ASÍ:Hroki og sérhagsmunir !

Á dögunum bárust mér og Bjarka Steingrímssyni tölvupóstar sem sýna samskipti forystumanna ASÍ,  í máli er varðar beiðni Jóns Jósef Bjarnasonar sem vinnur ötullega að því að skrá upplýsingar um viðskiptatengsl manna á Íslandi í gagnagrunn sinn.

Þökk sé Jóni þá hefur hann hafið skráningar á þeim aðilum er sitja fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda í stjórnum lífeyrissjóðanna og í stjórnum allra þeirra fjölmörgu sjóða sem við launafólk eigum og forystusauðir SA/ASÍ stýra.

Við félagarnir fögnum skráningu þessara upplýsinga því völdin sem þetta fólk hefur í skjóli sameiginlegra peninga okkar launafólks eru gríðarleg.

Það skal tekið fram að færsluhöfundur á sæti í þessu teymi sem er að skrá upplýsingar um stjórnendur, milljarða tuga sjóða, sem aðilar vinnumarkaðarins hafa yfir að ráða.

Hér á eftir má sjá tölvupósta milli okkar og miðstjórnarmanns ASÍ, getur þá hver og einn dregið ályktun fyrir sig.
 

Póstur frá formanni RSÍ, Guðmundar Gunnarssonar til formanns VR og miðstjórnar ASÍ.

Stjórn VR

Ég sá ekki betur en að í þessu teymi sé stjórnarmaður hjá VR og ætti
hann að vita að þessar upplýsingar eru á öllum heimasíðum
stéttarfélaganna. Annar stjórnarmaður hjá VR, reyndar varaformaður
félagsins sá sig tilknúinn til þess að bera á starfsfólk og
stjórnarmenn annarra stéttarfélaga einstaklega ógeðfelldar ásakanir og
órökstuddar dylgjur á útfifundi nýverið.

Þessir einstaklingar voru ítrekað leiðréttir á ársfundi ASÍ og
uppvísir um fáheyrt þekkingarleysi um starfsemi stéttarfélaga og
lífeyrissjóða. En samt héldu þeir því fram í fjölmiðlum að allir aðrir
en þeir hefðu rangt fyrir sér og 300 forsvarsmenn stéttarfélaga í
landinu væru sirkus og undir handleiðslu valdaklíku.

Forysta RSÍ hefur rætt þessi mál og frábiður sér öll afskipti stjórnar
VR af innri málum sambandsins. Það er stefna RSÍ að vera virkur
þátttakendi í nefndum og ráðum til þess að reyna að koma á framfæri
skoðunum og vilja félagsmanna sambandsins.  Rafiðnaðarmenn telja sig
fullfæra um að ráða fram úr sínum málum án aðstoðar stjórnarmanna VR,
en eru tilbúnir til þess að hitta stjórn VR og fá skýringar á þessum
dylgjun og þá rökum ef einhver eru. Annars væru ágætt að stjórn VR
biðji starfsmenn og forsvarsmenn annarra stéttarfélaga opinberlega
afsökunar á áberandi hátt

Virðingarfyllst

Fh RSÍ

Guðmundur Gunnarsson

Svarbréf Bjarka og Ragnars til Guðmundur og Miðstjórnar ASÍ.

Kæru starfsmenn okkar launafólks á Íslandi.

Ekki koma viðbrögð forustu verkalýðshreyfingarinnar á óvart, við fyrir okkar leiti fögnum því ef jafn mikilvægar upplýsingar verði gerðar aðgengilegar á jafn einfaldan hátt og verið er að bjóða, en að sjálfsögðu þarf rétt að standa að málum. Varðandi ímyndaða hugaróra þá sem Guðmundur Gunnarsson er haldinn varðandi ógeðfelldar ásakanir á hendur starfsfólki og reyndar verkalýðshreyfingarinnar allrar verðum við að biðja þig að útskýra svo vel skiljist, því svona órökstudd skrif eru ekki miðstjórnarmanni ASÍ sæmandi, þar sem VR félagsmenn greiða 100 milljónir árlega til ASÍ með árangri sem erfitt er fyrir Guðmund, já, og flest ykkar að útskýra hver er?

Varðandi ársfund ASÍ höldum við að tímabært sé að svifta leyndarhjúpnum sem umvefur þingið og reyndar allt umhverfið sem þú Guðmundur og verkalýðskóngarnir allir verjið eins og mafían ver Sikiley, eina ráðið til þess að svo sé hægt er að birta, Guðmundur allar upptökur frá þinginu sem þú lýsir svo frjálslega í tölvupósti og enn og aftur berum við að sama brunni og eru ekki miðstjórnarmanni ASÍ sæmandi, þar sem VR félagsmenn greiða 100 milljónir árlega til ASÍ með árangri sem erfitt er fyrir Guðmund, já, og flest ykkar að útskýra hver er?

Er ekki rétt að birta allt efni frá fundinum, svo félagsmenn geti dæmt sjálfir hvað fór þar fram, því eins og þú veist sjálfur er eftirfarandi staðæfing " Þessir einstaklingar voru ítrekað leiðréttir á ársfundi ASÍ og uppvísir um fáheyrt þekkingarleysi um starfsemi stéttarfélaga og lífeyrissjóða" mjög sérstök þó ekki sé meira sagt, man ég þó vel eftir þegar miðstjórnarmaðurinn Guðmundur Gunnarsson lýsti okkur sem berjumst af heillindum fyrir okkar félagsmenn við ríkjandi öfl í ræðu sinni sem " Riddurum á hvítum hesti sem öllu vilja breyta og svo þykjast þeir vera hér í umboði félagsmanna"  Hvað nær umboð Guðmundar langt?   Um leið og við höfnum algjörlega að biðjast
afsökunar á hugarórum þeim er hrjá einhverja meðlimi ASÍ klíkunnar, hvet ég valdaklíkuna alla til að koma út í dagsbirtuna og tala við hinn almenna launamann,  um leið og við hvetjum ykkur sem stýrið í raun ASÍ til að nota tækifærið og biðja fjölskyldur landsins afsökunar á virkilega áberandi hátt á vítaverðu aðgerðaleysi, sem bitnað hefur á umbjóðendum hins mikla ASÍ en þeir umbjóðendur borga einmitt launin ykkar og hafa einmitt þurft að kljást einir við skelfilegar fjárhagslegar afleyðingar hrunsins á meðan klíkan ykkar situr við evrópusambands borðið og spáir í tækifærin sem bjóðast í nýjum nefndum og ráðum í Brussel? Að sjálfsögðu hefði ég gaman af að hitta Guðmund og forystu RSÍ en afsökunarbeiðni okkar verður þar alls ekki eingöngu rædd eins og formaðurinn heldur.


Ragnar Þór Ingólfsson
Bjarki Steingrímsson

Svarbréf Gunnars Guðmundssonar.

Já sælir. Eruð þið tveir kosnir sem fulltrúar allra launamanna? Eigum við að ræða það?

Ég sit í miðstjórn ASÍ sem eini fulltrúi rafiðnaðarmanna, kosinn til þess af félagsmönnum RSÍ. Það sem ég set fram innan ASÍ er byggt á teknum samþykktum rafiðnaðarmanna. Vera RSÍ innan ASÍ byggist á því að þar getum við rafiðnaðarmenn haft mest áhrif á gang þjóðmála. Höfum aðganga að öflugri hagdeild og getum haft áhrif á hvaða verkefnum hún beinir sjónum sínum og fengið þaðan úrvinnslu á gögnum í okkar kjarabaráttu. Höfum áhrif á setningu laga með umfangsmiklu starfi við umsagnir laga og reglugerða. Höfum áhrif á þróun verðlags. Stöndum betur í fæturna gagnvart stjórnvöldum.

Í félagslegu starfi ganga hlutirnir þannig fyrir að menn kynna sér vel það sem þeir eru að gagnrýna, setja síðan fram rökstuddar tillögur um hverju eigi að breyta og hvað eigi að koma í staðinn. Síðan er tillögunum unnið fylgi og þá helst í þeim nefndum og stjórnum sem fjalla um viðkomandi málaflokk.

Verzlunarmenn eru með báða forseta ASÍ og 3 aðra miðstjórnarmenn, þeir bera fram samþykktir félaga verzlunarmanna og öll vinnum svo að finna sameiginlegar niðurstöður sem nálgast sjónarmið sem flestra. En eruð þið við sama heygarðshornið. Setjið einungis fram fullyrðingar, engin rök bara innihaldslausar upphrópanir. Allir sem eru ykkur ekki sammála eru í einhverjum leyndarhjúpi og þora ekki að koma fram. Ef ykkur er svo svarað og þið beðnir um rök þá koma frá ykkur einhverjir ómerkilegur útúrsnúningar.

Þið haldið því blákalt fram opinberlega að ég sé í engum tengslum við mína félaga og taki einn allar ákvarðanir inn í einhverri lokaðri klíku niður á ASÍ. Með svona yfirlýsingum eruð þið að lítilsvirða störf 20 manna miðstjórnar RSÍ, 45 manna sambandsstjórnar, stjórna 10 aðildarfélaga og 120 manna trúnaðarráðs. Þið hafið ítrekað á þessu ári auk þess gert lítið úr þeim 600 félagsmönnum inna RSÍ sem sóttu fjölmarga félagsfundi í haust og þeim 500 félagsmönnum sem sóttu félagsfundi í vor. Þið gerið endurtekið lítið úr þessu fólki og hefur ykkur tekist að reita það til reiði. Það er virkur þátttakandi í ákvarðanatöku og það sem við starfsmenn RSÍ förum fram með eru samþykktir þessa fólks.

Ég hélt að þið mynduð verða ferskur vindur ungra og nýrra sjónarmiða og það voru margir sem litu til ykkar. En þið hafið fullkomlega brugðist öllum vonum. Bara ómerkilegir innihaldslausir rugludallar.

Það eina sem frá ykkur hefur komið eru upphrópanir í fjölmiðlum um að allt sé ekki eins og það eigi vera. Gefið í skyn að margt þoli ekki dagsins ljós og allir starfsmenn stéttarfélaganna séu skúrkar. Engin rök, engar tillögur engin vilji til þess að kynna sér mál. Á meðan svo er þá er málflutningur ykkar dylgjur og órökstuddur rógburður um saklaust fólk.

Ykkur tókst að ná eyrum fjölmiðla og margra með þessum upphrópunum. En nú er sá tími liðinn, nú eruð þið komnir í þá stöðu að vera varaformaður og stjórnarmaður stærsta verkalýðfélags Íslands og verðið að sýna fram á það sem þið fullyrðið eigi við einhver rök að styðjast. Ykkur hefur ekki tekist það. Þá blasir við sú staðreynd að þið eruð innistæðulausir gasprarar, sem hikið ekki við að fara í fjölmiðla með rógburð um félaga ykkar og starfsfólk ykkar á skrifstofum stéttarfélaganna.

Eins og kom t.d. fram á ársfundinum er þekking ykkar á lífeyrismálinum og öðrum málum innan hreyfingarinnar engin. Þið voruð aðhlátursefni. Svar ykkar var að fara í fjölmiðla og lýsa því yfir að þeir 300 sem sátu fundinn væru allir sirkusfífl. Þið einir tveir hefðuð rétt fyrir ykkur.

Nú er gripið til þess að verkalýðsforystan sé á bólakafi í nefndar- og stjórnarstörfum og talað um að það sé eitthvað ljótt. Hvað er átt við? Nefndir og starfsráð eru sett upp til þess að vinna að úrvinnslu mála og koma þeim áfram. Það er því hlutverk starfsmanna og stjórnarmanna að taka virkan þátt í þessu starfi. Ég hef ekki séð ykkur í þessu starfi. Þær nefndir sem ég þekki til og menn sitja í á vegum verkalýðshreyfingarinnar snúa að ákvarðanatöku um baráttumál verkalýðsfélaganna.

Ég þekki engan í forystu Rafiðnaðarsambandsins sem situr í einhverri "óheppilegri" stjórn eða nefnd. Það hefur komið fyrir að einhverjir af okkar forystumönnum eru hækkaðir í stjórnunarlögum fyrirtækja og þá hafa þeir vikið úr sínum sætum í sínu verkalýðsfélagi. Þið verðið að færa einhver rök fyrir þessum upphrópunum ykkar um nefndir og ráð á torgum og fundum.

Nú er það svo að Rafiðnaðarsambandið kýs sína fulltrúa í stjórnir og nefndir og það er eitt sem þið virðist ekki átta ykkur á. Þið eruð í stjórn VR. allt sem þið segið um störf annarra stéttarfélaga er bein afskipti VR af innra starfi annarra stéttarfélaga. Ykkur kemur t.d. nákvæmlega ekkert við hvernig við kjósum að halda á okkar málum hér í RSÍ frekar en að okkur komi við hvað þið í VR gerið.

Ein beiðni í lokinn, snúið ykkur að innri málum VR og látið önnur stéttarfélög í friði við erum fullfær að sjá um okkar mál og erum bara í ágætum málum án ykkar aðstoðar.


Fh. rafiðnaðarmanna

M bestu kveðjum Guðmundur Gunnarsson

Svar Okkar:

Sæll Guðmundur

Varaformaðurinn heitir Bjarki.

Það væri nú óskandi að pyngjur launafólks væru eins innihalds miklar og svar bréf þitt. En þegar maður les það yfir þá er það alveg eins innantómt og innihaldslaust.

Það væri áhugavert ef þú tækir saman fyrir okkur í stuttu máli hvernig þið forystusauðirnir innan ASÍ hafið tryggt réttindi og kaupmátt, félagsmanna stéttarfélaga eftir bankahrunið.

Þú segir þekkingu okkar á lífeyrismálum og örðum málum innan hreyfingarinnar enga og við séum "Bara ómerkilegir innihaldslausir rugludallar". Er þetta svara vert?

Við buðum okkur báðir fram með ákveðin mál í farteskinu og það eina sem við höfum gert er að fylgja þeim eftir. Afstaða félagsmanna VR var skýr. Það eru félagsmenn sem ákveða hvernig félagið á að vera og hvaða mál við setjum á oddinn. Ekki prívat pólitísk sjónarmið Guðmundur Gunnarssonar, Gylfa og félaga.

Við erum tilbúnir að leggja störf okkar undir almenna kosningu félagsmanna hvenær sem er. Hvernig væri að við sendum út skoðannakönnun um ágæti starfa okkar og ykkar til allra félagsmanna og könnum hug þeirra til þeirra mála sem ykkur og okkur eru hugleikin? Við hljótum að geta sent frá okkur "sameiginlegan spurningalista". Er þetta ekki eina leiðin til að skera úr um þennan ágreining ??

Hér er stundaður lögvarin þjófnaður á eigum almennings í formi bílalána,verðtryggingar og myntkörfulána, Kaupmáttur launa er í frjálsu falli osfrv..

Þetta svar þitt er enn ein innhaldslausa froðan sem frá þér kemur. Ein aðal uppistaða froðu er loft. Þú hefur sjálfur farið mikin í fjölmiðlum og úthúðað öllum þeim sem ekki taka orðum þínum sem heilögum sannleik. Hvernig ætlast þú til þess að launafólk taki þig alvarlega, sem einn aðalsöngvarinn í gospel kór evrópusinnaðra samfylkingarsauða.

Ég ætla ekki að skipta mér að því hvernig þú rekur þitt stéttarfélag en þegar þú talar sem málsvari minn innan ASÍ er mér frjálst að gagnrýna þig sem og aðra gæðinga sem að kjötkatlinum koma.

Þú talar um að þið séuð í ágætum málum. Í hvaða draumaheimi lifir þú Guðmundur? Ertu að segja að launafólk á íslandi og heimili þeirra séu almennt í ágætum málum. Ég skal trúa því að miðstjórnarklíkan sé í ágætis málum enda þarf hún ekki að lepja dauðan úr skel eins og komið er fyrir mörgum umbjóðendum okkar. Hún er líklega ekki mikil kjaraskerðingin hjá ykkur.

Það eitt að aðal hagmunagæsla launþega á íslandi, taki ekki afstöðu gegn verðtryggingu, myntkörfulánum,neyslusköttum sem gerðu ekkert annað enn að grafa enn dýpri gröf kaupmáttarrýrnunar og skiluðu engu nema hækkun verðbóta á húsnæðislánum almennings er vítavert sinnuleysi.

Þið ættuð að biðjast afsökunar með mjög áberandi hætti og ættið að skammast ykkar. Ég legg svo til að miðstjórnin segi af sér vegna þessa.

Það er ekki eðlilegt að verðbætur á fasteignum okkar sé öryggisnet banka og lífeyrissjóða eftir að hafa spilað rassinn úr buxunum eftir útrásarfylleríið.

Þið virðist vera gjörsamlega úr öllu sambandi við raunvöruleikan og ástandið í samfélaginu. Það er ekkert sem bendir til þess að breyting verði þar á.

Þú talar um að VR hafi bæði forystusætin.

Gylfi og Ingibjörg eru eins fjarlæg okkur og karlinn í tunglinu. Gylfa hef ég aldrei rætt við og Ingibjörgu einu sinni, þrátt fyrir loforð þeirra um að hitta okkur til að ræða málin.

Það er og verður erfitt fyrir ykkur sértrúarsöfnuðinn að viðurkenna brotalamir í lífeyriskerfinu, sem getur ekki einu sinni greitt út séreignasparnaðinn nema á afborgunum og með hámarki.

Þú ert sorglegt dæmi um hvernig komið er fyrir verkalýðshreyfingunni á Íslandi. Ég bar miklar væntingar til þín á sínum tíma og taldi þig bjargvætt okkar launamanna, áður en þú seldir sálu þína.

Það versta er að starfsfólk verkalýðsfélaga, sem er í nákvæmlega sömu stöðu og allir hinir, þurfa að lýða fyrir þessa umræðu á meðan þau vinna mikið og gott starf, enda innra starf VR til mikilla fyrirmyndar. Það er ekki hægt að kenna starfsfólki verkalýðsfélaganna um aumingjaskap forystunnar.

Eftir höfðinu dansa limirnir osfrv.

Ég þakka fyrir svarið Guðmundur sem sýnir okkur að við erum á hárréttri braut og höldum ótrauðir áfram sem aldrei fyrr.

Kær kveðja.
Ragnar Þór Ingólfsson
Bjarki Steingrímsson

Í neðanmáls texta sem gjarnan fylgir tölvupósti sem mér berst, er oft minnst á bótaábyrgð og refsingu ef pósturinn berst óviðkomandi aðila. Vil ég því benda á, að tölvupóstur þessi og öll viðhengi hans eru ekki leyndarmál gagnvart félagsmönnum VR og ég starfa fyrir að heilum hug og er þar af leiðandi ekki eingöngu ætluð þeim sem hann er stílaður á, vinsamlega sendu póstinn hvert sem þér viljið. Að endingu kýs ég að setja eftirfarandi bókun mína sem er í fundargerðar bókum VR dags 28.10.2009.

"Ég bóka það hér með að ég mun aldrei taka þátt í að koma að stjórnun stéttarfélags sem rekur sig eins og leynifélag gagnvart félagsmönnum sínum"
 

Helstu baráttumál okkar Bjarka eru sem hér segir.

Leiðrétting á stökkbreyttum höfuðstól húsnæðislána. Gegnsæi í fjárfestingum lífeyrissjóða og sjóðsfélagar kjósi sjálfir í stjórnir þeirra. Stöðugleika fyrir heimilin. Raunveruleg úrræði vegna myntkörfulána. Opna félagið fyrir félagsmönnum.

Þetta eru baráttumálin sem skilaði okkur yfirburðarkosningu í stjórn VR. Ríkjandi meirihluti sem hélt völdum þrátt fyrir sigur okkar hefur kerfisbundið unnið gegn þessum markmiðum og nú síðast með því að víkja Bjarka Steingrímssyni úr embætti varaformanns vegna ræðu sem hann hélt á austurvelli sem valdaklíkunni innan verkalýðshreyfingarinnar mislíkaði svo.

Hér má sjá ræður okkar á Austurvelli: Bjarki Steingrímsson  Ragnar Þór Ingólfsson 

 


Bloggfærslur 11. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband