11.3.2009 | 11:14
Þeir ættu að hafa samband við Þorgeir Eyjólfsson.
Þeir ættu að hafa samband við Þorgeir Eyjólfsson forstjóra lífeyrissjóðs verslunarmanna en sjóðurinn undir hans stjórn slapp vel undan hruninu á einhvern undraverðan hátt sem fáir skilja. Hvert er leyndarmálið Þorgeir ?
![]() |
Tap norska olíusjóðsins 633 milljarðar norskra króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.3.2009 | 11:04
Svar við yfirlýsingu lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Vegna viðtals í Silfrinu í dag vill undirritaður koma eftirfarandi ábendingum á framfæri:
Vegna yfirlýsingar Lífeyrissjóðs Verslunarmanna Vill Ragnar koma eftirfarandi á framfæri:
Í Silfri Egils, sunnudaginn 8. mars 2008, kaus viðmælandi Egils að blanda fjölskyldum forystumanna Lífeyrissjóðs verzlunarmanna á miður smekklegan hátt inn í málflutning sinn gegn stjórnendum og starfsemi lífeyrissjóðsins. Jafnframt voru settar fram margar fullyrðingar sem eru efnislega rangar og til þess fallnar að draga upp ranga mynd af því sem um var rætt.
Hvaða "margar" fullyrðingar voru rangar ? Að það þurfi 133 einstaklinga á lágmarkslaunum sem ekkert gera annað en að borga forstjóralaunin. Og aðra 16 sem gera ekkert annað en að greiða undir glæsibifreið forstjórans og rekstur á honum?
Voru það fullyrðingar um rekstrarkostnað sem er tekin beint úr ársreikningum eða fullyrðingar um virði verðbréfa séreignasjóða sem er tekin úr þeirra eigin yfirlýsingum um virði þeirra?
Þegar ég minnist á að sjóðurinn væri rekin eins og fjölskyldufyrirtæki er ég að benda á að kona hans og börn gegna mikilvægum störfum eins og stjórnunarstörfum hjá fyrirtækjum sem sjóðurinn átti hvað mest undir í og er fullkomlega eðlileg spurning sem og tengingar aðalstjórnenda VR í sama fyrirtæki.
ÓTRÚLEG TILVILJUN! Kjáni ég að vera velta þessu fyrir mér og leyfa mér að halda að vildarsamningar hafi verið hjá flestum lykilstarfsmönnum bankans, nema hópnum sem ég nefni, og ábyrgðir voru felldar niður, af Gunnari Páli og stjórn bankans.
Því er alfarið vísað á bug að fjölskyldutengsl hafi haft áhrif á fjárfestingar sjóðsins t.d. í Kaupþingi en eiginkona undirritaðs hóf störf í Búnaðarbanka Íslands árið 1997, þ.e.a.s. þegar bankinn var enn í eigu ríkisins og eiginkona Gunnars Páls, stjórnarformanns lífeyrissjóðsins, var ráðin til almennra starfa í Kaupþingi áður en hann tók sæti í stjórn bankans. Að starf sonar undirritaðs sem sérfræðings í fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings hafi áhrif á ákvarðanatökur starfsmanna á eignarstýringarsviði lífeyrissjóðsins varðandi einstakar fjárfestingar er fullkomlega fráleitt og á ekki við nokkur rök að styðjast.
Ekki er spurningu minni um vildarsamninga svarað hér frekar en fyrri daginn, var ég að spyrja að því hvort störf sonar hans sem sérfræðings í fyrirtækjaráðgjöf Kaupþings hafi haft áhrif á ákvarðanatökur starfsmanna á eignarstýringarsviði lífeyrissjóðsins?? Er ekki alveg með á nótunum þarna enda þetta svar fullkomlega fráleitt og á ekki við nokkur rök að styðjast.
Þar sem verið er að gera eignarhlut Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í Kaupþingi tortryggilegan vegna fyrrgreindra "meintra" tengsla ber að árétta að hann var svipaður eða minni en annarra stórra lífeyrissjóða. Þannig átti Lífeyrissjóður verzlunarmanna 2,64% í Kaupþingi samkvæmt hlutaskrá 9. október 2008 en Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 3,38% og Gildi lífeyrissjóður 2,70% á sama tíma.
Þann 2. september 2008 átti Lífeyrissjóður Verslunarmanna 3,2% í Kaupþingi, bendi á viðskipti með Kaupþingsbréf frá september byrjum fram að hruni sem eru meira en lítið áhugaverð, bréfaeign í Exista voru í árslok 2007 1,8% en var komin í 3,99% rétt fyrir hrunið. Eign LV í Bakkavör fór úr 5,6% í 6,43% yfir sama tímabil.
Ég bendi þeim sem hafa áhuga á að kynna sér hreyfingar á bréfaeign sjóðsins að fá upplýsingar frá Kauphöll Íslands sem kallast tuttugu stærstu sem eru opinber gögn um tuttugu stærstu eigendur tuttugu stærstu fyrirtækja innan kauphallarinnar. Lífeyrissjóður Verslunarmanna var því langstærsti eigandi Kaupþings miðað við aðra lífeyrissjóði í gegnum krosseignatengsl tengdra félaga.
Lífeyrissjóðirnir lúta sem aðrar fjármálastofnanir eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Ársreikningar lífeyrissjóðanna eru gerðir upp samkvæmt reglum og fyrirmælum FME. Hrun viðskiptabankanna í október 2008 og óvissa í íslensku efnahagsumhverfi í kjölfarið hefur haft í för með sér niðurfærslu á skuldabréfaeigninni og afskriftir á stórum hluta innlendrar hlutabréfaeignar sjóðsins. Fullyrðingar í viðtalinu um að slíkt hafi ekki verið framkvæmt í ársuppgjöri LV eru því rangar. Eftir sem áður er meginhluti eigna lífeyrissjóðsins í traustum verðbréfum sem munu halda verðgildi sínu og bera góða ávöxtun til framtíðar. Eins og áður hefur komið fram í opinberum upplýsingum frá lífeyrissjóðnum átti sjóðurinn ekki óveðtryggð skuldabréf/víxla nokkurra fyrirtækja sem verið hafa í fréttum að undanförnu t.d. Stoða, Landic Property, Nýsis, Milestone, Baugs, Teymis, 365, Kögunar, Mosaic Fashions og Atorku. Skuldabréf eftirtaldra útgefenda, í eigu sjóðsins, voru til varúðar færð niður að hluta og/eða öllu leyti; Exista, Fl Group, Samson og Eimskip. Ekki var talin ástæða til að færa varúðarafskriftir vegna skuldabréfa eftirtalinna útgefenda; Skipti (Síminn), Tryggingamiðstöðin, Landsvirkjun, RARIK, Alfesca, Bakkvör, Orkuveita Reykjavíkur og HB Grandi.
Hver er skipting skuldabréfaeignar sjóðsins á milli fyrirtækja?
Ég sendi þeim þessa spurningu ásamt fyrirspurn um gjaldeyrisskiptasamninga sjóðsins. Þeir neituðu að gefa mér þessar upplýsingar og vísuðu í lög um upplýsingaskyldu. Meðan þessar upplýsingar liggja ekki fyrir, skiptir engu máli hvaða fyrirtæki Þorgeir gefur upp, heldur upphæðirnar sem eru í gangi. Áttu þeir skuldabréf í Exista fyrir 5 milljarða og í Landsvirkjun fyrir milljón ?? Bendi á að VR gaf mér upp allar upplýsingar um verðbréfaeignir og gjaldeyrisskiptasamninga VR en ekki Lífeyrissjóðurinn ???
Vegna sterkrar stöðu lífeyrissjóðsins fyrir kreppuna og virkrar dreifingar eigna munu lífeyrisgreiðslur og réttindi haldast óbreyttar frá síðustu áramótum. Þetta eru góðar fréttir, ekki síst í ljósi þess að frá 1997 hafa lífeyrisréttindi sjóðfélaga verið hækkuð um 21,1% umfram verðlagsbreytingar.
Á þessu tímabili var hlutfall iðgjalds af launum hækkað um 20% eða úr 10 í 12%. Lífeyrisréttindi voru hækkuð um 7% árið 2006 sem var eitt mesta uppgangstímabil í sögu verðbréfa, restin skráist á lagabreytingu sem tók gildi árið 1998 sem tryggði sjóðsfélögum lágm. tryggingu lífeyris. Lögin: Lágmarkstryggingavernd sem lífeyrissjóður veitir miðað við 40 ára inngreiðslutíma iðgjalds skal fela í sér 56% af þeim mánaðarlaunum sem greitt er af í mánaðarlegan ellilífeyri ævilangt frá þeim tíma sem taka hans hefst, þó ekki síðar en frá 70 ára aldri, sbr. 14. gr. Fyrir þann tíma gátu lífeyrissjóðir sem voru yfir 90 talsins afskrifað áunnin réttindi launafólks með einu pennastriki ef þeir voru illa reknir. Þó sjóðir hafi verið mun fleiri í þá daga er kostnaður við sjóðina í dag mun meiri þótt færri séu.
Að sjóðurinn hafi sýnt aðra hæstu ávöxtun meðal lífeyrissjóðanna síðustu árin er grundvöllurinn að hækkun réttindanna.Tryggingafræðileg staða sjóðsins um sl. áramót var neikvæð um 7,2% sem er innan þeirra marka sem lög mæla fyrir um og kom því ekki til lækkunar réttinda og lífeyris um síðustu áramót. Rekstrarkostnaður LV hefur ætíð verið með því lægsta sem gerist meðal lífeyrissjóða landsins og var til dæmis 0,06% í hlutfalli af eignum á árinu 2008.
Eignir voru í árslok 2008 rúmir 248 milljarðar. Þá ætti rekstrarkostnaður 0,06% einungis að vera um 149 milljónir. Þegar launakostnaður einn og sér er yfir 270 milljónir getur þetta ekki staðist, enda gufar þessi raunkostnaður ekki upp í bókhaldstilfæringum, svo mikið er víst.
Þorgeir Eyjólfsson forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna:Rekstrarkostnaður LV hefur ætíð verið með því lægsta sem gerist meðal lífeyrissjóða landsins og var til dæmis 0,05% í hlutfalli af eignum á árinu 2007.
Eignir voru í árslok 2007 rúmir 269 milljarðar. Þá ætti rekstrarkostnaður 0,05% einungis að vera 135 milljónir.
Úr ársreikningi LV 2007.
Lífeyrissjóður Verslunarmanna.
Fjárfestingargjöld
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 221.211.000
Rekstrarkostnaður
Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 203.215.000
Samtals Rekstrarkostnaður 424.426.000
Þar af:
Launakostnaður 270.000.000
Þorgeir Eyjólfsson framkv.stjóri 30.000.000
Stöðugildi eru 27,5
Hvað ætli Þorgeir sé með í laun sem hlutfall af þjóðarframleiðslu eftir skatta og afborganir lána ?
Líklega væri útkoman ekki mjög há.
Ef það væri keppt í villandi framsetningu talna væri Þorgeir Eyjólfsson líklega Íslandsmeistari. Þessi framsetning er fullkomlega fráleit og á ekki við nokkur rök að styðjast.
Ranglega var fullyrt af viðmælanda í viðtalinu að bygging og rekstur íbúða fyrir aldraða rúmist innan fjárfestingaheimilda lífeyrissjóða samkvæmt lögum. Lífeyrissjóðir mega einungis eiga fasteignir að því marki sem þarf vegna reksturs þeirra. Fullyrðingar um annað eru rangar.
Úr 36gr. Laga um fjárfestingastefnu lífeyrissjóða.
(10) 1) Þó er lífeyrissjóði heimilt að eiga stærri hluta en 15% í fyrirtæki sem eingöngu sinnir þjónustuverkefnum fyrir lífeyrissjóðina sjálfa. Þetta er að sjálfsögðu túlkunaratriði en sjóðirnir hafa ekki lagt sig mikið fram við að sinna þessum þörfum sjóðsfélaga svo mikið er víst.
Meginniðurstöður ársreiknings eru lífeyrissjóðirnir skyldaðir að lögum að birta opinberlega. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur birt auglýsingu um starfsemi sjóðsins árlega í áratugi. Framsetning upplýsinga í texta tölum og mynd var í ár með hliðstæðum hætti og undanfarin ár. Vangaveltur um að auglýsing sjóðsins hafi eitthvað með yfirstandandi stjórnarkosningu í VR að gera eiga sér enga stoð.
Eitt sem ég hef reynt að gera í málflutningi mínum er að benda á að fólk er ekki fífl! Það sem Þorgeir er að benda á, er sú einskæra tilviljun að Auglýsingin sem sjóðurinn birti daginn fyrir kosningar í VR með villandi framsetningu talna og fegrun bókhalds. Þetta er mátulega trúðverðug skýring og dæmi hver fyrir sig.
Það er miður að umfjöllun um svo mikilvæg málefni sem hér um ræðir og varða lífeyrisréttindi tugþúsunda sjóðfélaga, byggi ekki á traustari grunni en ummæli í framangreindu viðtali bera vitni. Vitanlega á gagnrýnin umræða um stefnu og störf stjórnenda Lífeyrissjóðs verzlunarmanna fullan rétt á sér. Sjóðfélagar sem hagsmuna eiga að gæta í lífeyrissjóðnum eiga á sama tíma kröfu til þess að til slíkrar umræðu sé vandað og að hún styðjist við rök og málefnalegar forsendur.
Ég vísa þessum ummælum til föðurhúsana eiga þau meira við um lífeyrissjóðana en þá gagnrýni sem á þá dynja þessa dagana.
Þorgeir Eyjólfsson forstjóri
Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Ragnar Þór Ingólfsson
Verslunarmaður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
8.3.2009 | 15:02
Er hægt að bjarga lífeyrissjóðunum?
Kostnaður við rekstur lífeyrissjóða á íslandi er varlega áætlaður um 4 milljarðar á ári. Í ljósi þess að fjárfestingar þeirra eru að upplagi nákvæmlega eins er nauðsynlegt að velta upp þeirri spurningu hvort ekki sé hægt að hagræða í kerfinu og láta sjóðina vinna fyrir fólkið í stað þess að vinna fyrir forstjóravaldið.
Hér er dæmi um rekstrarkostnað Lífeyrissjóða.
Rekstrarkostn. | Launakostn. | Stöðugildi | Forstj.laun | |
Lsj. starfsmanna ríkisins | 815.281.000 | 245.000.000 | 38,4 | 19.771.000 |
Lífeyrissj. Verslunarmanna | 424.426.000 | 269.000.000 | 27,5 | 30.000.000 |
Gildi lífeyrissjóður | 367.750.000 | 188.373.000 | 23 | 21.534.000 |
Sameinaði Lífeyrissjóðurinn | 237.346.000 | 135.463.000 | 16 | 16.768.000 |
Stapi Lífeyrissjóður | 173.494.000 | 86.000.000 | 11,6 | 12.917.000 |
Stafir | 153.420.084 | 94.290.790 | 10,5 | 19.048.011 |
Samtals. | 2.171.717.084 | 1.018.126.790 | 127 | 120.038.011 |
Þetta eru 6 sjóðir af 37 sjóðum sem taka við iðgjaldi. Hafa ber í huga að margir þeirra eru smáir og umsýsla þeirra í höndum bankanna.
Með því einu að sameina og hagræða í kerfinu væri hægt að lækka rekstrarkostnað um að lágmarki helming og þannig stórbæta réttarstöðu maka sem missa fyrirvinnu og byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða sjóðsfélaga á stærð við Nordica Hótel. Þetta myndi skila sanngjörnum leigutekjum til sjóðsfélaga frá fyrsta degi í stað þess að sjóðsfélagar þurfi að selja undan sér fasteignir á misgóðum markaði, jafnvel á undirverði, til að komast framar á biðlistum. Til þess eins að fá húnsæði á stærð við kústaskáp á yfirfullum elliheimilum. Fjárfesting í steypu yrði verðtryggð án þess að það myndi bitna á sjóðsfélögum.
Sjóðirnir standa misvel og bjóða upp á mis góðar tryggingar fyrir sína sjóðsfélaga. Í dag hafa sjóðsfélagar sömuleiðis áunnið sér misgóð lífeyrisréttindi. Það væri hægt að styðjast við þær upplýsingar og reikna inn í nýjan sameiginlegan sjóð eða sjóði með sama hætti og gert er þegar sjóðsfélagi skiptir um lífeyrissjóð.
Það sem ég tel verða flóknara við hugsanlegt sameiningarferli eru misjöfn réttindi sem sjóðsfélagar hafa í hinum og þessum sjóðum, örorkubyrðin er misjafnlega há eftir sjóðum og sjóðir eru ýmist með aldurstengda eða jafna ávinnslu réttinda, og svo mætti áfram telja. Þetta eru hinsvegar smámunir miðað við þann heildarávinning fyrir sjóðsfélaga sem gæti náðst með aukinni hagræðingu og gegnsæi.
Einnig er gríðarlega mikilvægt að opna bókhald sjóðanna upp á gátt og setja strangar siðareglur í fjárfestingum þeirra. Þetta mætti m.a. gera með því að leggja blátt bann við fjárfestingum í félögum og sjóðum sem hafa ofurlaunastefnu og kaupréttasamninga og banna fjárfestingar í fyrirtækjum sem brjóta á réttindum launafólks. Ef sjóðir eða fyrirtæki verða uppvís að slíku ætti einfaldlega selja hlutin í þeim eða gjaldfella lánin. Þau félög verða þá einfaldlega að leita annað eftir fjármagni. Fjármagnið sjálft, siðareglur og gegnsæi myndu eitt og sér veita fyrirtækjum sem sækja í fjármagnið mun meira aðhald en áður hefur þekkst. M.o.ö. verður sýnilegt hvaða fyrirtækjum sjóðirnir eru að lána. Þá geta önnur fyrirtæki innan sama geira gert athugasemdir og þannig veitt hvort örðu nauðsynlegt aðhald og hvata til að hafa ávallt hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi.
Með þessari einföldu hugmynd eru peningarnir að vinna fyrir þá sem eiga þá. Einnig finnst mér mikilvægt í þessu samhengi að ávöxtunarkrafa sjóðsins verði í meðallagi.
Er hægt að láta lífeyri erfast?
Í ársreikningum lífeyrissjóða kemur fram að kostnaður við almmannatryggingakerfið þ.e. örorku, maka, barnalífeyri og rekstrarkostnað er um 20% af heildarskuldbindingum og framtíðarskuldbindingum sjóðanna á móti 80% til greiðslu lífeyris. Það ætti því ekki að vera mikið vandamál að skipta 12% iðgjaldinu hlutfallsega á milli almannatryggingasjóðs og Séreignar. Hagræðing með mikilli lækkun rekstrarkostnaðar myndi svo bæta rétt þeirra sem þiggja greiðslur úr almannatryggingakerfinu til mikilla muna. Foreldrar sem oftar en ekki eru með fjárhagslegar skuldbindingar gagnvart börnum sínum eða nánasta fjölskylda þeirra sem einstæðir eru og barnlausir munu þá erfa viðkomandi í stað þess að greiddur lífeyrir gufi upp og týnist að lokum í bréfabraski.
Forstjórarnir
Aftur að hagræðingar- og sameiningarferlinu, sem vissulega verður flókið, en ef viljinn er fyrir hendi ætti ekkert að standa í vegi fyrir því að hægt verði að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd. Nema þá kannski helst forstjórar og stjórnendur sjóðanna sem munu að öllum líkindum berjast á móti þessari þróun með kjafti og klóm. Dæmi eru um að við sameiningar sjóða hafi forstjórar verið keyptir út með himinháum starflokasamningum eða nokkura ára uppsagnarfresti svo þeir fáist til að sleppa takinu. Það getur verið miklum vandkvæðum bundið að fá menn til að sleppa takinu á gullkálfinum og þeim gríðarlegu völdum sem þeir hafa sem einræðisherrar yfir öllum þeim fjármunum sem sjóðirnir hafa yfir að ráða. Enda sitja flestir forstjórar lífeyrissjóða eins og ormar á gulli og finna því öllu til foráttu að sameinast.
Að lokum
Það er því ekki að undra að í augum flestra eru sjóðirnir álíka fjarri okkur og karlinn í tunglinu. Við þurfum að opna þetta meira og fá lífeyrissjóðina nær fólkinu, því flestir hafa ekki hugmynd um hvað þar fer fram, hvað þá hverjir stjórna. Þetta er jú sameign okkar allra en ekki peningahítur forstjóravaldsins, vildarvina og vildarfyrirtækja þeirra.
Ef við viljum breytingar verðum við að kjósa breytingar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (32)
3.3.2009 | 12:20
VR félagsmenn! Kjósum.
Kæru VR félagar.
Í fyrsta sinn í 118 ára sögu VR geta félagsmenn kosið sér forystu í almennri kosningu.
Látum ekki þetta einstaka tækifæri fram hjá okkur fara. Kjósum og virkjum alla sem við þekkjum með okkur.
Hópur fólks hefur barist fyrir þessum mikilvæga lýðræðislega rétti okkar.
Viljum við breytingar? Eða viljum við núverandi stjórn?
Tökum afstöðu og kjósum!
Hægt er að nálgast lykilorð VR til kosninga á eftirfarandi hátt:
* Heimasíðu www.vr.is á Mínar Síður. Hægt er að fá lykilorðið sent í heimabanka viðkomandi sem rafrænt skjal.
* Þau birtast undir heitinu Lykilorð VR sem hér segir.
Glitnir/Íslandsbanki lykilorðið undir Yfirlit > Netyfirlit > Öll netyfirlit
Kaupþing og Landsbanki undir Rafræn skjöl
Sparisjóðunum má finna lykilorðið Yfirlit-Rafræn skjöl.
Hægt er að óska eftir lykilorði í pósti með því að hringja i VR í síma 510-1700 eða með því að senda tölvupóst á vr@vr.is
Munið að nýta kosningarétt ykkar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)