Bravó!

Það er ekki að spyrja að því! Nú er kostningabaráttan byrjuð hjá Gunnari Páli.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði þessi yfirlýsing komið frá ASÍ en til að halda hinu nauðsynlega stöðuga lýðræði innan verkalýðshreyfingarinnar mun ASÍ elítan leyfa Gunnari að njóta góðs af athyglinni sem forsprakka allra hugmynda til að stiðja við bakið á auralausum almúganum á meðan vildarvinir hans úr Kaupþingi sólunda ókeypis fé sínu í lífsins listisemdir.

Hér eru nokkrar hugmyndir sem myndu fá mitt atkvæði.

1.Samtök Atvinnulífsins frá sem ráðandi afl í lífeyrissjóðunum.

2.Afnám verðtryggingar. ( þarf ekki að vera einhliða )

3.Aukna ábyrgð lánveitenda í útlánum.

4.Endurskoðun á aðfararlögum.

þetta eru fjögur grunnmannréttindarmál alþýðunnar sem verður að endurskoða.

Vandamálið er að verkalýðsforystan er svo samtvinnuð SA að ómögulegt er fyrir mann eins og Gunnar að beita sér fyrir svo mikilvægum málum. Hann getur einungis gefið fólki að borða sem á ekki fyrir mat í stað þess að berjast fyrir raunverulegum hagsmunum alþýðunnar. 


mbl.is Skoða örlán til VR-fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband