Eru eignir Lífeyrissjóða að brenna upp?

Eignir lífeyrissjóðanna 1.658 milljarðar í árslok 2008.

Í Ljósi þess sem á undan er gengið vil ég vekja athygli á grein minni um útgreiðslu úr séreignasjóðum landsmanna síðan 11 febrúar. 

Nú vilja lífeyrissjóðirnir benda á að lítið fáist fyrir erlendar og innlendar eignir sjóðanna og að stór hluti þeirra sé í raun ill eða óseljanlegar á markaði. sjá grein frá landsambandi lífeyrissjóða " Séreign er ekki laust fé ".

Þar er talað um binditíma fjárfestinga í séreignasjóðum. En við uppgjör sjóðanna kom í ljós að þeir stunduðu skammtíma brask með hlutabréf.

Hver ætli umsýslukostnaður bankana við kaup og sölu verðbréfa hafi verið stór hluti af tapi séreignasjóða með hliðsjón af því að umsýslukostnaður verðbréfaviðskipta getur verið allt að 2% af heildarverðmæti viðskipta hverju sinni? þ.e. að bankarnir gátu stjórnað ávöxtun sjóða með því einu að kaupa og selja bréf, eftir því hvað þeir vildu mikið fyrir sinn snúð.

Leið lífeyrissjóðanna var valin

mynd
Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um skyldusparnað tekur tillit til óska lífeyrissjóðanna um greiðslu úr séreignarsjóðum. Mun skemmra er gengið við greiðslu úr sjóðunum en upphaflega var lagt upp með.

Eigendum séreignar­sparnaðar gefst kostur á að fá eina milljón króna greidda út, til að bregðast við fjárhagsvanda. Ekki verður um eingreiðslu að ræða heldur fær fólk sparnað sinn greiddan á sex til níu mánuðum, samkvæmt frumvarpinu, sem til stóð að kynna í þingflokkum í gær.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir ljóst að niðurstaðan sé önnur en lagt var upp með í byrjun. „Þorri landsmanna á ekki háar upphæðir í séreignarsparnaði en þetta ætti að nýtast fólki engu að síður." Steinunn segist hafa vonast eftir að eigendur sparnaðarins gætu fengið eingreiðslu en "það hafi ekki gengið eftir þar sem sjóðirnir treystu sér ekki til að greiða sparnaðinn út með þeim hætti". Hún vonast til að fólk nái að greiða upp óhagstæð lán eins og yfirdrátt og greiðslukortaskuldir, sem ætti að koma sér vel hjá mörgum.

Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, starfaði í vinnuhópi fyrri ríkisstjórnar sem fjallaði um útgreiðslu séreignarsparnaðar. „Mér sýnist þetta vera með allt öðrum hætti en fyrst var áætlað. Það er skammt gengið svo ekki sé meira sagt. Ég held að þetta muni ekki breyta mjög miklu hjá fólki."

Ragnar: 

Þessar yfirlýsingar eru enn ein mótsögnin í málflutningi lífeyrissjóðanna þar sem þeir benda með hægri höndinni á að eignir þeirra séu traustar og lítið tap hafi verið á fjárfestingum þeirra meðan þeir veifa þeirri vinstri um að innlausn á eignum séreignasjóða sé verðlausar.

Eru þá lífeyrissjóðirnir ekki að fresta því óumflýjanlega þegar þeir þráast við að niðurfæra verðlitlar eignir sínar og eru hugsanlega búnir að stórtapa með því að brenna inni með eignir frekar en að selja þær á raunvirði sem fer ört lækkandi. Við sáum öll hvernig fór fyrir sjóðunum sem reyndu hvað þeir gátu að halda uppi gengi bréfa í bönkunum og keyptu í stað þess að selja. Ekki endaði sú sjóferð vel. Ég er því ansi hræddur um að sjóðirnir séu með skip sín langt út á ballarhafi með erlendar eignir sínar um borð og þora ekki í land með tóm skipin. Einhvern tíman verða skipin vélarvana og reka á land með miklum skell, og ónýtan skips flotan í fjörum landsins.

Við skulum ekki gleyma því að með þessum samþykktum geta sjóðirnir notað iðgjöldin sem streyma inn sem aldrei fyrr, til að greiða út séreignasparnað í áföngum og sitja svo uppi með verðlausu eignirnar fyrir þá sem eru að greiða í sjóðina í góðri trú. 

Sem lífeyrisgreiðandi er ég væntanlega að kaupa bréf á miklu yfirverði. Er það eitthvað skárri kostur?  Það er þá alveg eins gott að fá fram raunverulegt verðgildi þeirra eigna sem þeir meta svo hátt í bókum sínum, færa þær niður í raungildi sitt ef eitthvað er og greiða svo út í stað þess að ljúga að sjóðsfélögum, að búið sé að niðurfæra eignir sjóðanna.

á www.live.is 

"Eignir séreignardeildar LV eru ávaxtaðar samhliða eignum samtryggingardeildar. Því er afkoma deildanna hin sama og vísast til upplýsinga um afkomu sjóðsins á fyrstu 10 mánuðum ársins í fréttum hér á síðunni frá 11.12.08 og 4.11.08. Inni í þeim útreikningum var búið að gera ráð fyrir afskriftum vegna skuldabréfa fyrirtækja."

Benda má á ársreikninga flestra lífeyrissjóða þar sem fjárfestingar lífeyris og séreignasjóða eru þær nákvæmlega sömu. 

Sjá svo greinar mínar hér neðar um þessi mál og taprekstur sjóðanna og svör þeirra við gagnrýni minni.
 
Kær kveðja
Ragnar 

Bloggfærslur 17. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband