Varðhundar Verkalýðsins !

Það leikrit sem við höfum orðið vitni að undanfarna daga og vikur varðandi frið á vinnumarkaði,stöðugleikasáttmálann og kjarasamninginn er með hreint ólíkindum.

Ef við lítum heilstætt á málin er þolinmæði launafólks gjörsamlega á þrotum gagnvart ASÍ og Ríkisstjórninni.

Gylfi fagnar því að kjarasamningar halda ??

Kjarasamningar halda til nóvemberloka 2010 og engir fyrirvarar nema verðbólgumarkmið í LOK samningstímans??

3,5% launahækkun!!! Hvað verður kaupmáttur "sem er í frjálsu falli" búinn að lækka á næstu 12 mánuðum?

Af hverju tekur verkalýðsforystan ekki á eftirtöldum málum?

1.Verðtryggingin.

2.Kaupmáttarrýrnunin.

3.Skammarleg úrræði á höfuðstólshækkunum húsnæðislána og greiðsluvanda heimilana.

4.Sinnuleysi og umburðarlyndi verkalýðsforystunnar á peningamokstri og afskriftum til handa fjármagnseigendum og kúlulánabröskurum á kostnað skattgreiðenda.

5.Sinnuleysi og umburðarlyndi verkalýðsforystunnar á bensínskatti,sykurskatti og áfengisskatti,sem engu skilaði, sem fer beint í neysluvísitöluna.

6.Skammarleg úrræði stjórnvalda á skuldavanda heimila með greiðslujöfnun og enn einni vísitölunni. Er það hægt, að tengja greiðsluvandan við launavísitölu, ef laun hækka, hækka skuldir? ASÍ þegir þunnu hljóði!

ASÍ fagnar Icesave sem jafngildir skuldaklafa sem margir af okkar færustu hagfræðingum telja útilokað að greiða.

ASÍ fagnar aðkomu AGS sem er með öllu óskiljanlegt miðað við forsendur samkomulagsins.

ASÍ ætlar að reka okkur eins og lömb til slátrunar inn í Evrópusambandið!

Hvernig á fólk að geta tekið upplýstar ákvarðanir um ESB aðild þegar okkar aðal hagsmunagæsla er búinn að því fyrir okkar hönd, ásamt því að jarðsyngja heimilin og launafólk með því að verja úrhelta kjarasamninga sem gerðir voru árið 2007, fyrirvaralaust?

Það versta sem gat gerst í stöðunni var að samningar héldust og launafólk tekur á sig stórfellda kaupmáttarrýrnun næstu 12 mánuði,og þarf svo að semja upp á nýtt. Best væri að byrja STRAX!

Verkalýðshreyfingin er með allt niðrum sig og rúin trausti.

Við eru nokkur úr Stjórn VR sem ætlum að leggja til að kosið verði um aðild okkar að ASÍ í opinni kosningu félagsmanna VR.

Ég sat ársþing ASÍ og mér leið vægast sagt eins og sirkusapa með spiladós.

Þessu er greinilega stjórnað af þremur mönnum sem vísa öllum tillögum frá sem falla þeim ekki í geð, eða falla ekki að öllu ofangreindu.

Þessir varhundar heita Gylfi Arnbjörnsson, Guðmundur Gunnarsson og Sigurður Bessason.

Öllum þeim sem dirfist að vera ekki sömu skoðunar og þeir eða hafa svo mikið sem gagnrýnt aðferðir þeirra og leiðir, eru hálfvitar sem ekkert vita í sinn haus.

Guðmundur Gunnarsson hefur gengið hvað lengst í þeim efnum, kallað þingmenn illa gefna og þá sem dansa ekki með ASÍ elítunni,eins og sirkusapar í bandi, lýðskrumara sem allt þykjast vita.

Guð hjálpi launafólki, fjölskyldum þeirra og heimilum í höndum þessara manna.

Hér með dirfist mér að gagnrýna þessa kónga sem sitja með sína 800 og 900 þúsund kalla í laun plús fríðindi í hljýjunni efst í fílabeinsturninum,og jarðsungu launafólk með síðustu kjarasamningum og stöðugleikasáttmála.

Ég vona svo sannarlega að dagar VR innan st-ASÍ séu taldir.


Bloggfærslur 28. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband