22.11.2010 | 21:47
Lífeyrisstjórnendur í tilvistarkreppu.
Í grein eftir Ragnar Önundarson,Varafomann lífeyrissjóðs verlsunarmanna og framtakssjóðs íslands, bendir hann á að:
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hafði aukið réttindi sjóðfélaga í áföngum frá árinu 1997 um nær 20% að raungildi. Á miðju þessu ári voru 10% tekin til baka með almennri skerðingu, sem er miður. Eftir stendur samt 9% raunhækkun lífeyris.
Ragnar Önundarson gleymir að geta þess að lífeyrisiðgjöld voru hækkuð um 20% yfir sama tímabil eða úr 10% í 12%. Maður verður stundum langþreyttur á að hlusta á bullið í þessum smákóngum sem eru í alvarlegri tilvistarkreppu.
RÖ heldur áfram.
Fáeinir áhugamenn um skuldavanda heimilanna hafa beint spjótum sínum að lífeyrissjóðum sínum í von um vinsældir. Öll er sú umræða rammskökk. Munum að þeir sem skulda eru líka í lífeyrissjóðum. Þegar kreppan verður liðin hjá munu þeir aftur líta bjartsýnir fram á veginn í ljósi þess sparnaðar sem þeir eiga þar.
Það er spurning hver er skakkur í skrifum.
Hafa ber í huga að aðilar vinnumarkaðarins og lífeyrissjóðirnir hafa lagst mjög gegn afnámi verðtryggingar sem og almennum niðurfærslum skulda.
Sjóðirnir hafa eignafært yfir 126 milljarða í verðbætur húsnæðislána frá ársbyrjun 2008. Þessi gríðarlega eignartilfærsla hefur stórlagað eignastöðu sjóðanna eftir mikið tap á fjárfestingum í félögum kennd við útrásina.
Lykilatriði í þessu samhengi er að lífeyrir er ekki verðtryggður þar sem sjóðirnir hafa heimild, samkv. lögum um skyldutryggingar lífeyrisréttinda frá 1997, til að skerða réttindi einhliða ef þeim tekst illa upp í fjárfestingum. Verðtryggingin er eingöngu viðmið þegar réttindi er reiknuð út.
1.Þegar forseti ASÍ talar um aumingja gamla fólkið þegar hagsmunasamtök berjast fyrir almennum leiðréttingum á hann að tala um alla sjóðsfélaga.
Skerðing á réttindum er alltaf flöt skerðing sem ALLIR sjóðsfélagar þurfa að taka á sig, hlutfallslega jafnt.
2.Verðbætur fasteignalána er því viðbótar skerðing á lífeyri þeirra sem skulda.
3.Verðbætur fasteignalána sem hafa verið yfir 126 milljarðar frá ársbyrjun 2008 og eru eignafærðar í bækur sjóðanna skiptast jafnt á milli allra þeirra sem eiga réttindi í lífeyrissjóðunum á kostnað þeirra sem skulda. Eftir því sem skuldir sjóðsfélaga eru hærri, meiri mismunun í kerfinu.Verðbæturnar eru svo notaðar til fjárfestinga í framtakssjóðum sem er nýyrði yfir áhættufjárfestingasjóði.
4.Sjóðsfélögum í lífeyrissjóðum og framtíðar hagsmunum þeirra er því gróflega mismunað vegna verðtryggingarinnar.
RÖ
Lífeyrissjóðir leita nú fjölbreyttra leiða til að endurheimta glataða ávöxtun. Ein þeirra er að stofna Framtakssjóð Íslands. Þessi almenningseign á að vera sá kjölfestufjárfestir sem kemur félögunum aftur á markað og í hendur nýrra eigenda til framtíðar. Honum er ætlað að taka við fyrirtækjum sem bankar hafa fengið í fangið og orðið að afskrifa á. Hlutverk hans er svo að vinna enn frekar úr málum, bæta reksturinn, auka verðmætin og selja loks félögin í fyllingu tímans. Þeir sem blogga og skrifa með svörtu galli hafa óskapast yfir því að keypt séu félög sem hafa átt í erfiðleikum. Einnig þetta snýr á haus, það eru einmitt slík félög sem mest er upp úr að hafa að endurskipuleggja.
Það þarf varla að taka það fram að Ragnar Önundarson var einn höfuðpaurinn í stærsta samkeppnissvikamáli íslandssögunnar og kostaði íslenska neytendur gríðarlegar fjárhæðir.RÖ er nú í lykilstöðu í íslensku viðskiptalífi eftir að hafa verið settur út í kuldann vegna samkeppnislagabrota kortafyrirtækjanna. Hann situr þar í umboði meirihluta stjórnar VR.
RÖ talar svo um hversu lítið sjóðurinn hafi tapað en gleymir að minnast á hvernig handónýtar bréfaeignir sjóðsins eru bókfærðar eftir skrautlega nauðasamninga við hrungerendur. Einnig hefur sjóðurinn bókfært gengishagnað af erlendum eignum en ekki tapið á gjaldmiðlasamningum.
Það er stundum erfitt að greina í bullið sem vellur upp úr stjórnendum kerfisins en ekki í þessu tilfelli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 22. nóvember 2010
Tenglar
Mínir tenglar
- Tengslanet Valda á Íslandi. Skyldulesning allra íslendinga sem þjást af frjálsri hugsun.
Efni
Bloggvinir
-
ak72
-
andreskrist
-
annamargretb
-
arijosepsson
-
arikuld
-
arnthorhelgason
-
axelaxelsson
-
agustg
-
ahi
-
reykur
-
baldvinj
-
berglist
-
kaffi
-
h2o
-
veiran
-
birgitta
-
launafolk
-
bjarnihardar
-
dullur
-
bjornbjarnason
-
gattin
-
gleymmerei
-
borkurgunnarsson
-
ding
-
dofri
-
dunni
-
doggpals
-
egill
-
einarborgari
-
einaroddur
-
jaxlinn
-
einarorneinars
-
sunna2
-
ea
-
eg
-
lillo
-
fridrik-8
-
fridaeyland
-
vidhorf
-
gerdurpalma112
-
gesturgudjonsson
-
gingvarsson
-
neytendatalsmadur
-
bofs
-
mummij
-
hreinn23
-
bellaninja
-
gullvagninn
-
gunnaraxel
-
gun
-
skulablogg
-
gunnsithor
-
gullistef
-
gylfithor
-
doriegils
-
hallgrimurg
-
cigar
-
haddi9001
-
skessa
-
hlf
-
diva73
-
helgatho
-
hildurhelgas
-
drum
-
himmalingur
-
hjorleifurg
-
holmfridurge
-
don
-
hordurt
-
kreppan
-
jakobsmagg
-
fun
-
jenfo
-
jennystefania
-
jensgud
-
johanneliasson
-
joiragnars
-
jp
-
jsk
-
jaj
-
jamesblond
-
jonasphreinsson
-
jax
-
jonfinnbogason
-
jonsullenberger
-
ninaos
-
jonmagnusson
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonerr
-
jonsnae
-
jonthorolafsson
-
juliusbearsson
-
ktomm
-
katrinsnaeholm
-
ksh
-
kolbrunerin
-
leifur
-
egoplot
-
kristbjorn20
-
vrkristinn
-
stjaniloga
-
krissi46
-
galdur
-
larahanna
-
liljaskaft
-
ludvikludviksson
-
mberg
-
maggiraggi
-
vistarband
-
martasmarta
-
mortenl
-
nhelgason
-
litli-jon
-
olii
-
alvaran
-
olofdebont
-
os
-
omarragnarsson
-
svarthamar
-
skari60
-
pallvil
-
iceland
-
hafstein
-
raggibjarna
-
ragnarborg
-
riddari
-
raggig
-
raksig
-
runaringi
-
undirborginni
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
sibba
-
duddi9
-
sigurbjorns
-
siggi-hrellir
-
sigurdurkari
-
siggisig
-
sisi
-
siggith
-
sigurjonth
-
kalli
-
skuldlaus
-
hvirfilbylur
-
sp
-
solthora
-
stebbifr
-
must
-
summi
-
svanurg
-
spurs
-
sveinni
-
stormsker
-
isspiss
-
tryggvigunnarhansen
-
valdemar
-
valdimarjohannesson
-
vefritid
-
vesteinngauti
-
vg
-
viggo
-
vignir-ari
-
vilberg
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
kermit
-
tolliagustar
-
valli57
-
totinn
-
tbs
-
torduringi
-
thorgisla
-
thj41
-
thorsaari
-
aevark
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar