Hvar eru fjölmiðlar?

Þetta er sögulegt svo ekki sé meira sagt. Í fyrsta skipti geta félagsmenn VR kosið sér forystu.

Félagsmenn geta kosið breytingar eða núverandi ástand.

Núverandi ástand er algerlega lömuð verkalýðsforysta sem veit ekki í hvorn fótin hún á að stíga. Núverandi ástand er siðleysi og spilling í lífeyrissjóðnum.Núverandi ástand er forysta sem leggur blessun sína yfir bankahrunið og gjörnunga auðmanna.

Breytingar eru fólkið í félaginu sem ofbýður ástandið. Breytingar eru fólkið sem þorir að taka af skarið og bjóða fram gegn núverandi stjórn. Breytingar er lýðræði í félaginu til frambúðar. Breytingar þýða uppstokkun í lífeyrissjóðnum. Breytingar verða með hagsmuni félagsmanna að leiðarljósi.

 

 


mbl.is Sögulegar kosningar hvernig sem fer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband