Verð ég líka rekin?

Stjórn VR samþykkti í dag vantraust á Bjarka Steingrímsson Varaformann VR. 

Ástæða þess má rekja til ræðu sem hann flutti á austurvelli þar sem hann vann sér það til saka að gagnrýna verkalýðsforystuna og gera nákvæmlega það sem hann sagðist ætla að gera þegar hann bauð sig fram, og vann yfirburðar sigur, í síðustu VR kosningum.

Ég og Bjarki höfum gagnrýnt verkalýðsforystuna harðlega fyrir að taka ekki afstöðu í mikilvægum hagsmunamálum launþega svo sem verðtryggingu,myntkörfulánum,bílalánum og fáránlegum skattaálögum sem engu skiluðu nema aukinni kaupmáttarrýrnun og hækkun húsnæðlána.

Þessi lögvarði þjófnaður á eignum almennings í skjóli verkalýðshreyfingarinnar verður ekki liðinn mikið lengur.

Það hlakkar sjálfsagt í verkalýðskóngunum sem náðu góðu höggi á góðan mann í dag.

Verði þeim að góðu!

Þetta sýnir okkur að við erum á hárréttri braut.

Dapurleg framkoma við Bjarka sem hefur sýnt mikin kjark,þor og frumkvæði.

Vil um leið óska varaþingmanni framsóknarflokksins og tækifæris sinnanum Ástu Rut Jónasdóttur, velfarnaðar í nýju embætti varaformannns. Vonandi heyrum við eitthvað frá henni á næstuni, svona til tilbreytingar.

Ræðan mín á Austurvelli,  sjá hér en þetta er það sem ASÍ klíkan þolir ekki að heyra né sjá  en er að okkar mati sjálfsögð krafa.

Ætli ég sé næstur?

Kveðja

Ragnar Þór


Bloggfærslur 16. desember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband