Ríki í Ríki !

Eru lífeyrissjóðirnir ríku, ríki í ríki hinna ríku og ríkið og almenningur í gíslingu sjóðanna? Hvernig lifa fyrirtækin ef neytendur hverfa?

Fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram á Alþingi gerir ráð fyrir 87,4 milljarða halla. Niðurskurður útgjalda verður 43 milljarðar og skattahækkanir 61 milljarður.Hvernig eiga skuldsettar fjölskyldur að þola frekari álögur á meðan kaupmáttur launa er í frjálsu falli?

Nýtum fármagnið sem er komið inn í hagkerfið með skattlagningu lífeyrisiðgjalda fyrirfram.

12% iðgjöld lífeyris og séreignasparnaður verði skattlagðir strax (ekki afturvirkt) sem skilar ríkissjóði tekjum sem jafngilda um 6% hækkun á tekjuskattstofni frá fyrsta degi, án þess að nokkur taki eftir því, tímabundið í 5 ár með stofnun lífeyrisdeildar um skattlausan sparnað.

Þessir peningar eru komnir inn í hagkerfið og gera engum gagn eins og sakir standa, því er algerlega glórulaust af ríkinu að lána lífeyrissjóðunum þessa peninga til áratuga, þegar svo illa árar. Vafalítið eiga sjóðirnir eftir að tapa þeim margfalt áður en þeim verður skilað aftur í hagkerfið. Ef þeim verður þá einhvern tíman skilað!

þetta er miklu betri leið en frekari álögur á samborgara okkar og heimilin sem eiga nóg með sitt. Kaupmáttur er í frjálsu falli og úrræði ríkisins á skuldavanda heimilanna er til háborinnar skammar. Ætlum við að þurka út margar kynslóðir af virkum neytendum? Hvað verður um fyrirtæki án viðskiptavina?

Einn þáttur hrunsins var allt of mikið fjármagn á alltof litlum markaði. Of mikið framboð á fjármagni virkaði þenslu hvetjandi á gengi hlutabréfa osfrv. í bland við glæpsamlega meðferð fárra á þessum alltof miklu fjármunum. Ef lífeyrissjóðir hefðu minna fjármagn er líklegt að ávöxtun þeirra yrði betri.

Hingað til hafa varðhundar núverandi kerfis barist gegn öllum breytingum, barist gegn gegnsæi, afnámi verðtryggingar og talið fyrirfram skattlagningu lífeyris breyta kerfinu í gegnumstreymiskerfi með gríðarlegri birgði á þá sem greiða framtíðar skatta. Þessir sömu varðhundar vilja leggja sama ríki til fé vegna framkvæmda og auka þannig skuldabyrgðina enn frekar í formi ríkisábyrgðar. Þegar uppi er staðið er um nákvæmlega sama hlutinn að ræða nema að þeir sem stjórna sjóðunum vilja stjórna framtíðartekjum ríkisins líka.

Ekki voru þeir fáanlegir til að byggja íbúðir fyrir aldraða sjóðsfélaga sem hefði komið sér vel í dag. Þeir hefðu betur hlustað á menn eins og Helga í Góu og Sigurð Oddsson verkfræðing sem skrifaði um Líf-bygg og sýndi fram á arðsemi þess að fjárfesta í húsnæði fyrir sjóðsfélaga sem lokið hafa vinnuskyldu.

Hver verður tekjuskattur eftir 30 ár? Við höfum nú þegar fengið stóran hluta af framtíðar skatttekjum ríkissjóðs lánaðar sem hafa tapast að stórum hluta.

Ávöxtun lífeyrissjóða er lögbundin 3,5% raunávöxtun samkv. lögum um skyldutryggingu frá 1998. Síðan þá hafa sjóðirnir verið ávaxtaðir með tæplega 3% raunávöxtun miðað við þeirra útgáfu af tapinu sem er ótrúverðug í meira lagi. Ávöxtun verðtryggðra innláns reikninga með binditíma hjá stærstu bönkunum þremur var að meðaltali 5,96% síðustu 10 árin. Þetta þýðir að venjulegir innlánsreikningar gáfu 100% betri ávöxtun en lífeyrissjóðirnir, með alla ofurlaunaforstjórana sem keppast nú við að fela tapið og fegra bækur í skjóli ASÍ og SA.

Lífeyrissjóðirnir,SA og ASÍ (Almannavarnir Samfylkingarinnar á Íslandi) Hafa þvertekið fyrir þessar hugmyndir.Eina rökrétta skýringin á því eru völd á kostnað almennings. Hin skýringin er sú að lífeyriskerfið stendur á það miklum brauðfótum að ef þessi leið verður farin þurfa sjóðirnir að losa verðlausar "eignir" sínar mun fyrr en ella. Í dag geta þeir notað iðgjöldin til þess að greiða fólki lífeyri í stað þess að losa ”eignir”og geta það næstu 10-15 árin. Sem gerir þeim kleyft að afskrifa tapið á útrásarsukkinu yfir jafnlangan tíma.

Lífeyrissjóðirnir hafa gagnrýnt gegnumstreymiskerfið harðlega og talið það kerfi leiða af sér stórkostleg vandræði þegar fram í sækir.

Þessir sömu lífeyrissjóðir eru nú að undirbúa stórfelldar lánveitingar með því að fjármagna verkefni á vegum ríkisins.

Með þessu erum við að lána sjálfum okkur peninga sem við þurfum að borga í formi skatta þegar fram í sækir. Þessar framkvæmdir verða gerðar með bakábyrgð ríkisins og eru í raun fáránlegur feluleikur við raunveruleikan. Lífeyrissjóðirnir geta alveg eins lánað ríkinu peninga og ríkið framkvæmt.  

ASÍ vill ekki réttláta leiðréttingu höfuðstóls húsnæðislána nema setja á afskriftareikninga í nafni þeirra sem skulda. Þetta er gert svo að samfylkingin geti haldið sínum plönum við AGS í þeirri trú að við fáum flýtimeðferð inn í Evrópusambandið. Ekki hefur ASÍ gagnrýnt hundruð milljarða greiðslur ríkisins í peningamarkaðssjóðina og enn síður skattaálögur sem hækka höfuðstól húsnæðislána.Afskriftir skulda skekkja blekkingarmyndina sem stjórnvöld hafa málað fyrir AGS og ESB. 

ASÍ treystir því að lífeyrissjóðirnir nái góðri ávöxtun næstu 40 árin og leggja allt undir með töfralausnum evópusambandsins án þess að útskýra sérstaklega hvernig þær töfralausnir töfra okkur frá skuldavandanum. Geta evran og ESB látið erlendar skuldir okkar og jöklabréfavandan hverfa? Ríkið greiðir 5,5% vexti af Icesave en lánar lífeyrissjóðunum framtíðar skatttekjur á innan við 3%.


Bloggfærslur 9. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband