Starfslokasamningur VR formanns.

Hvað eru ofurlaun? Hvað er starfslokasamningur?Hvar drögum við mörkin?

Kanski er maður svo vitlaus að skilja ekki þessi hugtök sem svo oft hafa hljómað undanfarin ár. Maður verður að staldra aðeins við og setja hlutina í samhengi. Enda verðum við öll hálf meðvirk og aftengd í öllu þessu milljóna tali daginn út og daginn inn.

Ég man þegar pabba var sagt upp vinnu fyrir um 13árum síðan en þá hafði hann unnið fyrir sama fyrirtækið í yfir 25 ár. Aldrei veikur,aldrei of seinn og fékk launahækkanir samkvæmt kjarasamningum enda hugtakið markaðslaun ekki til í þá daga. Eftir 25ára starf hjá sama fyrirtæki fékk hann að hætta samdægurs en fékk 3 mánaða uppsagnarfrest greiddan.Mér fannst þetta alltaf eitthvað svo ósanngjarnt en svona var þetta nú bara.

Í dag er fólk að missa vinnu í stórum stíl og verður fyrir meiriháttar kjaraskerðingu. Þeir sem missa vinnu þurfa í flestum tilfellum að vinna sinn upsagnarfrest hvort sem þeim líkar betur eða verr.

Hún var því merkileg fréttin sem ég las í DV um starfslokasamning við Gunnar Pál fráfarandi formann VR. Ekki ætla ég að fara sérstaklega yfir hans störf en vildi staldra aðeins við þennan samning ef hann er á rökum reistur sem ég reikna passlega með.

Eftir að hafa setið aukaársfund Samfylkingari..... ég meina ASÍ sem áheyrnarfulltrúi og hlusta á ESB predikun í nokkra klukkutíma sem er eitt helsta kosningamál samfylkingarinnar var eitt mál sem stóð uppúr á þesum fundi sem var ályktun sem ALLIR fundargestir,sama úr hvaða flokkum þeir komu, voru algerlega sammála um. Yfirlýsingin var svohljóðandi "Tími Ofurlauna og starfslokasamninga er liðinn".

Hvað eru ofurlaun og hvað eru starfslokasamningar? Semja menn um starfslok þegar þeir byrja að vinna? Hvar er línan sem skilur á milli?

Samkvæmt fréttum DV var starfslokasamningurinn sem fráfarandi stjórn gerði við Gunnar Pál eitthvað um 7 milljóna króna virði. Þetta virkar kanski ekki svo brjálæðislegt miðað við alla geðveikina sem í gangi var á góðæristímum. Setjum þetta samt í samhengi sem við venjulega fólkið skiljum.

Verkamaður með um 200.000 kr. á mánuði er 3 ár að vinna sér inn fyrir þessari upphæð.  

Með þessari upphæð er hægt að greiða 4 einstaklingum atvinnuleysisbætur í heilt ár.

Hvernig getur verkalýðsforystan barist á móti ofurlaunum og starfslokasamningum þegar hún er sjálfri sér verst í þeim efnum.Ofurlaun í lífeyrissjóðskerfinu hafa verið mikið í umræðunni enda sitja forkálfar verkalýðsforystunnar þar í stjórnum og ákveða forstjóra og stjórnarlaun. Mál Gunnars er því ekkert einsdæmi. Sem stjórnarformaður í lífeyrissjóði verslunarmanna fær hann 172.500 krónur á mánuði fyrir að sitja stjórnarfundi. Þetta er 20% hærri upphæð en við ætlumst til að sjóðsfélagi lifi mánuðinn af eftir atvinnumissi.

Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur? Af hverju eiga þessir menn svo miklu betra skilið en við hin?       

Verkalýðsforystan þarf að fara í alvarlega naflaskoðun.

 


Bloggfærslur 28. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband