Þorgeir Eyjólfsson telur fólk vera fífl !

 

Þorgeir Eyjólfsson forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna heldur því fram að tap sjóðsins sé ekki eins mikið og menn vildu vera láta. Umfjöllun um fegrun bókhalds eigi ekki við um LV. Hann telur sjóðinn hafin yfir þá gagnrýni sem er í þjóðfélaginu, og að tap LV vegna hrunsins sé óverulegt miðað við ástandið hér heima og erlendis. Hann segir ekki þurfa að koma til skerðingar lífeyrisréttinda. Gagnrýni á lúxus boðsferðir eiga heldur ekki við rök að styðjast um starfsemi LV þar sem einungis hafi verið um 14 slíkar ferðir að ræða hjá sjóðnum. 

Kjarni málsins er samt hin 11,8% neikvæða ávöxtun Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna.

Á heimasíðu sjóðsins er reynt að sannfæra almenning um að búið sé að reikna með öllum afskriftum á skuldabréfa eign sjóðsins, sem er rakalaus þvættingur að mínu mati enda vantar allar upphæðir inn í rökstuðning þeirra, og hver sem er getur lesið úr þessari samantekt að staðhæfingar hans standast engan veginn. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar  þekktar stærðir úr ársreikningi Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna frá 2007.

Tekið skal fram að upplýsingar um verðbréfaumsýslu LV árið 2008 eru frá kauphöll Íslands “tuttugu stærstu” en þá var hlutur LV í Exista komin í 4,53% og Bakkavör í 6,77% þann 6. október rétt fyrir hrunið. Staða Kaupþings 4 sept.2008 var 3,2%. Það er því ekkert sem bendir til þess að Þorgeir hafi með einhverjum undraverðum hætti gert ráðstafanir vegna slæmrar stöðu bankanna rétt fyrir hrun.

Kanna þarf vel hverjum var selt og af hverjum var keypt mánuðina fyrir hrunið enda er skyndileg aukning í t.d. Exista bréfum grunsamleg svo ekki sé meira sagt. Enda slíkar fjárfestingar ekki til þess fallnar að vera “ráðstafanir gegn slæmri stöðu bankanna” eins og Þorgeir Eyjólfsson forstjóri LV komst að orði. 

Er það tilviljun að Guðrún Þorgeirsdóttir dóttir Þorgeirs er framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Exista?

 

Eftirfarandi upplýsingar eru teknar úr grein sem ég skrifaði 12 Des.2008 og versnaði staðan lítillega til áramóta og enn meira til dagsins í dag með falli Straums og Sparisjóðanna svo lítið eitt sé nefnt.

 

Innlend Hlutabréfaeign LV

 

Bókfærð eign  

Lækkun í %

 

 Staða 9.12 2008

 

Hlutur í %

árslok 2007

frá áramótin.

Núvirði.

Tap

Alfesca HF

0,9

369.533.000

42

214.329.140

155.203.860

Bakkavör Group

5,6

7.055.553.000

93

493.888.710

6.561.664.290

Century Alumnium Company

0,8

1.086.113.000

76

260.667.120

825.445.880

Exista HF

1,8

3.970.085.000

99

39.700.850

3.930.384.150

FL Group HF

0,6

1.138.976.000

100

0

1.138.976.000

Flaga Group HF

2,2

12.750.000

0

12.750.000

0

Glitnir Banki HF

0,8

2.470.348.000

100

0

2.470.348.000

Eimskipafélag Íslands

0,6

362.126.000

96

14.485.040

347.640.960

Icelandair Group HF

1,2

322.347.000

53

151.503.090

170.843.910

Kaupþing Banki HF

3,3

21.334.515.000

100

0 kr.

21.334.515.000

Landsbanki Íslands HF

3,2

11.612.675.000

100

0

11.612.675.000

Marel HF

2,4

988.063.000

21

780.569.770

207.493.230

Straumur Burðarás HF

1,7

2.586.952.000

81

491.520.880

2.095.431.120

Teymi HF

0,3

62.311.000

100

0

62.311.000

Össur HF

2

775.223.000

2

790.727.460

15.504.460

Verðbréfaþing ehf

12,9

1.556.000

0

1.556.000

0

Skipti ehf. Tap því bréfunum var skipt í bréf Existu.

8

2.475.000.000

100

0

2.475.000.000

VBS Fjárfestingarbanki H.F.

3,3

258.552.000

0

258.552.000

0

 

 

56.882.678.000

 

3.510.250.060

53.372.427.940

Hlutfall af heildareignum sjóðsins

 

21,70%

 

 

19,80%

Heimildir

 

 

 

 

Tap

Euroland.com

 

 

 

 

 

Landsbankinn.is

 

 

 

 

 

Tap LV 2008 á innlendum hlutabréfum voru rúmir 53 milljarðar eða 20% af heildareignum sjóðsins.

Tap LV 2008 á gjaldeyrissamningum/afleiðusamningum var 15,7 milljarðar eða um 6% af heildareignum.

Þessir tveir liðir þurkuðu út 26% af öllum eignum sjóðsins.

Í þessar tölur vantar upplýsingar um tap á skuldabréfaeignum sjóðsins í hálfgjaldþrota atvinnulífi og skuldabréfaeign sjóðsins í gjaldþrota bönkum sem voru samtals 35 milljarðar. Lífeyrissjóður Verslunarmanna á líklega eftir að afskrifa um 15-17 milljarða á tapaðri skuldabréfaeign sjóðsins í bönkum og fjármálafyrirtækjum. Þeir segjast hafa skrifað niður tap á skuldabréfaeign sjóðsins í fyrirtækjum en hafa klárlega ekki skrifað niður verðlaus bréf í bönkunum.

Tap LV 2008 á Skuldabréfaeignum sjóðsins gæti hæglega numið 26 milljörðum eða um 10% af heildareignum.

Með þessum þriðja lið gætu um 36% af öllum eignum sjóðsins hafa þurkast út.

Einnig vantar trúverðuga úttekt á erlendum eignum sjóðsins sem eru líklega verðlitlar miðað við spár sérfræðinga á borð við Robert Wade hagfræðiprófessors ofl. sem telja að um helmingur eigna lífeyrissjóðanna sé tapaður.

Það kæmi mér ekki á óvart að tap LV sé að lágmarki 30-40% af heildareignum sjóðsins eða 80 - 110 milljarðar króna að nafnvirði.

Eignastaða sjóðsins í árslok 2007 var 269 milljarðar.

Eignastaða í árslok 2008 ætti því að vera um 326 milljarðar með 3,5% Raunávöxtunarkröfu með mismun á iðgjöldum og útgreiðslum.

Eignastaða samkvæmt “bráðabirgðauppgjöri” sjóðsins þegar búið er að reikna inn mismun á greiddum iðgjöldum og útgreiðslum er 249 milljarðar í árslok 2008.

Samkv. 11,8% neikvæðri nafnávöxtun þýðir það rýrnun frá 269 milljörðum í 237 milljarða. Mismunurinn á 249m og 237m eru greidd iðgjöld sjóðsfélaga 2008.

Þetta er mismunur upp á 77 milljarða ef við uppreiknum með ávöxtunar kröfu en er aðeins 32 milljarðar að nafnvirði. Þegar búið er að reikna inn iðgjöld sjóðsfélaga 2008 fer eignarýrnun í aðeins 20 milljarða sem er tala sem mikið er notuð í auglýsingaherferðum sjóðsins.

Það hljóta allir sem þjást af rökhugsun og almennri skynsemi að sjá að þessar tölur eru úr öllu sambandi við það sem gerst hefur á fjármálamörkuðum hér heima og erlendis.

Raunveruleg eignastaða sjóðsins í árslok 2008, uppreiknuð af almennri skynsemi er í besta falli 188-195 milljarðar. Sem gerir mismun frá ætlaðri stöðu um 135 milljarða Neikvæða raunávöxtun.

Tap LV 2008 á gjaldeyrissamningum/afleiðusamningum var 15,7 milljarðar eða um 6% af heildareignum.

Voru gjaldeyrisskiptasamningar óþarfa áhættusækni eða varnir?

Af hverju var verið að gera slíka samninga sem mótvægi við gengis hagnað/tap sem erlendar fjárfestingar áttu að bera umfram ávöxtunar kröfu í ljósi þess að innlend ríkisskuldabréf báru mun betri raunávöxtun en almennt þekkist.

Af hverju voru slíkir samningar gerðir við bankana sem allir veðjuðu gegn krónunni? Bankarnir voru helstu ráðgjafar lífeyrissjóðanna.

Til að Ólafur Ólafsson & co. Kjalar hf. hafi getað tekið framvirkan gjaldeyris afleiðusamning gegn krónunni (að krónan lækkaði), sem Kjölur gerði 190 milljarða kröfu á að væri uppfylltur, þá þurfti einhver að veðja á móti þeim sömu upphæð með krónunni (að krónan hækkaði). Lífeyrissjóðirnir tóku það hlutverk að sér - Gunnar Páll stjórnarformaður LV og formaður VR var einnig í stjórn Kaupþings og sat þar líka í lánanefnd.

Annað hvort var Gunnar Páll með í gjaldeyris svikamyllu Ólafs Ól eða GP var nytsami LV skósveinnin, sem Kjalar hf. þurfti á að halda til að geta nýtt sér fyrirfram vitneskju bankans um yfirvofandi hrun krónunnar. Allt saman bakkað upp af Þorgeiri Eyjólfssyni forstjóra LV enda góður vinur Bakkabræðra,Hreiðars, Sigurðar og Ólafs Ó.

Það er með öllu óskiljanlegt að nokkur maður hafi veðjað á hækkun krónunnar vegna gjalddaga jöklabréfa haustið 2008. Vitað var með löngum fyrirvara að krónan mundi hrynja á þeim tímapunkti miðað við hvað henna var haldið hátt uppi sem vekur upp ákveðnar spurningar.

Það má því ætla að Þorgeir Eyjólfsson hafi ekki hlustað á helstu ráðgjafa sína, starfsmenn áhættustýringar bankanna sem hafa þurft að reikna út áhættuna og vitað fyrirfram að fé LV í stöðutöku með hækkun krónunnar á jöklabréfa gjalddögum væri glatað fé.

Er það tilviljun að Guðrún Þorgeirsdóttir dóttir Þorgeirs Eyjólfssonar forstjóra LV er framkvæmdastjóri áhættustýringar hjá Exista?

Af hverju hafa Bakkavararbræður gengið óáreittir til verks með að sölsa undir sig helstu verðmætum Exista og tengdra félaga meðan Þorgeir Eyjólfsson lýtur undan. Það þurfti aðra til að stoppa þá gjörninga af.

Er Þorgeir Eyjólfsson snillingur sem á meira undir en hagsmuni sjóðsfélaga eða gjörsamlega vanhæfur í starfi?

Hvað eru menn að sýsla bakvið tjöldin og hvað er það sem þolir ekki dagsljósið? Gæti það tengst Kaupþing Lúxemborg?

Hvers vegna þessi feluleikur með raunverulega stöðu sjóðsins? Hvað er raunverulega verið að fela?

Óhætt er að fullyrða að tap LV á Kaupþingi,Bakkavör og Exista. hafi ekki verið undir 70 milljörðum króna ef með eru talin áætlað tap á skuldabréfaeign, innlendu hlutafé, afleiðusamninga og erlendra verðbréfasjóða þeim tengdum.

Úr yfirlýsingu frá Landssamtökum Lífeyrissjóða:

„Tillögur um fyrirframgreiðslu á séreignarsparnaði þurfi að taka mið af því að ekki sé hægt að greiða séreignarsparnað út nema búið sé að selja verðbréf sem fjárfest hefur verið í.  Til þess að hægt sé að selja fjárfestingar og breyta í laust fé þurfi einhver kaupandi að vera til staðar. Í dag sé seljanleiki á verðbréfamörkuðum lítill sem enginn og því verulegum vandkvæðum bundið að selja fjárfestingar sjóðanna.

Ef opnað er fyrir útgreiðslu á séreignarsparnaði án þess að hugað sé að því að breyta fjárfestingum í laust fé sé hætta á að fjárfestingar sjóðanna lækki, þó að ekki takist að selja nema lítinn hluta þeirra. Raunveruleg hætta sé á að eignaverð myndi lækka verulega og ekki væri hægt að greiða sjóðfélögum séreign sína út. Inneign allra sjóðfélaga myndi skerðast, óháð því hvort þeir óski eftir fyrirframgreiðslu.”

Úr grein sem birtist í Morgunblaðinu 15. febrúar 2009 eftir þá Arnald Loftsson, framkvæmdastjóra Frjálsa lífeyrissjóðsins, Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóra Almenna lífeyrissjóðsins,  Marinó Örn Tryggvason, forstöðumann eignastýringar fagfjárfesta hjá Kaupþingi og Tryggva Guðbrandsson, framkvæmdastjóra íslenska lífeyrissjóðsins,  

Þetta eru sömu mennirnir og segja okkur að tap lífeyrisjóðanna séu í mesta lagi 2,3% að nafnvirði á meðan eignir gömlu bankanna ná um 25-30% upp í skuldir. Hafa ofmetnar eignir þeirra þá rýrnað um minnst 75-80%? Bankarnir voru jú helstu ráðgjafar lífeyrissjóðanna og voru staðnir að stórfelldu ofmati á eignum sínum. Fjárfestingar sjóðanna voru ekki aðskildar fyrir séreignina að öðru leiti sem reikningslykill í bókhaldi. Þannig að ætla má að verðmæti heildareigna sjóðsins falli undir sömu verðmætagreiningu.

Endurskoðunarfyrirtækin hafa verið uppvís um að kvitta án athugasemda undir bókhald banka og Stór fyrirtækja sem svo skemmtilega hafa komið okkur inn í framtíðina með bókhaldsbrellum og svindli.

Hver sem er getur lesið út úr þessum tölum heildartap LV er ekkert í líkingu við yfirlýsingar sjóðsins.

Ósmekklegast við þetta allt saman er hversu einhliða fjárfestingarstefna LV var í fyrirtækjum sem voru annáluð fyrir ofurlaun, glórulausa kaupréttar- og starfslokasamninga, innherjaviðskipti á dökkgráum svæðum, fjöldaframleiðslu á eigin fé og mútur sem síðan má krydda með einkaþotum, þyrluferðum, skemmtisnekkjum, sögusögnum um rándýrar skemmti- og fótboltaferðir með góðum slatta af dýrustu og flottustu hótelum heims.

Það sem verra er, er að verkalýðsforystan gekk fylktu liði með bros á vör og kvittaði undir þetta glórulausa bull enda nokkrir verkalýðsforkálfar í stjórnum stærstu lífeyrissjóðanna.

Það sem ergir mann samt mest er þegar stærstu lífeyrissjóðirnir með SA fremst í flokki hlaupa eins og hræddar rottur frá sökkvandi skipi fjármálageirans inn á Alþingi til að fá auknar heimildir til fjárfestinga í hálfgjaldþrota atvinnulífi, sem þeir áttu góðan þátt í að skuld setja upp fyrir haus með stjórnarsetu í bönkunum og glórulausri útlánastarfsemi til eigenda og vildarvina. 

Hvernig í ósköpunum getur ríkisstjórn Íslands fært sama fólki og hefur sturtað niður stórum hluta lífeyris okkar ofan í klósett fjármálgeirans, auknar heimildir til að fjárfesta í óskráðum félögum. Þetta er eins og að rétta dauðadrukknum manni bíllykla.

Steininn tekur síðan úr þegar ríkisstjórnin og ASÍ kvitta undir næsta ævintýri þessara sömu aðila með bros á vör og ætlast til þess að við tökum því þegjandi og hljóðalaust að gefin verði út óútfyllt ávísun á ævisparnað okkar. Síðan á að skella inn eignaupptökuliðnum í kaupæti svo hægt sé að leigja okkur fasteignirnar eftir að við missum þær.

Hvernig í ósköpunum getur þetta kerfi sem kostar okkur sjóðsfélaga um 4 milljarða á ári gengið upp?

Það er ömurlegt til þess að vita að flestir þeir sem koma að eftirliti og fjárfestingum LV vita að staðan er margfalt verri en Þorgeir hefur lýst yfir en þegja yfir því. Þegar Fjármálaeftirlitið hefur vitneskju um þetta og gerir ekki athugasemdir er fokið í flest skjól.

Þeir ættu að segja frá fundi sem var haldin með lífeyrissjóðunum og var boðaður til að fá sameiginlega várúðarniðurfærslu á tapi sjóðanna en Þorgeir Eyjólfsson sagði það ekki koma til greina og rak menn á dyr.

Hverjir borga brúsan meðan bókhaldið er fegrað?

Á hvaða pláhnetu er stjórn sjóðsins sem ekkert heyrist í?

Í umboði hvers starfar þetta fólk?

Fyrir hverja vinna stjórnendur lífeyrissjóðanna?

Þeir eru a.m.k. ekki að vinna fyrir mig!

Er ekki kominn tími á að ríkistjórnin nýti sér lagalegan rétt sinn og bjargi því sem eftir er af sparifé okkar úr höndum þessara aðila?


Bloggfærslur 31. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband