26.11.2009 | 09:34
Hvað borgum við í skatta ?
Borgum við 37,2% í skatt? Hvað er skattur og hvað ekki?
Ef við tökum lögbundið 12% iðgjald í lífeyrissjóð hvernig stendur hlutfallið þá?
Dæmi:
Tekjuskattur er 37,2%(á launaseðli)
Lífeyrissjóður 4%(á launaseðli) +8%(Launatengd gjöld) =12%
Tryggingagjald 7% (Launatengd gjöld)
Stéttarfélag félagsgjald 1%(á launaseðli)
Sjúkrasjóður 1% (Launatengd gjöld)
Orlofssjóður 0,25%(Launatengd gjöld)
Endurhæfingarsjóður 0,13% (Launatengd gjöld)
Starfsmenntunarsjóðir,endurmenntunar- og endurhæfingasjóður SA/ASÍ allt að 0,25% (Launatengd gjöld)
Samtals 58,83% af heildar launakostnaði.
Hvaða nöfnum sem þetta nú allt saman heitir borga launafólk og atvinnurekendur nálægt 60% af launum sínum í einhvers konar skatt ef launatengd gjöld eru tekin með.
Launakostnaður er skilgreindur í ársskýrslum fyrirtækja sem Laun og launatengd gjöld.
Hver eru launatengd gjöld í Danmörku þar sem greiðslubirgði vegna lífeyrisþega er tekin með í skatt prósentuna?
Forkálfar lífeyrissjóða og stéttarfélags mafíunnar kalla þetta gegnumstreymi og segja eitt af því alversta sem til er. Ath. "Þetta er skoðun þeirra sem fara með völdin yfir framtíðar skatttekjum ríkissjóðs".
Nú ætla lífeyrissjóðirnir að skuldbinda ríkið "okkur fólkið" til framtíðar með því að fjármagna nýtt háskólasjúkrahús,nýjan flugvöll og fleiri framkvæmdir á vegum ríkis og sveitarfélaga. Hverjir borga þessar framkvæmdir aðrir en framtíðar skattgreiðendur?
Þessir sömu lífeyrissjóðir þvertaka fyrir að ríkið leysi til sín skatt af séreignasparnaði vegna þess að það komi svo illa niður á börnum okkar sem þurfa að bera skattbirgði framtíðarinnar.
Ekki höfðu lífeyrissjóðirnir sýnilegar áhyggjur af sömu börnum þegar þeir héldu útrásarkóngunum uppi með því að dæla fjármagni í útrásarfélögin sem varð megin uppistaða innlendra fjárfestinga lífeyrissjóðanna.
Varla hafa lífeyris forstjórarnir hugsað mikið um þessi sömu börn þegar þeir voru við laxveiðar eða í lúxusferðum í boði Baugs, Existu, Fl-group eða bankanna sem sáu um að koma peningunum í "réttar hendur".
Ætli börnin hafi komið upp í huga þeirra sem þáðu 34 milljónir í árslaun, cadillac jeppa, bensín á hann og uppihald hvers kyns?
Blessuð börnin!
Ætli börnin okkar hafi einhvern áhuga á að búa í þessu spillingar bæli? Þau þurfa að halda uppi stórskuldugum eftirlaunaþegum þar sem framtíðarlífeyrir okkar mun varla duga fyrir afborgun á húsnæðis skuldum vegna þeirrar eignaupptöku sem heimilin og almenningur stendur frami fyrir í dag.
Ég hef meiri áhyggjur af því að geta brauðfætt börnin mín og menntað til framtíðar en að þau verði virkir skattgreiðendur.
Svo á að hækka skatta og halda í verðtrygginguna!
Eru stjórnvöld gjörsamlega gengin af göflunum?
Er þriðja valdið, Lífeyrissjóðir og SAASÍ orðið Ríki í Ríki, sem keppast innbyrgðis um að klípa sem mest af launafólki. Ríkið með endalausum gjöldum og hitt ríkið með endalausum sjóðum?
Í síðustu kjarasamningum var samið um enn einn sjóðinn,endurhæfingasjóð sem á að fækka öryrkjum á kostnað öryrkja.
Er ekki komið nóg af sjóðum?
Verkalýðshreyfingin er að velta yfir 10 milljörðum á ári, rekstrarkostnaður er um 2 milljarðar.
Lífeyrissjóðirnir eru að velta um 300 milljörðum á ári og rekstrarkostnaður um 3 milljarðar en líklega yfir 4 milljarðar ef erlend fjárfestingagjöld væru tekin með í reikningin.
Við almenningur erum ríkið og eigum lífeyrissjóðina, dælum fjármagni í stéttarfélögin en höfum því miður ekkert um málin að segja.
Guð hjálpi íslenskri alþýðu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.11.2009 | 09:07
Hagnaður!!
Lífeyrissjóðir eru meðal stærstu kröfuhafa. Hafa þessir menn greitt af BAKK 03 01 skuldabréfaútgáfu sem hefur verið í vanskilum frá því í vor? Þeir sýna fram á hagnað en borga ekki af skuldbindingum sínum. Það er eitt af þeim málum sem þeir minnast á í þessari yfirlýsingu að viðræður við innlenda lánadrottna (lífeyrissjóði) gangi vel en þar tala þeir um lengingu á skuldabréfavafningum.
Lífeyrissjóðirnir töpuðu hundruð milljörðum á þessum snillingum.
Þeir tóku Bakkavör með glæpsamlegum hætti út úr Existu á kostnað kröfuhafa og eigenda.
Ég hef nú nokkrum sinnum áður lesið um skínandi góða afkomu frá þeim Bakkabræðrum m.a. frá Kaupþingi, Existu, Bakkavör en tvö áðurnefnd félög hafa verið sektuð af kauphöll fyrir að gefa upp misvísandi upplýsingar um stöðu.
Er þeim virkilega treystandi?
![]() |
Hagnaður hjá Bakkavör |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)