Taprekstur Lífeyrissjóða og brot af því besta.

Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða hélt því fram að tap sjóðanna væri ekki eins mikið og menn vildu vera láta. Hann taldi tap LV vegna hrunsins einungis vera um 14% og ekki þyrfti að koma til skerðingar lífeyrisréttinda. Stuttu eftir birtingu greinarinnar var tapinu breytt í 23,4% af  eignum sjóðsins.

 
Kjarni málsins er samt hin 23,4% neikvæða ávöxtun Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna.

Á heimasíðu sjóðsins er reynt að sannfæra almenning um að búið sé að reikna með öllum afskriftum á skuldabréfa eign sjóðsins sem er rakalaus þvættingur að mínu mati enda vantar allar upphæðir inn í rökstuðning þeirra og hver sem er getur lesið úr þessari samantekt að staðhæfingar þeirra standast engan veginn. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar  þekktar stærðir úr ársreikningi Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna frá 2007. Tekið skal fram að ég hef upplýsingar um verðbréfaumsýslu LV á þessu ári frá kauphöll Íslands en þá var hlutur LV í Exista 4% og Bakkavör 6,5% rétt fyrir hrunið, en miðað við yfirlýsingar stjórnarformanns og stöðu hans hjá Kaupþingi fyrir hrunið reikna ég ekki með að þessi hrikalega staða hafi batnað, frekar versnað þar sem þessi samantekt er síðan 9/12 2007 og lækkuðu bréfin enn meira frá þeim degi til áramóta.

 

Innlend Hlutabréfaeign LV

 

Bókfærð eign  

Lækkun í %

 

 Staða 9.12 2008

 

Hlutur í %

árslok 2007

frá áramótin.

Núvirði.

Tap

Alfesca HF

0,9

369.533.000

42

214.329.140

155.203.860

Bakkavör Group

5,6

7.055.553.000

93

493.888.710

6.561.664.290

Century Alumnium Company

0,8

1.086.113.000

76

260.667.120

825.445.880

Exista HF

1,8

3.970.085.000

99

39.700.850

3.930.384.150

FL Group HF

0,6

1.138.976.000

100

0

1.138.976.000

Flaga Group HF

2,2

12.750.000

0

12.750.000

0

Glitnir Banki HF

0,8

2.470.348.000

100

0

2.470.348.000

Eimskipafélag Íslands

0,6

362.126.000

96

14.485.040

347.640.960

Icelandair Group HF

1,2

322.347.000

53

151.503.090

170.843.910

Kaupþing Banki HF

3,3

21.334.515.000

100

0 kr.

21.334.515.000

Landsbanki Íslands HF

3,2

11.612.675.000

100

0

11.612.675.000

Marel HF

2,4

988.063.000

21

780.569.770

207.493.230

Straumur Burðarás HF

1,7

2.586.952.000

81

491.520.880

2.095.431.120

Teymi HF

0,3

62.311.000

100

0

62.311.000

Össur HF

2

775.223.000

2

790.727.460

15.504.460

Verðbréfaþing ehf

12,9

1.556.000

0

1.556.000

0

Skipti ehf. Tap því bréfunum var skipt í bréf Existu.

8

2.475.000.000

100

0

2.475.000.000

VBS Fjárfestingarbanki H.F.

3,3

258.552.000

0

258.552.000

0

 

 

56.882.678.000

 

3.510.250.060

53.372.427.940

Hlutfall af heildareignum sjóðsins

 

21,70%

 

 

19,80%

Heimildir

 

 

 

 

Tap

Euroland.com

 

 

 

 

 

Landsbankinn.is

 

 

 

 

 

 

 

Hver sem er getur lesið út úr þessum tölum heildartap LV er ekki 23,4%.

Í þessar tölur vantar upplýsingar um tap á skuldabréfaeign sjóðsins í hálfgjaldþrota atvinnulífi og skuldabréfaeign sjóðsins í gjaldþrota bönkum sem voru samtals 35 milljarðar, ásamt úttekt á erlendum eignum sjóðsins sem gætu orðið verðlausar ef svartsýnustu spár ganga eftir. Það kæmi mér ekki á óvart að tapið sé að lágmarki 30-40% af heildareignum sjóðsins eða 80 - 110 milljarðar króna.Einnig vantar inn í þessar tölur tap á gjaldeyrissamningum sjóðsins sem ekki fæst uppgefið og gæti breytt dæminu umtalsvert til hins verra.

Ósmekklegast við þetta allt saman er hversu einhliða fjárfestingarstefna LV var í fyrirtækjum sem voru annáluð fyrir ofurlaun, glórulausa kaupréttar- og starfslokasamninga, innherjaviðskipti á dökkgráum svæðum, fjöldaframleiðslu á eigin fé og mútur sem síðan má krydda með einkaþotum, þyrluferðum, skemmtisnekkjum, sögusögnum um rándýrar skemmti- og fótboltaferðir með góðum slatta af dýrustu og flottustu hótelum heims.

 

Það skal tekið fram að þetta á auðvitað ekki við um öll fyrirtækin enda tel ég þá sem á annað borð nenna að lesa þetta viti hverjir eiga í hlut.

 

Það sem verra er, er að verkalýðsforystan með strengjabrúðu Samtaka atvinnulífsins innan sinna raða (þ.e. forseta ASÍ) gengur fylktu liði með bros á vör og kvittar undir þetta glóraulausa bull enda nokkrir verkalýðsforkálfar í stjórnum stærstu lífeyrissjóðanna.

 

Það sem ergir mann samt mest er þegar stærstu lífeyrissjóðirnir með SA fremst í flokki hlaupa eins og hræddar rottur frá sökkvandi skipi fjármálageirans inn á Alþingi til að fá auknar heimildir til fjárfestinga í hálfgjaldþrota atvinnulífi, sem þeir áttu góðan þátt í að skuldsetja upp fyrir haus.

 

Hvernig í ósköpunum getur ríkisstjórn Íslands fært sama fólki og hefur sturtað niður stórum hluta lífeyris okkar ofan í klósett fjármálgeirans, auknar heimildir til að fjárfesta í gjörspilltu atvinnulífi. Þetta er eins og að rétta dauðadrukknum manni bíllykla.

 

Steininn tekur síðan úr þegar ríkisstjórnin og ASÍ kvitta undir næsta ævintýri þessara sömu aðila með bros á vör og ætlast til þess að við tökum því þegjandi og hljóðalaust að gefin verði út óútfyllt ávísun á ævisparnað okkar. Síðan á að skella inn eignaupptökuliðnum í kaupæti svo hægt sé að leigja okkur fasteignirnar eftir að við missum þær.

 

Í umboði hvers starfar þetta fólk?

Fyrir hverja vinna stjórnendur lífeyrissjóðanna og forseti ASÍ?

Þeir eru a.m.k. ekki að vinna fyrir mig!

 

Er ekki kominn tími á að ríkistjórnin nýti sér lagalegan rétt sinn og bjargi því sem eftir er af sparifé okkar úr höndum þessara aðila?

 

Ragnar Þór Ingólfsson


Bloggfærslur 10. desember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband