sem eitt stærsta ágreiningsmál frá hallarbyltingunni sé nú til lyktar leitt og sami hópur fer nú fram sem ein heild sem málsvari félagsins.
Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað við getum gert sameinuð útávið miðað við þá orku sem hefur farið í innbyrðis deilur.
Ég rak augun í eitt atriði, Fimm manna uppstillinganefnd, skipuð formanni og fjórum kosnum af trúnaðarráði og tveimur til vara, annast undirbúning kjörfundar.
Þarna er aftur vísað í kjörfund.
Með vinsemd og virðingu.
Ragnar Þór
________________________________________
Frá: Rannveig Sigurðardóttir [rannveig@XXX.is]
Sent: 7. desember 2010 15:12
Viðtakandi: XXX
Efni: 20. gr. laga VR ásamt greinagerð.
Sæl öll, lagaði aðeins 20. gr. þ.e. setti inn félagsfund í stað kjörfundar sem var gagnrýnt á trúnaðarráðsfundi. Setti einnig nokkrar línur niður til skýringa sem greinagerð. Ykkur er heimilt að leggja þetta fram á stjórnarfundi til samþykkis ef ykkur líst ekkert á greinina frá formanni og Guðmundi B. En ég bið alla að gera þetta sem mest í sátt og samlyndi, því nú ríður á að vernda VR fyrir ágangi Lúðvíks og félaga. Allt sem miður fer hjá VR er hagnaður fyrir LL, ef við missum félagsmenn vegna innbyrðis deilna þá fara þeir fljótt yfir í friðinn hjá LL og Guðmundi Franklín Jónssyni.
Ég held að það verði heillaráð að fá tillögu formanns og bera hana saman við þá sem ég er að senda og sjá hvort þær falli saman.
En eins og var sagt við okkur systur í gamla daga: Elskið þið friðinn og strjúkið á ykkur kviðinn. Ef einhverra útskýringa er þörf þá hafið samband.
Með bestu kveðju,
Rannveig Sig.
Sæl öll, lagaði aðeins 20. gr. þ.e. setti inn félagsfund í stað kjörfundar sem var gagnrýnt á trúnaðarráðsfundi. Setti einnig nokkrar línur niður til skýringa sem greinagerð. Ykkur er heimilt að leggja þetta fram á stjórnarfundi til samþykkis ef ykkur líst ekkert á greinina frá formanni og Guðmundi B. En ég bið alla að gera þetta sem mest í sátt og samlyndi, því nú ríður á að vernda VR fyrir ágangi Lúðvíks og félaga. Allt sem miður fer hjá VR er hagnaður fyrir LL, ef við missum félagsmenn vegna innbyrðis deilna þá fara þeir fljótt yfir í friðinn hjá LL og Guðmundi Franklín Jónssyni.
Ég held að það verði heillaráð að fá tillögu formanns og bera hana saman við þá sem ég er að senda og sjá hvort þær falli saman.
En eins og var sagt við okkur systur í gamla daga: Elskið þið friðinn og strjúkið á ykkur kviðinn. Ef einhverra útskýringa er þörf þá hafið samband.
Með bestu kveðju,
Rannveig Sig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)