Tengsl fjárfestinga LV í Kaupþingi.

Vegna viðtals við mig í Reykjavík Síðdegis 18/12 vil ég koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Mér fannst ég hafa hikstað svolítið á spurningum varðandi fjárfestingar sjóðsins og hvernig lögin væru til þess fallin að verja okkur fyrir spillingu og valdabrölti.

Lögin: Lögin um lífeyrissjóði eru að mörgu leiti mjög góð og eiga að vera til þess fallin að sjóðirnir dreifi áhættunni eins og kostur er þ.e. fjárfesti visst mikið í skuldabréfum og visst mikið í hlutabréfum osfrv.

Lögin kveða á um hámark hverrar fjárfestingar fyrir sig og eins hámark heildarfjárfestinga í hlutabréfum og skuldabréfum osfrv.

Það sem stjórnendur Lífeyrissjóðanna hafa hinsvegar gert og þá sér í lagi LV er að fara í kringum þessar reglur og lög.

Dæmi:

Staða hlutabréfa LV í árslok 2007

Kaupþing 21,3 milljarðar

Exista og Bakkavör (aðaleigendur kaupþings) 11 milljarðar.

Félög tengd fjármalageiranum (kaupþing) eins og Teymi, Alfesca ofl.félög  1-2 milljarður.

Skuldabréfaeign sjóðsins í bönkum og fyrirtækjum ( Meðal annars Kaupþingi og fyrirtækjum sem tengjast Kaupþingi á nákvæmlega sama hátt og ofan er talið ) 35 Milljarðar.

Árið 2008 Styrkti LV stöðu sínu til muna í Kaupþingi og félögum honum tengdum á kostnað Landsbankans. Tölur allt að 14 milljarðar hafa verið nefndar

Fjármálasérfræðingar telja þann gjörnung einan hafa verið til þess fallin að halda uppi gengi bréfa Kaupþings á kostnað Landsbankans.

Því er Hugsanlegt Tap LV Á falli Kaupþings eitt og sér um 60-70 Milljarðar eða um 25% af heildareignum sjóðsins séu skuldabréfaeignir teknar með í reikninginn

Ég get ekki sagt til um hvort lög hafa verið brotin en hvaða fjármálasérfræðingur sem er getur staðfest að fjárfestingar sem þessar flokkast undir fjárhættuspil af verstu gerð.

 

Lögin í sjálfu sér mættu taka Betur á svona krosseignatengslum en ábyrgðin hlýtur að vera þeirra sem stjórna sjóðnum.

Formaður VR var í stjórn gamla Kaupþings og er stjórnarformaður LV.

Forstjóri LV og formaður VR eiga báðir sterk fjölskyldutengsl í Kaupþingi og félögum þeim tengdum þó aðallega Forstjóri LV. 

Sjóðirnir hafa sett siðareglur og samþykktir um góða viðskiptahætti sem hafa verið þverbrotnar.

Sjóðirnir hafa kvartað sáran eftir hrunið að erfitt hafi verið að fjárfesta á svo litlum markaði.

Það eina sem sjóðirnir hafa gert undanfarin ár til að breyta lögum um fjárfestingar, er eftir hrun bankanna, og með þeim hætti að geta fjárfest sem aldrei fyrr í hlutabréfum gjörspilltra fyrirtækja með sama fólkið í brúnni og áður. Einnig fengu þeir í gegn eignaupptökurétt á fasteignum sjóðsfélaga.

 

Hvar í þessum Dæmum sem ég nefni eru hagsmunir Sjóðsfélaga hafðir að leiðarljósi?


Hvernig er þetta hægt?

Hvernig getur Landsbankinn tapað séreignasparnaði mínum á gjaldþroti gamla Landsbankans og í sömu færslu tekið íbúðarlánið mitt yfir óskert og rukkað með öllum mögulegum álögum og veðum?

Væri ekki lágmarks sanngirni að draga tapið frá höfuðstól skuldanna?


Bloggfærslur 19. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband