19.11.2009 | 11:13
Það tókst !
ASÍ og SA tókst að koma hugsanlegri skattlagningu lífeyrissjóða yfir á okkur fólkið.
Þó svo lífeyrissjóðirnir/SAASÍ haldi því fram, að ef þeir fái framtíðar skatttekjur ríkisins/þjóðarinnar lánaðar skili það okkur hærri lífeyri. Það er ekki alveg rétt. Það gæti hinsvegar orðið ef ávöxtun lífeyrissjóðanna verður góð. Þeir hafa nú ekki beinlínis sýnt fram á það með trúverðugum hætti.
Hvað verður búið að tapa miklu af framtíðar skattstofni ríkisins/þjóðarinnar í lífeyrissjóðunum á næstu tveimur áratugum?
Ríkið/þjóðin er að borga 5,5% vexti af Icesave á meðan ríkið/þjóðin lánar framtíðar skattekjur til lífeyrissjóða/SAASÍ sem hafa ávaxtað sig um 2,9% síðustu 10 ár. ( 2,9% miðað við mjög svo ótruverðuga útgáfu sjóðanna á tapinu en mikið á enn eftir að afskrifa )
Staðreyndin er sú,miðað við tryggingafræðilega stöðu sjóðanna, þá eru þeir í hæstu neikvæðu mörkum. Þrátt fyrir að eiga miklar afskriftir eftir á verðlausum eða verðlitlum eignum. Sumar geta þeir þó varið með því að lengja í skuldabréfavafningum eða lána til fyrirtækja sem ekki verða sett í þrot alveg strax, eingöngu til að afskrifa síðar og dreifa þannig tapinu.
Það er kanski helsta skýringin á því hversu hatrammlega valdaklíka atvinnumála ASÍ og SA barðist gegn þessari leið því það setur stórt strik í plön þeirra um að vinna til baka tapið á útrásarbullinu þar sem forkálfar nokkura stærstu sjóðanna voru í aðalhlutverki.
Ég vil óska ASÍ til hamingju með þennan frábæra árangur. Og atvinnurekendum líka þar sem mörg fyrirtæki eru að fá starfmenn sína til að falla frá kjarasamningsbundnum hækkunum.
Ég vil líka hrósa markaðslaunakerfinu "framboð og eftirspurn" sem verkalýðsforystan hefur monntað sig af. Eina raunvörulega öryggisnetið sem almennt launafólk hefur eru Taxtar.
Verkalýðshreyfingin er að velta yfir 10 milljörðum á ári, rekstrarkostnaður er um 2 milljarðar.
Lífeyrissjóðirnir eru að velta um 300 milljörðum á ári og rekstrarkostnaður um 3 milljarðar en líklega yfir 4 milljarðar ef erlend fjárfestingagjöld væru tekin með í reikningin.
Eitt er þó víst að allur þessi kostnaður er greiddur af launafólki og allir þessir fjármunir eru í eigu launafólks og almennings í landinu.
Er ég einn um það að finnast uppskeran heldur rýr?
![]() |
50 milljarða skattahækkanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.11.2009 | 09:28
Skólafrí !
Það er ekki hægt að bjóða upp á öll þessi endalausu skólafrí. Fólk sem á börn á grunnskólaaldri þarf orðið að nota stóran hluta af sumarfríinu sínu í þetta og endar með að eiga einhverjar 3 vikur í sumarfrí á meðan kennarar fara í sumarfrí í einhverja mánuði.
Á meðan eru foreldrar í sífelldum reddingum hjá ættingjum, rándýrum leikjanámskeiðum o.s.frv. Það vantar nýja hugsun í þetta. Hættum að láta kjarabáráttu kennara bitna á foreldrum sem þurfa að taka sér sumarfrí vegna endalausra frídaga kennara.
Það á ekki að taka út kjarabætur til kennara með því að ganga á sumarfrí foreldra.
Þetta er algjört bull eins og þetta er í dag og þjónar hvorki hagsmunum barna né foreldra. Getum við ekki bara hætt þessum feluleik, hækkað laun kennara og fengið þá til að skipuleggja sína vinnu og vinnutíma eins og annað fólk?
Og úr því að við erum að tala um nýja hugsun; hefur einhver pælt í því að láta íþróttafélögin og aðrar tómstundir taka við börnum strax eftir að skóla líkur? Þá þyrfti ekki að vesenast með ÍTR sem millilið í skólaseli eða frístund sem yfirleitt eru rekin á lágmarks mannskap og örvun fyrir börnin.
Foreldrar þurfa að sækja börnin í hendingskasti eftir vinnu og koma þeim í tómstundir. Fjölskyldan er svo komin heim 18-19 og allir búnir á því. Væri ekki nær að hafa tómstundirnar í þessum steindauða tíma eftir skóla og gefa börnum og foreldrum tækifæri á að eyða meiri tíma saman þegar vinnu, skóla og tómstundum líkur?
Fékk þennan pistil sendan og þar sem ég á 3 börn, tvö á grunnskólaaldri, tek ég undir þetta. Það getur stundum verið ansi snúið á annasömu heimili að stilla þetta saman með tómstundum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)