Af hverju er keisarinn ekki í neinum fötum ?

Spurði barnið þegar keisarinn gekk allsber í gegnum fagnandi mannfjöldan.... 

Ég var að lesa yfirlýsingar sjóðanna um tap þeirra á heimasíðu landssambands lífeyrissjóða.

Þar er talað um lækkun eigna í árslok 2007 til ársloka 2008 2,3% en raunlækkun hækkar svo vegna verðbólgu sem nam 18,6% á þessu tímabili.

Ef við setjum þetta í samhengi við það sem gerst hefur í kjölfar bankahrunsins þ.e. að fjármálamarkaðir í heiminum hafa hrunið með þvílíkum ofsa að fordæmi eru varla fyrir öðru eins.

Einnig vil ég benda á að mikið af bókfærðum eignum sjóðanna í árslok 2008 eru í "veðlausum og verðlausum" verðbréfum þ.e. þegar fyrirtækin geta ekki borgað af skuldabréfum eða jafnvel almenningur af húsnæðislánum, þá hverfur eignin eins og loft úr blöðru sem springur.

Þegar sjóðirnir þurfa að losa úr verðbréfasjóðum, innlendum sem erlendum þá kemur fyrst í ljós raunverulegt verðgildi þeirra eigna sem er í besta falli brot af því sem sjóðirnir gefa upp.

Er skrýtið að sjóðirnir séu að berjast á móti því, og settu hömlur á hvað mikið má greiða úr séreign á ákveðnu tímabili.

þ.e. að greiðslur úr séreignasjóðum verða ekki hærri en bankainnistæður sjóðanna og þeim verði dreift niður í mánaðarlegar greiðslur svo sjóðirnir geti notað iðgjöldin sem streyma þar inn sem aldrei fyrr til að greiða séreignina út mánaðarlega.

Þetta rennur stoðum undir grun margra að sjóðirnir lenda í miklum vandræðum ef séreignin verður greidd út að fullu eða á skemmri tíma vegna þess að þá þurfa þeir að losa eignir sem eru stórlega ofmetnar og, af nokkrum sérfræðingum sem ég hef rætt við, nánast verðlausar ef svartsýnustu markaðs spár ganga eftir.

Til að koma með einfalda spurningu á móti þessari framsetningu þeirra á tapi sjóðanna. 

Skilanefnd gamla Kaupþings og sérfræðingar innan bankans, meta eignir Kaupþings á ríflega 618 milljarða króna. Á móti eignum eru skuldir félagsins tæplega 2432 milljarðar króna. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu bankans sem lögð var fram á fundi kröfuhafa í dag "5 febrúar 2009". Ekki er einu sinni víst að þeir nái svo miklu af eignum til baka.

Áður en Kaupþing fór í þrot voru eignir bankans taldar að lágmarki um 10-12% hærri en skuldir hans. Því má ætla að eignir Bankans hafa fallið um minnst 77% frá árslokum 2007 til dagsins í dag. Ekki er staða Landsbankans og Glitni banka talin betri. Við þetta má bæta verðbólgu 2008 til að fá rauntap.

Tap sjóðanna á móti bönkunum er því 10% á móti að lágmarki 77%.

Landsbankinn skuldaði 30 milljarða evra og átti eignir upp á 32 milljarða evra fyrir hrun bankans.Lítið brot fæst fyrir þessar eignir í dag.

Það er því mátulega trúverðug framsetning sjóðanna um tap þeirra, því ekkert kemur fram í ársreikningum þeirra né upplýsingum úr Kauphöll Íslands sem bendir til þess að stjórnendur sjóðanna hafi á einhvern undraverðan hátt reddað sér út úr klípunni, þvert á móti fjárfestu þeir enn frekar í þeim fyrirtækjum sem verðlaus eru á íslenskum hlutabréfamarkaði í dag og því ekkert sem bendir til annars en að sama hafi verið uppi á teningnum í erlendum verðbréfaviðskiptum.

Við skulum hafa til hliðsjónar áður en við kokgleypum þessa dæmalausu framsetningu þeirra að ráðgjafar bankanna voru helstu ráðgjafar sjóðanna í fjárfestingum þeirra.

Að lokum vil ég benda á frábæra grein eftir Hjálmar Gíslason sem er "skyldulesning" allra sem vilja fríska upp á grunnskilning á raunverulegum verðmætum og peningum án þess að þurfa að lesa sig í gegnum hafsjó af hundleiðinlegum hagfræðilegum hugtökum. Hef sjaldan lesið eins vel framsetta grein um málefni sem erfitt er að setja fram með einföldum hætti.

Kær kveðja.

Ragnar Þór

Ég vil hvetja alla sem reka inn nefið á bloggið hjá mér að setja inn athugasemd, þó ekki sé nema að bjóða góðan daginn.


Bloggfærslur 11. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband