Verð ég líka rekin?

Stjórn VR samþykkti í dag vantraust á Bjarka Steingrímsson Varaformann VR. 

Ástæða þess má rekja til ræðu sem hann flutti á austurvelli þar sem hann vann sér það til saka að gagnrýna verkalýðsforystuna og gera nákvæmlega það sem hann sagðist ætla að gera þegar hann bauð sig fram, og vann yfirburðar sigur, í síðustu VR kosningum.

Ég og Bjarki höfum gagnrýnt verkalýðsforystuna harðlega fyrir að taka ekki afstöðu í mikilvægum hagsmunamálum launþega svo sem verðtryggingu,myntkörfulánum,bílalánum og fáránlegum skattaálögum sem engu skiluðu nema aukinni kaupmáttarrýrnun og hækkun húsnæðlána.

Þessi lögvarði þjófnaður á eignum almennings í skjóli verkalýðshreyfingarinnar verður ekki liðinn mikið lengur.

Það hlakkar sjálfsagt í verkalýðskóngunum sem náðu góðu höggi á góðan mann í dag.

Verði þeim að góðu!

Þetta sýnir okkur að við erum á hárréttri braut.

Dapurleg framkoma við Bjarka sem hefur sýnt mikin kjark,þor og frumkvæði.

Vil um leið óska varaþingmanni framsóknarflokksins og tækifæris sinnanum Ástu Rut Jónasdóttur, velfarnaðar í nýju embætti varaformannns. Vonandi heyrum við eitthvað frá henni á næstuni, svona til tilbreytingar.

Ræðan mín á Austurvelli,  sjá hér en þetta er það sem ASÍ klíkan þolir ekki að heyra né sjá  en er að okkar mati sjálfsögð krafa.

Ætli ég sé næstur?

Kveðja

Ragnar Þór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þú mátt búast við því.

Byltingarkveðjur að norðan.

Arinbjörn Kúld, 16.12.2009 kl. 16:40

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Baráttukveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.12.2009 kl. 17:25

3 identicon

Heill og sæll Ragnar; sem þið aðrir, hér á síðu hans !

Það er; sem þú segir Ragnar, Gorgeir og hroki; manna eins og Gylfa Arn björnssonar og Guðmundar Rafiðnaðar Gunnarssonar; er löngu orðinn óþolandi - og; svo valsa þessir piltar, um almannaeigur, eins og sínar eigin.

Tek undir; með kempunni Arinbirni Kúld - sem oftar.

Með beztu kveðjum; sem æfinlega, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 17:29

4 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Því miður er AUGLJÓST að þeir munu vissulega gera atlögu að því að fá þig burt, þetta lið kan þann leik VEL að halda í VÖLD.  Verkalýðshreyfiingin veit upp á sig skömmina, og í stað þess að bregðast við "gagnrýni" þá meðhöndla þeir alla gagnrýni eins og hún sé ómálefnaleg...lol...& svo ráðast þeir auðvitað á sendiboða slæmra frétta og skjóta hann eða fjarlægja hann af leiksviðinu.  Verst er að stjórnvöld skuli ekki grípa inn í og fara fram á RANNSÓKN á þessu liði (verkalýðsfélögum, lífeyrissjóðum & forystumönnum þessara samtaka sem hafa því miður staðið sig í flestum tilfellum "glæpsamlega lélega..!"

 Ekki gefast upp, samfélagið & þjóðin VIL heiðarleika & réttlæti, og okkur mun takast að ná fram slíku, það tekur bara lengri tíma heldur en við héldum, enda er SIÐBLINDA hérlendis í hæðstu hæðum...!  Ekki gefast upp - forza réttlæti..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 16.12.2009 kl. 17:31

5 identicon

Agalegt að frétta þetta af Bjarka, eflaust góður drengur þar á ferð. Myrkraverurnar í VR þola ljósið greinilega mjög illa.

Góð ræðan hjá þér á laugardaginn, alltaf öflugur. Þurfum sterkara hljóðkerfi, ekki eru allir eins raddsterkir og þú og Lúlli!

Baráttukveðjur, T.N.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 17:53

6 identicon

Ragnar og Bjarki haldið áfram það er akkúrat þetta sem við þurfum, í ölum bænum  látið það takkast ekki fara undan flæmingi og ljúga eins og þau hafa gert sem ætluðu að slá skjaldborg utan um heimilin.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 18:13

7 Smámynd: Þór Saari

Til hamingju Ragnar.

Þið eruð á réttri leið. Ég held það sé kominn tími til að skoða alvarlega skylduaðild að verkalýðsfélögum. Sjáfur var ég í trúnaðarráði eins slíks í nokkur ár fyrir all löngu síðan og þá var staðinn vörður um hagsmuni fólksins. Nú eru þessi stóru félög og sambönd svo sem VR og ASÍ að mér virðist algerlega að bregðast sínu hlutverki. Haldið áfram baráttunni.

Þór Saari, 16.12.2009 kl. 18:35

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mér finnst mjög eðlilegt að þú veltir spurningunni, sem þú settir í fyrirsögn færslunnar þinnar hér að ofan, fyrir þér en vona að þú látir ógnunina ekki hafa áhrif á þig heldur haldir áfram þinni góðu, þörfu og réttmætu baráttu. Ég tel að niðurstaða þín varðandi það hvað býr raunverulega að baki vantrauststillögunni á Bjarka sé hárrétt. Þið eruð á hárréttri leið!

Það kæmi mér heldur ekki á óvart að meiningin hafi ekkert síður verið sú að ógna þér með þessari aðför að Bjarka. Þeir sem eru hræddir grípa gjarnan til valdníðslu og treysta því að slíkt veki ótta sem leiði til undirgefni og hlýðni. Mér finnst allt þetta mál bera sterkan keim af slíku.

Því miður get ég ekki sent þér annan eða meiri liðstyrk en baráttu- og stuðningskveðjur! Ég vona að þær orki til hvatningar í áframhaldandi baráttu.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.12.2009 kl. 20:45

9 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það kæmi mér ekki á óvart þó aðförin að Bjarka væri að undirlagi helstu ASÍ-sjakalana og þar fari fremstir í flokki Gylfi Arnbjörns, Frú Ingibjörg Err, Gvendur Gunnars, Kristján í Keflavík, Skúli Thor og svefndrukkna sauðnautið í Eflingu. Ær og kýr þessara hundingja eru að verja völd sín í verkalýðshreyfingunni og halda henni í gíslingu.

Ef verkalýðshreyfingunni ber ekki gæfa til, að sparka þessu liði útí hafsauga, mun hún líða endanlega undir lok sem baráttutæki launafólks.

Þess vegna skora ég á ykkur, Ragnar og Bjarki, að láta ekki deigann síga gagnvart úrkynjunarherliðinu í VR, þið hljótið að hafa fólkið í félaginu með ykkur.

Ég hef á tilfinningunni, að ef þið spilið vel úr stöðunni, muni skjaldborg ríkjandi afla í VR hrynja til grunna.

Jóhannes Ragnarsson, 16.12.2009 kl. 21:10

10 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Stuðningskveðjur til þín og Bjarka... ekki gefast upp... skora á alla að mæta á mótmælin á laugardaginn og hlusta á ræðuna sem Bjarki ætlar að flytja. Ræðan þín Ragnar síðasta laugardag var alveg frábær.

Birgitta Jónsdóttir, 16.12.2009 kl. 21:27

11 identicon

Ég hef verið félagsmaður í VR til 20 ára.  Ég vona að mér verði fyrirgefið en ég get ekki orða bundist.    

Á síðasta aðalfundi VR var skipt um stjórn eftir snarpa kosningabaráttu.  Þar kom inn nýr formaður, Kristján, Ragnar, Bjarki og fleiri.  Þessi sama stjórn er nú að skipta út varaformanni sínum.  Höfum það alveg á hreinu að  „Verkalýðsforystan“ kom þar hvergi nærri.

Það eru því samherjar sem skipta út manni í einu af æðstu embættum félagsins og ég spyr sjálfan mig hvort skýringin gæti mögulega verið að hann hafi hreinlega unnið gegn hagsmunum VR eins og haldið er fram.  Í öllu falli kem ég ekki til með að sakna hans málflutnings sem varaformanns VR.

Þú hefur átt þín tíma Ragnar í fjölmiðlum og kannski er mál að keyra aðeins hægar og haga málflutningi þannig að fólk beri virðingu fyrir þér og fyrir því sem þú stendur.  Þú hefur deilt mikið, t.a.m.  á lífeyriskerfi okkar landsmanna í gagnrýnislausum einræðum t.a.m. hjá Agli Helgasyni.  Það máttu vita að ekki eru allir sammála málflutningi þínum sem í besta falli byggist á vanþekkingu en í versta falli á forsendum framsettum gegn betri vitund. 

Ég kann ekki að meta að einstaklingar eins og þú og Bjarki líti það stórt á sig að þeir telji sig málsvara meirihluta félagsmanna þrátt fyrir að stjórn félags þeirra hafi klárlega hafnað þeirra málflutningi. 

Nýr formaður er loksins búinn að átta sig á þessu.

 

Ekki  ofmetnast á þeim athugasemdum sem þú færð við tilskif þín, tökum dæmi:

„Því miður er AUGLJÓST að þeir munu vissulega gera atlögu að því að fá þig burt, þetta lið kan þann leik VEL að halda í VÖLD.“

Ef gerð er atlaga að þér þá er hún gerð af fólkinu sem kom inn í stjórnina með þér í „byltingunni“.

 „Ég held það sé kominn tími til að skoða alvarlega skylduaðild að verkalýðsfélögum.“

Eigum við ekki bara að fyrirgefa þingmanninum okkar þessa vanþekkingu því flestir vita að það er ekki skylduaðild að verkalýðsfélögum!

 „Það kæmi mér ekki á óvart þó aðförin að Bjarka væri að undirlagi helstu ASÍ-sjakalana og þar fari fremstir í flokki Gylfi Arnbjörns, Frú Ingibjörg Err, Gvendur Gunnars, Kristján í Keflavík, Skúli Thor og svefndrukkna sauðnautið í Eflingu. Ær og kýr þessara hundingja eru að verja völd sín í verkalýðshreyfingunni og halda henni í gíslingu.“

Maður verður bara hræddur þegar maður les svona! 

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 21:49

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Baráttu kveðjur til ykkar sem eru þeir sömu fyrir og eftir kosningar.  Þeir eru margir sem sjá vonarglætu í réttlæti ykkar.

Magnús Sigurðsson, 16.12.2009 kl. 22:18

13 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Skrýtin þula atarna hjá þessum Skúla Skúlasyni, en alltof kunnugleg samt. Þar talar maður, sem ber öll merki klassísks undirlægjuháttar við ,,valdið." Honum er auðsjánlega einkar kær svokölluð ,,haltukjaftistefnan" sem verkalýðssamtakaeigendur og flokkseigendur leggja svo mikið uppúr að sé í heiðri höfð innan ,,þeirra" samtaka. Samkvæmt Skúla Skúlasyni, heitir gagnrýni á verkalýðsforystuna, ,,að vinna gegn hagsmunum verkalýðshreyfingarinnar." Þá virðist Skúli þessi rugla saman þeim meirhluta stjórnar VR, sem vék Bjarka úr embætti varaformanns og meirihluta félagsmanna, a.m.k. er slíkur stjórnarmeirihluti rétthærri en meirihluti félagsmanna, að hans mati. Það er ljóst að fólk eins og Skúli Skúlason hefur hafa aldrei lært, ,,að vald og ríki er ekki manngrúinn" eins og góðskáldið Þorsteinn Valdimarsson segir í ljóði sínu, ,,Þú veist í hjarta þér 

Jóhannes Ragnarsson, 16.12.2009 kl. 22:30

14 Smámynd: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir

Jóhannes, þetta er eins og mælt úr mínum munni.

Ragnar, er ekki rétt að Ásta Rut er nú þegar búin að hækka laun sín um tæpar 130 þús á mánuði eftir að hún var kjörinn inn til VR (90 þús fyrir stjórnarsetu í LÍV og 36 þús fyrir stjórnasetu í VR) Hún þarf greinilega ekki að vinna lengur fyrir félagsmenn.

Guðrún

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 16.12.2009 kl. 22:46

15 identicon

Heyr, heyr, Jóhannes - er þér svo hjartanlega sammála. Það er augljóst að Skúli Skúlason er einn af klaninu og vill greinilega halda sem fastast í mafíustefnu eldri hluta stjórnarinnar. Ég verð nú að segja að þessi svokallaði formaður virðist vera agalega máttlaus og hefur sig lítið frammi, sem mér finnst nú ekki bera vott um neina leiðtogahæfileika. Raggi, þú og þínir félagar standið ykkur frábærlega. Treysti á að þið haldið áfram og látið þetta pakk ekki stöðva ykkur. Við hin stöndum þétt við bakið á ykkur :) Nú þarf að moka skítnum út! Er strax farin að hlakka til að mæta á Austurvöll á laugardaginn og heyra í Bjarka.

Heiða (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 22:52

16 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Samherjar í hverju Skúli? og hvaða fólk ber ekki virðingu fyrir Ragnari? Er ekki hópur fólks sem er að styðja Ragnar bæði hér og víðar? eða ætlar þú að taka þér það vald að kveða upp úr um það að við séum ekki fólkið?!

Þú talar um einræður og vanþekkingu Ragnars Þórs í sambandi við lífeyrissjóðina en nefnir ekki eitt einasta dæmi. Ragnar aftur á móti hefur þann háttinn á að draga fram skýr dæmi sem rökstyðja málflutning hans. Það er m.a. þess vegna sem ég ber virðingu fyrir honum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 16.12.2009 kl. 23:14

17 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta datt mér í hug frændi. Þið eruð líka á villigötum í ykkar gagnrýni og það tel ég að meirhluti fólks sem ÞEKKIR í raun störf verkalýðshreyfingarinnar í gegnum árin, sé mér sammála um.

Ég er alls ekki að segja að verkaýðshreyfingin sé hafin yfir alla gagnrýni, síður en svo. Ég tel hins vegar að ykkar málfluttningur og ykkar nálgun á málin sé á algjörum villigötum að mjög miklu leyti.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.12.2009 kl. 23:53

18 identicon

Ég hef engra hagsmuna að gæta gagnvart stjórn VR og hef aldrei gert.  Viðkenni fúslega að ég er ekki virkur í starfinu.  Er því ekki varðhundur eldri stjórnar.  Bara félagsmaður eins og þið hin.  Það sem ég ætlaði að reyna að segja var að í félagasamtökum notumst við fulltrúalýðræði.  Við kjósum okkur stjórn og  treystum henni til að fara með vald milli aðalfunda og vonumst auðvitað til að hún meðhöndli af skynsemi.

Ef við erum ósátt þá getum við brugðist við með því að bjóða fram gegn á næsta aðalfundi.  Akkurat sem gerðist á síðasta fundi og til hamingju allir sem þar komust til valda. Þrátt fyrir að ég sé ekki sammála öllu sem Ragnar og Bjarki hafa látið frá sér eru þeir fulltrúar mínir í stjórn VR ásamt fleirum og við þurfum á að halda að allir vinni saman að hagsmunum okkar.  Sundurlyndi er eitur í verkalýðsfélagi . 

Það er óþarfi að níða skóinn að mönnum þótt skoðanir fari ekki saman.  Aðalfundur er vettvangur til að ná sínu fram og fá fram hvort skoðanir manns séu skoðanir meirihlutans. Ég hefði getað orðað fyrri póst betur og bið afsökunar ef ég hef móðgað.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 00:11

19 Smámynd: Helga Þórðardóttir

Þú varst frábær á laugardaginn. Láttu ekki kúga þig til hlýðni. Fólkið stendur á bak við þig. Baráttukveðjur til þín og Bjarka.

Helga Þórðardóttir, 17.12.2009 kl. 00:36

20 identicon

Undarlegt að sjá Þór Saari segja það tímabært að skoða skulduaðild að verkalýðsfélögum. Það einfaldlega er ekki skylduaðild að verkalýðsfélögum í landinu.

Hehe (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 07:13

21 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Góðan Dag gott fólk og takk kærlega fyrir stuðningin.

Skúli Skúlason!!!

Ég vil nú helst ekki vera mikið að svara nafnleysum. En öðrum hér til upplýsingar þá er þessi IP-tala tíður gestur á bloggi mínu.

Það er alveg ótrúlegur heigulsháttur að þora ekki að skrifa undir eigin nafni.

Þessi skúli skúlason skrifar líka undir hehe sem er sama IP tala og fleiri "leyni" nöfnum sem hafa birst á bloggi mínu. Þetta eru viðurkennd vinnubrögð þeirra sem vinna á móti þjóðinni.

Þór Saari sem benti á skylduaðild í stéttarfélög, þá eru fjölmörg dæmi þess að fólk hafi verið skyldað til að greiða í stéttarfélög til að eiga möguleika á að hreppa starf viðkomandi fyrirtækis. Þó svo að lagabókstafurinn segi annað þá hangir þetta saman með skylduaðild að lífeyrissjóðum osfrv,  veruleikin er ekki alltaf sá sami og bókstafurinn.

Hólmfríður 

Ég vil hrósa þér fyrir að koma alltaf undir nafni og vera fylgin þinni skoðun. Þú ert þó heiðarlega það máttu eiga.

Ég virði þig fyrir það þó við séum á öndverðu meiði með nánast allt nema skyldleikan.

Ég mun samt reyna ótrauður áfram við að afeitra þig þessari trúvillu

Ragnar Þór Ingólfsson, 17.12.2009 kl. 09:08

22 identicon

Dapurleg frétt - ég vona að þetta efli ykkur bara frekar.

Baráttukveðjur

Eva Ólafsd. (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 10:14

23 Smámynd: Konráð Ragnarsson

STYÐ BJARKA HEILSHUGAR!!!!!!!!!!!!!

Konráð Ragnarsson, 17.12.2009 kl. 10:20

24 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Haldið áfram baráttunni!

ég er svo sammála þér varðandi heigulsháttinn:

Það er alveg ótrúlegur heigulsháttur að þora ekki að skrifa undir eigin nafni.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 21:49

Birgir Viðar Halldórsson, 17.12.2009 kl. 10:24

25 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það þarf að berjast gegn spillingu með hyggindum. Ef menn fara of geyst af stað í gagnrýni sinni verða margir hörundsárir, jafnvel þeir sem eru alsaklausir. Verkalýðshreyfingin hefur margskonar hagsmuni að verja og launafólkið er grunnurinn en lífeyrissjóðirnir eru sérstakt verkefni sem getur ekki tekið tillit til félaga sinna þar sem ávöxtun sjóðanna er eina markmiðið. Verðtryggingarákvæðin tel ég að sjóðirnir hafi fært sér í nyt og að verkalýðshreyfingin hafi átt erfitt með að leggja til breytingar á því fyrir hönd félaga sinna vegna þessara mótsagnakenndu hagsmuna.

Ég er á móti verðtryggingunni og hef ALLTAF verið vegna þess að hún skekkir alla eðlilega fjármálaviðmiðanir. Þess vegna hef ég lagst alfarið á sveif með þeim sem vilja Evru ásamt ESB inngöngu. Tel það neyða Íslendinga í banka og sjóðakerfi til að taka upp kontinental vinnubrögð. Verkalýðshreyfingin getur náttúrulega harmað afleiðingar hruns og afleiðingar lánakjara erlendra lána en ég tel hana ekki í aðstöðu til að breyta þessu nema með róttækum breytinum á löggjöf sem þýðir myntbreytingu þegar fram líða stundir. Forseti ASÍ hefur reyndar talað vinsamlega um ESB aðild en hann fær engu breytt enda er líklegt að "verkalýðurinn" sé á móti af miskildum þjóðernislegum ástæðum.

Gísli Ingvarsson, 17.12.2009 kl. 13:14

26 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka öllum innlit og baráttukveðjur.

Gísli Ingvarsson

Þakka málefnalegt innlegg og skilning á málum. 

Ég get tekið undir með öllu sem þú skrifar nema aðild að ESB sem ég hef ekki tekið afstöðu til

Ég tel glórulaust að verðtrygging/verðbætur húsnæðislána skuli vera öryggisnet lífeyrissjóða og banka, sem héldu útrásinni uppi að stórum hluta. Fasteignir okkar eru líklega mikilvægasti lífeyrin og okkar eina öryggisnet ef sjóðirnir tapa.

Kveðja

Ragnar

Ragnar Þór Ingólfsson, 17.12.2009 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband