27.8.2009 | 14:28
Viljum við sömu stjórnendur Existu?
Hvað hafa Bakkavararbræður gert til að verðskulda traust sjóðsfélaga fyrir því litla sem eftir er af brunarústum Existu? Við höfum fyrirmyndir á borð við Stoðir, Eimskip og Straum.
Fyrir "raunverulega" hverja eru nauðarsamningarnir?
Langstærstu fjárfestingar Lífeyrissjóðs Verslnarmanna voru í Kaupþingi 3,2 % ,Exista 4% og Bakkvör 6,7%. þegar mest lét og var sjóðurinn meðal stærstu eigenda þessara fyrirtækja.
Verðmæti hlutabréfa sjóðsins í þessum félögum í árslok 2007 var yfir 30 milljarðar en eru verðlaus í dag. Talið er að sjóðurinn hafi tapað um 10-12 milljörðum á töpuðum skuldabréfum í þessum félögum sem gerir heildartapið um 42 milljarðar, óvissa um uppgjör gjaldeyrissamninga er ekki tekin með og ekki tap á eignahlut sjóðsins í Skipti.
Tengslin:
Gunnar Páll Pálsson
Formaður VR
Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.
Stjórnarmaður í Kaupþingi
Lánanefnd Kaupþings
Eiginkona Gunnars Páls
Ásta Pálsdóttir
Er Lykilstarfsmaður hjá Kaupþingi og er skráð á innherjalista hjá FME sem slíkur.
Fjölskylda hennar á og rekur Atafl, gömlu keflavíkurverktaka. Atafl samsteypan sem fékk 50 milljónir Evra eða yfir 9 milljarða lán í gegnum Íslandsverktaka og tengd félög frá Kaupþingi samkvæmt lánabók. Ásta Pálsdóttir er systir Bjarna Páls stjórnarformanns Atafls sem er þá mágur Gunnars Páls sem sat í lánanefnd bankans, stjórn og var stórnarformaður LV og formaður VR.
Þau Ásta og Gunnar eru bæði talin hafa fengið niðurfellingar á ábyrgðum vegna hlutabréfakaupa og eða annara fjárfestinga.
Þorgeir Eyjólfsson
Fyrrv.forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.
Framkv.stjóri eða Managing Director, Nasdaq OMX Nordic Exchange group.
Eiginkona Þorgeirs er Sigríður Kristín Lýðsdóttir starfsmaður hjá Kaupþingi.
Sonur Þorgeirs Lýður Þorgeirsson er sérfræðingur á fyrirtækjasviði Kaupþings.
Dóttir Þorgeirs Guðrún Þorgeirsdóttir er framkv.stjóri eignastýringar hjá Existu og vara stjórnarmaður hjá Lýsingu samkv.FME.
Víglundur Þorsteinsson
Fyrrv.stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og eigandi BM-Vallár.
Fékk 62,2 mlljónir Evra eða um 11.2 milljarða í lán frá Kaupþingi samkv. Lánabók.
BM-Vallá hefur ekki skilað inn ársreikningum til ríkisskattstjóra síðan 1995.
En það hlýtur að vera ein af forsendum lánshæfi fyrirtækja ásamt því að þurfa að standa skil á slíkum gögnum samkv.lögum.
Exista var stærsti eigandi Kaupþings.
Samkvæmt lánabók og fréttum fjölmiðla höfðu stjórnendur loka ákvörðunarvald um það hverjir fengu lán hjá bankanum.
Fyrirtæki sem tengjast tveimur fyrrverandi stjórnarformönnum Lífeyrissjóðs Verslunarmanna fengu tug milljarða fyrirgreiðslur frá kaupþingi,stærstu fjárfestingu lífeyrissjóðsins og voru meðal stærstu skuldara bankans. Hver voru veðin? Höfðu ákvarðanir þeirra um óverjandi stórlánveitingar til helstu eigenda bankans eitthvað að gera með fyrirgreiðslur til fyrirtækja þeim tengdum? Tóku þeir eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni umbjóðenda sinna?
Er þetta skýringin á því að lífeyrissjóður verslunarmanna vill með öllum tiltækum ráðum ganga til nauðasamninga við Bakkavararbræður um stjórn Existu sem er eingöngu hrip lek regnhlíf yfir aðrar sjálfstæðar einingar félagsins. Stjórnendur Existu vildu rúmlega 1 milljarð á ári fyrir umsýslu skuldasúpunnar. Í dag má ætla að það fáist aðeins um 5% upp í kröfur. Ekki hafa afskriftir LV verið í samræmi við þær heimtur svo mikið er víst.
Í fréttum dagsins hefur rekstrarkostnaður verið togaður niður í 150 milljónir. Ég er ansi hræddur um að inn í þá tölu vantar árangurstengdar heimtur á kröfum,ekki ósvipaður díll og Straumverjar ætluðu að plata kröfuhafa til að ganga að en þar var "rekstrarkostnaðurinn" ekki hátt hlutfall af heildinni.
Hvaðan koma peningarnir? Ætla Bakkabræður að blóðmjólka fyrirtækin sem eftir eru í samstæðunni og setja rekstrarkostnað Existu í forgang. Neytendur borga svo brúsan í formi hækkana á vöru og þjónustu viðkomandi fyrirtækja innan samsteypunnar. Niðurskurður og uppsagnir hljóta að vera óumflýjanlegar.Síðan lengja þeir gjalddaga í skuldafréfaútgáfum sínum en þá geta lífeyrissjóðirnir dreift tapinu smá saman yfir langan tíma?
Það er útilokað að þetta reikningsdæmi gangi upp hjá þessum mönnum.
Hvað veldur því að Lífeyrissjóður Verslunarmanna hugleiði slíka samninga við þessa aðila sem léku sjóðinn svo grátt þegar klárlega liggur fyrir að mest fáist upp í kröfurnar með að skera burt blóðsugurnar.
Á hvaða forsendum,við hverja og á hvaða gengi gerði Lífeyrissjóður Verslunarmanna gjaldeyrissamninga upp á 93 milljarða? Af hverju er stjórnarmönnum VR og sjóðsfélögum neitað um þessar upplýsingar sem geta haft veruleg áhrif á lífeyrisréttindi okkar.
Þegar Pabbi (Þorgeir Eyjólfsson forstjóri LV) tók stöðu með íslensku krónunni fyrir 93 milljarða, Tók dóttirin (Guðrún Þorgeirsdóttir framkv.stjóri eignastýringar Existu) Stöðu gegn krónunni.
Gunnar Páll formaður VR, stjórnarformaður LV staðfesti svo samningana fyrir báða aðila en hann átti sæti í stjórn Kaupþings og í lánanefnd Kaupþings.
Til að stærstu eigendur Kaupþings "Exista" sem gerir kröfu í gamla kaupþing upp á 100 milljarða fyrir það eitt að taka stöðu gegn krónunni, og Kjalar sem gerir kröfu upp á 180 milljarða, þurfti einhvern til að veðja á móti.
Ef Exista tók stöðu gegn krónunni sem skilar þeim yfir 100 milljörðum í tekjur og á sama tíma lét viðskiptavini Kaupþings taka stöðu með krónunni og viðskiptavini Lýsingar fjármagna bílasamninga sem önnur kaup í erlendri mynt og fengu svo Lífeyrisjóðina til að veðja á móti sér fyrir restinni.
Ef þetta kallast ekki að taka stöðu gegn íslensku krónunni þá get ég í raun ekki útskýrt það hugtak frekar. Þessir snillingar hafa kallað þessa gjörninga gjaldeyrisvarnir og eru á góðri leið með að komast upp með það.
Ef þetta var ekki stöðutaka gegn krónu, hver er þá meiningin á bakvið slíka gjörninga í íslands lögum.
Var það hrein tilviljun að krafa sjóðsfélaga um breytingar og gegnsæi voru hafðar að engu þegar nýr stjórnarformaður LV, Ragnar Önundarson réð "nýjan" framkv.stjóra sjóðsins til starfa. Fyrir valinu varð Guðmundur Þórhallsson fyrrum framkvæmdastjóri eignastýringar sjóðsins sem bar meðábyrgð á fjárfestingum hans með Þorgeiri Eyjólfssyni sem þáði 34 milljónir í laun ásamt fríðindum fyrir árið 2008.
Var ráðningasamningur Guðmundar sem er leynilegur til 7 ára tilviljun? En í 7 ár þarf sjóðurinn að halda í bókhaldsgögn, eftir þann tíma má kveikja á pappírstæturum.
Lífeyrissjóður Verslunarmanna tapaði langmest á viðskiptum sínum við Bakkavararbræður en samt vill sjóðurinn rétta þeim á silfurfati einræðisvald yfir einu verðmætunum sem eftir eru í Existu.
Þetta er álíka ábyrgðafullt og að rétta Sigmundi Erni bíllykla eftir kvöldþing.
Hvað er það sem þolir ekki dagsljósið? Það erum við fólkið sem eigum þessa peninga! Ekki einhverjir útrásargæðingar sem hafa lokað að sér í fílabeinsturnum.
Með því að gera nauðarsamninga komumst við aldrei að hinu sanna.
Hvenær segjum við sjóðsfélagar:
Stopp! Hingað og ekki lengra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)