27.8.2009 | 14:28
Viljum við sömu stjórnendur Existu?
Hvað hafa Bakkavararbræður gert til að verðskulda traust sjóðsfélaga fyrir því litla sem eftir er af brunarústum Existu? Við höfum fyrirmyndir á borð við Stoðir, Eimskip og Straum.
Fyrir "raunverulega" hverja eru nauðarsamningarnir?
Langstærstu fjárfestingar Lífeyrissjóðs Verslnarmanna voru í Kaupþingi 3,2 % ,Exista 4% og Bakkvör 6,7%. þegar mest lét og var sjóðurinn meðal stærstu eigenda þessara fyrirtækja.
Verðmæti hlutabréfa sjóðsins í þessum félögum í árslok 2007 var yfir 30 milljarðar en eru verðlaus í dag. Talið er að sjóðurinn hafi tapað um 10-12 milljörðum á töpuðum skuldabréfum í þessum félögum sem gerir heildartapið um 42 milljarðar, óvissa um uppgjör gjaldeyrissamninga er ekki tekin með og ekki tap á eignahlut sjóðsins í Skipti.
Tengslin:
Gunnar Páll Pálsson
Formaður VR
Stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.
Stjórnarmaður í Kaupþingi
Lánanefnd Kaupþings
Eiginkona Gunnars Páls
Ásta Pálsdóttir
Er Lykilstarfsmaður hjá Kaupþingi og er skráð á innherjalista hjá FME sem slíkur.
Fjölskylda hennar á og rekur Atafl, gömlu keflavíkurverktaka. Atafl samsteypan sem fékk 50 milljónir Evra eða yfir 9 milljarða lán í gegnum Íslandsverktaka og tengd félög frá Kaupþingi samkvæmt lánabók. Ásta Pálsdóttir er systir Bjarna Páls stjórnarformanns Atafls sem er þá mágur Gunnars Páls sem sat í lánanefnd bankans, stjórn og var stórnarformaður LV og formaður VR.
Þau Ásta og Gunnar eru bæði talin hafa fengið niðurfellingar á ábyrgðum vegna hlutabréfakaupa og eða annara fjárfestinga.
Þorgeir Eyjólfsson
Fyrrv.forstjóri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna.
Framkv.stjóri eða Managing Director, Nasdaq OMX Nordic Exchange group.
Eiginkona Þorgeirs er Sigríður Kristín Lýðsdóttir starfsmaður hjá Kaupþingi.
Sonur Þorgeirs Lýður Þorgeirsson er sérfræðingur á fyrirtækjasviði Kaupþings.
Dóttir Þorgeirs Guðrún Þorgeirsdóttir er framkv.stjóri eignastýringar hjá Existu og vara stjórnarmaður hjá Lýsingu samkv.FME.
Víglundur Þorsteinsson
Fyrrv.stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verslunarmanna og eigandi BM-Vallár.
Fékk 62,2 mlljónir Evra eða um 11.2 milljarða í lán frá Kaupþingi samkv. Lánabók.
BM-Vallá hefur ekki skilað inn ársreikningum til ríkisskattstjóra síðan 1995.
En það hlýtur að vera ein af forsendum lánshæfi fyrirtækja ásamt því að þurfa að standa skil á slíkum gögnum samkv.lögum.
Exista var stærsti eigandi Kaupþings.
Samkvæmt lánabók og fréttum fjölmiðla höfðu stjórnendur loka ákvörðunarvald um það hverjir fengu lán hjá bankanum.
Fyrirtæki sem tengjast tveimur fyrrverandi stjórnarformönnum Lífeyrissjóðs Verslunarmanna fengu tug milljarða fyrirgreiðslur frá kaupþingi,stærstu fjárfestingu lífeyrissjóðsins og voru meðal stærstu skuldara bankans. Hver voru veðin? Höfðu ákvarðanir þeirra um óverjandi stórlánveitingar til helstu eigenda bankans eitthvað að gera með fyrirgreiðslur til fyrirtækja þeim tengdum? Tóku þeir eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni umbjóðenda sinna?
Er þetta skýringin á því að lífeyrissjóður verslunarmanna vill með öllum tiltækum ráðum ganga til nauðasamninga við Bakkavararbræður um stjórn Existu sem er eingöngu hrip lek regnhlíf yfir aðrar sjálfstæðar einingar félagsins. Stjórnendur Existu vildu rúmlega 1 milljarð á ári fyrir umsýslu skuldasúpunnar. Í dag má ætla að það fáist aðeins um 5% upp í kröfur. Ekki hafa afskriftir LV verið í samræmi við þær heimtur svo mikið er víst.
Í fréttum dagsins hefur rekstrarkostnaður verið togaður niður í 150 milljónir. Ég er ansi hræddur um að inn í þá tölu vantar árangurstengdar heimtur á kröfum,ekki ósvipaður díll og Straumverjar ætluðu að plata kröfuhafa til að ganga að en þar var "rekstrarkostnaðurinn" ekki hátt hlutfall af heildinni.
Hvaðan koma peningarnir? Ætla Bakkabræður að blóðmjólka fyrirtækin sem eftir eru í samstæðunni og setja rekstrarkostnað Existu í forgang. Neytendur borga svo brúsan í formi hækkana á vöru og þjónustu viðkomandi fyrirtækja innan samsteypunnar. Niðurskurður og uppsagnir hljóta að vera óumflýjanlegar.Síðan lengja þeir gjalddaga í skuldafréfaútgáfum sínum en þá geta lífeyrissjóðirnir dreift tapinu smá saman yfir langan tíma?
Það er útilokað að þetta reikningsdæmi gangi upp hjá þessum mönnum.
Hvað veldur því að Lífeyrissjóður Verslunarmanna hugleiði slíka samninga við þessa aðila sem léku sjóðinn svo grátt þegar klárlega liggur fyrir að mest fáist upp í kröfurnar með að skera burt blóðsugurnar.
Á hvaða forsendum,við hverja og á hvaða gengi gerði Lífeyrissjóður Verslunarmanna gjaldeyrissamninga upp á 93 milljarða? Af hverju er stjórnarmönnum VR og sjóðsfélögum neitað um þessar upplýsingar sem geta haft veruleg áhrif á lífeyrisréttindi okkar.
Þegar Pabbi (Þorgeir Eyjólfsson forstjóri LV) tók stöðu með íslensku krónunni fyrir 93 milljarða, Tók dóttirin (Guðrún Þorgeirsdóttir framkv.stjóri eignastýringar Existu) Stöðu gegn krónunni.
Gunnar Páll formaður VR, stjórnarformaður LV staðfesti svo samningana fyrir báða aðila en hann átti sæti í stjórn Kaupþings og í lánanefnd Kaupþings.
Til að stærstu eigendur Kaupþings "Exista" sem gerir kröfu í gamla kaupþing upp á 100 milljarða fyrir það eitt að taka stöðu gegn krónunni, og Kjalar sem gerir kröfu upp á 180 milljarða, þurfti einhvern til að veðja á móti.
Ef Exista tók stöðu gegn krónunni sem skilar þeim yfir 100 milljörðum í tekjur og á sama tíma lét viðskiptavini Kaupþings taka stöðu með krónunni og viðskiptavini Lýsingar fjármagna bílasamninga sem önnur kaup í erlendri mynt og fengu svo Lífeyrisjóðina til að veðja á móti sér fyrir restinni.
Ef þetta kallast ekki að taka stöðu gegn íslensku krónunni þá get ég í raun ekki útskýrt það hugtak frekar. Þessir snillingar hafa kallað þessa gjörninga gjaldeyrisvarnir og eru á góðri leið með að komast upp með það.
Ef þetta var ekki stöðutaka gegn krónu, hver er þá meiningin á bakvið slíka gjörninga í íslands lögum.
Var það hrein tilviljun að krafa sjóðsfélaga um breytingar og gegnsæi voru hafðar að engu þegar nýr stjórnarformaður LV, Ragnar Önundarson réð "nýjan" framkv.stjóra sjóðsins til starfa. Fyrir valinu varð Guðmundur Þórhallsson fyrrum framkvæmdastjóri eignastýringar sjóðsins sem bar meðábyrgð á fjárfestingum hans með Þorgeiri Eyjólfssyni sem þáði 34 milljónir í laun ásamt fríðindum fyrir árið 2008.
Var ráðningasamningur Guðmundar sem er leynilegur til 7 ára tilviljun? En í 7 ár þarf sjóðurinn að halda í bókhaldsgögn, eftir þann tíma má kveikja á pappírstæturum.
Lífeyrissjóður Verslunarmanna tapaði langmest á viðskiptum sínum við Bakkavararbræður en samt vill sjóðurinn rétta þeim á silfurfati einræðisvald yfir einu verðmætunum sem eftir eru í Existu.
Þetta er álíka ábyrgðafullt og að rétta Sigmundi Erni bíllykla eftir kvöldþing.
Hvað er það sem þolir ekki dagsljósið? Það erum við fólkið sem eigum þessa peninga! Ekki einhverjir útrásargæðingar sem hafa lokað að sér í fílabeinsturnum.
Með því að gera nauðarsamninga komumst við aldrei að hinu sanna.
Hvenær segjum við sjóðsfélagar:
Stopp! Hingað og ekki lengra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
21.8.2009 | 10:50
Stöðugleikasáttmáli fyrir hverja ?
Gerð stöðugleikasáttmála ASÍ og SA eru líklega ein mestu umboðssvik verkalýðsforystunnar gagnvart launafólki eftir afnám vísitölutryggingar launa árið 1983 og verðtrygging lána var látin halda sér.
Fyrir hverja er stöðugleikinn?
Með þessu glórulausa og algerlega innihaldslausa væntingaplaggi um betri heim og sól í haga, afsalaði verkalýðsforystan sér réttinum til að segja samningum upp einhliða og byrja upp á nýtt. Þess í stað var farið í að verja samninga frá árinu 2007 sem eiga ekkert sameiginlegt við það ástand sem við stöndum frami fyrir í dag.
Launahækkunin sem fékkst í kjölfar samkomulagsins voru skitnar 6.500 krónur á mánuði sem fyrirtækin hafa tæplega efni á að borga nema skera frekar niður, jafnvel með uppsögnum. Þessi hækkun var farin út um gluggan áður en blekið var þornað í formi verðbóta húsnæðislána,hækkandi vöruverðs í bland við skattahækkanir og aðrar álögur frá ríki og sveitarfélögum sem hafa svo enn meiri hækkunar áhrif á neysluvísitölu svo fátt eitt sé nefnt. ASÍ lýtur undan.
Það er með öllu óskiljanlegt hvernig þessu var þröngvað í gegn án þess að leyfa félagsmönnum að kjósa um þennan vafasama sáttmála sem að mínu mati ætti að vera í ruslinu þar sem hann á heima.
Mér er enn í fersku minni þegar varaforseti ASÍ lagði mikla áherslu á að félagsmenn ættu síðasta orðið á trúnaðarráðsfundi VR. Það voru orðin tóm því á öðrum fundi með landsambandi verslunarfélaga kom fram að það þýddi ekkert að fara með þetta í atkvæðagreiðslu ef hin ASÍ félögin myndu ganga að þessari vitleysu. Einn talsmaður samkomulagsins sagði félagsmenn svo vitlausa að þeim væri ekki treystandi til að kjósa um þetta mál, þeir héldu að það væri verið að kjósa um Icesave.
Hvernig er hægt að gera stöðugleikasáttmála þegar þeir valdameiri hafa hag af óstöðugleika.
Á meðan ríkið dælir fjármagni í peningamarkaðssjóðina svo að fjármagnseigendur tapi sem minnstu, brenna fasteignir almennings upp á verðbólgubálinu sem aftur lagar eignastöðu banka og lífeyrissjóða til mikilla muna eftir útrásarfylleríið. Hér er um grófa mismunun á ferð. ASÍ lýtur undan sem fyrr.
Í stað þess að fara tafarlaust í vinnu við að bjarga heimilum þessa lands, nýta krafta okkar til afnáms verðtryggingar eða setja tafarlaust þak á verðbætur, finna raunhæfa lausn á vanda einstaklinga og heimila vegna myntkörfulána þar sem fjármögnunarfyrirtæki og bankar ganga mjög harkalega fram, lýtur ASÍ undan.
Þetta er skammarlegt fyrir hreyfinguna sem ætti að taka hagsmunasamtök heimilanna sér til fyrirmyndar enda eru þau samtök að gera meira fyrir fólkið í landinu en félögin sem raka inn félagsgjöld til að leigja okkur niðurgreidda sumarbústaði og aðra þjónustu.
Ég sat einn af mörgum fundum sem stjórnarmaður í VR og hlustaði á plön og væntingar ASÍ til ársins 2013. Þar möluðu hagfræðingur ASÍ ásamt forystumönnum sambandsins um horfur á íslenskum vinnumarkaði og efnahagslífi ásamt leiðum út úr vandanum. Það er ekkert í þeirra plönum næstu árin sem tekur á helstu vandamálum launafólks nema innganga í Evrópusambandið.
Er friðurinn á vinnumarkaði og umboðssvikin til að stjórnvöld þurfi ekki að hafa verkföll eða lausa kjarasamninga hangandi yfir sér meðan okkur verður þvingað inn í evrópusambandið. Verður launafólk og fjölskyldur þeirra komnar hálfa leið fram af klettabrúninni þegar evrópusamningnum verður veifað framan í okkur sem töfralausn frá eymd og volæði?
Verður afnám verðtryggingar notuð sem skiptimynt fyrir atkvæði inn í evrópusambandið?
Sú framtíð sem blasir við ungum fjölskyldum þessa lands er að lífeyrissjóðir og bankar eru smá saman að taka eignarnámi í gegnum verðbætur húsnæðislána, aleigu fólks.
Er þjóðhagslega hagkvæmt að leggja slíkar birgðir á launafólk, að sjá meirihluta launamanna undir fertugu þurfa að byrja upp á nýtt eða stefna í þrot. Hvað gerist þegar stórskuldugir árgangar fara á lífeyri? Hvað kostar það samfélagið að halda okkur uppi á lífeyri þegar við skuldum meirihluta í fasteignum okkar? Þeir sem eru með myntkörfulán verða kanski komnir með jákvæða eiginfjárstöðu um fimmtugt þ.e.skulda markaðsvirði fasteigna sinna.
ASÍ og SA stjórna sameiginlega lífeyrissjóðum okkar og hafa þvertekið fyrir að skattleggja lífeyrisgreiðslur fyrirfram sem gæti skilað ríkissjóði tekjum sem jafngilda um 5% hækkun á tekjuskattstofni frá fyrsta degi án þess að nokkur taki eftir því. Nema lífeyrissjóðirnir sem þyrftu að losa vonlausar bréfaeignir mun fyrr til að standa undir lífeyrisskuldbindingum. Þá fyrst kæmi raunverulegt eignaverðmæti sjóðanna í ljós enda stórlega ofmetnar.Lífeyrissjóðirnir voru ekki með neinar sólarvarnir fyrir útrásarsólinni sem skilið hefur eftir sig rjúkandi brunarústir allstaðar sem hún skein og hún skein glatt á sjóðina svo mikið er víst.
Ef almenningur er að bíða eftir töfralausnum frá félögum sem þiggja um 1% af launum okkar mánaðarlega í félagsgjöld þá er það óþarfa bið.
VR greiðir 28 milljónir á ári til Landssambands Ísl.Verslunarfélaga sem eru regnhlífasamtök VR sem Varaforseti ASÍ stýrir en hún á sæti í yfir 20 nefndum og stjórnum víðsvegar í stjórnkerfinu.
Svo greiðum við aðrar 75 milljónir til ASÍ fyrir yfirumsjón hagsmunagæslu launafólks en þar fer fremstur í flokki Evrópusinnin og Samfylkingarmaurinn Gylfi Arnbjörnsson. Hvernig væri ef VR myndi greiða Hagsmunasamtökum heimilanna nokkrar milljónir en þeim virðist vera meira umhugað um framtíð okkar en ASÍ sem gerir ekkert annað en að verja helstu kosningamál samfylkingarinnar sem eru Evrópusambandið, lánalengingar og annað úrræðaleysi. Skrifstofu og stjórnunarkostnaður VR var 404 milljónir á síðasta ári. Við hljótum að geta gert betur en frjáls hagsmunasamtök heimilanna sem starfa af hugsjóninni einni saman. Eða hvað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
20.8.2009 | 10:56
Ekki króna á íslensku þjóðina!!!!!
Hvað er þessi maður að bulla?
Hversu miklu tapaði bankinn af eftirlaunum íslenskra ríkisborgara. Lífeyrissjóðirnir töpuðu gríðarlegum upphæðum á skuldabréfum sem þeir áttu í bönkunum,Milljörðum á gjaldeyrissamningum ásamt því að greiða himinháar þóknanir fyrir eignastýringu sem var ekkert nema píramýtasvindl þegar uppi var staðið. þá þurkaðist hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna í kaupþingi út með öllu. Það má varlega áætla að íslenskir eftirlaunaþegar og þjóðin öll hafi tapað hundruðum milljarða á þessum snillingum.
Það er stundum sagt þegar alvarlegir og glórulausir glæpir eiga sér stað að menn þurfi að gangast undir mat geðlækna til að sanna sakæfi þeirra.
Ég held að Hreiðar falli vel undir þá skilgreiningu.
![]() |
Annarra að biðjast afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)