Af hverju fer lífeyrissjóður verslunarmanna ekki í mál við Kaupþing?

Niðurfelling ábyrgða hlýtur að skerða það sem eftir verður til að greiða kröfuhöfum.

Enda lífeyrissjóður verslunarmanna ekki búinn að tapa nema 60-70 milljörðum á þroti bankans.

Æ! nú man ég Gunnar Páll formaður VR og stjórnarformaður LV var í stjórn Kaupþings og samþykkti þennan gjörning, konan hans vinnur þarna eins og Kona og sonur Þorgeirs Eyjólfssonar Forstjóra LV en sonurinn starfar samkvæmt enska starfsheitinu  VP - Investment Banking at Kaupthing Bank.

Eða svo segir hann sjálfur.  http://www.linkedin.com/in/lydur

Spurning hvort eitthvað af þeim sjálfum muni njóta góðs af niðurfellingum ábyrgða. Einhvern vegin efast ég um að það komi fram í dagsljósið meðan þessir aðilar eru við stjórn.

Ég vona að þeir sem vinna dag og nótt fyrir framan pappírstætarana og tæta í sundur ábyrgðir Elítunnar eins engin sé morgundagurinn, eigi eftir að koma fram og segja hið sanna.

Kanski er ég of dómharður, kanski voru þeir Þorgeir og Gunnar með mína hagsmuni að leiðarljósi allan tímann þó ég sjái það ekki. 

Kanski er það ekki merki um Valdahrokan í Þorgeiri að neita að tjá sig um þessa ömurlegu stöðu sjóðsins og sendir þess í stað skósveina á borð við Gunnar til að taka skellinn.

Kanski er ég bara svo barnalegur í eðli mínu að standa í þessu "skítkasti".

Kanski eru þetta hinir mestu sómadrengir. "kanski" ???? 

 


mbl.is Niðurfelling til stjórnenda Kaupþings tekjuskattskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband