10.2.2009 | 09:19
Uppgjör gjaldeyrisskiptasamninga!
Ég skrifaði pistil um þetta mál þar sem lífeyrissjóðirnir eru í raun að hóta því að fara í mál við ríkið ef þeir leiðrétta ekki gjaldeyrisskiptasamninga sjóðanna. Þ.e. tapið er staðreynd, sjóðirnir koma byrgðinni yfir á bankana "Ríkið, Okkur" með því að hóta málaferlum ??? Af hverju fara þeir ekki í mál við Stjórnir bankanna sem tóku veðmál á móti og virtust hafa nægar upplýsingar um raunverulega stöðu mála "innherjaupplýsingar". ??? svarið á þessum link er dæmi um ömurlega blákalda staðreynd.
Greinin:
Ég hef oft orðið hissa á málflutningi Lífeyrissjóðanna en nú hafa þeir farið yfir allt velsæmi.
Þeir vilja ekki gefa upp hrikalega stöðu sjóðanna og gífurlegan taprekstur vegna þess, að þeir reyna eins og engin sé morgundagurinn að færa tap á gjaldeyrisskiptasamningum sem þeir hafa stórgrætt á undanförnum árum yfir á þrotabú bankanna (ríkið) og þannig koma tapinu yfir á skattgreiðendur.
Þar af leiðandi hvít þvo þeir sjálfa sig af eigin taprekstri eiga hafa enn meiri peninga til að spila úr í valdabrölti sínu.
Annað athyglisvert er að lífeyrissjóðrinir reyna einnig að ná fram skuldajöfnun á skuldabréfaeign sjóðanna í gjaldþrota bönkum og fyrirtækjum yfir á gjaldeyrissamningana. Aftur á að reyna að koma tapinu yfir á skattgreiðendur og fyrir vikið verða eina peninga valdið í landinu í krafti lausafjárstöðu sinnar.
Tapið er staðreynd. Hver á að Borga? Við eða Við?
Þeir ætla að þvinga Ríkið og alþýðuna sem á þessa peninga um tilfærslu á taprekstri svo að sjóðirnir verði einráðir á lausajármarkaðnum með tilheyrandi völdum. Þeir ætla ekki að koma að uppbyggingu þessa lands nema að kröfum þeirra verði farið.
Við getum ekki liðið svona kúganir.
Ríkið verður að grípa inn í og leysa til sín þessa Ósjóði.
Það er ömurlegt að horfa upp á þessa sömu menn og eru búnir að tapa öllu hlutafé eins og í LV sem fóru fyrir hópi SA og LL inn á Alþingi og fengu rýmri heimildir til að fjárfesta í hlutabréfum í gjaldþrota og gjörspilltu atvinnulífi ásamt rýmri heimildir til fjárfestinga í óskráðum félögum sem aldrei fyrr.
Þeir hefðu réttilega átt að fara fram á það við ríkið að leysa til sín sjóðina og sameina þá í einn.
Ef sjóðirnir geta farið í mál við bankana út af tapi á móti tapi, getum við sem töpuðum á séreignasjóðum okkar og erum að borga upp undir 50% meira af húsnæðislánum hjá sömu fjármálastofnun og tapaði séreigninni en yfirtók húsnæðislánin ásamt áföllnum verðbótum í topp, fengið sömu skuldajöfnun ??
Hvað kostar að reka 37 Lífeyrissjóði með 37 forstjóra á 37 forstjórajeppum sem vinna fyrir 37 mismunandi hagsmunaaðila.
Ragnar Þór.
![]() |
Skerða lífeyri um allt að 10% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)