Uppgjör gjaldeyrisskiptasamninga!

Ég skrifaði pistil um þetta mál þar sem lífeyrissjóðirnir eru í raun að hóta því að fara í mál við ríkið ef þeir leiðrétta ekki gjaldeyrisskiptasamninga sjóðanna. Þ.e. tapið er staðreynd, sjóðirnir koma byrgðinni yfir á bankana  "Ríkið, Okkur" með því að hóta málaferlum ??? Af hverju fara þeir ekki í mál við Stjórnir bankanna sem tóku veðmál á móti og virtust hafa nægar upplýsingar um raunverulega stöðu mála "innherjaupplýsingar". ??? svarið á þessum link er dæmi um ömurlega blákalda staðreynd.

 

Greinin: 

Ég hef oft orðið hissa á málflutningi Lífeyrissjóðanna en nú hafa þeir farið yfir allt velsæmi. 

Þeir vilja ekki gefa upp hrikalega stöðu sjóðanna og gífurlegan taprekstur vegna þess, að þeir reyna eins og engin sé morgundagurinn að færa tap á gjaldeyrisskiptasamningum sem þeir hafa stórgrætt á undanförnum árum yfir á þrotabú bankanna (ríkið) og þannig koma tapinu yfir á skattgreiðendur.

Þar af leiðandi hvít þvo þeir sjálfa sig af eigin taprekstri eiga hafa enn meiri peninga til að spila úr í valdabrölti sínu.

Annað athyglisvert er að lífeyrissjóðrinir reyna einnig að ná fram skuldajöfnun á skuldabréfaeign sjóðanna í gjaldþrota bönkum og fyrirtækjum yfir á gjaldeyrissamningana. Aftur á að reyna að koma tapinu yfir á skattgreiðendur og fyrir vikið verða eina peninga valdið í landinu í krafti lausafjárstöðu sinnar. 

Tapið er staðreynd. Hver á að Borga? Við eða Við?

Þeir ætla að þvinga Ríkið og alþýðuna sem á þessa peninga um tilfærslu á taprekstri svo að sjóðirnir verði einráðir á lausajármarkaðnum með tilheyrandi völdum.  Þeir ætla ekki að koma að uppbyggingu þessa lands nema að kröfum þeirra verði farið.

Við getum ekki liðið svona kúganir.

Ríkið verður að grípa inn í og leysa til sín þessa Ósjóði. 

Það er ömurlegt að horfa upp á þessa sömu menn og eru búnir að tapa öllu hlutafé eins og í LV sem fóru fyrir hópi SA og LL inn á Alþingi og fengu rýmri heimildir til að fjárfesta í hlutabréfum í gjaldþrota og gjörspilltu atvinnulífi ásamt rýmri heimildir til fjárfestinga í óskráðum félögum sem aldrei fyrr.

Þeir hefðu réttilega átt að fara fram á það við ríkið að leysa til sín sjóðina og sameina þá í einn.

Ef sjóðirnir geta farið í mál við bankana út af tapi á móti tapi, getum við sem töpuðum á séreignasjóðum okkar og erum að borga upp undir 50% meira af húsnæðislánum hjá sömu fjármálastofnun og tapaði séreigninni en yfirtók húsnæðislánin ásamt áföllnum verðbótum í topp, fengið sömu skuldajöfnun ?? 

Hvað kostar að reka 37 Lífeyrissjóði með 37 forstjóra á 37 forstjórajeppum sem vinna fyrir 37 mismunandi hagsmunaaðila.

Ragnar Þór.


mbl.is Skerða lífeyri um allt að 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lífeyrissjóðirnir fresta vandanum og leyna sannleikanum um hrikalega stöðu sína. Skerðingin ætti að vera miklu meiri til að vera í samræmi við raunverulegt tap sjóðanna.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 11:13

2 identicon

Hvernig væri að forstjórar lífeyrissjóðanna myndu finna upp á því sjálfir að lækka sjálfan sig í launum áður en þeir skerða hjá gamla fólkinu. Mér finnst þetta skelfilegt, heldur halda þeir sínum ofurlaunum og skerða réttindi þegna.

Og af hverju er þetta ekki meira rætt í fjölmiðlum og meiri þrýstingur á þessa menn?

Aldís B. (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 20:33

3 Smámynd: Björn Bjarnason

Á síðasta ári fóru meira en öll innborguð iðgjöld lífeyrissjóðanna í að borga iðgjöld og tap af rangri fjárfestingu.  Á sama tíma taka stjórnendur þeirra til sín óhófleg laun. 

Það er merkilegt að rekstur þeirra sé ekki dreginn meira fram í dagsljósið.  Það að tapa á öllum eignum nema lánum til sjóðfélaga er til háborinnar skammar.  Í hvaða hlutafélagi sem er myndu þeir menn sem skila slíkum rekstrarárangri fá pokana sína - sama ætti að gilda um stjórnendur lífeyrissjóðanna.

Björn Bjarnason, 10.2.2009 kl. 20:58

4 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það er ljóst að lög leifðu galleyrisskiptasamninga og ef það var leift þá er þetta löglegur gerningur. Hver ber ábyrgð á að svona samningar voru leifðir var það ekki ríkistjórn og Seðlabankinn. Er það eitthvað annað en þeir sem áttu fé á sparisjóðsbók þar voru fyrir neyðarlögin einungis tryggðar 3 miljónir á hverja bók og kennitölu aflverju var ríkið að mismuna þegnunum með því að setja lög og tryggja allar innistæður á sparisjóðsbókum en ekki fé sem lág á gjaldeyrisreikningum ég bara spyr er þetta jafnræði stjórnarskrárnar sem þar er gert ráð fyrir.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 10.2.2009 kl. 21:37

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sennilega fara þeir aldrei í mál við þrotabú gömlu bankanna vegna þess að í sumum tilfellum sátu stjórnendur sjóðanna einnig þar í stjórn. 

Hvort það verða við eða viðsem borgum skiptir ekki svo miklu máli því að við verðum látin borga. 

En við ættum að krefjast þess að hætta að borga héðan í rá þar til þessum stjórnendum hefur verið vikið frá og rekstri sjóðanna hefur verið komið í vitrænt horf.

Magnús Sigurðsson, 10.2.2009 kl. 23:09

6 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þakka innlit og athugasemdir. 

Ég var að lesa yfirlýsingar sjóðanna um tap þeirra á heimasíðu landssambands lífeyrissjóða.

Þar er talað um lækkun eigna í árslok 2007 til ársloka 2008 2,3% en raunlækkun hækkar svo vegna verðbólgu sem nam 18,6% á þessu tímabili.

Ef við setjum þetta í samhengi við það sem gerst hefur í kjölfar bankahrunsins þ.e. að fjármálamarkaðir í heiminum hafa hrunið með þvílíkum ofsa að fordæmi eru varla fyrir öðru eins.

Einnig vil ég benda á að mikið af bókfærðum eignum sjóðanna í árslok 2008 eru í "veðlausum og verðlausum" verðbréfum þ.e. þegar fyrirtækin geta ekki borgað af skuldabréfum eða jafnvel almenningur af húsnæðislánum þá hverfur eignin eins og loft úr blöðru sem springur.

Þegar sjóðirnir þurfa að losa úr verðbréfasjóðum innlendum sem erlendum þá kemur fyrst í ljós raunverulegt verðgildi þeirra sem er í besta falli brot af því sem sjóðirnir gefa upp.

Er skrýtið að sjóðirnir séu að berjast á móti því og settu ( hömlur ) á hvað mikið má greiða úr séreign á ákveðnu tímabili.

þ.e. að greiðslur úr séreignasjóðum verða ekki hærri en bankainnistæður sjóðanna og þeim verði dreift niður í mánaðarlegar greiðslur svo sjóðirnir geti notað iðgjöldin sem streyma þar inn sem aldrei fyrr til að greiða séreignina út.

Þetta rennur stoðum undir grun margra að sjóðirnir lenda í miklum vandræðum ef séreignin verður greidd út að fullu eða á skemmri tíma vegna þess að þá þurfa þeir að losa eignir sem eru stórlega ofmetnar og af nokkrum sérfræðingum sem ég hef rætt við nánast verðlausar ef svartsýnustu markaðs spár ganga eftir.

Til að koma með einfalda spurningu á móti þessari framsetningu þeirra á tapi sjóðanna. 

Skilanefnd gamla Kaupþings og sérfræðingar innan bankans, meta eignir Kaupþings á ríflega 618 milljarða króna. Á móti eignum eru skuldir félagsins tæplega 2432 milljarðar króna. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu bankans sem lögð var fram á fundi kröfuhafa í dag "5 febrúar 2009". Ekki er einu sinni víst að þeir nái svo miklu af eignum til baka.

Áður en Kaupþing fór í þrot voru eignir bankans taldar um 10-12% hærri en skuldir hans. Því má ætla að eignir Bankans hafa fallið um minnst 77% frá árslokum 2007 til dagsins í dag. Ekki er staða Landsbankans og Glitni banka talin betri. Við þetta má bæta verðbólgu 2008 til að fá rauntap.

Tap sjóðanna á móti bönkunum er því 10% á móti að lágmarki 77%.

Landsbankinn skuldaði 30 milljarða evra og átti eignir upp á 32 milljarða evra fyrir hrun bankans.Lítið brot fæst fyrir þessar eignir í dag.

Það er því mátulega trúverðug framsetning sjóðanna um tap þeirra, því ekkert kemur fram í ársreikningum þeirra sem bendir til þess að stjórnendur sjóðanna hafi á einhvern undraverðan hátt reddað sér út úr klípunni, þvert á móti fjárfestu þeir enn frekar í þeim fyrirtækjum sem verðlaus eru á íslenskum hlutabréfamarkaði í dag og því ekkert sem bendir til annars en að sama hafi verið uppi á teningnum í erlendum verðbréfaviðskiptum.

Við skulum líka hafa til hliðsjónar áður en við kokgleypum þessa dæmalausu framsetningu þeirra að ráðgjafar bankanna voru helstu ráðgjafar sjóðanna í fjárfestingum þeirra.

Kær kveðja

Ragnar 

Ragnar Þór Ingólfsson, 11.2.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband