Vantar ekki eitthvað inn í jöfnuna?

Skattbyrgði sem hlutfall af vergri landsframleiðslu ? Í Danmörku er skatturinn 48,3% en á íslandi komin niður í 36%. 

Ef við tökum lögbundið 12% iðgjald allra launa í lífeyrissjóð hvernig stendur hlutfallið þá?

Á Íslandi fer um 60% af heildarlaunakostnaði við 1 stk. starfsmann í skatta og launatengd gjöld, ef tekin eru með félagsgjöld í Stéttarfélögin. Þetta er að vísu fyrir utan persónuafslátt.

Tekjuskattur er 37,2%

Lífeyrissjóður 4%+8% =12%  ( 8% launatengd gjöld)

Tryggingagjald 7% (Launatengd gjöld)

Stéttarfélag félagsgjald 1%(Val)

Sjúkrasjóður 1% (Launateng:Val)

Orlofssjóður 0,25%(Launateng:Val)

Endurhæfingarsjóður 0,13%

Starfsmenntunarsjóðir SA/ASÍ allt að 0,25%

Hvaða nöfnum sem þetta nú allt saman heitir borgar launafólk um 60% af launum sínum í einhvers konar skatt ef launatengd gjöld eru tekin með.

Allavega er launakostnaður skilgreindur í ársskýrslum fyrirtækja sem  Laun og launatengd gjöld.

Hver eru launatengd gjöld í Danmörku þar sem greiðslubirgði vegna lífeyris er tekin með í skatt prósentuna. Sem forkálfar lífeyrissjóða kalla gegnumstreymi og er víst eitt af því alversta sem til er að þeirra sögn sem fara með völdin yfir framtíðar skatt tekjum ríkisins.

 


mbl.is Skattbyrðin lækkaði mest hér í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband