Hvað með lífeyrissjóðina Gylfi ?

Hvernig væri að skoða ruglið í lífeyrissjóðunum herra hagsmunagæsla Alþýðunnar?

Eftir að hagfræðingar og bankamenn hafa margbent á að mikið ofmat á eignum eigi sér stað innan lífeyrissjóðanna er það til skammar að okkar helsta hagsmunagæsla, stingur hausnum í sandinn.

Hvernig væri að hlusta á menn eins og Robert Wade hagfræðiprófessor sem telur að eignir lífeyrissjóðanna hafi rýrnað um minnst helming.

Saka stjórn HB-Granda um að fegra bókhaldið

mynd
Gylfir Arnbjörnsson forseti ASÍ.

Miðstjórn ASÍ telur tillögu stjórnar HB-Granda um hundruð milljón króna arðgreiðslur til eigenda siðlausa við núverandi aðstæður og skorar á stjórnina að draga tillöguna til baka ella greiða starfsfólki áður umsamdar launahækkanir án tafar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Þar segir ennfremur að tillagan setji samning um frestun endurskoðunar kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í uppnám en rökstuðningur Samtaka atvinnulífsins standi við umsamda tímasetningar launahækkana.

„Verkalýðshreyfingin hefur lýst vilja sínum til að ræða við fulltrúa atvinnurekenda um alvarlega stöðu atvinnulífsins til að fresta þess að koma í veg fyrir enn meira atvinnuleysi og kaupmáttarskerðingu en það kemur ekki til greina að launafólk taki á sig byrðar til þess að skapa svigrúm fyrir eigendur fyrirtækjanna til að taka út svimandi háan arð."

Þá segir að það vekji ugg að í ársreikningum HB-Granda sé beitt sömu aðferðum við að blása út eignir og beitt var í fjölmörgum fyrirtækjum og fjármálastofnunum, sem hrunið hafa á síðustu mánuðum.

Óefnislegar eignir séu metnar langt um fram raunverulegt verðmæti, sem verði til þess að verðmæti og eignastaða fyrirtækisins líti út fyrir að vera mun betri en raun sé.

„Miðstjórn ASÍ áréttar sérstaklega að verkalýðshreyfingin mun ekki líða að engu sé breytt í siðferðilegri og samfélagslegri ábyrgð stjórnenda fyrirtækjanna, þrátt fyrir hrun efnahagslífsins, né að fyrirtæki haldi áfram að draga upp ranga mynd af afkomu sinni og skapa þannig möguleika á að taka út arð. Fylgst verður með reikningsskilum fyrirtækja en spurningin er hver ábyrgð löggiltra endurskoðenda er á slíkum reikningsskilum. Fyrirtækin bera samfélagslega ábyrgð og verða að axla hana."


Nú fer vonandi að draga til tíðinda.

Fjármálaráðherra skipar umsjónaraðila með lífeyrissjóðum í rekstri og eignastýringu hjá Landsbankanum.
 
Það sem gerðist í Landsbankanum var að sjóðirnir fóru ekki að lögum um dreifingu fjárfestinga og virðast hafa fjárfest umfram leyfilegar hámarks heimildir í einstökum félögum.
 
Það sem á vonandi eftir að koma í ljós við rannsókn sjóðanna er að þeir voru vísvitandi látnir taka á sig tap annara "deilda" bankans sem ég hef heimildir fyrir.
 
Nú er lag að Ríkisstjórnin skipi tímabundið umsjónaraðila yfir rekstur allra hinna lífeyrissjóðanna svo FME og sérstakur saksóknari geti tekið af allan vafa um rekstur lífeyrissjóða í heild sinni. 
 
Það er alveg á hreinu miðað við þær "Nafnlausu" upplýsingar sem ég hef fengið um þessi mál að þetta mál Landsbankans eru aðeins smámunir miðað við það sem hefur viðgengist í lífeyrissjóðskerfinu undanfarin ár og áratugi. 
 
"Fjármálaráðherra hefur að tillögu Fjármálaeftirlitsins skipað Íslenska lífeyrissjóðnum, Lífeyrissjóði Eimskipafélags Íslands, Lífeyrissjóði Tannlæknafélags Íslands, Eftirlaunasjóði FÍA og Kili lífeyrissjóði umsjónaraðila sbr. 1. mgr. 46. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Þessir lífeyrissjóðir eru í reksti og eignastýringu Landsbankans.

Tillögur Fjármálaeftirlitsins um skipan umsjónaraðila eru fram komnar í kjölfar rannsóknar eftirlitsins á því hvort viðkomandi sjóðir hafi gerst brotlegir við lög nr. 129/1997 varðandi starfsemi á árinu 2008. Fjármálaeftirlitið hefur vísað málinu til frekari rannsóknar sérstaks saksóknara sem í dag hóf opinbera rannsókn á hinum meintu brotum."

 Hér getur þú tekið þátt í skemmtilegum leik um áróðursherferð lífeyrissjóðanna.


Bloggfærslur 18. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband