Guðmundur blindi.

Engin er eins blindur og sá sem ekki vill sjá. Er máltæki sem prýðir forsíðu eyjubloggarans Guðmundar Gunnarssonar frænda míns og verkalýðsleiðtoga. Guðmundur hefur með skeleggum hætti varið lífeyrissjóðskerfið og má engu illu upp á það trúa, ekki frekar en Gunnar í krossinum á biblíuna.

Guðmundur segir meðal annars:

"Það er búið að skaða almenna lífeyriskerfið gríðarlega mikið með allskyns sleggjudómum. T.d hefur nokkrum sinnum komið fram í Silfri Egils ungur maður með fullyrðingar studdar með Ecxeltöflum um lífeyrissjóðina, sem bera þess merki að hann hefur nákvæmlega enga þekkingu á kerfinu. Egill hefur ásamt útvarpsstjóra algjörlega hafnað því að einhver með þokkalega þekkingu fái að koma og sýna fram á að hversu rangar forsendur eru í útreikningum hins unga manns. Hverra hagsmuna voru þeir að gæta?"

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðmundur kemur fram með fullyrðingar á borð við þessa þar sem hann segir þá sem gagnrýna lífeyrissjóðina, fyrir eitthvað annað en það augljósa, hafi nákvæmlega enga þekkingu á kerfinu. Af þessum ummælum að dæma mætti ætla að sá mikli fjöldi einstaklinga sem ég hef rætt við sem tengst hafa mörgum af þessum sjóðum,bæði beint og óbeint,innan úr bankakerfinu,osfrv. þjáist af sama þekkingaskorti og Guðmundur vísar til. Það virðist einnig fara rosalega í taugarnar á Guðmundi að sælgætissali sé að gagnrýna sjóðina. Sami sælgætissali selur líka kjúkling. Hvað með þá sem reka sjoppur eða bari, hamborgarabúllur, skyndibitastaði, eða jafnvel þeir sem reykja gætu fallið undir sömu skilgreiningu Guðmundar. Ég sé ekki hvað það komi málinu við enda setur Guðmundur málið upp þannig og alhæfir að Helgi í Góu ætli að taka eignarnámi sparifé okkar til að fjárfesta í hjúkrunarheimilum. Ég er nú ekki sérstakur talsmaður Helga í Góu en eg hef hlustað á karlinn og ekki heyrt betur en að hann sé að mælast til að sjóðirnir noti lítið brot af fjárfestingum sínum fyrir hag sjóðsfélaga í formi þjónustuíbúða. Guðmundur ætti að lesa hugmyndir manna á borð við Sigurð Oddsson verkfræðings um "Lífbygg" en trúlega er hann of  blindur til þess.     

Excell æfingar ofl.

Ég hef bent á gríðarlegan rekstrarkostnað sjóðanna og bent á að kerfið kosti okkur um 4 milljarða á ári. Ég hef fengið meðal annars ákúrur fyrir að taka fjárfestingargjöld inn sem rekstrarkostnað ofl. Ef við snúum orðalaginu og segjum kostnaður við rekstur sjóðanna og tökum fjárfestingargjöldin með í reikningin því Það er umtalað í bankakerfinu varðandi lúxusferðir almennu sjóðanna að það hafi margborgað sig að standa í þessum rándýru "vinnuferðum" fyrir forstjórana vegna þess að bankarnir fengu það margfalt til baka í formi umsýslugjalda vegna fjárfestinga þeirra. Úr hvaða vösum kemur þessi kostnaður Guðmundur ????

Allar tölur úr mínum útreikningum eru opinberar tölur og gögn úr ársreikningum,FME, Kauphöll Íslands ofl. og því gaman að fá frekari rökstuðning frá Guðmundi um málið. Hann telur mig t.d. ekki reikna með almannatryggingakerfinu osfrv. sem var jú ástæðan fyrir því að ég byrjaði að gagnrýna sjóðina á sínum tíma. Ég hef vissulega gefið mér ákveðnar forsendur því að kerfið er harðlokað eigendum peningana "okkur" og hvað eftir annað vísað á ársreikninga og upplýsingaskyldur samkv.lögum þegar ég hef reynt að fá t.d. sundurliðun á skuldabréfaeignum, upphæðir gjaldeyrissamninga osfrv.

Hafa ber í huga að Guðmundur er varastjórnarmaður lífeyrissjóðsins Stafa og því eðlilegt að hann verji sig og sína með kjafti og klóm enda þekktur baráttujaxl. Guðmundur talar um þekkingaleysi sjóðsfélaga á málefnum lífeyrissjóða og get ég tekið undir það með honum að kerfið er ákaflega óaðgengilegt og illskiljanlegt þeim sem borga í það. Það er því enn einn áfellisdómur á stjórnendur sjóðanna að kynna ekki betur starf þeirra fyrir sjóðsfélögum á þeirri íslensku sem við skiljum í stað þess að notast við þung og villandi hugtök og framsetningar á stöðu þeirra sem venjulegt fólk á í erfiðleikum með að skilja og rangtúlkar vegna þess að það þekkir ekki löggiltar forsendur á framsetningum samanborið við rekstrarkostnað sem hlutfall af eignum sem er í engu samræmi við raunverulegan heildar kostnað við kerfið  osfrv.

Engin er eins blindur og sá sem ekki vill sjá. Og dæmi hver fyrir sig.

Hér eru einfaldar hugmyndir um betra kerfi, hugmyndir ungs manns sem nákvæmlega enga þekkingu hefur á líferyissjóðunum. 

 


Bloggfærslur 3. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband