Niðurfelling ábyrgðar lögleg!

Hvers konar fyrirsögn er þetta á forsíðu fréttablaðsins og hvaða tilgangi þjónar hún? Morgunin eftir Kastljósið þar sem Gunnar Páll sat fyrir svörum og kom ekkert sérstaklega vel út að mínu mati.

Þarna er vitnað í skýrslu sem "Prófessor" Viðar Már Matthíasson skrifaði og fékk greitt fyrir að gera af stjórn "Nýja Kaupþings".

Eins og nýja Kaupþing sé allt annað og miklu betra en það gamla.Það kemur líka fram í fréttinni að einhver Helgi Sigurðsson segist bera ábyrgð á niðurfellingunni fyrir hönd Bankans??

Tyrkir voru réttdræpir í eina tíð, ekki veit ég um manntjón af þeim sökum.

Þetta er ekki alltaf spurning um lög og reglur heldur siðferði. 

Það getur hver sem er keypt sér skoðanir á hverju sem er.

Ekki að ég haldi fram að Viðar Már sé með óhreint mjöl í pokanum og fari vísvitandi með rangt mál en það eru örugglega til margir lögfróðir menn sem eru öðru máli en þessi ágæti prófessor. Við fáum eingöngu að heyra hans hlið á málinu á forsíðu fréttablaðsins undir fyrirsögninni "þetta var í lagi".

Hvernig væri að Nýja Kaupþing birti lista yfir þessi vildarrán "afsakið" vildarlán starfsmanna og vildarviðskiptavina og ráða óháðan erlendan aðila, skipuðum af sauðsvörtum almúganum til að gefa álit eða skrifa einhverja 100 blaðsíðna skýrslu. 


Bloggfærslur 9. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband