26.1.2009 | 15:20
Prófessor Hannes Hólmsteinn!
Prófessor Hannes kann að lýsa fyrir okkur útrásinni.
Hér er myndbandið óborganlega.
Kjánahrollurinn hefur náð nýjum hæðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
26.1.2009 | 09:03
Er ekki einhver sem getur farið í mál við stjórn Kaupþings?
Alveg er það með ólíkindum að lífeyrissjóðirnir fari ekki mál við stjórn og stjórnendur bankanna.
Það vita jú allir af hverju þeir gera það ekki enda áttu þeir sjálfir stóran þátt í þessu braski.
Það geta allir verið sammála um að lánveitingar sem þessar, þegar aðstæður á markaði voru með þeim hætti að laust fé var erfitt að fá eða nánast ómögulegt,hefðu bankarnir átt að halda í hverja krónu.
Að því gefnu er annað hvort um stórfellda vanrækslu að hálfu bankans eða það sem líklegast er að menn hafi hagnast á þessum gjörnungum persónulega.
Hverjir voru seljendur þessara eigna og á hvaða markaðsvirði var keypt? Kaupþing banki var búin að spá mikilli lækkun fasteigna bæði hér heima og í Bretlandi og voru fasteignir byrjaðar að lækka mikið á þessum tíma en áttu samt langt í land miðað við spár bankans. Að þessu gefnu ásamt því að bankinn var í lausafjárkreppu er eðlilegt að krefjast svara og fara nánar ofan í saumana á þessum viðskiptum enda veðin fyrir lánunum að stórum hluta töpuð.
Þetta er enn ein rósin í hnappagat stjórnar og stjórnenda, alveg ótrúlegt að þessir menn skuli óáreittir stunda viðskipti sem aldrei fyrr, hvað þá að gegna lykilstöðum í þjóðfélaginu.
![]() |
Lánin mögulega lögbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)