Einstakt tækifæri fyrir VR félaga.

Nú er einstakt tækifæri fyrir félagsmenn VR að hafa áhrif í félaginu.

Aðalfundur er æðsta vald félagsins og er stjórninni skylt að fara eftir samþykktum hans.

Nú er Auka aðalfundur VR í kvöld þriðjudag 11.Janúar á Hilton kl.19:30 þar sem félagsmenn geta kosið um nokkrar tillögur sem stjórninni er skylt að vinna eftir.

 

  1. Kosið verður um beinan kosningarétt félagsmanna við stjórnar og formannskjör á móti sama fyrirkomulagi og varið hefur völd þröngs hóps, sem stjórnað hefur félaginu eins og einkahlutafélag, í áratugi.
  2. Kosið verður um hæfi stjórnenda í lífeyrissjóðnum. En meirihluti stjórnar VR hefur hafnað því að stjórnarmenn okkar í lífeyrissjóðnum gangist undir nýjar og hertar hæfniskröfur FME.

Önnur mál:

1.Fundurinn ályktar gegn verðtryggingu.

Fundurinn beinir þeim tilmælum til stjórnar og samninganefndar félagsins að beita sér fyrir afnámi verðtryggingar.

2.

Í ljósi alvarlegra athugasemda í rannsóknarskýrslu alþingis samþykkir aðalfundur VR að stjórn VR beiti sér af fullum þunga að fram fari opinber og óháð rannsókn á starfsemi lífeyrissjóðs verslunarmanna í aðdraganda og kjölfar hruns fjármálamarkaða haustið 2008. Einnig að lánveitingar sjóðsins til tengdra aðila og gjaldmiðlasamningar sjóðsins verði skoðaðir sérstaklega.

Aðalfundur felur Stjórn VR að beita sér fyrir því að upplýsingar um lánveitingar lífeyrissjóðs verslunarmanna til fyrirtækja og fjármálastofnana verði gerðar aðgengilegar sjóðsfélögum.

3.

Að félagið beiti sér fyrir lýðræðisumbótum við kjör í stjórnir lífeyrissjóða og aðkoma atvinnurekenda að Stjórn eftirlaunasjóðs félagsmanna (lífeyrissjóðs verslunarmanna) verði takmörkuð.

Mætum öll og látum í okkur heyra.

 

Virðingafyllst

Ragnar Þór Ingólfsson

Stjórnarmaður í VR.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband