Þetta er ekki bara spurning um lög og reglur Sigurður. Þetta er spurnig hvað maður gerir og gerir ekki í siðmenntuðu samfélagi.
Þú telur að hluthafar hafi ekki orðið fyrir tjóni,aðeins eigendur skuldabréfa. Hverjir voru stærstu eigendur skuldabréfa í bönkunum? Lífeyrissjóðirnir "hluthafar" = "Við" höfum tapað hundruðum milljarða á skuldabréfalánum til banka- og fjármálastofnana. Á meðan þú sjálfur situr á milljarða sjóðum sem þú tókst "stalst" út úr kaupréttarsamningum með því að keyra upp gengi bankans og þiggja vildarsamninga sem ekki var hægt að tapa á, skaltu tala varlega um lög og segja að ekkert óeðlilegt hafi átt sér stað. Það er ekkert eðlilegt við raunveruleikan sem blasir við mér og börnum mínum næsta áratugin.
![]() |
Sigurður segir engin lög hafa verið brotin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.1.2009 | 11:05
Af hverju í ósköpunum fara Lífeyrissjóðirnir ekki í mál við stjórnendur Kaupþings?
Þetta er "milljón dollara spurningin".
Niðurfelling ábyrgða hlýtur að skerða það sem eftir verður til að greiða kröfuhöfum "okkur".
Vafasöm lán án ábyrgða hljóta að koma verst niður á hluthöfum "okkur".
Lífeyrissjóður verslunarmanna tapaði að lágmarki 60-70 milljörðum af ævisparnaði okkar á þroti Kaupþings með beinum og óbeinum hætti krosseignatengsla,skuldabréfalána og gjaldeyrissamninga.
Fjárfesting LV í Kaupþingi með beinum og óbeinum hætti var lang, lang stærsta fjárfesting sjóðsins.
Þá kemur milljón dollara spurningin. Af hverju fara þeir ekki í mál við stjórnendur Kaupþings?
Æ! nú man ég Gunnar Páll Pálsson formaður VR og stjórnarformaður LV var í stjórn Kaupþings og samþykkti þessa gjörnunga, konan hans vinnur þarna eins og Kona og sonur Þorgeirs Eyjólfssonar Forstjóra LV en sonurinn starfar samkvæmt enska starfsheitinu VP - Investment Banking at Kaupthing Bank.
Eða svo segir hann sjálfur og dóttir hans er á fruminnherjalista, sem vara.stj.maður hjá Lýsingu sem er í eigu Exista sem var stærsti eigandi Kaupþings,LV var einn stærsti eigandi Exista.
Guðmundur B. Ólafsson Lögmaður VR Nanna E. Harðardóttir, forstöðumaður í Kaupþing banka, er eiginkona Guðmundar hún starfar við útlánaeftirlit Kaupþings (sem er innan áhættustýringar) og er sambærileg staða og Tryggvi Jónsson var í í Landsbankanum.Þau tvö voru svo á lista Morgunblaðsins yfir þá starfsmenn sem talið var að hefðu fengið lán sín afskrifuð hjá Kaupþingi.
Spurningin er ekki hvort eitthvað af þeim sjálfum hafi notið góðs af vildarsamningum og niðurfellingum ábyrgða heldur hversu mikið hagnaðist þessi hópur á vildarkjörum?
Eitt er víst að ekki hafa ofangreindir aðilar séð ástæðu til að gera hreint fyrir sínum dyrum varðandi hugsanlegra hagsmunatengsla og vildarkjara. Af hverju? Er eitthvað að fela? Var niðurfelling ábyrgða starfsmanna Kaupþings í þágu félagsmanna VR og LV eins og Gunnar sver við?
Vandamál lífeyrissjóðs verslunarmanna er að staða þeirra er verri en Stoðir eru í gagnvart Glitni varðandi málshöfðun. Það kemur hinsvegar ekki í veg fyrir að aðrir stórir sjóðir geti farið í mál við stjórnendur gamla kaupþings en vegna innbyrðis tengsla þessara aðila sem stjórna stærstu sjóðunum í gegnum fjárfestingar sínar og setu í LL "landsambandi lífeyrissjóða" þá hef ég ekki mikla trú á að eitthvað verði gert í þeim efnum.
Ég vona að þeir sem vinna dag og nótt fyrir framan pappírstætarana og tæta í sundur ábyrgðir Elítunnar eins og engin sé morgundagurinn, eigi eftir að koma fram og segja hið sanna.
Kanski er ég of dómharður, kanski voru þeir Þorgeir,Guðmundur og Gunnar með mína hagsmuni að leiðarljósi allan tímann þó ég sjái það alls ekki.
Kanski er það ekki merki um Valdahrokan í Þorgeiri að neita að tjá sig um þessa ömurlegu stöðu sjóðsins og sendir þess í stað skósveina á borð við Gunnar til að taka skellinn.
Kanski er ég bara svo barnalegur í eðli mínu að standa í þessu "skítkasti".
Kanski eru þetta hinir mestu sómadrengir. "kanski" ????
Það væri nú gaman að heyra þeirra hlið á málunum, svona til tilbreytingar.
Bloggar | Breytt 6.2.2009 kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)