Andlega vanheilt fólk!

Það barst ábending frá aðila á póstlista skugga þar sem honum höfðu borist "vægast sagt" vafasamir tölvupóstar. Mér fannst því rétt að verða við þessari beiðni í ljósi þess sem á undan er gengið og hvet fólk til að sýna stillingu og gæta hófs.

Bréfið:

"Með fullri virðingu fyrir þínum skoðunum og framsetningu efnis á þínu bloggi, þá vill ég biðja þig vinsamlega að fjarlægja netfangið úr bloggfærslu þinni. Í fyrsta í lagi þá er þetta netfang í eigu XXXX í öðru lagi þá er ég að fá pósta frá andlega vanheilu fólki á þetta netfang þar sem innihaldið tengist umfjöllun á blogginu þínu. Ég tek það fram að ég fagna allri málefnalegri gagnrýni á mig og mínar skoðanir og endilega haltu uppi vörn og sókn í þínu hjartans máli.

Ef þú vildir vera svo vænn að geta mín heldur með nafni og taka það fram að ég tilheyri listanum á síðunni þinni en vinsamlega taktu vinnupóstinn út."

Með virðingu og vinsemd

XXXX

Það er því meira en sjálfsagt að verða við þessari beiðni.


Bloggfærslur 5. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband