9.12.2009 | 12:20
Framtakssjóður Íslands.
Gott framtak eða sama bullið?
Fulltrúar sextán lífeyrissjóða innan vébanda Landssamtaka lífeyrissjóða hafa stofnað formlega, Framtakssjóð Íslands, nýtt fjárfestingarfélag sem ætlað er að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs í kjölfar falls fjármálakerfisins.
Lífeyrissjóðir landsmanna voru notaðir sem opnar pyngjur útrásar ofurhuga og ekki verður betur séð en að sami hákarla hópurinn og stjórnaði gengdarlausum fjárfestingum lífeyrissjóðanna í útrásarvitleysunni standi á bakvið þennan sama sjóð.
Fyrir mig sem hef gagnrýnt þessa menn,þetta kerfi og þessar fjárfestingar eru þetta ekkert annað en Úlfar í sauðagæru.
Af hverju gerðu lífeyrissjóðirnir ekki tilboð í öll húsnæðislán bankanna, sem þeir hefðu eflaust getað fengið með töluverðum affölum til hagsbóta fyrir sjóðina og almenning í landinu svo fátt eitt sé nefnt.
Það fylgja því ekki mikil völd í viðskiptalífinu að byggja þjónustu íbúðir fyrir aldraða sjóðsfélaga eða fjárfesta í húsnæðislánum sem teljast með öruggari verðtryggðum fjárfestingum að ríkisskuldabréfum frátöldum.
Völdin sem felast í því að stjórna svona sjóð, þar sem fjarmagn á markaði er af skornum skammti, eru gríðarleg.
En hverjir eru í stjórn þessa sjóðs?
Dæmi: Ragnar Önundarson, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.
Kristinn Örn formaður VR lagði mikla áherslu á að Ragnar Önundarson yrði skipaður stjórnarformaður LV. Við vorum nokkur í stjórninni sem töldum þessa skipan vera glórulausa enda vissum við ekkert um manninn né áherslur hans og afstöðu til bankaleyndar svo fatt eitt sé nefnt, í ljósi þess að krafa félagsmanna var gegnsæi í fjarfestingum sjóðsins. Það kom svo á daginn að Ragnar hefur barist harkalega gegn sjálfsögðu gegnsæi og séð til þess að sjóðurinn er lokaðri sjóðsfélögum en áður. Þrátt fyrir álit FME sem styður kröfur okkar sjóðsfélaga.
Hver er Ragnar Önundarson?
Ragnar Önundarson var áður framkvæmdastjóri Kreditkort hf, sem varð svo Borgun hf. Hann, ásamt Halldóri Guðbjarnasyni, voru höfuðpaurarnir í stærsta viðurkennda samkeppnislagabroti Íslandssögunnar og gæti verið vafasamt að maður með þennan afbrotaferil sé ráðinn eða skipaður sem formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Auðvitað er batnandi mönnum best að lifa, en það er rétt rúmlega ár síðan hann var látinn víkja sem framkvæmdastjóri frá Borgun vegna samkeppnislagabrotana.
Það eru því ódýr svör hjá Ragnari Önundarsyni að hann hafi ekki verið aðili málsins. En það sem hann gerir er athyglisvert, hann segir að samkeppnislagabrotin hafi verið á vegum og ábyrgð eigenda og stjórnarmanna. Ef við skoðum það aðeins nánar, þá er hann með þessu að ásaka og beina ábyrgðinni á þessum viðurkenndu samkeppnislagabrotum að fyrrum stjórnarmönnum Borgunar hf. (áður Kreditkort hf.), sem voru m.a. þessir:
Birna Einarsdóttir (núverandi bankastjóri Íslandsbanka), sat fyrir Glitnir árið 2007 og tók þ.a.l. þátt í samkomulaginu við Samkeppniseftirlitið
Finnur Sveinbjörnsson (núverandi bankastjóri Nýja Kaupþings), sat fyrir Landsbanka Íslands á árinu 2008
Haukur Oddsson (núverandi forstjóri Borgunar), var stjórnarformaður árið 2006, sat fyrir Glitnir.
Spurning hvort það væri tilefni fyrir Blaðamenn að skoða þessi svör aðeins nánar, hvort þessir aðilar eru á sama máli varðandi hver stóð á bakvið og beri ábyrgð á þessum viðkurkenndu samkeppnislagabrotum. Það eitt að Ragnar Önundarson er að beina ábyrgðinni frá sér,og að þessum aðilum þarfnast nánari skoðun.
Málið endaði með sátt, eins og Ragnar Önundarson segir í grein sinni í Mogganum 29 sept., en hann nefndi ekki að sáttin fól í sér að félögin viðurkenndu samkeppnislagabrot, sem skv. Samkeppniseftirlitinu voru langvarandi og víðtæk ólögmæt samráð, eða mjög alvarleg brot á 10. og 11. gr. samkeppnislaga sem voru til þess fallin að valda verulegri röskun á samkeppni, brotin voru framin af ásetningi og höfðu það m.a. að markmiði að koma keppinauti út af markaði, brotin náðu yfir langt tímabil.
Eins og forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir var þetta mál fast á eftir olíufélagamálum í alvarleika. Þá fól sáttin í sér að málið yrði ekki sent áfram til ríkissaksóknara, en þar hefði Ragnar Önundarson orðið formlegur málsaðili og fengið sinn andmælarétt (og væntanlega fengið sinn dóm fyrir). Þetta er kannski það alvarlegasta í þessu máli, að kortafélögin og eigendur þeirra borguðu fyrir að málið yrði ekki sent áfram til ríkissaksóknara, en það er ótrúlegt að það sé hægt að semja um slíkt.
Það mætti því segja að kortafélögin hafi greitt fyrir það að Ragnar Önundarson héldi sínu frelsi og yrði ekki persónulega refsað. Það að Ragnar Önundarson teljist fyrir vikið ekki vera málsaðili, þrátt fyrir að hafa verið annar höfuðpaurinn og gerandinn í þessum lögbrotum, staðfestir það að fyrirtæki geti brotið af sér án þess að framkvæmdastjóri beri neina ábyrgð af því. Þetta eru mjög hættuleg skilaboð og ég efast um að menn sætti sig við að hafa mann, ekki bara með slíkan bakgrunn, heldur sérstaklega með slíkt mat sem stjórnarformann lífeyrissjóðs Verslunarmanna. Og stjórnarmann í hinum nýja Framtakssjóð Íslands.
Hvað ætli samkeppnislagabrotin hafi kostað almenning í landinu fyrir utan þær 735 milljónir sem voru greiddar í sektir úr almennings hlutafélögunum til að kaupa stjórnendur frá dómi?
Getum við treyst Ragnari Önundarsyni fyrir framtíðar lífeyri okkar?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)