Icesave og verkalýðshreyfingin.

Það er lýsandi fyrir ástandið í þjóðfélaginu að okkar helsta hagsmunagæsla hefur ekki tekið afstöðu til nokkura stærstu mála sem upp hafa komið. Jú það er eitt mál. Evrópusambandið.

Hver verður fórnunarkostnaðurinn fyrir málstað sem fáir skilja.

Verðtryggingin er að sliga heimilin og hefur gert síðan sama forysta tók vísitölutryggingu launa úr sambandi árið 1983 og var verðtrygging lána látin standa. Ég ætla öðrum eftir að rökstyðja þessa rökleysu hér en þessi gjörningur er talin af mörgum okkar fremsu hagfræðingum þmt. Gunnari Tómassyni ein mestu hagstjórnarmistök Íslandssögunnar.

Mér finnst því broslegur málflutningur ASÍ um stöðugleika og stöðugleikasáttmála þegar ákveðinn hópur  innan okkar samfélags hefur beinan hag af óstöðugleika og því engin samfélagslegur hvati til að viðhalda honum sem slíkum.

Icesave.

Hvernig er hægt að samþykkja svona lagað án þessa að vita nákvæmlega hversu mikið við þurfum að borga? Hvað liggur svona mikið á ? Ætlar verkalýðsforystan að samþykkja skuldaánauð á umbjóðendur sína ofan á alla þá skerðingu og hamfarir sem skollið hafa á einstaklinga og fjölskyldur þessa lands.

Verður aðgöngumiðinn í Evrópusambandið það dýru verði keyptur að við ráðum aldrei við að borga hann.

Hagsmuni hverja er verið að verja ?

 

 


Bloggfærslur 9. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband