Ákall til fjölmiðla !

Á að flytja/fela tap LV yfir á skattgreiðendur ?

Ég hef fengið tölur mínar um stöðu LV sem ég hef birt á Bloggi mínu að mestu staðfestar og það sem meira er að staðan er jafnvel enn verri.

Það lítur út fyrir að tap sjóðsins sé vel yfir 110 milljarðar eða yfir 40% af öllum eignum.

Þetta er ekki eitthvað bókfært pappírs tap í skúffufyrirtæki fjárglæframanns. Þetta eru alvöru peningar, Peningarnir okkar sem eiga að tryggja okkur áhyggjulaust ævikvöld.

http://ragnar73.blog.is/blog/ragnar73/entry/740332/ 

Helstu hlutabréfaviðskipti LV á árinu 2008 voru til að styrkja stöðu sjóðsins í Kaupþingi á kostnað Landsbankans.

LV vill ekki gefa upp hrikalega stöðu sjóðsins opinberlega fyrr en fullreynt er hvort þeir fái skuldajöfnun á skuldabréfum vegna hruns bankanna og hugsanlega endurskoðun á því þegar sjóðurinn tók stöðu með krónunni.

Með öðrum orðum verður reynt með öllum tiltækum ráðum að færa/fela/flytja Tap LV yfir á skattgreiðendur.

Það verður að koma þessum málum upp á yfirborðið áður en þessir aðilar ná að hvít þvo af sér mesta tapið á kostnað skattborgara.

Ég skora á alla fjölmiðla að ráðfæra sig við óháða sérfræðinga í fjármálageiranum til að fá þessar hrikalegu tölur staðfestar ásamt áætluðu tapi á erlendum fjárfestingum og innlendri skuldabréfaeign Sjóðsins einnig að fá staðfest vanhæfi forstjórans til að gegna þessari stöðu vegna fjölskyldutengsla hans við stærstu fjárfestingar sjóðsins í hluta og skuldabréfum.

Ég vil ekki trúa því að þessir sömu aðilar sem bera ábyrgð á þessu gríðarlega tapi fái óútfylltan tékka á sparifé okkar til að gambla með í gjörspilltu atvinnulífi.

Fyrst var tapið 14% af heildareignum ” kom fram á heimasíðu live.is og á Borgarafundi í Háskólabíói”

Viðtalið við mig í Reykjavík Síðdegis þann 10.Des eftir að ég birti samantekt á tapi LV var Tapinu breytt í 23,4% af heildareignum á live.is 11 des.

Ég skora á fjölmiðla að nota þessar upplýsingar og koma ævisparnaði okkar til bjargar.

Það er alveg óskiljanlegt að Þorgeir Eyjólfsson Forstjóri LV Skuli geta óáreittur fjárfest með ævisparnað okkar í fyrirtækjum sem Kona hans og börn gegna lykilstöðum í ef sögusagnir þess efnis eiga við rök að stiðjast.

Hvað þarf að gerast svo fjölmiðlar vakni til lífsins ?

Ársskýrsla LV 2007.

http://www.live.is/media/arsskyrslur/Arssk2007.pdf

Bls.15 Verðbréfaeign, Skipting eigna. Bls.28 Skrifstofu og stjórnunarkostnaður 424,5 milljónir. Bls 33 Skipting verðbréfa og skuldabréfa (hvaða fyrirtækjum voru lánaðar 17-18 milljarðar ? Bls.34 Hlutabréfaeign sjóðsins árslok 2007  Bls. 35 Erlend Verðbréfaeign sjóðsins. Sjá neðst þar sem sjóðurinn hefur skuldbundið sig til að fjárfesta 12,3 Milljörðum í erlendum áhættufjármagnssjóðum. Bls.36 Launakostnaður á 27,5 stöðugildi 270 milljónir.


Lífeyrisþjófnaður?

Lífeyrisþjófnaður?

Grein eftir Sigurð Oddsson sem birtist í Blaðinu, desember 2005.

Frábær Grein eftir Sigurð sem er einn af baráttumönnum gegn sinnuleysi lífeyrissjóðanna gagnvart eldri borgurum þessa lands.

Viljum við enda ævikvöldið á margra ára biðlista eftir  kústaskáp á yfirfullu elliheimili þar sem varla er hægt að hella sér upp á kaffi, hvað þá að taka á móti ástvinum ? 

Greinin: 

Ég fékk mikil viðbrögð við grein minni “Til hvers eru lífeyrirsjóðir”.  Ekkert heyrðist þó frá forsvarsmönnum lífeyrissjóða.  Samt notaði ég stór orð. Kallaði þá þjófa. Það hefði ég ekki sett á prent nema ég gæti staðið við það og geri það hér með:

Að loknu námi starfaði ég í Sviss.  Þar var frjálst val að vera í lífeyrissjóði og nokkrir í boði.  Ég valdi lífeyrissjóð opinbera starfsmanna og var í honum á þriðja ár.  Skömmu eftir að ég flutti heim kom yfirlit frá bankanum úti, sem launin mín voru jafnan lögð inn á.  Það var komin stór innborgun. Lífeyrissjóðurinn hafði endurgreitt mér allt, sem ég hafði borgað í hann.  Allir geta verið sammála um að samanborið við þetta, þá er maður rændur hérna  heima.  

Ég hef mikið velt fyrir mér, hvort það standist landslög, að lífeyrssjóðir slái eign sinni á inneign sjóðsfélaga, þegar þeir kveðja þennan heim.  Vonandi verður einhver lögfróður til að svara því með tilliti til eftirfarandi dæmis.:

Flestir ganga í lífeyrissjóð um leið og þeir byrja að vinna.  Oft barnungir. Síðar þegar gengið er í hjónaband eru hjónin eitt frammi fyrir guði og mönnum.  Eiga saman börn, innbú og íbúð. Allt er sameign nema þau geri kaupmála.  Taki annað hvort eða bæði lán með veði í sameiginlegri eign, þá skal makinn skrifa samþykki sitt á skuldaviðurkenninguna.  Svo kemur að því að annað fellur frá. Þá erfir sá sem lifir allt nema lífeyrissjóðsréttindin.  Sé lífeyrissjóðslán í búinu skal hann eða hún borga af því þar til það er upp greitt.  Á sama tíma fær hann eða hún tímabundið skertar bætur úr lífeyrissjóði makans.

Það eru aðallega konur, sem hafa farið illa út úr þessu.  Bæði lifa þær lengur og svo hafa þær fram til þessa verið meira það sem kallað er heimavinnandi. Fyrir það starf fást ekki lífeyrissjóðsréttindi.  Sama hversu stórt heimilið er og börnin mörg.  Merkilegt að þeir, sem mest berjast fyrir jafnrétti hafi ekki fengið þetta leiðrétt.

Ég geri mér grein fyrir að upp úr miðri síðustu öld jafnaði verðbólgan misréttið. Fasteignir hækkuðu í verði á meðan lánin brunnu upp á verðbólgubálinu og hjónin eignuðust óbeint lífeyrissjóð í búinu. 

Upptaka lífeyrissjóðsréttinda, þegar óðaverðbólgan geysaði, hefur eflaust bjargað mörgum sjóðnum frá því að fara á hausinn. 

Nú eru breyttir tímar. Nýtt og áður óþekkt vandamál.  Fjármagnið streymir svo skart inn að til vandræða horfir.  Yfirlýsingar um ónóg tækifæri til fjárfestinga innanlands koma frá sjóðunum. Þeir allt að því neyðast til að auka fjárfestingar í erlendum verðbréfum.  Á sama tíma er ekkert lát á fréttum um lakan aðbúnað eldri borgara, sem flestir eru stofnfjáreigendur lífeyrissjóðanna.

Til er einföld lausn á verðtryggingu fjármagns lífeyrissjóða, sem um leið bætir aðbúnað eldri borgara.  Lausnin felst í því, að lífeyrissjóðirnir stofni sameiginlegt byggingafélag “LÍFBYGG”, sem byggir leiguíbúðir eldriborga. Stofnfé gæti verið “ránsfengur” síðustu 25 ára. 

Fjármagn sem fer í byggingar er verðtryggt um leið og framkvæmt er fyrir það.  Sama er að segja um kaup sjóða á íbúðunum.  Um leið og greiðsla fyrir íbúð er yfirfærð til “LÍFBYGG” er hver einasta króna verðtryggð. Allir vita að fjárfesting í steinsteypu á Íslandi er góð. Ekki áhættufjárfesting líkt og hlutabréf.  Í viðbót við verðtrygginguna bætast við leigutekjur af íbúðinni frá fyrsta degi. 

Um leið gjörbylta þessar leiguíbúðir kjörum þeirra, sem eru að ljúka starfsaldri.  Allir ættu að geta leigt sér íbúð við hæfi.  Þeir sem eiga íbúð fyrir geta selt hana í rólegheitum og notið söluverðssins.  Leigt sumarhús af lífeyrissjóðnum á sumrin og ferðast til heitari landa á veturna.

Lífeyrissjóðirnir myndu losna við að sitja einhverja stjóra á aðalfundi verðbréfasjóða eða hlutafélaga erlendis með tilheyrandi dagpeningum og kostnaði.

Sigurður Oddsson 


Til hvers eru lífeyrissjóðir?

Til hvers eru lífeyrissjóðir?

Góð grein Eftir Sigurð Oddson Sem birtist í Blaðinu, Nóvember 2005. 

Kjör aldraða hafa mikið verið í umræðunni. Ófagrar eru lýsingar á aðbúnaði fólksins, sem lagði grunninn að velferðarþjóðfélaginu. Skammarlegt hvernig farið er með kynslóðina, sem átti bankana, símann og margt fleirra, sem misvitrir stjórnmálamenn seldu á gjafverði.  

Stjórnmálamennirnir eru allir að vilja gerðir að að skoða mál aldraðra, en lítið gerist og er fjármagnsskorti kennt um.  Helstu úrræðin virðast vera að fækka vistmönnum á “öldrunardeildum”.  Hvað sem það nú þýðir?  

Það sem verra er að allur almenningur lætur eins og honum komi þetta ekkert við.  Gerir sér ekki grein fyrir að allir, sem verða gamlir geta lent í þessu.  Það er helst að Helgi í Góu hafi bent á stöðugt fjármagnsstreymi í lífeyrissjóðina.

Stærsti hluti ellilífeyrisþega býr í eigin íbúð.  Húsnæði sem þeir komu upp með mikilli vinnu og oft var flutt inn í hálfklárað.  Þeir búa ýmisst enn í þessu húsnæði eða hafa flutt í íbúðir fyrir aldraða. 

Í dag er þetta breytt. Flestir kaupa fullklárað og greiða allt að 90% með verðtryggðum lánum. Verðtryggingin á eftir að bíta og það fast.  Þá mun ekki vera nein miskun hjá lánadrottnum, eins og t.d. Frjálsafjárfestingabankanum. Ástandið á því eftir að versna sé ekkert gert og það strax.  

Ekki alls fyrir löngu var ég á fundi, þar sem Helgi í Góu talaði um þessi mál.  Fyrir fundinn var dreift blaðaúrklippum um lífeyrissjóði og aðbúnað aldraðra.  Helgi benti á áhrifaríkan hátt á aðstöðuleysið, sem gamla fólkið býr við.  Hefur ekki einu sinni aðstöðu til að laga sér kaffi, hvað þá taka á móti sínum nánustu á sómasamlegan hátt. Það sem stendur þó upp úr frá fundinum er grein sem segir:  HEILDAREIGNIR LÍFEYRISSJÓÐA 1.100 MILLJARÐAR.

Ein million og eitt hundrað þúsund million krónur = 1.100.000.000.000 kr er töluvert margar krónur.  Hver skyldi svo eiga allar þessa krónur?   Það hljóta að vera fyrst og fremst ellilífeyrisþegarnir.  Þeir eiga sem sagt sjálfir sjóð til að bæta stöðuna. 

Í þessari sömu grein kemur fram að ávöxtun sjóðanna sé góð og fari þriðja árið í röð yfir 10%.  Hvað skyldi ávöxtunin hafa orðið mikil, ef sjóðirnir hefðu borið gæfu til að fara að ráðum Helga fyrir þremur árum og byggt íbúðir fyrir lífeyrisþega?  Ekki til að gefa.  Nei til leigu á sanngjörnu verði í stað þess að greiða lífeyririnn einungis í krónum, sem ríkið skerðir.  Það er ekki stór krafa að fá eina slíka á leigu eftir að hafa marg borgað hana með lífeyrissjóðsgreiðslum.

Af hverju eru forstjórar lífeyrssjóða á allt öðrum kjörum en sjóðsfélagarnir og fá svo starfslokasamning í bónus?  Gaman væri að vita, hvað margir fleirri séu með starfslokasamning en sá, sem fékk 43 millur fyrir að hirða pokann sinn.  Hafa þeir ekki borgað í lífeyrissjóð til að lifa af eins og hinir?  Hafa sjóðsfélagar spurt á fundi, hvort stjórinn sé með starfslokasamning?

Annað sem erfitt er að skilja er misrétti, sem lífeyrissjóðirnir komast upp með gagnvart konum.  Kona sem var heima að hugsa um börnin á meðan kallinn vann úti og borgaði í lífeyrisjóð fær við missi maka skertan hlut í stuttan tíma. Svo má hún á miðjum aldri fara út á vinnumarkaðinn. Endar kanski með allt sitt í náttborði í herbergi með öðrum.  Erlendis erfist rétturinn og jafnvel leyft að taka allt út í einu.  Samanborið við það er fyrirkomulagið hér hreinn og beinn þjófnaður.  Þessu ættu sjóðsfélagarnir að breyta.   

Af 50 lífeyrissjóðum ýmissa stéttarfélaga eiga 5 þeir stærstu um helming eignanna.  Það ættu að vera sjálfsögð mannréttindi að launþegar gætu valið sér lífeyrissjóð og flutt réttindi á milli sjóða.  Þeir myndu þá velja þá sjóði, sem standa sig best fyrir þá og sjóðunum um leið fækka til hagsbóta fyrir alla.

 

Reykjavík 22.11.2005

Sigurður Oddsson.    


Bloggfærslur 18. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband